Morgunblaðið - 22.06.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.06.1995, Blaðsíða 10
10 B FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ I _________________VIÐSKIPTI______ Bætt nýtíng skattfjár ÞAÐ SEM af er þessum áratug hafa útgjöld hins opinbera vaxið í flestum OECD-ríkj- anna. í ár er talið að opinber útgjöld muni nema um 51% af VLF að meðal- tali í OECD-löndunum samanborið við 43% árið 1979. Þessi mikla aukning opinberra útgjalda er áhyggjuefni og ef stjórn- völd ætla sér að stöðva hana, er nauðsynlegt að draga úr umsvifum hins opinbera og auka skilvirkni í opinberum rekstri. Friðrik Sophus- son hefur sett fram stefnu um ný- skipan í ríkisrekstri sem hefur að markmiði að einfalda og bæta ríkis- reksturinn og nýta betur þá fjármuni sem til ráðstöfunar eru. Það er skylda stjórnvalda að leita allra leiða til að skattfé sé nýtt á eins hagkvæman hátt og kostur er. í þessari grein mun ég skýra hvernig stefnan um nýskipan í ríkisrekstri getur stuðlað að betri nýtingu skattfjár. Útgjöldin aukast í niðurstöðum nýlegra athugana, sem gerðar hafa verið í Bandaríkj- unum, kemur fram að ungt fólk á • milli 18 og 35 ára trúir í meira mæli á fljúgandi furðuhluti, en að velferð- arkerfið verði í sams konar eða betri mynd þegar það er koimð á eftirla- unaaldurinn. Astæðan fyrir þessari vantrú ungs fólks á því að velferðar- kerfíð verði til staðar þegar að þeim kemur er augljós. í útreikningum, sem gerðir voru á vegum Boston- háskóla, kemur fram að ef þróun ríkisútgjalda þar ytra verður svipuð þróuninni undanfama áratugi, þarf tekjuskattur í Bandaríkjunum að vera 82% eftir þijá áratugi til að skattar haldi í við útgjöld. Þá er auðvitað ekki reiknað með auknum halla á ríkissjóði enda er öllum ljóst að ríkishalli gengur ekki til lengdar þar sem hann er auðvitað ekkert annað en skattur á framtíðina. í flestum OECD-ríkjum munu út- gjöld á ákveðnum sviðum velferð- armála aukast á næstu árum, meðal annars vegna breyttrar aldursskipt- ingar og fjölgunar ellilífeyrisþega. Þessum auknu útgjöldum þarf ann- aðhvort að mæta með hækkun skatta eða með því að draga úr útgjöldum á öðrum sviðum. Ljóst er að lengra verður ekki gengið í hærri sköttum þar sem of háir skattar verka letj- andi á fólk og auka umsvif í neðan- j arðarhagkerfinu. Þrátt fyrir að þróunin hérlendis síðustu áratugi hafi verið með svip- uðu sniði og í nágrannalöndunum hefur á síðustu fjórum árum náðst árangur í.baráttunni við ríkisútgjöld- in. Ríkisútgjöld hafa lækkað um 6-7% frá því á árinu 1991. Sjónarhorn Að sumu leyti verður að líta á ríkisreksturinn sömu augum og stjórnendur fyrirtækja gera, segir Þór Sigfússon og bendir á að ná verði sem mestri hagkvæmni út úr rekstrinum og beita til þess nýjustu aðferðum í stjórnun og rekstri Að nýta betur skattfé Noíckuð hefur verið rætt um þann hluta ný- skipunar í ríkisrekstri sem snýr að sölu ríkis- fyrirtælqa. Hér á eftir verður hins vegar fjallað um þann þátt er snýr að auknum gæðum op- inberrar þjónustu, þ.e. hvemig er hægt að nýta opinbera fjármuni betur en gert hefur verið án þess að draga úr þeirri þjónustu sem ákveðið hefur verið að ríkið hafí með höndum. 