Morgunblaðið - 17.05.1995, Page 8

Morgunblaðið - 17.05.1995, Page 8
8 C MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRCTTIR VELSLEÐAAKSTUR gg‘ ‘ ÍM& > m ”'J Meistarataktar Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson GUNNAR Hákonarsson er f essinu sfnu vlö erfiðar aöstæður. Hann vann erfiðustu keppnis- grein íslandsmótsins f vélsleöaakstri um helgina og tryggöi sér meistaratitillnn í snjókrossl. Gunnar lánsamur og fagnaði meistaratitli Sérútbúinn sigursleði GUNNAR Hákonarson ekur rúmlega 100 hestafla Yama- ha V Max 600 snjósleða. ÚRSLIT Svíþjóð Gautaborg - Frölunda.............1:1 Hammarby - Öster.................2:2 Trelleborg - Örgryte.............4:1 AIK - Degerfors..................1:2 Helsingborg - Malmö.............2:1 Norrköping - Djurgárden..........2:0 Örebro - Halmstad................1:0 ■Arnór Guðjohnsen lagði upp sigurmark Örebro — átti stungusendingu inn á Kubuztal, sem skoraði. Hlynur Stefánsson og Hlynur Birgisson léku einnig með Örebro og fengu allir ágætis einkunn, Arnór var talinn besti maður vailarins og fékk 4 í ein- kunn hjá GT. ■Kristófer Sigurgeirsson lék ekki með Frö- lunda, þar sem hann er meiddur. Að loknum fimm umferðum er Norrköp- ing efst með 10 stig, Helsingborg hefur 9, Malmö, Trelleborg, Halmstad og Orebro eru með 8 stig. Örgryte og Frölunda eru í tveim- ur neðstu sætunum með 4 stig. AKUREYRINGURINN Gunnar Hákonarson á Yamaha varð ís- landsmeistari í snjókrossi á ís- landsmótinu í vélsleðaakstri um helgina, en þá var iokakeppnin haldin. Keppt var í fjórum keppnisgreinum, en mótið var það þriðja sem gilti til meistara. I fjallaralli varð sveit Ski- Doo meistari eftir að Sigurður Gylfa- son náði besta tíma í sveit Ski- Doo og innsiglaði sigur sveitar- innar. Sigurður Gylfason varð einnig meistari í spyrnu og í brautarkeppni hreppti Jóhann Eysteinsson á Polaris titilinn eftir frækna sigra í mörgum flokkum. Eg er ekkert í skýjunum yfir titl- inum, því ég vann á óláni ann- arra að þessu sinni. Helstu keppi- ■■■■■B nautarnir heltust úr Gunnlaugur lestinni vegna vélar- Rögnvaldsson bilana og mér tókst skrifar fyrir vikið að vinna allar þijár umferðir snjókrossins. Það tryggði mér titil- inn, sagði Gunnar Hákonarson í sam- tali við Morgunblaðið. Fyrir mótið voru Akureyringurinn Vilhelm Vilhelmsson og Garðbæing- urinn Sigurður Gylfason á Polaris efstir og jafnir í stigakeppninni um meistaratitilinn. En báðir lentu í ógöngum á Ísafírði. Daginn fyrir keppni biluðu vélamar í sleðum þeirra. „Það hefur allt gengið á aftur- fótum að undanförnu. Það hrundi vél hjá mér fyrir skömmu og tókst ekki að laga hana, hún bilaði aftur. Ég fékk þá lánsvél, sem bilaði líka. Hún var þá lagfærð, en bilaði síðan dag- inn fyrir keppni,“ sagði Vilhelm. „Eg fékk varahluti boðsenda og raðaði vélinni saman nóttina fyrir keppni. Hún gaf sig síðan i annarri umferð snjókrossins. Stimpilstöng gekk hreinlega útúr blokkinni. Þetta er búið að vera grátlegt basl. Ég var farinn að gera mér vonir um titilinn og þetta var því hrikalegt áfall. Ég er þegar búinn að fá minn skerf af mótlæti gegnum árin, þannig að ég hélt að minn tími væri kominn. Það fór þó á annan veg. Eina sárabótin er sú að Gunnar félagi minn vann titilinn," sagði Vilhelm. Gunnar er 27 ára gamall og hefur keppt í vélsleðaakstri í nokkur ár. Hann varð meistari í snjókrossi í fyrra í sínum flokki. í ár verður að- eins einn íslandsmeistari í hverri þeirra fjögurra keppnisgreina, sem gilda til Islandsmeistara, þó keppt sé í mörgum undirflokkum. „Mér gekk ekkert alltof vel í vetur. Náði ekki almennilegu sambandi við sleð- ann, sem var útfærður til keppni, með öflugri vél og keppnisfjöðrun. Líklega er sleðinn bara orðinn betri en ég....