Morgunblaðið - 22.06.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.06.1995, Blaðsíða 8
8 B FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Vaxandi ótti við fjár- málakreppu í Japan Á FUNDI helstu iðnríkjanna í Hali- fax í Kanada fyrr í mánuðinum ósk- uðu leiðtogar þeirra sjálfum sér og öðrum til hamingju með aukinn hag- vöxt en voru þó dálítið kvíðafullir undir niðri. Það var vegna þess, að töluvert hefur dregið úr hagvexti í Bandaríkjunum. Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, lét sér þó bara vel líka umræðuna um þetta áhyggju- efni enda vonast hann til, að hún ýti undir bandaríska seðlabankann að lækka vexti. Þessi áhersla á Bandaríkin þykir þó vera dálítið á skjön við veruleikann því að steðji hætta að stöðugleikanum í efna- hagslífi heimsins, þá kemur hún lík- lega ekki þaðan. Hin raunverulega hætta er Japan. Það skiptir alla heimsbyggðina miklu máli hvernig gengur í Banda- ríkjunum og svo er einnig um Japan þótt í minna mæli sé. Þar er ástand- ið hins vegar miklu alvarlegra en í Bandaríkjunum og það, sem gerir tillt verra, er, að vandinn í Japan er ekki tímabundnar sveiflur í efna- hagslífinu, heldur er hann kerfislæg- ur og þar með miklu verri viðureign- ar. Árum saman hefur verið vitað um erfiðleikana í japönsku fjármálalífi en umheimurinn virðist alltaf gleyma þeim fréttum jafnharðan þótt þær snúist um stjarnfræðileg útlánatöp. Það sama á líka við um útlistanir á hugsanlegum afleiðingum útlán- atapanna. Fasteigna- og hlutabréfa- verð hefur að vísu hríðlækkað í efna- hagssamdrættinum á síðustu árum en vegna þess, að gengi jensins hef- ur rokið upp á sama tíma, hættir útlendingum til að líta á það sem styrkleikamerki. Hrakspárnar hafa Útlánatöp í japanska bankakerfinu svara hugsanlega til 20% af þjóðarframleiðslunni heldur ekki ræst en verið getur, að þar sé aðeins um að ræða lognið á undan storminum. Ástandið falið Um nokkurra ára skeið hefur jap- anska ríkisstjórnin gert sitt besta til að fela veikleikana í banka- og tryggingakerfinu með alls konar bókhaldsbrögðum og á sama tíma hefur hún hvatt ijármálastofnanir í landinu til að örva verðbréfamark- aðinn með hlutabréfakaupum. Nú er ástandið hins vegar orðið svo slæmt hjá bönkunum og trygginga- félögunum, að þau eru nauðbeygð til að selja en ekki kaupa. Það getur svo aftur gert að engu allar vonir um efnahagsbata. Um miðjan þennan mánuð viður- kenndi japanska ríkisstjórnin, að útlánatapið í bankakerfinu væri 475 milljarðar dollara, það svarar til tí- unda hluta af þjóðarframleiðslu Jap- ana, en talið er, að það sé í raun tvöfalt það og meira. Hafa banka- menn lengi lifað í voninni um, að fjármálaráðuneytið kæmi þeim til bjargar en í síðustu tillögum ríkis- stjórnarinnar um vandann er ekki að fínna nein loforð um mikil fram- lög af almannafé. Geta ekki staðið við loforðin Líftrygingafélögin í Japan eru einnig í verulegum vandræðum, ekki vegna ábyrgðarlausra útlána eins og hjá bönkunum, heldur vegna þess, að þau lofuðu upp í ermina á sér. Um miðjan síðasta áratug ábyrgðust þau, að arðurinn af líf- tryggingum yrði meiri en er af ríkis- skuldabréfum og í þeirri trú, að verð- gildi hlutabréfa í þeirra eigu myndi halda áfram að hækka. Lækkun hlutabréfavísitölunnar frá 1990 hef- ur gert þær vonir að engu og sömu- leiðis fjárhagslegan grundvöll sumra tryggingafélaganna. Nýjar tölur sýna þetta vel. Arður- inn af fjárfestingum átta stærstu líftryggingafélaganna er nú 2,8%, einu prósentustigi minni en fyrir ári og langt frá þeim 5%, sem þau