Morgunblaðið - 13.05.1995, Síða 2

Morgunblaðið - 13.05.1995, Síða 2
2 D LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Guðmund- ur tognaði fyrir leikinn GUÐMUNDUR Hrafnkelsson, markvörður íslenska liðsins, tognaði í baki í upphitun fyrír leikinn gegn Suður-Kóreu í gær og gat ekki spilað. Sig- mar Þröstur Óskarsson tók stöðu hans í liðinu á síðustu stundu. nÞað hafði slæm áhrif að missa Guðmund út svona rétt fyrir leik,“ sagði Þor- bergur Aðalsteinsson, þjálf- ari. Hvar var leik- reynslan? FATREKUR Jóhannesson fékk að líta rautt þegar um í 3 mínútur voru til leiksloka, iians þríðja brottvísun og ótrúlega klaufaleg og óþörf. Yoon var rekinn útaf og Rlukkan stöðvuð. Patrekur tók boltann af gólfinu og henti honum fram völlinn. Til hvers er ómögulegt að segja og auðvitað var honum vikið af velli fyrír bragðið. Kannski iiefur Patrekuur ætlað að koma liði sínu i hraðaupp- hlaup, en klukkan var stopp og á meðan er alls ekki hægt að fara í hraðaupphlaup. Svona nokkuð á jafn leik- reyndur maður og Patrekur ekki að láta koma fyrir. ísland fékk ekkert víta- kast í gær ÍSLENSKA liðið fékk ekki eitt einasta vítakast £ leiknum og er það rnjög óvenjulegt. Það sem meira er, er að dóm- ararnir höfðu ekki nema einu sinni í leiknum tækifærí til að dæma vítakast á Suður- Kóreu, en slepptu þvi og dæmdu aukakast S staðinn. Kóreumenn fengu hins vegar tvö vítaköst í leiknum og skor- aði Byung-wook Moon úr þeim báðum. Fyrra vitakastið kom er ein og hálf minúta var til leikhlés og hið síðara var síðasta mark Kóreu. Ekkert mark úr hraða- upphlaupi KÓREUMENN gerðu ekkert mark úr hraðaupphlaupi og það telst til tíðinda á þeim bæ. Vörnin þeirra var nyög fram- arlega og því þurftu okkar menn að Ieika sóknarleikinn langt úti á velli, og stundum alveg aftur undir miðju, þann- ig að það var stutt að fara fyrir þá í vörnina. Vörnin var fljót á sinn stað að þessu sinni og er það vel. íslendingar gerðu hins vegar fimm mörk úr hraðaupphlaupum og þar af gerði Geir Sveinsson tvö, en hann er ekki vanur að vera með fyrstu mönnum i sóknina. Bjarki stopp- aði stutt BJARKI Sigurðsson fékk sitt fyrsta tækifæri í heimsmeist- arakeppninni í gær. Hann kom inná er 1,40 mín. var liðin af siðari hálfleik en var síðan rekinn útaf þegar 2,30 mínút- ur voru liðnar af hálfleiknum. Hann var því aðeins inná í 50 sekúndur í fyrstu tilraun, en kom síðan aftur inná. HM í HAIMDKNATTLEIK Morgunblaðið/RAX PATREKUR Jóhannesson kom mlkið vlð sögu í leiknum gegn Suður-Kóreu — hann var sendur tvisvar til að kæla slg og síðan útllokaður, þegar hann fékk sína þriðju ámlnningu. Hér er Patrekur niðurlútur — á leið af leikvelll. Dauðafærín ekki nýtt ÞAR kom að þvíað íslenska landsliðið tapaði íheimsmeistara- keppninni. Það voru Suður-Kóreumenn sem stöðvuðu sigur- göngu íslands, sigruðu 23:26 og skutust íannað sætið í A-riðli. Kóreumenn höfðu undirtökin alian tímann og sigur þeirra var í raun aldrei í hættu, til þess lék íslenska liðið ekki nógu vel og markvörðurinn Suk-hyung Lee varði mjög vel og átti mestan þátt í sigri Kóreu. Það má ef til vill segja að þetta hafi verið rétti leikurinn til að tapa, því ef ísland vinnur Sviss með fjórum mörk- um lendir liðið í efsta sæti riðilsins, og þangað er markið sett. Byrjunin lofaði ekki góðu hjá