Morgunblaðið - 13.05.1995, Síða 4

Morgunblaðið - 13.05.1995, Síða 4
4 D LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ HM I HANDKNATTLEIK Hvað sagði Páll Ólafsson um leikinn gegn S-Kóreu? AIH liðið brásl Eg átti von á jöfn- um og hörðum leik og ég hafði spáð því að hann endaði með janftefli, en það verður að segjast eins og er að liðið olli mér miklum vonbrigðum í þessum leik. Þó við höfum tapað með þremur mörkum þá vorum við að misnota alltof mikið af dauða- færum því menn voru alltaf að skjóta á sama stað á mark- vörðinn. Það finnst mér vera dæmi að eitthvað hafi vantað heimavinnan okkar nógu góð. Þeir hafa leiki Páll Ólafsson upp á að hafi verið leikið þrjá mótinu og því hafði gefist góður tími til að skoða hann vel og hann hefur verið að veija ágætlega hingað til,“ sagði Páll Ólafsson, fyrrum landsliðsmaður í handknattleik, er hann var innt- ur álits á tapleik íslands gegn Suður-Kóreu í gærkvöldi. Hefði viljað sjá grimmari vöm Náðum aldrei að jafna Andlega hliðin hjá okkur fannst mér vera frekar slök allan tíman. Það gekk illa strax í byijun og það virtist hafa mikil áhrif svo menh náðu aldrei að rífa sig upp það sem eftir lifði leiks. Við náum aldrei að jafna í leiknum og sækja heldur höfðum við alltaf á brattann að sækja. Það komu kaflar þar sem aðeins lifnaði yfír leik okkar en þeir stóðu alltof stutt yfír og við náðum aldr- ei frumkvæði þannig að þeir þyrftu að veijast og lenda í álagi.“ Rauða spjaldið var dýrt „Það var enginn leikmaður í liðinu að gera neitt rétt og að missa öll þessi dauðafæri vóg þungt í öllum leiknum. Það er í lagi ef tveir leikmenn eru að gera mistök, en í þetta skiptið var það allt liðið sem brást og það er atr- iði fyrir Þorberg og félaga að hugsa um, því svona megum við ekki sjá aftur. Rauða spjaldið sem Patrekur fékk var dýrt, þeir voru að missa mann útaf og einum fleiri hefðum við hugsanlega kom- ist inn í leikinn að nýju, en í stað- inn verður jafnt í liðum og síðasti möguleiki okkar rann útí sandinn. Við áttum ekki möguleika eftir þetta og Patrekur gerði klaufaleg mistök þarna sem voru óþarfi, því klukkan var stopp og engin ástæða til að gera það sem hann gerði.“ Sannfærður um sigur íslands gegn Sviss „Strákarnir koma tvíefldir til leiks á morgun [í dag]; ég veit það því ég þekki strákana í liðinu. Við vorum rasskelltir í leiknum í dag [í gærkvöldi] og menn verða stað- ráðnir í að það gerist ekki aftur. Eg er sannfærður um að við vinn- um Sviss. Við töpuðum líka fyrir Suður Kóreu í Sviss 1986 og það gerði það að verkum að við komum á tvöföldum krafti til baka og ég veit að það verður ejnnig hjá liðinu núna,“ sagði Páll Ólafsson. Morgunblaðið/Kristinn í vök að verjast „Við skutum markvörðinn í stuð strax í byijun og misstum boltann margoft úr höndunum á okkur í leiknum. Ég veit ekki hvað olli því, kannski var svona mikil pressa á leikmönnum. Við náðum aldrei „kontakt" við sóknarmennina þeirra í varnarleik okkar. Vömin var að reyna að veija skotin en tókst illa. Ég hefði viljað sjá vöm- ina mikið grimmari. sérstaklega gegn númer 13, hann fékk að gera alltof mikið án þess að kom- ið væri við hann. Hann fékk að skjóta og skjóta og þannig gekk þetta fyrir sig fram í miðjan seinni hálfleik, þá var bara of seint að gera eitthvað. Það hefði átt að vera búið að grípa til aðgerða mikið fyrr.