Morgunblaðið - 10.05.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.05.1995, Blaðsíða 2
2 C MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ HM I HANDKNATTLEIK • MEÐALMARKASKORUN í LEIK í HM • Fjáröflun kvennalandsliðsins Fjöldi 1938 1954 1958 1961 1964 1967 1970 1974 1978 1982 1986 1990 1993 marka Þýskaland Svíþjóð A-Þýskal. V-Þýskal. Tékkó. Svíþjóð Frakkland A-Þýskal. Danlmörk V-Þýskal. Sviss Tékkó. Svíþjóð Hvrt-Rússar krefj- ast banns á Teka Handknattleikssamband Hvíta- Rússlands sendi frá sér yfir- lýsingu í gær þar sem þess er kraf- ist að Alþjóða handknattleikssam- bandið, Handknattleikssamband Evrópu og Handknattleikssamband Spánar útiloki spænska félagið Teka frá þátttöku í handknattleik innan lands sem utan þar til það hefur gert upp við SKA Minsk vegna kaupa á landsliðsmanninum Mikhail Jakimovich. í yfirlýsingunni segir að Teka og Minsk hafí gert.samning 21. janúar 1992 vegna leikmannsins og átti að greiða fyrir samninginn í áföngum. I bréfinu segir að greiðslur vanti frá september 1992, janúar 1993 og janúar 1994 en þó kvartað hafí ver- ið til allra fyrmefndra sambanda Segja spænska fé- lagið ekki hafa stað- ið við greiðslur vegna Jakimovich sem hafí samninginn undir höndum hefur kvörtunum ekki verið svarað. Fram kemur að Hvíta-Rússland sé fátækt land og enn eigi eftir að greiða 50% vegna fyrrnefnds samn- ings. „Sambandið okkar líður fyrir það en Teka teflir fram Mikhail Jakimovich og fagnar titlum á Spáni og í Evrópu,“ segir m.a. í yfirlýsing- unni. Ennfremur er tekið fram að verði ekki greitt fyrir leikmanninn geti Hvíta-Rússland ekki sent lið í næstu Evrópukeppni. Upphæðin sé ekki há fyrir Teka en peningarnir skipti öllu fyrir SKA Minsk og Hand- knattleikssamband Hvíta-Rúss- lands. Gerd Butzeck, varaformaður Handknattleikssambands Hvíta- Rússlands, sagði við Morgunblaðið á Akureyri í gær að þetta væri óþol- andi staða. Hann hefði þurft að greiða 500 svissneska franka úr eig- in vasa við komuna til íslands til að liðið fengi að vera með á HM en svo kæmist Teka upp með að standa ekki við samning. Hann vildi ekki segja um hvað mikla peninga væri að ræða en sagði að mikið væri í húfi. „Þetta eru gríðarlega miklir peningar sem skipta okkur öllu.“ Ætlum okkur eina milljón - helst tvær ÍSLENSKU kvennalandsliðin voru á fullri ferð í Laugardals- höllinni í gær þar sem þær standa fyrir mikilli fjáröflun fyrir næstu verkefni landsliðanna. I því skyni fengu þær leyfi veitingasalans í Höllinni til að vera með sölubás í enda annarrar hæðar Laugar- dalshallarinnar. „Við lánum veit- ingasalanum hér i húsinu tuttugu til þrjátíu mamis á hveijum degi og í staðinn fengum við að vera með þessa verslun," sagði Erla Rafnsdóttir, margreynd landsliðs- kona þar sem hún vann ásamt félögunum sínum við söluna. „Þetta er eina fjáröflunin sem við verðum með og við ætlum að ná allavega inn miljón, helst tveimur miljónum,“ bætti Erla við. Fjáröfl- unin er aðaliega hugsuð fyrir yngri landsliðin en þær eldri vilja vera með til að sýna fordæmi. Alls eru 100 starfsmenn við söluna og skiptast þrjátíu á að vera á vakt í einu. Hópurinn sam- anstendur af landsliðskonum á öllum aldri auk þess sem vinir og vandamenn leggja hönd á plóg. Sami hópur hafði einnig veg og vanda af uppsetningu og sölu á básum í Laugardalshöllinni, enda veitir ekki af aurunum í starfið. Næstu verkefni landsliðs- kvenna eru æfingaferðir erlendis þegar aðallandsliðið fer í æfinga- ferð til Kanada en það er undir- búningur fyrir Evrópumótið í handknattleik á meðan yngri landsliðin fara til Evrópu. Atján ára liðið fer í æfingaferð til Nor- egs í ágúst á meðan 16 ára liðið heimsækir Þjóðveija á sama tíma. Danir líta á björtu hliðamar DANSKA landsliðið æfði í hádeginu i gær í Smáranum í