íslenska liðinu. Kórea komst í Skúli Unnar Sveinsson skrifar 1:4 og síðan 5:10 og menn voru famir að hafa áhyggjur af því að sagan frá HM í Sviss 1986 ætlaði að endurtaka sig. Það hvorki gekk né rak hjá strák- unum okkar, en Þorbergur Aðal- steinsson landsliðsþjálfari sá samt ekki ástæðu til að gera breytingu, hvorki á sóknarleiknum, sem var löngum þunglamalegur og vand- ræðalegur, ná á vörninni sem var langt frá því að vera nægilega góð. Leikin var flöt vörn og Ky- ung-shin Yoon (nr. 13) gerði fjög- ur mörk með skotum utan af velli og línumaðurinn Sang-suh Back (nr. 7) nýtti færi sín vel. Færin fékk hann þegar vamarmenn reyndu tveir eða fleiri að veija skot frá Yoon í stað þess að fara út á móti honum. Loksins breytingar En Þorbergur gerði loks breyt- ingu þegar tæpar fimm mínútur voru til leikhlés. Þá var farið í 5-1 vöm og Patrekur kom á vinstri vænginn í sókninni fyrir Júlíus. Sigmar Þröstur kom inná um miðj- an hálfleikinn. Þetta skilaði því að íslenska liðið gerði fjögur mörg gegn einu fram að hléi. Það að breyta hafði góð áhrif en einnig voru Kóreumenn óheppnir og klaufskir á þessum kafla, línumað- urinn greip ekki sendingar og hraðaupphlaup misfómst. Jafnræði var framan af síðari hálfleik og munurinn eitt til tvö mörk. Dagur tók Yoon úr umferð, enda kappinn búinn að gera 8 mörk og þar af tvö úr kyrrstöðu. Skömmu síðar voru Patrekur og Yoon reknir útaf á sama tíma. ísland gerði næstu tvö mörk, 17:19 en þá kom ótrúlega klaufa- legur kafli hjá íslenska liðinu. Leikmenn gripu ekki boltann og hvert tækifærið fór forgörðum, alls sjö hraðaupphlaup fóru í súg- inn vegna klaufaskapar. Þijú mörk í röð frá Kóreu og staðan orðin 17:22 og síðan 20:23 þegar sex mín. voru eftir. Þijú mörk og sex mínútur. Þetta var þá möguleiki eftir allt saman! En sá draumur stóð ekki lengi. Annar slæmur kafli kom þar sem SOKNIN, MÖRKIN OG MARKVARSLAN ÍSLAND MörK Sókrilr % S-KÓREA MötK Sóknlr % 10 23 44 F.h 12 23 52 13 28 46 S.h 14 27 52 23 51 45 Alls 26 50 52 1 Langskot 12 4 Gegnumbrot 6 5 Hraðaupphlaup 0 5 Horn 2 8 Lína 4 0 Víti 2 12 Varin skot (víti) 19 2 Aftur til mótherja 5 strákamir okkar áttu í erfiðleikum með að grípa boltann ef menn náðu þá að senda eitthvað í áttina til samheija. Markvörðurinn slökkti endanlega vonameistann með því að veija tvívegis skot úr dauðafæmm í sömu sókninni. Geir yríðarlega sterkur Sem fyrr var það Geir Sveinsson sem var bestur í íslenska liðinú. Hann hefur leikið gríðarlega vel í mótinu, en spurningin er hvort hann getur leikið í 60 mínútur í hveijum einasta leik. Hann er ör- uggur á línunni, þó svo hann hafi „aðeins“ verið með 78% nýtingu í gær, og í vörninni er hann sívinn- andi og gríðarlega sterkur. Gústaf komst vel frá sínu í sókn - inni en var ekki alveg nógu ákveð- inn í vörninni. Ólafur átti ágætan dag, en hefði að ósekju mátt reyna meira í sókninni því hann er góður maður á móti manni. Hjá Kóreu var markvörðurinn frábær og varði 19 skot. Það segir raunar ekki alla söguna því 14 þeirra voru skot af línu, eftir hraða- upphlaup eða gegnumbrot, sem sagt maður gegn manni. Yoon og Back voru sterkir og einnig Cho (nr. 10) sem átti átta stoðsending- ar sem gáfu mark, en skotanýting hans var ekki nægilega góð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.