“ Gústaf Bjarnason IMýttum illa dauða- færin Gústaf Bjamason stóð sig einna best íslensku leikamann- anna. Hann skoraði fimm mörk úr sjö tilraunum. „Þetta var mjög erfiður leikur. Það sem réði úrslit- um í þessum leik eru dauðafærin sem við klúðrum. Það gengur ekki að nýta ekki dauðafæri á móti svona liði eins og Kóreu, sem refs- ar um leið. Við vorum að skapa okkur góð færi en það var ekki nóg,“ sagði Gústaf. „Það var mikill hraði í þessum leik og við reyndum okkar besta en því miður gekk það ekki í dag. En þetta eru ekki endalokin. Við eigum Sviss eftir og þann leik ætlum við okkur að vinna til að ná í efsta sætið í riðlinum. Við getum ekki átt tvo svona leiki í röð. Við erum allir í góðri æfingu og höfum mikla breidd og því er ég ekkert hræddur við leikinn gegn Sviss. Við mætum í hann með fullt sjálfs- traust," sagði hornamaðurinn. Öll pressan á íslenska liðinu - segir Baumgartner, stórskytta svissneska landsliðsins M ARC Baumgartner, stórskytta Svisslendinga, var kátur eftir leikina í A-riðli í gærkvöldi enda hafði hann ástæðu til. „Við erum með góða stöðu og það er þægilegt að fara í síðasta Ieikinn í riðlinum í efsta sæti. Við höfum í rauninni engu að tapa og mætum því mjög afslappaðir til leiks gegn íslendingum. Öll press- an er á íslenska liðinu — það verður að vinna og áhorfendur heimta það,“ sagði Baumgartner. „Ég er sannfærður um að þetta verður mjögjafn og spenn- andi leikur. Vörn íslenska liðsins er mjög góð, en sóknarleikur- inn er ekki eins góður og hann var fyrir nokkrum árum þegar Kristján Arason og Alfreð Gíslason voru í liðinu. Geir Sveins- son er yfirburðamaður í íslenska liðinu núna, en Valdimar Grímsson er líka góður hornamaður. Ég tel okkar Iið ekki lak- ara en það íslenska og við ætlum okkur því sigur eins og í hinum leikjunum.“ ÍSLENSKU leikmennirnir áttu í vök að verjast þegar Kyung- shin Yoon sótti að markinu — hann skoraði átta mörk. Hér hefur þessa stórsnjalla örvhenta stórskytta betur í viðureign við Geir Sveinsson og Júlíus Jónasson. Þrennt brást - segir Geir Sveinsson, fyrirliði eir ná undirtökunum í leiknum strax í upphafi og stjórna hrað- anum. Við komum$st aldrei al- mennilega inn í leikinn til að ná tök- um á honum,“ sagði Geir Sveinsson, fyrirliði íslenska landsliðsins. „Að mínu mati voru það einkann- lega þrír þættir sem brugðust. í fyrsta lagi létum_ við markvörðinn veija alltof mikið. í öðru lagi gerðum við alltof mikið af taktískum mistök- um og misstum boltann út í loftið vegna slæmra sendinga meðal ann- ars og í þriðja lagi fannst mér mar- kvarslan ekki vera nógu góð. Ég vil meina að við höfum komið full spenntir til leiks og leikmenn hreinlega farið yfir strikið og ekki verið nógu sterkir á svellinu. Ég vil meina að vörnin hafi verið bærileg. í sex núll vörn er ekki hægt að sækja sóknarmennina mikið lengra en fram á níu metra og í stórum dráttum vorum við að gera það. Þeir hins vegar voru að skora frá tíu og ellefu metrum