Kópavogi og var bara nokkuð létt yfir mannskapnum þrátt fyrir tapið gegn Alsír á mánudaginn í fyrsta leik liðanna í HM. Ulf Schefvert, hinn sænski þjálfari Dana, sagði að nú dygði ekkert nema gleyma leiknum gegn Alsír. „Við vissum að við myndum ekki sigra í öllum leikjum okkar hér og það er lán í óláni að leikurinn gegn Alsír var í riðlakeppninni, annars væri allt búið,“ sagði Schefvert og bætti því við að menn reyndu að líta á björtu hliðamar. Hvað ætlardansldhomamaðurinn IMIKOLAJ JACOBSEN aðgera íframtíðinni? Atvinnumaður og kennari DANINN Nikolaj Jacobsen er einn af skemmtilegustu leik- mönnum danska landsliðsins. Hann er 184 sentimetrar á hæð, fæddur 22. nóvember 1971 og verður því 24 ára gamall í haust. Hann leikur ívinstra horninu ídanska landsliðinu og G.O.G. Gudme, félagsliði sínu í Danmörku en liðið lék til úrslita íEvrópukeppni meistaraliða á móti Barcelona. Draum- ur Nikolajs er að gerast atvinnumaður í Þýskalandi. Fyrsta landsleikinn lék hann í Hollandi árið 1991 ogá nú að baki um 50 leiki og hef ur gert tæplega 190 mörk í þeim. Skúli Unnar Sveinsson skriíar Nikolaj er frá Viborg en hefur alla tíð leikið með G.O.G. í Gudme og þar búa foreldrar hans og tveir yngri bræður sem einnig eru í hand- bolta, en er hann kannski af handboltafjöl- skyldu? „Það má sjálfsagt segja það því í Gudme spila allir handbolta," sagði Ni- kolaj þegar Morgunblaðið ræddi við hann eftir æfíngu í Smáranum í gær. Hann tók reyndar litinn þátt í æfíngunni, á við smávægileg meiðsl í ökla að stríða, en hann verður með gegn Rúmenum í dag. Hefur þú í hyggju að fara til annars lands og leika handknatt- leik? „Já, það er draumurinn að komast til Þýskalands og leika þar, en maður verður að bíða og sjá til hvort af því verður. Það er ekki hægt að lifa af handbolt- anum einum saman, menn verða að hafa eitthvað i bak- höndinni og ég er að læra til kennara og ætla mér að verða kennari í framtíð- inni.“ Hver er þín sterkasta hlið sem handknattleiks- manns? „Það held ég fari ekkeit á milli mála. Það er hraði minn í hraða- upphlaupunum. Ég virðist líka vera nokkuð heppinn með það að ég nýti oftast vel þau færi sem ég fæ og því skora ég talsvert mikið, en ég verð nú að viður- kenna að ég svindla stundum dálítið í vörninni, svona eins og margir hornamenn gera. Þegar Morgunblaðið/Sverrir GLÓKOLLURINN Nlkolaj Jacobsen, hornamaöurlnn snjalll í HAi Dana, vonast til að mæta Svíum í úrslitaleiknum á HM. ég sé að mótherjarnir eru að fara að skjóta þá er ég farinn fram.“ Eru gerðar miklar kröfur til ykkar hér á HM? „Já það er nokkur þrýstingur á okkur að standa okkur vel. Danska kvennalandsliðið varð Evrópumeistari og því verðum við að standa okkur vel líka.“ Hvernig er að leika gegn liði eins og Alsír? „Það er rosalega erfitt. Vörnin hjá þeim er í raun og veru maður á mann vörn um allan völl, ekki ósvipað og þegar leikin er stif pressuvörn í körfunni. Það er ógjörningur að leika kerfisbundna sókn. Menn verða að treysta á að þeir geri mistök og reyna síð- an við hraðaupphlaupin." Er handboltinn í framför eða er hann staðnaður? „Ég veit það eiginlega ekki. Ég veit ekki hvað menn leggja mikið á sig í íþróttinni, en heima í Danmörku æfum við ekki nema í mesta lagi fjórum sinnum í viku og það er of lítið ætli maður að ná miklum framförum. Ég held að danska deildin sé nokkuð sterk og við getum til dæmis séð það á því að bæði Kolding og við hjá G.O.G. náðum nokkuð langt í Evrópukeppninni.“ Hveijir leika til úrslita hér? „Svíar verða örugglega í úr- slitaleiknum og hitt liðið — ætli það verði ekki bara Danmörk, nei annars ég veit það ekki. Það eru í rauninni sjö til átta lið sem gætu hugsanlega leikið til úrslita við Svía. Vonandi við.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.