Morgunblaðið - 13.05.1995, Side 1
m
<*■
1995
LAUGARDAGUR 13. MAÍ
BLAD
Fékk ekki að
mæta á fund
Cins og fram hefur komið fékk Anatolí Evtú-
“tsjenko, þjálfari Kúveits, tveggja leikja bann
eftir að hafa fengið rauða spjaldið í leiknum gegn
Egyptalandi sl. þriðjudag. Evtútsjenko sat uppi í
stúku í gær þegar Kúveit mátti þola stórtap gegn
Hvíta-Rússlandi en mætti á fréttamannafund eftir
leikinn. Þar ætlaði hann að sitja fyrir svörum en
eftirlitsmaður Alþjóða handknattleikssambandsins
bannaði honum að vera á fundinum. Sagði að
hann gæti staðið fyrir framan í vinnuaðstöðu
fréttamanna á Akureyri. Þjálfarinn lét ekki bjóða
sér þetta og gekk út og þar með var þjálfari
Hvíta-Rússlands eini fulltrúi liðanna á fundinum.
■ Viðtal við Evtochenko / D6
HM I HANDKNATTLEIK
Gátum
varla
skorað
„ÉG er auðvitað alls ekki
sáttur við að tapa þessum
leik, en það má kannski
segja að það hafi verið
ián í óláni að tapa núna.
Það er jú betra en að
tapa þegar riðlakeppn-
inni er lokið. Ég held að
við höfum leyst heima-
vinnuna okkar ágætlega,
en við komum bara ekki
tuðrunni í markið í dag,“
sagði Valdimar Grímsson
eftir tapið gegn S-Kóreu
í gærkvöldi, 23:26.
Er þessi leikur enn eitt
dæmið um að íslenska
Iandsliðið getur ekki
leikið vel á móti 3-3-
vörn?
„Nei, það held ég ekki.
Við leystum það dæmi
ágætlega og vorum að
skapa okkur færi sem við
nýttum bara ekki. Mark-
maðurinn þeirra var í
miklu stuði og varði frá
okkur skot sem við feng-
um eftir að hafa leyst
vörn þeirra. Ég heid að
skot yfir og undir'hann
séu þau skot sem hafa
hingað til dugað best
gegn honum, en í dag
varði hann ailt. Við gát-
um varla skorað."
Hvað með framhaldið?
„Það er náttúrlega
ekkert með það, nema
vinna Sviss með nægi-
lega miklum mun til að
lenda í efsta sæti.“
m mu ■ ■■ ^ Morgunblaðio/Cjunnlaugur Kognvaldsson
Vinnusamur markvorður
SUK-hyung Lee, markvörður Suður-Kóreumanna, var helsta hindrun íslendinga í leiknum í gær sem Suður-Kórea vann 23:26. Hann
varði 19 skot og flest þeirra úr sannkölluðum dauðafærum; þrjú langskot, sex af línu, tvö úr hornum, tvö eftir hraðaupphlaup og sex
eftir gegnumbrot. Hann hefur varlð alls 63 skot í fjórum leikjum og þar af þrjú vítaköst. Hann var ekki aðgerðarlaus og gat leyft sér
að þurrka gólfið í vítateignum hjá sér um leið og hann fylgdist með sókn sinna manna.
■ Allt um leikinn / D2,D3,D4.
Láttu þig ekki vanta, stuðningur áhorfenda
getur ráðið úrslitum. Miðasalan opnar kl. 10:00.
Og aftur bjóðum við
1.200 miða í stæði í
nýju viðbyggingunni á
í dag ráðast úrslitin í riðli A. Leikurinn við Sviss hefst kl.
16:00. Hvað gerir tröllið Baumgartner gegn troðfullri Höil?
aðeins 1.000 kr.
sæti kostar 3.300 kr. Láttu
þig ekki vanta, troðfyllum
Höllina. Áfram ísland!
o
(JbMVlfi,
* i