Morgunblaðið - 10.05.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.05.1995, Blaðsíða 8
8 C MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR KLIFUR KNATTSPYRNA 4m oirftniinw'iiri FOLX Reuter SÍÐUSTU mínúturnar áður en skothvellur ríður af til marks um upphaf kappslglingar fer fram mlklll darraðardans við rásmarklð. Hór eru Svartigaldur (t.v.) og Unga Ameríka í návígl um að ná sem bestri stöðu vlð rásmarkslínuna. ■ SIGURJÓN Arnarsson kylf- ingur í GR hafnaði í 9. sæti á móti í Tommy Armour mótaröðinni sem fram fór í Flórída í Bandaríkjun- um og lauk fyrir viku. Leiknir voru þrír hringir á mótinu og lék Sigurjón á 71, 73 og 66 höggum eða samtals 210 höggum og var sjö höggum frá fyrsta sætinu. ■ SIGURJÓN lék átta holur á einu höggi undir pari síðasta dag- inn, fékk par á sjö holum og þijár holur lék hann á einu höggi yfir pari. Völlurinn sem leikið var á nefnist Kissimmee Bay og er par 71 og með erfiðleikastuðul 72. Sigurjón mun keppa á fleiri mót- um í maí og júní. ■ ULFAR Jónsson er á heimleið en hann hefur einnig leikið golf á mótaröðinni í Flórida. Honum hefur hins vegar ekki gengið sem skyldi og ætlar sér að fara á sænsku mótaröðina en honum gekk mjög vel á henni í fyrra. ■ HALLDÓR Svavarsson féll út í átta manna úrslitum á Evrópu- mótinu í karate um síðustu helgi. Halldór sem keppti í - 65 kg flokki tapaði naumlega 2:1 fyrir and- stæðingi sínum og lauk þar með keppni. Hjalti Ólafsson lenti á móti fyrrum heimsmeistara frá Frakklandi og tapaði 3:0 í - 80 kg flokknum. ■ DÍANA Guðjónsdóttir, leik- maður Fram og yngsta systir Hafdísar og Guðríður í Framlið- inu, er að öllum líkindum að skipta yfir í Selfoss; það er 99% öruggt að hennar sögn. Hún segist vilja breyta til og er einnig þreytt á að keyra til Reykjavíkur á æfíngar en hún á eitt ár eftir við íþrótta- skólann á Laugarvatni. Robert Bagglo Baggio á leiðfrá Juve? Svo getur farið að knattspymu- kappinn Roberto Baggio sé á förum frá Juventus, en samningur hans við félagið rennur út í sumar og eru forráðamenn Juventus ekki tilbúnir að greiða honum jafnhá Iaun og hann hefur haft, en þeir vilja halda honum. Baggio, sem er 28 ára, hefur lítið getað leikið með Juventus í vetur vegna meiðsla — hann kom til félagsins frá Firoent- ina 1990 fyrir metupphæð — 819 millj. ísl. kr. Þess má geta að Barcelona og Inter Mílanó eru í hópi þeirra liða sem hafa áhuga að fá Baggio til liðs við sig. A meðan Baggio var meiddur tók hinn 20 ára Alessandro Del Piero við hlutverki hans hjá Juventus og hefur leikið mjög vel í vetur og tryggt sér sæti í lands- liði Ítalíu. Gleðilegt sumary GR félagar! Tökum fram dansskóna og mœtum í golfikálanum í Grafarholti, laugardaginn 13. maí n.k. Vorblótið hefst með borðhaldi kl. 20:00. Verð aðeins kr. 1.900fyrir tvíréttaða máltíð, kaffi og dans. Miðasala á skrifitofu GR. Mætum öll ogfógnum sumri. Skemmtinefndin. Morgunblaðið/Ingólfur Guðmundsson BJÖRN Baldursson sést hér í þraut slnni í klifurkeppninni um sl. helgi. Bjöm og Anna sigmðu Bjöm Baldursson sigraði I karla- flokki í árlegri klifurkeppni ís- lenska alpaklúbbsins og Björgunar- sveitarinnar Fiskakletts sem var haldin í húsnæði Fiskakletts í Hafn- arfirði