lof- uðu viðskiptavinum sínum á síðustu árum. Efnahagssamdrátturinn í Japan hefur þrengt svo að atvinnulífinu, að tryggingafélögin geta ekki lengur treyst á nýtt ijármagn til að mæta skuldbindingum sínum og þau, sem verst standa, eru farin að ganga á eignirnar. Sem dæmi má nefna tryggingafélagið Toho Life en á síð- asta ári neyddist það til að selja stórt íþróttasvæði og æfingamiðstöð nærri Tókýó og er nú að svipast um eftir kaupanda að höfuðstöðvum fyr- irtækisins. Vítahringurinn Hættan er sú, að þetta ástand breytist í nokkurs konar hrun: Mark- aðurinn haldi áfram að falla þegar taugaveiklaðir fjárfestar losi sig við bankabréfin og bankarnir og trygg- ingafélögin neyðist þá til að ganga á eigið fé til að ná endum saman. Sumir fjármálasérfræðingar segja, að fari Nikkei eða japanska verð- bréfavísitalan niður fyrir 14.000 muni markaðsverð margra hluta- bréfa í eigu banka og tryggingafé- laga fara niður fyrir það, sem greitt var fyrir þau, og þá muni fjármála- stofnanirnar ekki eiga annan kost en selja meira af eigum sínum er- lendis. Það muni hins vegar valda skjálfta á erlendum íjármagnsmörk- uðum og þiýsta gengi jensins enn frekar upp. Japanska ríkisstjórnin greip til ráðstafana til styrktar verðbréfa- markaðinum í ágúst 1992 en nú virð- ist hún binda vonir við, að aðgerðir í efnahagsmálum, sem boðaðar eru í lok júlí, muni nægja til að blása í hann auknu lífi. Gífurleg útlánatöp í bankakerfinu munu þó ekki hverfa við það og raunar segja sumir þeirra, sem gerst þekkja til, að það, sem hafi haldið aftur af ríkisvaldinu hing- að til, sé andstaða almennings við sérstakar björgunaraðgerðir vegna tveggja lánastofnana í Tókýó. Segja þeir, að haldi verðbréfavísitalan áfram að falla muni ríkisstjórnin gera allt til að koma í veg fyrir efna- hagshrun. Erfiðleikarnir í Japan eru heima- tilbúnir að langmestu leyti en marg- ir óttast, að Bandaríkjastjórn sé að leika sér að eldinum með stöðugum hótunum um refsiaðgerðir vegna til- tölulega smávægilegs viðskiptaá- greinings. Hafi þær slæm áhrif á mörkuðunum, sem séu nógu órólegir fyrir, og fari illa í Japan, muni það einnig hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir Bandaríkin og alla heimsbyggðina. (Heimild: The Economist) IBM-tölvur með Apple-kerfi New York. Reuter. IBM hefur kynnt nýja kynslóð ein- menningstölva, sem byggist á Power PC kubbnum, og hyggst selja tölvur með Macintosh-búnaði frá Apple á næsta ári - en það hefur ekki verið gert áður. Tilkynning um þetta frá IBM jafn- gildir stuðningi við Macintosh-kerfíð, sem hefur lengi verið talið með beztu notendaskil fyrir einmenningstölvur, en horfíð í skugga Windows-stýri- kerfísins frá Microsoft, sem hefur náð undir sig 80% af markaðnum. Að sögn ráðamanna IBM standa yfír viðræður við Apple um að koma fyrir Macintosh-stýrikerfí í einmenn- ingstölvum IBM síðari hluta árs 1996. Power PC kubburinn í nýju tölv- unum frá IBM var þróaður ásamt Motorola og Apple og er einnig í nýjum Power PC tölvum Apples, sem voru kynntar í síðustu viku. Bæði Apple og IBM nota nýja kubbinn til að keppa við einkatölvur, sem byggj- ast á Intel-kubbnum og Windows- kerfi Microsofts. Hraði og kraftur Power PC-kubburinn þykir hrað- virkur og ódýr og var áður notaður í dýrum vinnustöðvum, en nú er sem sé farið að nota hann í venjulegum einmenningstölvum. Að sögn IBM sameinar nýja línan (IBM Personal Computer Power Series og IBM ThinkPad Power Seri- es) kosti vinnustöðva og einkatölva, þar sem um sé að ræða öflugar tölv- ur, en þægilegar í