1. Aukin samkeppnisvitund Forsenda fyrir aukinni samkeppn- isvitund hjá hinu opinbera er bætt stjómun og breytt samskiptaform milli ráðuneyta og stofnana. í auk- inni samkeppnisvitund felst að stofn- anir fá aukið aðhald með því t.d. að gerður er þjónustusamningur milli ráðuneytis og stofnana þar sem til- greint er hvaða þjónustu ráðuneytið kaupir. Þegar hafa verið gerðir fjórir samningar og vonir standa til að þeim muni fjölga strax á þessu ári. Þegar samningur liggur fyrir verður auðveldara fyrir stjómvöld að bera saman kostnað vegna þjónustunnar hjá tilteknum opinberum stofnunum og einkaaðilum. Stjórnendur stofn- ana gera sér því betur grein fyrir því að þeir verða að standa sig bæði í verði og gæðum til að stjórnvöld kaupi ekki þeirra þjónustu annars staðar að. Með sama hætti munu verkefna- vísar, sem fjármálaráðherra kynnti á sl. ári og birtast með fjárlagafrum- varpinu fyrir árið 1996, stuðla að bættum ríkisrekstri. Með verkefna- vísum verður leitast við að birta eins konar kennitölur úr rekstri stofnana að nokkru leyti með svipuðu sniði og gert er í einkarekstri. Þar verður birtur starfafjöldi stofnunar, verk- efnafjöldi o.fl. Með því gefst gott færi á að bera saman einstakar stofn- anir og skoða hvar megi hugsanlega gera betur þegar um sambærilega starfsemi er að ræða. Aðgerðir af þessu tagi ættu að veita opinberum stjórn- endum ástæðu og tæki- færi til að bæta frammistöðu stofnana sinna, bæði með því að hagræða innan stofnunarinnar sjálfrar og því að kaup’a þjón- ustu af einkaaðilum þegar það er hagkvæm- ast. 2. Útboð Útboð eru mjög öflug og fljótvirk leið til auk- innar hagkvæmni í opinberri þjón- ustu. Með útboðsstefnu ríkisins sem kynnt var árið 1993 hefur orðið mik- il aukning á útboðum en ljóst er þó að enn er umtalsvert svigrúm til að auka útboð hjá hinu opinbera. Útboð eiga bæði við þá þjónustu sem hið opinbera veitir og kaup hins opinbera á þjónustu. Stærstu verkefnin fram- undan í útboðunum eru tilraunir með útboð rekstrarverkefna, útboð á ráð- gjöf og enn frekari styrking útboða í vöru- og þjónustukaupum ríkis- stofnana. 3. Innri samkeppni Innri samkeppni felst í því að reynt er að koma á samkeppni milli opin- berra aðila sem veita sömu þjónustu í þeim tilgangi að auka gæði þjón- ustunnar og að draga úr kostnaði. Þessari aðferð hefur verið beitt í vaxandi mæli við opinbera þjónustu á borð við heilbrigðis- og mennta- mál. Með innri samkeppni er reynt að fá framleiðendur þessarar þjón- ustu til að bregðast við kröfum sinna viðskiptavina á sem hagkvæmastan hátt auk þess að gera viðskiptavinun- um ljósan þann mun sem er á milli hinna ýmsu stofnana í verði, gæðum og fleiri þáttum. Það er mismunandi eftir því um hvaða þjónustu er að ræða hvernig innbyrðis samkeppni er aukin, en lykilatriði er að veita neytendum Þór Sigfússon upplýsingar um hinar ýmsu stofn- anir og gefa þeim tækifæri til að velja þá stofnun sem þeir telja best uppfylla sínar þarfir. T.d. er hægt að leyfa sjúklingum að velja sér lækna og sjúkrahús og láta fjárfram- lög fylgja sjúklingum til viðkomandi stofnunar. Að sjálfsögðu þarf einnig að veita stofnunum sveigjanleika og tækifæri til að uppfylla þarfir við- skiptavina sinna. A næstunni þarf að skoða hvemig hægt er að koma við innri samkeppni í ríkiskerfinu en undirbúningsvinnu er að nokkru lok- ið með samanburði á einingakostnaði ríkisstofnana sem unnið var að í tíð síðustu ríkisstjómar. 4. Umbætur í starfsmannamálum ríkisins Hægj; er að auka hagkvæmni í opinberum rekstri með þvi að auka sjálfstæði stofnana við gerð launa- samninga, gera launkerfið sveigjan- legra og koma á afkastahvetjandi launakerfi. Opinberi vinnumarkaðurinn hefur hingað til verið niðumjörvaður af mjög þröngum starfssamningum eða vinnureglum. Laun eru oftast ákveð- in samkvæmt stöðluðum launatöxt- um og meira tillit tekið til starfsald- urs en frammistöðu. Þetta ástand hefur dregið úr hagkvæmustu nýt- ingu vinnuafls innan opinbera geir- ans. Á næstu ámm þarf að vinna að því að samræma starfskjör opin- berra starfsmanna við það sem ger- ist á almenna markaðnum. f stjómarsáttmála ríkisstjórnar- innar segir að skoða beri sérstaklega breytingar á starfsmannamálum rík- isins. Því er von til þess að þessi mikilvægi málaflokkur verði tekinn til skoðunar á þessu kjörtímabili. 