Morgunblaðið - 22.06.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.06.1995, Blaðsíða 4
4 B FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 1995 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ SUBWAY er á góðri leið með að verða stærsta skyndibi- takeðja heims. Á undanförn- um átta árum hefur Subway-veit- ingastöðum fjölgað úr 1.000 í 11.000, eða um rúmlega eitt þúsund staði á ári. Aðeins McDonalds er stærri, með tæplega 15.000 veit- ingastaði. Þetta verður að teljast mjög góður árangur ef miðað er við að aðeins eru liðin þijátíu ár frá því að stofnandi keðjunnar, Fred DeLuca, opnaði fyrsta veitingastað sinn. Bandaríski draumurinn Saga DeLuca minnir óneitanlega mjög á bandaríska drauminn. Hann er sjálfskapaður auðkýfíngur, að- eins 47 ára að aldri, kominn af efna- litlum foreldrum sem eiga uppruna sinn að rekja til íf&lskrar innflytj- enda í Brooklyn. Þegar hann var aðeins sautján ára gamall og í vandræðum með að greiða skólagjöld sín í háskóla leitaði hann ráða hjá fjölskylduvini sem benti honum á að opna skyndi- bitastað sem sérhæfði sig í kafbáta- samlokum. Þessi maður var Peter Buck og lagði hann jafnframt til fé til þess að fjármagna fyrsta veit- ingastaðinn. DeLuca fór frá honum með 1.000 dollara ávísun upp á vasann og fáeinar ráðleggingar um hvemig hann ætti að bera sig að. „Við gerðum áætlun um reksturinn og settum okkur jafnframt það markmið að opna 32 veitingastaði innan 10 ára. Fyrsti staðurinn var mjög lítill, aðeins um þriðjungur af stærð staðarins hér á íslandi og hafði engin sæti. Við opnuðum í ágúst 1965 og var fyrsti dagurinn frábær. Við seldum 312 samlokur og vorum sannfærðir um að staður- inn myndi ganga mjög vel, en það fór þó ekki alveg svo í byijun. Fyrsti staðurinn gekk ekki nógu vel og eftir sex mánuði var salan orðin það lítil að við vorum jafnvel að velta því fyrir okkur að loka staðn- um.“ Það lá þó ekki fyrir DeLuca að gefast upp og í stað þess að loka fyrsta staðnum var tekin ákvörðun um að opna fleiri. „Við opnuðum annan stað og viðskiptin fóru að ganga betur. Fyrsti staðurinn gekk betur og annar staðurinn mjög vel og innan tveggja vikna ákváðum við að opna þann þriðja." Róleg byrjun í fyrstu var salan aðallega bund- in við sumarmánuðina en ver gekk á vetuma. Veitingastöðunum fór þó fjölgandi hægt og rólega og árið 1973 vom þeir orðnir 16, en það var þó enn langt frá upphaflega markmiðinu um 32 veitingastaði á 10 árum. DeLuca var þó ekki af baki dott- in og næsta skref var að fara út í að selja leyfi til reksturs skyndibita- staða undir nafni Subway. „Við höfðum aldrei litið á okkur sem fyrirtæki sem gæti farið út í leyfis- veitingar en ákváðum engu að síður að láta á það reyna. Niðurstaðan var mjög góð, því fjölmargir aðilar í nágrenni við okkur sóttu um leyfi til að reka Subway-stað og árið 1978 vom veitingastaðirnir orðnir 100 og 200 fjórum ámm síðar.“ Nú em allir Subway-veitingastaðir FRUMKVÖÐULLINN Deluca(t.v.) ásamt Sigríði Kolbeinsdóttur og Skúla G. Sigfússyni á Jökulsáríóni. DRAUMURAÐ VERULEIKA í eigu leyfishafa, en höfuð- stöðvamar sjá meðal annars um innkaup og eftirlit með rekstri staðanna. Fyrirtækið á flug Þessi árangur nægði þó ekki DeLuca og hann taldi nauðsynlegt að setja fyrir- tækinu nýtt markmið. „Ég kynnti mér allar skyndibita- keðjur í Bandaríkjunum. Ég skoðaði dreifingarferli þeirra og vöxt og hvemig okkur gekk þar sem við vomm í samkeppni við þær og komst að þeirri niðurstöðu að við gætum náð að opna 5.000 veitingastaði fyrir árið 1994. Starfsmenn fyrirtækisins töldu þetta markmið eilítið _______ geggjað þar sem við höfðum aðeins 200 veitingastaði á þeim tíma. En ég taldi að við hefðum næga þekkingu og væmm að gera réttu hlutina og þyrftum aðeins að geri meira af því sama.