Morgunblaðið - 22.06.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.06.1995, Blaðsíða 6
6 B FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Eftir- launamál í brenni- depli Fjármál á fimmtudegi íslenskar og bandarískar kannanir benda til þess að margur geti styrkt þekkingu sína á eigin gár- málum á eftirlaunaárunum. Sigurður B. Stefáns- son segir að best sé að gera áætlun um fjármál eftir starfslok nú þegar og endurskoða hana ár- lega í ljósi nýrra upplýsinga Dagana 8. til 11. maí sl. birti dagblaðið USA Today úttekt á eftirla- unamálum Banda- ríkjamanna og var hún eitt af meginvið- fangsefnum blaðsins alla ijóra dag- ana. Bandaríkjamenn og raunar flestar aðrar vestrænar þjóðir hafa áhyggjur af þeim miklu breytingum á þjóðfélagsþáttum sem eru fram- undan þegar stóru eftirstríðsár- gangarnir koma að starfslokum. Stóru eftirstríðsárgangarnir eða “the baby boomers“ eins og Banda- ríkjamenn nefna þá, teljast vera 76 milljónir manna þar sem fædd- ust á árunum frá 1946 til 1964 en eftir það tók fæðingum að fækka aftur. Upphafsorðin í fjögurra daga greinarflokki USA Today voru svo- hljóðandi. „Stóru eftirstríðsárgang- amir ólust upp á árunum þegar nútímalífsþægindi voru að verða sjálfsagður hlutur. Þegar þetta fólk fer að nálgast starfslok tekur við alveg nýr kafli í lífinu. Ástæðan er sú að þessi kynslóð forréttind- anna mun aldrei ná að safna nægu sparifé (og réttindum í lífeyris- sjóði) til að hafa efni á því að fara á eftirlaun." „Þú þarft að eiga milljón dollara til að geta hætt að vinna“ Elstu „blómsturbörnin" eða “boomers" verða fimmtug á næsta ári samkvæmt skilgreiningu Bandaríkjamanna. Eftir eru því um sextán ár af starfsævinni en marg- ir stefna að starfslokum hálfsjötug- ir. Samkvæmt Gallup könnun fyrir USA Today og CNN sjónvarpsstöð- ina lögðu fjórir af hveijum tíu að- spurðra minna fyrir en eitt þúsund dollara á árinu 1994 (um 65 þús.kr. eða 5.400 kr. mánuði). í sömu könnum kom fram að tveir af hveij- um þremur sem voru spurðir töldu að afkoman yrði jafngóð eða betri eftir starfslok heldur en hún er nú. Jafnframt kemur fram að þrír af hveijum fjórum telja hættu á því að afkoman verði ekki góð eftir starfslok. Á forsíðu USA Today daginn sem úttektin hófst birtist mynd af hjónum bókstaflega á kafi í dollara- seðlabúntum og fyrirsögnin var: „Þú þarft að eiga eina milljón doll- ara til að geta farið á eftirlaun" (um 65 milljónir íslenskra króna). Lítum nú aðeins nánar á tölurnar til að sjá hvernig- ber að skilja þá fullyrðingu. Á vinnublaðinu hér á síðunni er stillt upp dæmi um fjármál banda- rískrar fjölskyldu sem er að treysta Qárhag sinn til eftirlaunaáranna. Tölur í dæminu eru að mestu úr úttekt USA Today sem vitnað var tH hér að framan en hafa verið lagaðar lítillega að íslenskum stað- háttum. Forsendur blaðsins eru þær að árslaun séu 50 þúsund doll- arar (um þijár milljónir króna eða 250 þús.kr. á mánuði ef gengi doll- arans er reiknað á kr. 60, ekki fjarri áætluðum mánaðarlaunum vísi- töluíjölskyldunnar íslensku). Dæm- ið á við um fjölskyldu þar sem fyrir- vinnur eru 45 ára og áætlað er að starfslok verði við 65 ára aldur. Dæmið er reiknað hjá Fidelity In- vestments fyrir USA Today og þar er gert ráð fyrir því að fjölskyldan verði níræð, þ.e. lifi af eftirlaunum í aldarfjórðung eftir starfslok. Margir munu lifa í aldarfjórðung eftir starfslok Sá aldur er hærri en almennt er miðað við í _____ skipulagi fjár- mála til eftirla- unaára á ís- landi og leiðir til þess að eign í starfslok þarf að vera hærri —.............»