Morgunblaðið - 04.07.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.07.1995, Blaðsíða 1
• MARKAÐURINN • SMIÐJAH • LAGNAFRÉTTIR • GRÓÐUR OG GARÐAR • HÝBÝLI • FRÉTTIR tto*t0MM$Mb Prentsmiðja Morgunblaðslns Þriðjudagur 4. júlf 1995 Blað D seljenda Ef greiðslugeta íbúðareig- enda minnkar og þeim reyn- ist nauðsynlegt að selja, er afar miklvægt að það takist sem fyrst, segir Grétar J. Guðmundsson í þættinum Markaðurinn. / 9 ? Aðgengileg- ar lagnir ÞAÐ er tíl millileið milli þess að múra allar lagnir inn í veggi, óaðgengilegar til eftárlits og við- halds og leggja allar lagnir sýni- legar og aðgengilegar, segir Sig- urður Grétar Guðmundsson í þættínnmLagnq/réttír. /12 ? U T T E K T Fjölbýlis- húsalóðir FALLEG lóð við fjölbýl- ishús eykur söluverð- mæti íbúðanna og get- ur flýtt verulega fyrir sölu þeirra, þegar þess þarf með. Þetta kemur J'ram í viðtali um flölbýlishúsalóðir við Pétur Jónsson landslagsarkitekt hér í blaðinu í dag. Að hans mati mætti skipuleggja lóðir flölbýlishúsa miklu betur en nú er gert. Hin síðari ár hefur þó orðið vakning í þessu efni og talsvert gert að því að end- urhanna gamlar lóðir við fjöl- býlishús, sem lítið var gert fyrir í upphafi. Ef hugsað vaeri fyrir gróðri strax í upphafi stdpulags og breiðar gróðureyjar hafðar á milli bflastæða við fjölbýlis- hús, myndi yfirbragð lóðar- innar vera miklu mildara og fólk skynja bílstæðin fremur sem hluta af lóðarheildinni. Setja mættl upp gróður- ramma utan um lóðina og koma svo upp minni groður- svæðum innan heiurar, sem gefa Jleiri íbúuin möguleika á útivist í einu. Þar gæti fólkið á efri hæð- unuin notið útivistar á af- morkuðum svæöum. Að auki þyrftí að vera eln flöt tíl sam- eiginlegra ieikja og svo gott leiksvæði fyrir börnin. Þessi svæði yrðu svo samtengd með stígum. Taka verður tíllit tíl aðstæðna við hvert og eitt fjölbýlishús, svo sem legu lóð- arinnar, vindáttar og sólar- áttar. Að mati Péturs eru 166- ir í kringtun fjölbýlishús í ná- grannalöndum okkar betur skipulagðar í upphafi en hér á landi. / 14 ? Eignaskipti setja æ meiri svip á fasteignamarkaðinn EIGNASKIPTI verða æ al- gengari í fasteignakaupum á höf- uðborgarsvæðinu. Þetta á ekki síð- ur við um íbúðir í fjölbýlishúsum og um einbýlis-og raðhús. Þannig áttu sér stað eignaskipti við sölu á 40% af þeim fjölbýlishúsaíbúðum, sem seldar voru á höfuðborgar- svæðinu á fyrstu þremur mánuð- um þessa árs. Þetta er mun hærra hlutfall en á sama tímabili í fyrra. Fjöldi þeirra fjölbýlishúsaíbúða, sem skipti um eigendur á fyrsta ársfjórðungi þessa árs var tals- vert minni en á sama tíma í fyrra eða 458 á móti 527. Mun fleiri ein- býlishús og raðhús seldust hins vegar á höfuðborgarsvæðinu á fyrstu þremur mánuðum þessa árs en áður var talið. Ástæðan er sú, að nú eru eignaskipti tekin með í fyrsta sinn í tölum Fasteignamats ríkisins. Á fyrstu þremur mánuðum þessa árs seldust 83 einbýlis- og raðhús á höfuðborgarsvæðinu, þar af aöeins 18 í beinni sölu en 65 í eignaskiptum. Eignaskiptin voru því tæp 80%. í fyrra seldust 70 einbýlis- og raðhús á fyrsta árs- fjórðungnum, en þar af seldust 27 í beinni sölu en 43 í eignaskiptum eða liðlega 60%. Ástæðan fyrir fleiri eignaskipt- um er vafalaust sú, að hámarks fyrirgreiðsla í húsbréfakerfinu er of lítil, en hún er nú rúml. 5,3 millj. kr. vegna notaðs húsnæðis en tæpl. 6,4 millj. kr. vegna nýbygginga. Þar breytir engu, hvort um kaup á lítilli íbúð eða stóru húsi er að ræða. Það segir sig sjálft, að þessi fjárhæð dugar skammt við kaup á 12. millj. kr. eign eða dýrari. Fólk hefur þurft að brúa bilið með skammtímalánum, en þá er greiðslubyrðin mjög þung. Bein sala á stórum eignum gæti aukist á ny með nýjum möguleikum á lánum til 25 ára. Seldar íbúðir á höfuðborgar- svæðinu 1994-95 v. Fjölbýli/sambýli 720 :22/498 U"V Eiíibvli/faðhús F^«tjí9i|s{piíunguM?S8*r enn í vinnslu, þessaj- eru ís^áðabirgöatölur 98 r^ 63 W65 l'94 ll'94 lll'94 IV'94 l'95 Nýjung í Sjóði 2 Fastar mánaðarlegar greiöslur Nú er hægt aö fá greidda fasta mánaðarlega fjárhæð af eign í Sjóðsbréfum 2. Þannig losna eigendur Sjóðsbréfa 2 við þær sveiflur sem geta verið á vaxtagreiðslum á milli mánaða. Ráðgjafar VÍB veita frekari upplýsingar um Sjóð 2 í Ármúla 13a eða í síma 560-8923. Verið velkomin í VÍR. FORYSTAIFJARMÁLUM! VlB VERDBRÉFAMARKADUR fSLANDSBANKA HF. • Aðili að Verðbréfaþingi íslands • Armúla 13a, 155 Reykjavik. Sími 560-8900.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.