“ DeLuca reyndist hafa rétt fyrir Viðtal Subway er orðin önnur stærsta skyndibitakeðja í heiminum og hef- ur vöxtur fyrirtækisins verið ævin- týralegur á undanfömum árum. Þorsteinn Víglundsson slóst í för með Fred Deluca, stofnanda fyrirtækisins, um víðáttur Vatna- jökuls, þegar DeLuca var hér á landi til að kynna sér starfsemi Subway á íslandi. sér, því árið 1987 voru Subway- staðimir orðnir 1.000 talsins. Það ár varð sprenging í vexti fyrirtækis- ins og hefur Subway-skyndibita- stöðum ijölgað árlega um rúmlega 1.000 síðan og em nú um 10.600 talsins í 23 löndum. Það sem kemur kannski einna mest á óvart í fari Freds DeLuca er hversu lítil áhrif öll velgengnin hefur haft á hann. Hann flýgur enn á almennu farrými þeg- ar hann ferðast, ekur um á fjögurra ára gömlum Linc- oln og býr enn ásamt konu sinni, Liz, í sama húsi og þau eignuðust fyrir 16 áram. Þegar maður með eignir upp á rúma 3 millj- arða á í hlut kemur þessi lýsing á óvart. Sjálfur segir DeLuca: „Kannski er þetta skrýtið, en konan mín er alveg eins og ég hvað þetta varðar, við ______ emm mjög nægjusöm og líklega er það vegna upp- mna okkar og uppeldis." Island spennandi markaður Að meðaltali eru um 25 nýir Subway-skyndibitastaðir opnaðir í viku hverri. Það gefur því augaleið ■ SKÚLI ásamt starfsfólki sínu í Subway. að DeLuca hefur ekki tækifæri til þess að skoða hvern og einn þeirra, en af hveiju varð ísiand fyrir val- inu? „Ég vil gjarnan líta á ný mark- aðssvæði og því vildi ég koma hing- að. Það em alltaf erfiðustu við- fangsefnin að bijótast inn á nýja markaði. Að koma til íslands nú er næstum því eins og fyrir 15 ámm í Bandaríkjunum, þegar við opnuð- um fyrsta skyndibitastaðinn í Kali- forníu — vara sem fólk þekkti ekki, nafn sem fólk þekkti ekki — og við urðum að byggja upp nýjan markað með fyrsta staðnum." Ánægður með starfsemina hér á landi Aðspurður sagðist DeLuca vera mjög ánægður með starfsemi Sub- way á íslandi. Vömúrvalið væri mjög svipað því sem gerðist í Bandaríkjunum og reksturinn gengi mjög vel. „Veitingastaðirnir em reknir mjög vel og starfsmennirnir virðast standa sig frábærlega. Skúli G. Sigfússon (leyfishafi Subway á íslandi) er mjög meðvitaður um reksturinn og vill vera viss um að hlutirnir séu unnir rétt, sem er mjög gott.“ Deluca telur að framtíðarhorfur fyrirtækisins séu góðar hér á landi. „Veitingastaðurinn sem opnaður var fyrir tveimur vikum gengur jafn vel og sá sem opnaður var síðastlið- ið haust og mig grunar að við eigum eftir að opna þó nokkra staði til viðbótar hér á Islandi. Á markaðs- svæði af þessari stærð í Bandaríkj- unum myndum við opna 10-15 veit- ingastaði. Auðvitað er það mjög mikið á íslenskan mælikvarða. Þeg- ar við fömm inn á nýjan markað er það hins vegar alltaf markmið okkar að vera með fleiri útibú en aðrar skyndibitakeðjur þannig að við miðum okkur gjaman við keppi- nauta á hveiju markaðssvæði fyrir sig.“ Að mati Deluca em góðar horfur á því að Subway opni veitingastaði úti á landsbyggðinni. Hann telur smæð byggðarlaga hér á landi enga fyrirstöðu að því leyti. „Veitingahús okkar eru ekki með mikinn stofn- kostnað. í raun em þau öll hönnuð þannig að ef salan er tiltölulega lít- il er hægt að reka þau með aðeins einum starfsmanni.“ Góð samskipti lykilatriði Deluca leggur mikla áherslu á góð samskipti innan fyrirtækisins og við leyfishafa víðsvegar um heiminn. Frá upphafí hafa höfuð- stöðvarnar boðið upp á ókeypis símaþjónustu fyrir leyfishafa í Bandaríkjunum og nýlega var kom- ið upp svokölluðu „call-back“ kerfi, þar sem leyfishafar utan Bandaríkj- anna geta hringt í ákveðið síma- númer, slegið inn eigið númer og innan 15 sekúndna er hringt í þá frá höfuðstöðvunum, þeim að kostn- aðarlausu. Jafnframt vinnur stór hluti starfsmanna höfuðstöðvanna við þessi samskipti. Einnig hafa höfuðstöðvar Subway komið upp radd-pósti, sem líkist mjög símsvara, nema hver notandi á sitt hólf í móðurtölvu fyrirtækisins þar sem hann getur lagt inn skilaboð og tekið á móti eigin skilaboðum. Þá er hægt að dreifa skilaboðum til mismunandi notendahópa og miðla þannig hratt og ömgglega þeirri þekkingu sem safnast saman innan fyrirtækisins. Vegna mikils kostnaðar við símtöl fjárfesti Subway nýlega í símafyrir- tæki og náði með þeim hætti að skera þennan kostnað niður um helming. Margt á döfinni Með heimamarkaðinn því sem næst mettaðan er stefnan nú sett á markaði utan Bandaríkjanna og þá sér í lagi í Suður-Ameríku, Evr- ópu og Kína. „Við emm að vinna að því með yfírvöldum járnbrauta í Kína áð setja upp Subway-skyndi- bitastaði á kínverskum járnbrautar- stöðvum, sem er mjög áhugavert, því þar er að finna um 5.000 járn- brautarstöðvar. Margar þeirra em mjög smáar, en við gætum þó náð að opna allt að 1.000 skyndibita- staði þar ef vel gengur."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.