■-... en almennt er reiknað með hér. Jafnframt hækk- ar eign í starfslok vegna þess að reiknað er með því að fjölskyldan þurfí 70-80% af tekjum fyrir starfs- lok allt eftirlaunatímabilið en oft er reiknað með lægra hlutfalli eftir því sem líður frá starfslokum. Þá er reiknað með 4% raunávöxtun sparifjár á árunum til starfsloka en 3% raunávöxtun á eftir starfs- lok. Dæmi USA Today er sett upp með eftirfarandi hætti eftir að búið er að umreikna fjárhæðir í íslensk- ar krónur og staðfæra lítillega. Miðað er við að árstekjur eftir starfslok séu 2,4 m.kr. eða 200 þús.kr. á mánuði fyrir skatta en þetta eru um 80% af tekjum fyrir skatta sem eru um 250 þús.kr. Reiknað er með því að lífeyrir frá lífeyrissjóðum og almannatrygg- Fjármál á eftirlaunaárum Tekjuþörf eftir starfslok I Dæmi i usa TodayT 1.200 100 A ári A mánuði í þús. kr. i þús. kr. A. Utgjöld á eftirlaunaárum [ 2.4001 ~~2öö Áætluð útgjöld á eftirlaunaárum. Oft er miðað við 70-80% af útgjöldum á árunum fyrir starfslok B. Lífeyrir frá lífeyrissjóði og Tryggingastofnun rfkisins C. Mismunur af eigin sparifé Tölumar eru reiknaðar með þvi að draga töluna í lið B frá lið A Markmið um sparifé til eftirlaunaáranna D. Hvenær eru starfslok áætluð 1.200 100 Tölur lesandans Á ári Á mánuði I þús. kr. í þús. kr. 17,4 Aldur við starfslok 55 60 62 65 67 70 Margfeldisstuðull 21,5 19,6 18,8 17,4 16,4 14,9 E. Sparifé við starfslok Sparifé sem þarf við starfslok til að ná settu marki er reiknað með því að margfalda töluna í C meó stuðlinum í D Sparifé samtals á árinu 1995 F. Samtals sparifé Q Hér kemur summutala sparifjár í verðþréfum, á bankareikningum og aðrar peningalegar eignir G. Hve mörg ár eru eftir í starfslok[H Reiknið árin fram að áætluðum starfslokum 20.880 3.000 2,19 Árafjöldi tll starfsloka 5 10 15 20 25 30 35 Margfeldisstuðull 1,22 1,48 1,80 2,19 2,67 3,24 3,95 sparifjár við starfslok 6.570 Bandaríkjamenn og Japanir eiga stærstu eftirlaunasjóðina ... Bandaríkin —Japan -Bretland ----Þýskaland, 4% V-------Holland, 3% .L\ '----------Frakkland,3% Aðrir \— Sviss, 3% Heildarstærð eftírlaunasjóða í öllum löndum samtals er um sjö þúsund milljarðar Banda- ríkjadollara eða sem svarar um fjórtán 1,9 miliiónirkr. ... en eign á mann í eftirlauna- sjóðum er mest í Sviss Sviss ■■■■■■■■ 945 þús.kr. 923 þús.kr. 827 þús.kr. 755 þús.kr. 736 þús.kr. 478 þús.kr. 271 þús.kr. 252 þús.kr. Holland Japan Bretland Bandarikin ÍSLAND Sviþjóð Þýskaland írland Margfaldið töluna í línu F með stuðlinum i línu G Reglulegur sparnaður til að ná settu marki I. Nýtt sparifé til viðbótar [ 14.310 j Dragið sparifé í línu H frá áætluðu sparifó við starfslok í línu E J. Lagt fyrir reglulega til starfsloka I 0,033 l Setjið í reitinn margfeldisstuðulinn úr töflunni Árafjöldi til starfsloka 5 10 15 20 25 30 35 Margfeldisstuðull 0,184 0,083 0,049 0,033 0,024 0,017 0,013 K. Reglulegur sparnaður til starfsloka Margfaldið sparifé í linu I með margfeldistuðli í lið J 472 39 Hlutfall 65 ára og eldri til ársins 2030 20% -1-------------r 1991-95 2001-05 2011-15 2021-25 Sparnaður í iðn- ríkjunum fer hratt minnkandi ingakerfinu nemi helmingi af þess- um tekjum eða 100 þús.kr. á mán- uði. Á Islandi er grunnellilífeyrir lijóna frá Tryggingastofnun ríkis- ins nú kr. 23.258 á mánuði og því gæti greiddur lífeyrir frá lífeyris- sjóðum numið kr. 76.742 á mánuði í íslensku útfærslu þessa dæmis (sjá nánar um eftirlaun frá lífeyris- sjóðum hér á eftir). Þannig þarf að reikna með 100 þÚs.kr. tekjum mánaðarlega af eig- in sparifé til að ná 200 þús.kr. marki í mánaðarlaun eftir starfs- lok. Við íslenskar aðstæður kunna þessi eftirlaun að virðast óþarflega há en hafa þarf í huga að velferðar- kerfið bandaríska er ekki eins örl- átt og hér á landi og víða í Evr- _____________ ópu. Margir þurfa að greiða sjúkra- tryggingar af laun- um sínum og lækn- is- og sjúkrakostn- að sérstaklega ef þeir eru ekki nægi- ........ lega vel tryggðir. En það er líka gott að hafa í huga að eftir 20 ár eða 30 ár hrökkva skatttekjur hins opinbera hugsanlega ekki til að standa undir allri þeirri velferðar- þjónustu sem veitt er núna svo að fólk gæti þurft að treysta á eigin fjárhag í ríkari mæli en nú er nauð- synlegt. Um 21 m.kr. þarf til að halda 100 þús.kr. launum í 25 ár Þá er komið að því að reikna út hve mikið sparifé þarf að vera til reiðu í starfslok til að geta stað- ið undir 100 þús.kr. mánaðarlegum tekjum til viðbótar við 100 þús.kr. eftirlaun frá lífeyrissjóðum og al- mannatryggingum. í töflunni í lið D er að finna margfeldisstuðla sem hækka eftir því sem starfslokaaldur lækkar. Umrædd fjölskylda áætlar að hætta að vinna þegar fyrirvinn- ur eru 65 ára og í töflunni er marg- feldisstuðullinn þá 17,4. Þegar áætlaðar árstekjur af sparifé (kr. 1.200 þús.) eru margfaldaðar með 17,4 fæst áætlað sparifé í starfslok eða tæplega 20,9 m.kr. Sá sem ætlaði að vinna fimm árum lengur eða til sjötugs margfaldar með 14,9 og þyrfti þá 17,9 m.kr. til að hafa 100 þús.kr. á mánuði í tutt- ugu ár. Þá kemur að því að meta and- virði núverandi sparifjár, þ.e. pen- ingalega eign við 45 ára aldur. í dæminu er sú tala þijár m.kr. en vegna þess að tuttugu ár eru í starfslok getur núverandi sparifé ávaxtast allan þann tíma. Taflan í lið G sýnir að sparifé 2,19-faldast á tuttugu árum og þannig fæst í lið H að núverandi sparifé verður orðið 6.570 þús.kr. við starfslok. Eins og fyrr segir er miðað við 4% raunávöxtun á þessum árum. Með því að draga þá tölu frá heildarspa- rifé í starfslok, þ.e. 20,9 m.kr., fæst að nýtt sparifé sem safna þarf og ávaxta á tuttugu árunum til starfsloka er kr. 14,3 m.kr. Tæplega 40 þús.kr. á mánuði í 20 ár til að eignast 21 m.kr. Þá er aðeins eftir hefðbundið reikningsdæmi til að meta hve mik- ið þarf að leggja fyrir mánaðarlega í tuttugu ár til að fjárhæðin verði 14,3 m.kr. í lok tímabilsins ef ávöxtun er að jafnaði 4% á ári. Margfeldisstuðullinn í töflunni í lið J við 20 ár er 0,033 og þannig fæst (0,033x14.310) að árlega þarf að leggja fyrir 472 þús.kr. eða lið- lega 39 þús.kr. á mánuði. Nú kann að vera að lesandanum falli ekki tölurnar í þessu banda- ríska dæmi í geð, finnist þær ef til vill of háar eða hugsanlega of lágar. Á vinnublaðinu eru reitir sem nota má til að fylla inn eigin tölur. Hafa verður í huga að vegna marg- feldisstuðlanna í töflunum er jafnan miðað við eftirlaun frá starfslokum til 90 ára aldurs, svo og að jafnan er miðað við 4% raunávöxtun af sparifé til starfsloka og 3% raun- ávöxtun eftir starfslok. Flestir ís- lensku lífeyrissjóðanna senda árleg yfirlit um áunnin stig sjóðsfélaga eða jafnvel áætluð eftirlaun við starfslok m.v. núverandi áunnin réttindi. Almennt má miða við að ávinnsla réttinda sé 1,8% á ári af þeim launum sem greitt er af. Þannig ætti sá sem greitt hefur í almennan íslenskan lífeyrissjóð í 30 ár af 100 þús.kr. launum rétt til um 54 þús.kr. eftirlauna á mán- uði (0,018x30x100 þús.) í úttekt USA Today kemur fram að Bandaríkjamenn treysta al- mannatryggingakerfi sínu afar varlega eftir að komið er fram yfir aldamótin og óttast að um niður- skurð verði að ræða. Jafnframt treysta þeir eftirlaunasjóðum sín- um í mörgum tilfellum misvel. Að þessu leyti eru íslendingar að öllum líkindum betur settir en margar aðrar þjóðir. Greiðslur úr almanna- tryggingakerfinu á íslandi eru hlut- fallslega lægri en víðast hvar ann- ars staðar og hættan á niðurskurði er þess vegna heldur minni og a.m.k. verða áhrifin á hag eftirla- unaþega hlutfallslega ekki eins mikil og víða, t.d. í Suður-Evrópu- löndum, þar sem fólk þarf að treysta að mestu leyti á almanna- tryggingakerfið á eftirlaunaárun- um. „Ein milljón dollara" virðist vera afar rífleg áætlun í fljótu bragði virðist vera afar rúmt áætlað að bandarísk hjón sem nú eru hálffimmtug þurfi að reikna með því að eignast eina milljón dollara fyriur starfslok til að geta farið á eftirlaun. Skýringin á því hve fjárhæðin í forsíðugrein USA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.