um helgina. í kvennaflokki sigraði Anna Lára Friðriksdóttir og Pálmi Másson í unglingaflokki. Keppnin fór þannig fram að stillt var upp gönguleiðum á klifurvegg. Þáttakendur vom settir í eingangrun og fengu hvorki að sjá andstæðingin klifra né líta gönguleiðina áður en röðin kom að þeim. Hver keppandi fékk eina mínútu til að leggja á ráð- in um uppgöngu og loks fímm mínút- ur til að klífa leiðina. Þeir keppendur sem komust í úrslit þurftu að ganga í gegnum sömu raun nema hvað í úrslitunum er leiðin enn erfíðari en í fyrra skiptið. „Þetta er mjög erfíð íþrótt sem SIGLINGAR / AMERIKUBIKARINN Óskabyijun Svartagaldurs KORFUBOLTI Bjöm njósnar um Svissog Portúgal Bjöm Leósson, starfsmaður hjá Körfuknattleikssam- bandinu, heldur til Frakklands á laugardaginn þar sem hann mun fylgjast með fjögurra landa móti í körfuknattleik. Björn mun fyrst og fremst fylgjast með leikjum Portúgala og Svisslendingum en íslenska landsliðið mætir þessum þjóð- um í Evrópuriðlinum sem fram fer í Sviss síðar í mánuðinum. Talið er að leikir íslands við þessar þjóðir geti ráðið miklu um hvort við komumst áfram. NÝSJÁLENSKI skútustjórinn Peter Blake hefur fengið óskabyrjun í úrslitaeinvígi Ameríkubikarsins og unnið fyrstu tvær kappsiglingarnar. Keppnin fer fram undan San Diego i Kalifornfu. Dennis Conner, sem ver Amer- íkubikarinn fyrir hönd Bandaríkjanna á skútunni Unga Ameríka, varð reyndar á undan nýsjálensku skútunni Svartigaldur yfír ráslínuna, bæði í fyrstu sigl- ingunni á laugardag og þeirri næstu, sem fram fór í fyrrakvöld að íslenskum tíma. í hvorugt skiptið hafði hann þó forystu lengi því á fyrsta áfanga, þriggja sjómílna beitivindslegg, mjakaðist nýsjálenska skútan fram úr og eftir það breyttist röðin aldr- ei þó Conner tækist reyndar að draga örlítið aftur á Blake. Aðstæður til keppni í fyrrakvöld hentuðu Blake mjög vel, voru sagð- ar nákvæmlega eins og gert var ráð fyrir við hönnun og smíði skút- unnar, eða 6-9 hnúta vindur og tiltölulega sléttur sjór. Peter Blake skútustjóri á Svartagaldri sagði í gær, að of snemmt væri að fagna sigri, keppnin væri enn ekki hálfnuð. Sá skútustjórinn, Blake eða Conner, hlýtur Ameríkubikarinn sem verður fyrri til þess að vinna fímm kappsiglingar í lokaeinvíg- inu. krefst góðs andlegs jafnt sem lík- amlegs jafnvægis. Ég hef æft klifur í tíu ár, en af fullum krafti í 5 - 6 ár og keppt nokkru sinni erlendis," sagði Björn Baldursson, sigurvegari í_ karlaflokki. í öðru sæti hafnaði Árni Gunnar Reynisson og Þórarinn Pálsson varð þriðji. Að sögn Björns þá stefnir hann Norðurlandamótið sem verður haldið í Lillehammer í haust ásamt þeim Árna og Þórarni. FELAGSLIF Arsenal aðdáend- ur hittast í dag Aðdáendur Arsenal ætla að hittast kl. 18 í dag í Ölveri í Glæsibæ og einnig í KA-heilinu á Akureyri til að fylgjast með úrslitaleik Arsenal og Real Zaragoza í Evrópukeppni bikarhafa. Leidrétting Þau mistök áttu sér stað í gær í umfjöllun um hesta að myndatextar víxluðust. Með mynd af Nökkva frá Yestra Geldingarholti kom texti um hestinn Gals frá Ytri-Skógum. Af þeim þremur myndum sem efstar voru á síðu B13 þá var myndin af Nökkva í miðjunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.