Morgunblaðið - 22.06.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.06.1995, Blaðsíða 1
• .;> kC !:'. ííH f»i FYRIRTÆKI Draumur að veruleika /4 FfARMÖGNUN Misdýr bílaláníboöi/5 fjármál Eftirlaunin í brennidepli/6 msKsm/KimmúF PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 22. JUNI 1995 BLAÐ B Spariskírteini I útboði á verðtryggðum spari- skirteinum, sem lauk með opnun tilboða í gær, námu gild tilboð 584 miUjónum króna en heildárfj- árhæð tekinna tilboða var 120 milljónir frá 9 aðilum. Meðal- ávöxtun bréfa tii 5 ára var 5,79% og til tíu ára 5,83. Ávöxtun fimm ára bréfa hækkaði um 0,02% frá síðasta útboði en ávöxtun tíu ára bréfa hélst óbreytt. Cargolux Flugfélagið Cargolux skilaði 10,7 milljóna dollara rekstrarhagnaði í fyrra og eru það töluverð um- skipti frá árinu áður en þá nam rekstrartap félagsins 4,9 miUjón- um. Hagnaður eftir skatta nam 3,2 miUjónum dollara í fyrra en félagið tapaði 1,7 miUj. 1993. Sími Framkvæmdastjórn Evrópu- bandalagsins samþykkti í gær reglugerðardrög sem kveða á um að ríkissl jóriium innan bandalags- ins beri að auka frjálsræði á sviði farsímaþjónustu fr'á og með 1996. Þetta er gert til að ýta undir gíf- urlegan vöxt á þessu sviði. Miðað við samninginn um EES ættu þessar reglur einnig að gilda hér. SÖLUGENGI DOLLARS VERÐB0LGANFRA1993 12 Breytingar a visitolu neysluverðsfrá1993 ,1993 JFMAMJJÁSONDJFMAMJJÁSONDJFMAMJ 14 % Breytingar á vísitölu byggingai frá1993 JFMAMJJÁSONDJFMAMJJÁSONDJFMAMJ Vaxandi bjartsýni um að hefja megi framleiðslu heilsusalts á Reykjanesi á ný Sterk viðbrögð viðmarkaðs- átaki erlendis VAXANDI bjartsýni ríkir um að hægt verði að hefja framleiðslu á ný á heilsusalti í saltverksmiðjunni á Reykjanesi á þessu ári. Markvisst hefur verið unnið að því að kynna saltið erlendis og hafa sterk viðbrögð borist frá mörgum löndum í kjölfar umfjöllunar um saltið í heilsu- og læknatímaritum. Sala hefur þegar hafist til fyrirtækis í New York í Bandaríkjunum sem framleiðir til- búna heilsurétti. Verksmiðjan komst í eigu Hita- veitu Suðurnesja eftir gjaldþrot ís- lenská saltfélagsins hf. á sl. ári. Hita- veitan gerði síðan samstarfssamning við íslensk sjóefni hf., hlutafélag í eigu fyrrum starfsmanna saltfélags- ins, um viðhald og gæslu verksmiðj- unnar svo og markaðssetningu salts- ins.^ „í marsriti bandaríska heilsublaðs- ins Prevention sem er nokkuð stórt og vinsælt blað kom góð grein um saltið okkar," sagði Sigurður J. Hall- dórsson, framkvæmdastjóri ís- lenskra sjóefna hf. „í kjölfar þess hafa borist talsverðar fyrirspurnir og við höfum átt í samningaviðræð- um við 10-12 fyrirtæki sem hafa sýnt þessu mikinn áhuga. Einnig hafa fyrirtæki víða í Evr- ópu sýnt þessu áhuga. Einn aðili í Bandaríkjunum hefur lýst yfir áhuga sínum á að fjárfesta í verksmiðj- unni. Við erum því nokkuð bjartsýn- ir. Nú er að hefjast vinna við við- skiptaáætlun fyrir verksmiðjuna og að henni lokinni gerum við okkur vonir um að hægt verði að fá fjár- festa að verksmiðjunni á tiltölulega skömmum tíma. Einnig höfum verið verið í sambandi við eitt stórfyrir- tæki í Japan. Þar ríkir einokun í saltinnflutningi en vegna hins lága natríumhlutfalls í saltinu okkar er hægt að flytja það inn." Sigurður gat þess að einnig hefðu birst niðurstöður vísindarannsóknar á heilsusaltinu í hinu virta breska læknatímariti, Brítish Medical Jour- nal, í fyrra og það hefði stutt mark- aðssetninguna mjög mikið. Samhliða kynningu á saltinu er- lendis hefur hluta af birgðum verk- smiðjunnar verið_ pakkað fyrir inn- anlandsmarkað. Ákveðið hefur verið hjá Heilsustofnun NFLÍ í Hveragerði að nota eingöngu saltið og samkomu- lag hefur verið gert við Lyfjaverslun íslands um sölu saltsins í allar lyfja- verslanir landsins. í markaðssetn- ingu erlendis hefur fyrirtækið notið aðstoðar Útflutningsráðs íslands. Albert Albertsson, aðstoðarfor- stjóri Hitaveitu Suðurnesja, segir ljóst að Hitaveitan muni ekki reka salt- verksmiðju í framtíðinni. Hins vegar hafi hún ákveðið að leysa eignirnar til sín til að þær yrðu allar á einni hendi þannig einhverjir aðilar fyndust til að taka við rekstrinum. Þetta hafi verið gert í þeirri trú að um sé að ræða áhugaverða afurð eins og allt bendi til. Hann segir að kynningar- starf á verksmiðjunni hafi farið fram erlendis en of snemmt sé að segja til um hver útkoman af því verði. ISLENSKI LÍFEYRISSJÓD URINN fyrirhyggja til framttðar íslenski lífeyrissjóðurinn hf, séreignasjóður í umsjá Landsbréfa, hefur sýnt bestu ávöxtun séreignasjóða sl. fjögur ár. Allir sem vilja skapa sér og sínum meira öryggi í framtíðinni eiga erindi í sjóðinn. Ráðgjafar Landsbréfa hf. og umboðsmenn í Landsbanka íslands um allt land veita allar frekari upplýsingar § $ II 1.1 U I! I A N I! S B R A II I 1 (I í! R I Y K J A V I k . S I M I i 8 8 9 .LANDSBREFHF. yyýt&ttv - 'Vist^ AitxSf -^í^ H I! I I A S I M I 5 8 8 8 5 í> 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.