Morgunblaðið - 10.05.1995, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 10.05.1995, Qupperneq 7
6 C MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 1995 C 7 Leika við hvern sinn fingur LANDSLIÐMENN íslands stytta sér stundlr á ýmsan hátt að Hótel Örk í Hveragerði. Þegar Dagur Sigurðsson mætti til leiks með gitarinn sinn, greip um sig gítaræði hjá leikmönnum, sem vildu óhnir fá að læra grip og kanna snilld sína á strengjunum. Nú eru fjórir gítarar komnir í herbúðir landsliðsins og þrfr leikmenn eru kappsamir við að læra — Sigurður Sveinsson, Július Jónas- son og Guðmundur Hrafnkelsson. Á milli þess að leikmenn eru við gítamám, tekur Dagur létta isveiflu á sinn gítar og Olaf- ur Stefánsson leikur á þverflautu. Bridsdella í Hveragerði ÞÁ hefur einnig mikill bridsáhugi gripið um sig í herbúðum landsliðsins, eða eftir að fyrrum heimsmeistarar og landsliðs- menn í brids mættu á Hótel Órk á mánu- dagskvöldið, til að kenna landsliðsmönn- um að spila brids, sagnir og ýmislegt. Leikmenn skemmtu sér konunglega og vora ánægðir með kennsluna — þá sér- staklega þeir leikmenn sem náðu rúm- lega 60% árangri I sögnum. Strákarnir fá að sofa út á morgnana ÞORGILS Óttar Mathiesen, fyrrum landsliðsfyrirliði og landsliðsnefndarmað- ur, segir að það fari mjög vel um landslið- ið á Hótel Örk, þar sem þeir gera ýmis- legt til að dreifa huganum á milli þess sem þeir æfa á Selfossi, eða eru á fund- um. „Strákamir eru mjög ánægðir með að þeir eru ekki ræstir upp fyrr en á milli klukkan níu og hálftíu á morgnana. Þetta er munaður sem strákamir hafa ekki fengið að kynnast á keppnisferðum í útlöndum,“ sagði Þorgils Ottar. Konráð tók stöðu Einars Gunnars KONRÁÐ Olavson var valinn í stað Ein- ars Gunnars Sigurðssonar, til að Ieika gegn Túnis. Konráð lék i vinstra horninu — í sinni stöðu, þar Gústaf Bjaraason lék gegn Bandaríkjamönnum. Konráð stóð sig vel — skoraði fimm mörk, fjögur úr horai og eitt eftir hraðaupphlaup. Þeir sem hvíldu fyrir utan Einar Gunnar voru Sigmar Þröstur Óskarsson, Bjarki Sig- urðsson og Gunnar Beinteinsson. Hálf tóm Laug- ardalshöll ÞAÐ voru ekki margir áhorfendur sem lögðu leið sína í Laugardalshöllina í gær, til að sjá leiki dagsins —146 voru á leik Bandaríkjanna og Ungverjalands og 200 á leik Sviss og S-Kóreu. Plestir áhorfendanna voru aðstandendur liða, eða sjálfboðaliðar sem vinna við HM. Þá voru ekki nema rúmlega 500 áhorfendur á leik íslands og Túnis. Samaranch ásamt þremur í heiðursstúku ÞEGAR Juan Antoni Samaranch, forseti Alþjóða Ólympíunefndarinnar, mætti i Laugardalshöllina í gær — á leik Banda- rikjanna og Ungveijalands, ásamt Ólafi B. Schram, formanni HSI, og Erwin Lanc, forseta alþjóða handknattleiks- sambandsins, voru þeir við fjórða mann í heiðursstúkunni, en á móti þeim voru aðeins nokkrir tuga áhorfenda mættir. Sem sagt — þeir mættu í tóma höll. HM í HANDKNATTLEIK HM I HANDKNATTLEIK Guðmundur saumaði ígötin Ólafur Stef- ánsson með „byssuleyfi" Hnitmiðuð skot hans komu Túnismönnum í opna skjöldu og til að stöðva hann tóku þeir hann úr umferð ÓLAFUR Stefánsson var svo sannarlega með „byssuleyfi" gegn Túnismönnum í Laugardalshöllinni — hann lék við hvern sinn fingur og lék aðalhlutverkið ásamt Konráði Oiavsyni og Jóni Kristjánssyni, þegar íslendingar áttu íerfiðleikum, 25:21, gegn áköfum og baráttuglöðum Túnismönnum. Það losnaði um Ólaf þegar Túnismenn byrjuðu á því að hafa góðar gætur á Patreki Jóhannessyni — þá voru settar upp leikfléttur fyrir Ólaf, sem skaut þremur hnitmiðuðum skotum að marki Túnis- manna, sem rötuðu rétta leið. Þegar líða tók á leikinn tóku Túnismenn Ólaf úr umferð — Afif Belhareth límdi sig á hann, þannig að þeir voru eins og dansfélagar