5. Opinberar fjárfestingar Mikilvægt er að stjórnvöld láti fjárfestingarákvaðanir sínar stjórn- ast af því hvaða einstök verkefni skila mestri þjóðhagslegri arðsemi í stað þess að hugsa um aukna al- menna fjárfestingarstigið. í þessu sambandi má benda á það að hag- kvæmari nýting þeirra opinberu fjár- festinga sem nú þegar em til staðar getur hugsanlega skilað meiri arð- semi en nýjar fjárfestingar. Breyttar áherslur í vegamálum á síðustu ámm, þar sem aukið fjármagn hefur verið lagt til vegagerðar á höfuð- borgarsvæðinu, er skref í rétta átt. Þar er tekið aukið tillit til arðsemi einstakra vegaframkvæmda. Áfram verður að halda á þeirri braut. 6. Eignir ríkisins Ríkisvaldið á fasteignir um allt land og ýmiss konar lausafé sem * Ráðstefnudeild Ferðaskrifstofu Islands tengist alþjóðlegu tölvuneti Samstarf hafið við samtök ráðstefnuskipuleggienda RAÐSTEFNUDEILD Ferðaskrif- stofu íslands hefur gengið til sam- starfs við CONGREX, samtök fyrir- tækja sem sérhæfa sig í skipulagn- ingu ráðstefna og funda. Aðalskrif- stofur CONGREX em í Hollandi en aðildarfyrirtæki em nú í 15 löndum Evrópu, Bandaríkjunum, Suður- Ameríku og Asíu. Þessi fyrirtæki em alls staðar leiðandi ráðstefnuskipu- leggjendur á sínu svæði. ísland var síðast Norðurlanda til þess að gerast aðili að CONGREX, að því er segir í frétt. CONGREX byggist upp á alþjóð- legu samstarfí á öllúm sviðum skipu- lagningar og framkvæmda við ráð- stefnuhald ásamt sameiginlegu markaðsstarfi. Fulltrúar fyrirtækj- anna hittast reglulega til þess að fylgjast með þróun hver hjá öðrum og til að skipast á hugmyndum. Einn- ig er unnið að stefnumótun varðandi sameiginleg markaðsmál en nú er í undirbúningi sameiginlegt mark- aðsátak CONGREX-aðila á Norður- löndum. Fyrirtækin bjóða starfs- fólki hvert hjá öðru að aðstoða við undirbúning og framkvæmd stórra ráðstefna og dreifíst því sú reynsla og þekking sem skapast á milli að- ildarfyrirtækja. Þetta samstarf tryggir gæði þeirrar þjónustu sem í boði er á hveijum stað og leiðir einn- ig til þess að lausnir á vandamálum sem upp kunna að koma á einum stað nýtast hinum aðildarfyrirtækj- unum til forvarnar og uppbyggingar’. Fullkomið tölvukerfi Þá hefur CONGREX þróað eitt fullkomnasta tölvukerfi sem völ er á til skipujagningar og úrvinnslu gagna við ráðstefnuhald. Kerfið, sem notað er á öllum CONGREX-skrif- stofum í heiminum, er tvíþætt. Það heldur annars vegar utan um skrán- ingu þátttakenda, gistingu, ferðir og annað sem snýr að ytra skipulagi og hins vegar er svokallað „abstracts“-kerfí, sem flokkar og skráir útdrætti þeirra fyrirlestra sem sendir eru inn á ráðstefnuna, eftir efni og höfundum, og heldur þannig utan um dagskrá sjálfrar ráðstefn- unnar. Þetta tölvukerfi er í stöð- ugri þróun. Það er aðlagað að þörfum hvers og eins aðildarfyrirtækis og þær breytingar sem gerðar eru á því gagnast því öllum aðilum. Sem dæmi má nefna var það danska CONGREX-skrifstofan sem skipu- lagði og sá um framkvæmd ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem haldin var í Kaupmannahöfn í febrúar síðastl- iðnum. Þar voru þátttakéndur rúm- lega 14.000 og fullyrða forsvars- menn að CONGREX-tölvukerfið hafí skipt sköpum um hversu vel til hafi tekist. Til þess að hljóta inngöngu í CONGREX-keðjuna þurfa fyrirtæki að uppfylla mjög ströng skilyrði hvað varðar þjónustugæði en aðeins eitt aðildarfyrirtæki er í hveiju landi. Island nýtur vaxandi vinsælda sem ráðstefnuland og hafa umsvif ráð- stefnudeildar