notkun og á við- ráðanlegu verði. Sölumöguleikar eru taldir stór- aukast við að notendum gefst kostur á Macintosh-kerfi auk fyrri kosta. í svipinn eru nýju tölvurnar búnar Windows NT frá Microsoft’s Windows NT og útgáfu IBM á UNIX, sem kallast AIX og er notuð í vinnustöðvum. Lengi hefur verið beðið eftir OS/2 Warp frá IBM í PowerPC, en það kerfi er ekki enn fáanlegt og óvíst er hvenær það verður. Anna ekki eftirspurn Nýju tölvurnar eru ætlaðar fyrir- tækjum og IBM býst ekki við mik- illi sölu fyrst í stað. PowerPC tölvur frá Apple eru þegar komnar á mark- að og hafa reynzt svo vinsælar að fyrirtækinu hefur ekki tekizt að anna eftirspurn. Auk þess hefur Apple kynnt Pow- er Macintosh 9500, sem fyrirtækið kallar kröftugustu Macintosh-tölv- una til þessa. Apple hefur einnig kynnt litleysiprentara og farprent- ara, sem kemst fyrir í skjalatösku. Olíuverð lækkar New York. Reuter. OLÍUVERÐ lækkaði á mánudag og hefur ekki verið lægra í 13 vikur vegna hótunar forseta OPEC um að samtökin auki olíu- framleiðslu vegna samkeppni Norðursj ávarríkj a. Nýr forseti OPEC, Erwin Jose Arrieta frá Venezúela, sagði að komið gæti til greina að samtök- in hættu við núverandi kvóta- kerfi til þess að ná aftur markað- ashlutdeild af Norðmönnum, Bretum og öðrum framleiðendum utan samtakanna. Olíuráðherrar OPEC hafa gagnrýnt Norðursjávarríki, sem hafa aukið framleiðsluna í 6 millj- ónir tunna á dag úr 4 milljónum fyrir tveimur árum. OPEC hefur takmarkað fram- leiðsluna við 24.5 milljónir tunna síðan í september 1993 í von um að verð hækki með aukinni eftir- spum. Norðmenn hafa ekki í hyggju að draga úr framleiðslu að sögn norskra embættismanna og Bret- ar hafa hafnað áskorununum OPEC um að stilla framleiðslu í hóf. Því hefur verið fleygt að kvót- ar verði auknir. Kunnugir segja þó að sum OPEC-ríki megi ekki við því að olíuverð lækki og muni leggjast gegn tilraunum til að auka framleiðslukvóta eða af- nema þá. Ný gerð myndbands- diska frá Hitachi Tókýó. Reuter. JAPANSKA fýrirtækið Hitachi hefur náð nýjum áfanga í gerð stafrænna myndbandsdiska (DVD) þar sem koma má fyrir 28 sinnum meira efni en á venju- legum tölvudiskum. Diskurinn er á stærð við venju- legan tölvudisk og talið er að hann muni taka við af mynd- bandsspólum og geisladiskum sem eru notaðir fyrir tölvu- og myndbandsleiki. Á nýja disknum má koma fýr- ir 18 gígabætum af efni, nógu miklu til þess að hægt er að sýna tveggja tíma kvikmynd. Helmingi minna efni kerpst fyrir á eldri disk, sem Hitachi hefur einnig gert ásamt tengdu fyrirtæki, Nippon Columbia. Nýi diskurinn kallast SD-18 og Hitachi hyggst setja hann og spilara á markað síðari hluta árs 1997. SD-18 er með sniði, sem nýtur stuðnings Matsushita-fýrirtækis- ins og sex annarra fyrirtækja í Japan, Bandaríkjunum og Frakk- landi. Sony og Philips styðja aðra tegund, sem tekur 7,4 gígabæt. Christiania sigurvegari Ósló. Reuter. SPAREBANKEN NOR í Noregi hefur viðurkennt ósigur í barátt- unni um yfirráðin yfír Norges- kreditt. Sparebanken hefur tjáð sig fúsan að selja sigurvegaranum, Christiania Bank & Kreditkasse, 10% hlut sinn í Norgeskreditt. Sparebanken kvaðst gera sér grein fyrir að hann gæti ekki eignazt 90% hlut í Norgeskreditt eins og hann hafði stefnt að. Áður hafði Christiania sagzt ráða 4.1 milljón, eða 36,58%, 11.3 milljóna forgangshlútabréfa í Norgeskreditt. Hvor aðili um sig hafði boðið 225 norskar krónur á hlutabréf og sagt boðið háð því að það fengi samþykki 90% hluthafa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.