i tangó. Það verður að segjast eins og er að íslendingar áttu í mikl- um erfiðleikum gegn áköfum og baráttuglöðum Sigmundur Ó. Túnismönnum, sem Steinarsson léku varnarleik sinn skrifar framarlega að hætti Afríku-þjóða. Það var stríðsmaðurinn Mohamed Madi sem hrellti íslensku vörnina, skoraði fyrstu fimm mörk Túnis, en þegar leikmenn íslands fór að sækja út gegn honum í stöðunni 6:5 fór sóknarleikur Túnis að riðl- ast og staðan í leikhléi var 13:7. Það var Ólafur og Konráð Olavson sem ráku endahnútinn oftast á sóknarleik íslenska liðsins — end- uðu leikfléttur með fallegum mörkum. Þrátt fyrir gott forskot í leikhléi og lengi framan af, náðu íslend- ingar ekki að rífa sig frá Túnis- mönnum — þegar staðan var 18:11 hrökk leikur íslenska liðsins í ba- klás og Túnismenn náðu að minnka muninn í þrjú mörk, 20:17. Þá tók Jón Kristjánsson til sinna ráða, skoraði með góðu langskoti, síðan kom mark frá Ólafi Stefáns- syni úr horni, 17:22. Túnismenn svöruðu með tveimur mörkum — sirkusmarki og marki úr hrað- aupphlaupi, áður en íslenskuleik- mennirnir sögðu hingað og ekki lengra — Valdimar skoraði eftir gegnumbrot og Jón Kristjánsson með langskoti, 19:24. Túnismenn brugðu þá til þess ráðs að taka Jón Kristjánsson einnig úr umferð; minnkuðu muninn í 21:24 áður en Konráð Olavson átti síðasta orð leiksins. Keyrt á sömu leikmönnunum Sömu leikmennirnir léku nær allan leikinn — Konráð og Valdi- mar í hornunum, Patrekur, Jón og Ólafur fyrir utan og Geir á línunni. Júlíus Jónasson kom í vörnina fyrir Ólaf. Undir lok leiks- ins fengu Dagur Sigurðsson og Júlíus að spreyta sig í skóninni. Sigurður Sveinsson og Gústaf Bjarnason sátu á varamanna- bekknum allan leikinn. Það ~var margt gott í leik íslenska liðsins, en betur má ef duga skal. Varn- arleikurinn var ekki nægilega sterkur og markvarslan eftir því — Bergsveinn varði sex langskot í fyrri hálfleik, Guðmundur Hrafnkelsson fjögur langskot í þeim síðari og eitt vítakast. Það hafði sitt að segja að foringinn Geir Sveinsson fékk sína aðra brottvísun stuttu fyrir leikhlé og var kominn á hættusvæðið — átti yfir höfði sér útilokun, þannig að hann gat ekki tekið á eins og hann er vanur í vörninni. Þrettán Sviss- lendingar tóku bylgju ÞEGAR Svisslendingar voru búnir að tryggja sér sigurinn gegn Suður-Kóreu- mönnum, lýstu stuðningsmenn þeirra — þrettán rauðklæddir áhorfendur, sem sátu i einfaldri röð — ánægju sinni með því að taka bylgju. Æfing S-Kóreu- manna bar ekki árangur SÉRSTÖK harðaupphlaupsæfing Suður- Kóreumanna bar ekki árangur gegn Svisslendingum. S-Kóreumenn æfðu ein- göngu hraðaupphlaup á síðustu æfingu sinni fyrir leikinn, sem fór fram í Fram- húsinu. í leiknum náðu þeir ekki að út- færa hraðaupphlaup sín; misstu oft knöttinn til Svisslendingar þegar þeir reyndu að bruna fram I sókn. Túnismenn sáu gult og rautt TÚNISMENN léku mjög gróft gegn !s- lendingum — svo að oft keyrði uin þver- bak. Alls fengu þeir að kæla sig í sextán mín og tveir þeirra voru útilokaðir frá leiknum, eftir að hafa fengið að sjá gula spjaldið tvisvai' fyrir sitt þriðja brot. Það | voru þeir Sami Agrebi og Imed Debbabi. Morgunblaðið/Kristinn ÞORBERGUR Aðsleinsson, landsliðsþjálfari, er hér ásamt Degi Sigurðssyni og Patreki Jóhannessyni. Konráð Olavson, sem hvíldi í fyrsta leiknum gegn Bandaríkjunum, komst vel frá leiknum í gær. „Þetta var sigur og við þurftum að hafa fyrir honum. Við losnuðum aldrei við þá, þeir voru að kroppa í hælana á okkur allan síðari hálfleikinn. En sig- urinn er fyrir öllu og það er það sem skiptir máli. Sóknarleikurinn gekk nokkuð vel en vömin var að klikka. Guðmundur Hrafnkelsson kom inn í markið á réttum tíma og saumaði ágætlega í götin á vörninni. Ég er virkilega ánægður rneð minn leik,“ sagði Konráð. Góður fyrrí hálfleikur Geir Sveinsson, fyrirliðið, sagði að leikurinn hafi verið nokkuð erfið- ur. „Við spiluðum fyrri hálfleikinn mjög vel. Svo kom nokkuð slakur kafli varnarlega í seinni hálfleik, en við vorum ákveðnir að hleypa þeim ekki að okkur og það tókst. Munur- inn var aldrei minni en þrjú mörk. Túnisliðið er gott lið. Þeir eru. með góðar skyttur og spiia agaðar sókn- arfléttur.