Morgunblaðið - 04.07.1995, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 04.07.1995, Qupperneq 1
• MARKAÐURINN • SMIÐJAN • LAGNAFRÉTTIR • GRÓÐUR OG GARÐAR • HÝBÝLI • FRÉTTIR • fHttrgttitfttaftift Prentsmiðja Morgunblaðsins Þriðjudagur 4. júif 1995 Blað D Viðhorf seljenda Ef greiðslugeta íbúðareig- enda minnkar og þeim reyn- ist nauðsynlegt að sejja, er afar miklvægt að það takist sem íyrst, segir Grétar J. Guðmundsson í þættinum Markadurinn. / 9 ► Aðgengileg- ar lagnir ÞAÐ er til millileið rnilli þess að múra allar lagnir inn í veggi, óaðgengilegar til eftirlits og við- halds og leggja allar lagnir sýni- legar og aðgengilegar, segir Sig- urður Grétar Guðmundsson í þættinum Lagnajréttir. /12 ► Fjölbýlis- húsalóðir FALLEG lóð við íjölbýl- ishús eykur söluverð- mæti íbúðanna og get- ur flýtt verulega fyrir sölu þeirra, þegar þess þarf með. Þetta kemur fram í viðtali um íjölbýlishúsalóðir við Pétur Jónsson landslagsarkitekt hér í blaðinu í dag. Að hans mati mætti skipuleggja lóðir (jölbýlishúsa miklu betur en nú er gert. Hin síðari ár hefur þó orðið vakning í þessu efni og talsvert gert að því að end- urhanna gamlar lóðir við fjöl- býlishús, sem lítið var gert fýrir í upphaíi. Ef hugsað væri fyrir gróðri strax í upphafí skipulags og breiðar gróðureyjar hafóar á milli bílastæða við (jölbýlis- hús, myndi yfirbragð lóðar- innar vera miklu mildara og fólk skynja bústæðin fremur sem hluta af lóðarheildinni. Setja mætti upp gróður- ramma utan um lóðina og koma svo upp minni gróður- svæðum innan hennar, sem gefa fleiri íbúum möguleika á útivist í einu. Þar gæti fólkið á efri hæð- unum notið útivistar á af- mörkuðum svæðum. Að auki þyrfti að vera ein flöt til sam- eiginlegra leikja og svo gott leiksvæði fyrir bömin. Þessi svæði yrðn svo samtengd með stígum. Taka verður tillit til aðstæðna við hvert og eitt (jölbýlishús, svo sem legu lóð- arinnar, vindáttar og sólar- áttar. Að mati Péturs eru lóð- ir í kringum fjölbýlishús í ná- grannalöndum okkar betur skipulagðar í upphafi en hér á landi. / 14 ► Eignaskipti setja æ nmeiri svip á fasteignamarkaðinn EIGNASKIPTI verða æ al- gengari í fasteignakaupum á höf- uðborgarsvæðinu. Þetta á ekki síð- ur við um íbúðir í fjölbýlishúsum og um einbýlis-og raðhús. Þannig áttu sér stað eignaskipti viö sölu á 40% af þeim fjölbýlishúsaíbúðum, sem seldar voru á höfuðborgar- svæðinu á fyrstu þremur mánuð- um þessa árs. Þetta er mun hærra hlutfall en á sama tímabili í fyrra. Fjöldi þeirra fjölbýlishúsaíbúða, sem skipti um eigendur á fyrsta ársfjórðungi þessa árs var tals- vert minni en á sama tíma í fyrra eða 458 á móti 527. Mun fleiri ein- býlishús og raðhús seldust hins vegar á höfuðborgarsvæðinu á fyrstu þremur mánuðum þessa árs en áður var talið. Ástæðan er sú, að nú eru eignaskipti tekin með í fyrsta sinn í tölum Fasteignamats ríkisins. Á fyrstu þremur mánuöum þessa árs seldust 83 einbýlis- og raðhús á höfuðborgarsvæðinu, þar af aðeins 18 í beinni sölu en 65 í eignaskiptum. Eignaskiptin voru því tæp 80%. í fyrra seldust 70 einbýlis- og raðhús á fyrsta árs- fjórðungnum, en þar af seldust 27 í beinni sölu en 43 í eignaskiptum eða liðlega 60%. Ástæðan fyrir fleiri eignaskipt- um er vafalaust sú, að hámarks fyrirgreiðsla í húsbréfakerfínu er of lítil, en hún er nú rúml. 5,3 millj. kr. vegna notaðs húsnæðis en tæpl. 6,4 millj. kr. vegna nýbygginga. Þar breytir engu, hvort um kaup á lítilli íbúð eða stóru húsi er að ræða. Það segir sig sjálft, að þessi fjárhæð dugar skammt við kaup á 12. millj. kr. eign eða dýrari. Fólk hefur þurft að brúa bilið með skammtímalánum, en þá er greiðslubyrðin mjög þung. Bein sala á stórum eignum gæti aukist á ný með nýjum möguleikum á lánum til 25 ára. Seldar íbúðir á Nýjung í Sjóði 2 Fastar mánaðarlegar greiðslur Nú er hægt að fá greidda fasta mánaðarlega fjárhæð af eign í Sjóðsbréfum 2. Þannig losna eigendur Sjóðsbréfa 2 við þær sveiflur sem geta verið á vaxtagreiðslum á milli mánaða. Ráðgjafar VÍB veita frekari upplýsingar um Sjóð 2 í Ármúla 13a eða í sima 560-8923. Verið velkomin íVÍB. FORYSTA í FJÁRMÁLUM! VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ISLANDSBANKA HF. • Aðili að Verðbréfaþingi íshintis • Ármúla 13a. 155 Reykjavík. Sími 560-8900.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.