Ferðaskrifstofu íslands aukist jafnt og þétt á undanförnum árum. Nú í sumar sér ráðstefnudeild- in um framkvæmd um 40 ráðstefna og funda og er áætlaður þátttak- endafjöldi um 4.800 manns. Ber þar hæst undirbúningur og framkvæmd þings Norðurlandaráðs, sem haldið var hér á landi í lok febrúar síðastlið- ins og nýlokið er ráðstefnu norrænna skurðlækna, svo dæmi séu nefnd. ekki hafa legið fyrir ítarlegar upplýs- ingar um. Hér er að eiga sér stað ein hljóðlát byltingin í ríkisrekstrin- um. Unnið er að gerð eignaskrár og eignaumsýslukerfis ríkisins þar sem skráðar verða allar eignir ríkisins, upplýsingar um ástand þeirra o.fl. Bættar upplýsingar um eignir ríkis- ins eru mjög mikilvægar til þess að hægt sé að gera áætlun til lengri tíma um viðhald og rekstur, sölu eigna o.fl. Þá eru slíkar upplýsingar afar þýðingarmiklar við mótun eignastefnu ríkisins þar sem skoðað er m.a. hvort ríkið eigi að eignast húsnæði eða leigja. Slík stefnumót- unarvinna stendur nú yfir. 7. Þjónustugjöld Ein þeirra aðferða sem leitt getur til hagkvæmni í opinberum rekstri er þjónustugjöld. Með þjónustugjöld- um er notendunum gert að greiða einhvem hluta þeirrar þjónustu sem þeir njóta. Þjónustugjöld veita stofn- unum aukið aðhald og stuðla að auk- inni kostnaðarvitund neytenda opin- berrar þjónustu. Þjónustugjöld eru mun sjaldgæfari hérlendis en í flest- um OECD-ríkjum. Þá hefur með skýrum reglum verið tryggt að þeir sem minnst mega sín greiða ekki nema visst hámark á ári lyfjakostnað og læknisþjónustu. 8. Einkafjármögnun Með aukinní þátttöku einkaaðila í fjármögnun samgönguframkvæmda er hægt að draga verulega úr opin- berum kostnaði. Notkun fjármuna frá einkaaðilum við fjármögnun byggingar vega, brúa og jarðganga er að aukast í Noregi. Hér á Islandi verða Hvalfjarðargöngin dæmi um þess háttar framkvæmd. Sömuleiðis er hægt að draga úr rekstrarkostn- aði vegna opinberra fjárfestinga með því að gera samninga við einkaaðila um að sjá um reksturinn og veita þá þjónustu sem skylt er. Hér hefur verið farið nokkrum orðum um hugsanlegar umbætur á ríkisrekstrinum á komandi árum. Að sumu leyti verður að líta á ríkisrekst- urinn sömu augum og stjórnendur fyrirtækja gera. Það verður að ná sem mestri hagkvæmni út úr rekstr- inum og beita til þess nýjustu aðferð- um í stjórnun og rekstri. Þær ákvarðanir sem taka þarf á næstunni eru ekki auðveldar, en stjórnmálamenn verða að hafa þor til að taka á vandanum þannig að komandi kynslóðir geti búið við sam- bærileg eða betri lífskjör en við. Það á að vera meginmarkmið á næstu árum að ná eins góðri nýtingu á skattfé og kostur er. Þannig eykst svigrúm til að lækka skatta en sinna þó áfram þeim verkefnum sem sátt ríkir um að ríkið hafí með höndum. Höfundur er hngfræðingur í FJár- málaráðuneytinu. Eureka til iðnaðar- og viðskipta- ráðuneytis MENNTAMÁLARÁÐHERRA og iðnaðar- og viðskiptaráðherra hafa ákveðið að umsjón með þátttöku íslands í Eureka vísindaáætluninni verði flutt frá menntamálaráðu- neyti til iðnaðar- og viðskiptaráðu- neytis. Eureka er samstarf 23 Evr- ópuríkja á sviði tækni og iðnþróun- ar. Samkomulag ráðherranna var kynnt á ríkisstjórnarfundi nýverið og tók breytingin gildi 1. júní. Markmið Eureka er að skapa vettvang fyrir samvinnu fyrirtækja í Evrópu um markaðstengdar rann- sóknir, þróunarstarf og nýsköpun. Tilgangurinn er að efla samkeppn- ishæfni og- framleiðni í evrópskum fyrirtækjum með samstarf milli landa um vöruþróun og markaðs- starf. Þátttakendur velja sjálfir við- fangsefni og samstarfsaðila og lögð er áhersla á að hagnýta þekkingu með markaðsþarfir í huga. -f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.