“ - Hvemig leggst leikurinn gegn Ungvcrjum í þig? „Hann leggst mjög vel í mig. Ég held að við séum þannig stemmdir að það er stígandi í liðinu. Því erfið- ari andstæðingum sem við mætum því samhentnari verðum við og ákveðnari í að klára dæmið. En ég vil hvetja áhorfendur til að koma í Höllina og taka þátt í leiknum með okkur. Þessir fáu áhorfendur sem mættu á Túnisleikinn voru góðir en það má gera betur.“ Jón Kristjánsson stóð sig mjög vel í stöðu leíkstjórnanda. „Ég er mjög ánægður með minn leik. Þetta var nokkuð erfiður leikur því þeir eru með gott lið. Ég er ánægður með fyrri hálfleik og þá lögðum við grunn- inn að sigrinum,“ sagði Jón. Morgunblaðið/Júlíus Mjög ánægður með leikinn Tveir góðir taka létta sveiflu Morgunblaðið/Kristinn KONRÁÐ Olavson og Ólafur Stefánsson léku stór hlutverk í leik íslenska liðslns — náðu báðir 100% skotnýtingu, þegar þeir skoruðu mörk falleg mörk. Hér á myndinni taka þelr létta sveiflu er þeir fagna einu markanna. A myndinni til hliðar er Geir Sveinsson, fyrirliði að skora. Morgunblaðið/Kristinn VALDIMAR Grímsson skoraði níu mörk gegn Túnismönnum og hefur hann skorað skorað sextán mörk í HM. Valdimar var öruggur í vítaköstum sínum í gærkvöldl — skoraðl úr öllum sex vítaköstum sínum. ÞORBERGUR Aðalsteinsson, þjálfari íslenska liðsins, var að vonum ánægður með sigurinn gegn Túnis. „Ég er mjög ánægður með fyrstu fjörtíu mín- úturnar því á þeim tíma lögðum við grunninn að sigrinum. Þeir keyra eins og óðir menn allan leikinn og það setti svip sinn á leikinn hve margir voru reknir útaf hjá þeim. Þeir brutu klaufa- lega af sér og voru nánast ein- um færri hálfan leikinn," sagði Þorbergur. Þorbergur sagðist hafa sparað Dag Sigurðsson og Sigurð Sveinsson í þessum leik fyrir leikinn gegn Ungverjum í dag. „Það er gott að eiga þá til góða í næstu leikjum. Það verður að keyra þetta mót á fleiri leikmönnum en sjö og það á eftir að skila sér.“ - Hvernig leggst leikurinn gegn Ungveijum í þig? „Það verður mjög erfíður leikur fyrir okkur. Við skoðum myndband með tveimur fyrstu leikjum liðsins í kvöld [í gærkvöldi] og liggjum yfir þessu fram eftir nóttu. Eg veit að Ungveijar verða erfiður þrö- skuldur að fara yfir, en við ætlum okkur yfir hann hvað sem það kost- ar. Ef vörnin gengur upp hjá okkur REYKJAVÍK þá er ég ekki í nokkrum vafa um að við klárum þá.“ „Ég er ánægður með síðari hálf- leikinn, en ekki með þann fyrri. Það tók of mikinn toll að vinna upp muninn sem íslenska liðið náði í fyrri hálfleik og við vorum óheppn- ir með brottrekstra — misstum tvo menn út af með rautt spjald og það munar um það. En ég óska íslenska liðinu til hamingju með sigurinn og óska því góðs gengis í keppninni," sagði Ben Amara Said, þjálfari Túnismanna. Um muninn á íslenska og svissneska liðinu sagði hann: „Eg tel íslenska liðið betra því það hefur meiri breidd. Það eru aðeins tveir til þrír leikmenn sem bera leik svissneska liðsins uppi.“ SOKNIN, MÖRKIN OG MARKVARSLAN ÍSLAND W W TÚNIS Mörí Sóknir % Mörk Sóknir % 13 20 65 F.h 8 21 38 12 23 52 S.h 13 23 56 25 43 58 Alls 21 44 48 6 Langskot 8 2 Gegnumbrot 1 3 Hraðaupphlaup 3 6 Horn 3 2 Lína 3 6 Víti 3 11(1) Varin skot (víti) 6 1 Aftur til mótherja 2

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.