og því er erfitt að veijast í vörninni. Við náðum að veija nokkur skot, ég hefði viijað sjá markvörsluna betri, en svo geta markverðirnir kannski sagt að vörn- in hafi ekki verið nógu góð; Þetta þarf að skoða. Þetta var bara ekki nógu góður leikur hjá okkur frá byijun til enda. „Við ætlum okkur að leika betur á morgun [í dag] gegn Sviss, það kemur ekkert annað til greina. ís- lenskir áhorfendur eiga það skilið að við gerum betur,“ sagði Geir Sveinsson. Svisslendingar hafa gang sett „Mulningsvélina“ SVISSLENDINGAR héldu sigurgöngu sinni áfram á heims- meistaramótinu í gær er þeir unnu Ungverja 30:23. Þeir sýndu oft á tíðum mjög góðan leik og þó svo þeir hafi lent undir í byrjun, gáfust þeir ekki upp — heldur gangsettu „Mulnings- vél“ sfna og hægt og sígandi kramdi hún Ungverja, sem voru oft of bráðir i sókninni. Nú er það aðeins spurningin hvort mulningsvélin virkar eins vel gegn íslenska liðinu í dag. Urs Muhlethaler, þjálfari Sviss- lendinga, var ánægður eftir leikinn. „Þetta var góður sigur og ^ég get ekki annað ValurB verið ánægður með Jónatansson gengi liðsins í skrífar keppninni. Við byij- uðum að vísu illa, fyrstu 20 mínútumar, en eftir að við breyttum vöminni úr 6-0 í 5-1 gekk þetta betur og allt small sam- an. í seinni hálfleik fórum við iangt á baráttunni sem var frábær í lið- inu,“ sagði þjálfarinn. „Ég er ekki ánægður með leikinn, enda töpuðum við honum stórt,“ sagði Sándor Kalo, þjálfari Ung- veija. „Svissneska liðið er mjög kraftmikið og leikur kerfisbundinn handbolta sem er árangursríkur. Við gerðum alltof mörg mistök í sókn- inni og misstum boltann allt of oft. Markvörðurinn var okkar besti mað- ur og segir það allt um leik liðsins." Þegar hann var beðinn að bera svissneska og íslenska liðið saman sagði hann; „Þó þessi lið leiki ólíkan handknattleik eru þau mjög áþekk að styrkleika, en ég held að íslenska liðið sigri vegna heimavallarins sem er alveg frábær. Við lékum mun betur gegn fslendingum en Sviss,“ sagði Kalo. Ungveijar hófu leikinn af krafti en eftir að svissneska liðið náði að ræsa vélina undir lok fyrri hálfleiks var sýnt hvert stefndi. Munurinn var fimm mörk í hálfleik, 15:10. Ungveijar náðu að minnka muninn í eitt mark í síðari hálfleik en þá sögðu Svisslendingar hingað og ekki lengra, skiptu um gír og rúll- uðu hreinlega yfír andstæðingana. Svissneska vörnin var mjög sterk og eftir að þeir breyttu henni í 5-1 braut hún niður sóknarleik Ung- verja. Marc Baumgartner var tek- inn úr umferð frá fyrstu mínútu og þá losnaði um aðra. Hann lék held- ur ekki varnarleikinn í síðari hálf- leik eftir að hann fékk aðra brottvís- un sína. Það virtist ekki koma að sök því risinn Patrick Rohr kom í hans stað. Hornamennirnir Daniel Spengler og Stefan Schárer nutu sín vel og gerðu samtals 13 mörk. Rubin og Brunner voru einnig frísk- ir. Eins og þjálfari Ungveija sagði var það aðeins markvörðurinn sem stóð fyrir sínu. Utileikmennirnir voru of bráðir og gerðu allt of mörg mistök og það má ekki gegn eins skipulögðu liði og Sviss. Það verða íslensku leikmennirnir að hafa hugfast í dag.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.