“, sagði Gunnar. „Eg varð annar á Mývatnsmótinu og áttundi í Bláfjöllum. Þá háði mér svolítið að vera á aflminni sieða en Sigurður-og Vilhelm, þeir hurfu allt- af á beinu köflum brautanna. En þeir töpuðu á lokasprettinum og ég stóð eftir með pálmann í höndunum. Vilhelm hefur verið í hörkuformi í vetur og hefði átt skilið að næla í titil í ár. Sjálfsagt munum við mæt- ast í go-kart akstri í sumar, en við eigum báðir keppnisbíla af því tagi. Höfum þegar sprett úr spori og kepp- um kannski ef mót verða haldin á nýrri braut í sumar. Þessir bílar eru hrikalega öflugir og maður er miklu hræddari á þeim en vélsleðunum, því hröðunin er mikil og mikil spenna að aka þeim fyrir vikið", sagði Gunn- ar. faðm FOLX ■ FAUSTINO Asprilla, miðhetji ítalska knattspymuliðsins Parma, á yfír höfði sér fangelsisdóm í Kólumbíu, eftir að tvær skamm- byssur, sem voru ekki skráðar, fundust í bifreið hans um áramót. ■ EMILIO Butragueno, miðheiji Real Madrid á Spáni er á förum frá félaginu og bendir allt til að hann gangi til liðs við japanska lið- ið Verdy Kawasaki. ■ JÚRGEN Klinsmann fær 112,5 millj. ísl. kr. í árslaun fyrir að leika með Bayern Miinchen. ■ FRANKFURT hefur keypt sænska sóknarleikmanninn Jo- hnny Ekström frá Dynamo Dresden á 69 millj. ísl. kr. ■ BANDARÍSKI landsliðsmaður- inn Eric Wynalda ætlar að fara frá Bochum, ef liðið fellur úr 1. deildinni. ■ ALAN Smith, framkvæmda- stjóri Crystal Palace, var rekinn aðeins 24 klukkustundum eftir að liðið var búið að leika sinn síðasta leik í ensku úrvalsdeildinni — liðið féll og leikur í 1. deild næsta vetur. ■ GEORGE Weah, landsliðsmað- ur Líberíu, sem leikið hefur með París St. Germain, mun leika með AC Milan næsta keppnistímabil. Liðin komust að samkomulagi um kaupverð í fyrrakvöld, en ekkert var hins vegar gefíð upp um þá hlið mála. ■ PREBEN Elkjær, fyrrum landsliðsmaður Danmerkur, hefur verið ráðinn þjálfari danska 1. deildarliðsins Silkeborg. Eftir að Larsen lagði skóna á hilluna hefur hann starfað við að lýsa knatt- spyrnuleikjum fyrir danska sjón- varpsstöð, en sagðist ekki hafa getað hafnað þessu freistandi at- vinnutilboði. ■ BRIAN Horton, framkvæmda- stjóri Manchester City, var rekinn frá liðinu í gær. Horton og aðstoð- armaður hans David Moss, mættu ekki í kvöldverð liðsins, eftir tap á heimavelli, 2:3, gegn QPR á sunnu- daginn, en strax eftir leikinnn til- kynnti Francis Lee, eigandi City, Horton að hann yrði látinn fara. ■ LUIS Fernandez, þjálfari Par- ís St. Germain, tilkynnti Brasilíu- manninum Valdo í gær, að hann léki ekki meira með liðinu á þessu keppnistímabili, þannig að allt bendir til að Valdo verði látinn fara frá liðinu. Nú þegar er ljóst George Weah fer til AC Milan eftir keppnistímabilið og þá getur farið svo að franski landsliðsmað- urinn David Ginola fari til Barcel- ona. GOLF Fyrsta stigamót sumarsins á Strandarvelli um helgina Björgvin og Olöf best BJÖRGVIN Sigurbergsson og Ólöf Marfa Jónsdóttir, kylfingar úr Keili sigruðu á fyrsta stiga- móti sumarsins í golfi sem fram fór á Strandarvelli um helgina. Björgvin lék hringina tvo samtals á 141 höggi. Hann lék fyrri hringinn á einu höggi yfir pari en ■■■■!■ þann síðari á parinu. Frosti Ágætis veður var á Eiösson Hellu, sólríkt en skrifar nokkur vindur. „Það er sama með mig og beljurnar, ég er ánægður að komast út,“ sagði Björgvin sem einn- ig sigraði á fyrsta mótinu í fyrra. „Ég held að menn verði fljótir að komast í gang og ég er nokkuð ánægður með mína spilamennsku. Ég hef verið að breyta sveiflunni og það hefur skilað sér en púttin hefðu mátt vera betri í fyrri hringnum.“ Björn Knútsson, einnig úr Keili, hafnaði í öðru sæti á 145 höggum en hann er nýkomin frá Bandaríkj- unum þar sem hann stundar nám og spilar golf. Góð þátttaka var hjá bestu kylf- ingunum í mótið enda mega kylfing- ar ekki við að missa úr stigamót. Mótin gefa stig til landsliðs en óvenju mörg verkefni eru hjá liðun- um í sumar. Hjalti Pálmason úr GR lék fyrri daginn á 73 höggum en fékk frávís- un fyrir að mæta ekki á réttum tíma á teig á sunnudaginn. Misskilningur varð þess valdandi og Hjalti hugði rástímann vera seinna um daginn og varð þannig af dýrmætum stigum í keppninni um landsliðssæti. Ólöf María Jónsdóttir sigraði með fjögurra högga mun í kvennaflokki. Hún lék á 156 höggum en Ragnhild- ur Sigurðardóttir úr GR hafnaði í öðru sæti. „Ég var frekar svekkt með útkomuna í fyrra en geri mér vonir um að spila miklu betur í ár. Ég spilaði ágætlega í þessu móti og það er greinilegt að púlið í vetur er farið að skila sér,“ sagði Ólöf María. Morgunblaðið/Frosti ÞAU höfnuðu í efstu sætunum á stigamótinu á Heilu. Frá vinstri; Björn Knútsson sem varð annar, þá sigurvegararnir Ólöf María Jónsdóttir og Björgvin Sigurbergsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.