Morgunblaðið - 04.07.1995, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 1995 D 25
Erlent
Lagerhús og kirkjur
sem íbúðarhúsnæði
Kaupmannahöfn. Morgunbladið.
KIRKJUR og verksmiðjur eru
ekki það fyrsta, sem manni
dettur í hug, þegar hugurinn hvarfl-
ar að íbúðarhúsnæði. Samt sem áður
fjöigar þeim sem búa ... reyndar
hvorki í kirkjum né verksmiðjum, en
í fyrrverandi kirkjum og verksmiðj-
um. Hægt er að gefa hugmyndaflug-
inu lausan tauminn, þegar kemur að
því að nýta húsnæði, sem annars
stendur autt. /
Fram eftir þessari öld var algengt
að vel stætt fólk leitaði út úr byggða-
kjömum og stórborgum til að setjast
að í íbúðahverfum utan mesta þétt-
býlisins. Undanfarin ár hefur þetta
snúist svolítið við. Áfram er eftirsótt
að búa í íbúðahverfum, en æ fleiri
hafa kosið að búa í borgunum, bæði
í hverfum, sem áður voru íbúða-
hverfi, en einnig í iðnaðarhverfum,
sem standa auð, eftir að iðnaðurinn
hefur lagst af. Einnig hefur iðnaðar-
húsnæði víða staðið innan um íbúðar-
hús eða skrifstofuhús, frá þeim tíma
að skipulagið varð ekki til á teikni-
borðinu, heldur óx fram á óskil-
greindari hátt.
Ásókn í gömul lagerhús
í Kaupmannahöfn, líkt og í ýmsum
öðrum gömlum borgum, hafa gömul
lagerhús og iðnaðarbyggingar orðið
innlyksa í borginni. Oft hafa þessi
hús staðið auð um lengri eða
skemmri hríð, áður en einhver fékk
augastað á þeim og gerði úr þeim
húsnæði. Jafnvel niðri í gamla hverf-
inu handan við Kanalinn, séð frá
Thorvaldsensafninu eru slíkar bygg-
ingar til.'
Dæmi um slíkt er hús, sem hefur
verið íbúða- og verslunarhúsnæði
lengi. Uppi undir rjáfri var hins veg-
ar stórt rými, sem ekki hafði verið
notað frá því fyrr á öldinni að þarna
var málmsmiðja. Aðföngin voru hífð
upp eftir því sem þurfti. Allt var eins
og það hafði verið yfirgefið, smurn-
ing og olía hafði nuddast niður í
sterkleg bjálkagólfín og miklar sperr-
ur voru í þakinu.
Lofthæðin var mikil, en hæðin var
auðvitað að mestu bara einn geym-
ur, um 250 fermetrar. Þessi hæð var
seld fyrir nokkrum árum og hinn
hamingjusami kaupandi, sem er gull-
smiður, hófst sjálfur handa við að
innrétta dýrðina. Útkoman var auð-
vitað heillandi.
I kvikmyndum sjást stundum
skemmtilegar íbúðir af þessu tagi.
i Einhver man kannski eftir ibúð sögu-
^ hetjanna í frönsku sakamálamynd-
inni Diva. Og í Reykjavík eru reynd-
ar einnig dæmi um þessa gerð hús-
næðis.
1200 auðar kirkjur
í Bretlandi
En það er ekki aðeins iðnaðarhús-
næði sem hefur verið yfirgefið und-
anfarin ár og áratugi. Á Bretlandi
standa tæplega 1.200 kirkjur auðar
) og yfírgefnar út um allt land, bæði
| í stijálbýli og þéttbýli. Ástæðan er
staðbundin fólksfækkun sem iðulega
hefur bæði í för með sér að safnaðar-
kirkjan er ekki notuð, eða að söfnuð-
urinn hefur ekki efni á að halda
henni við.
Þó að breska kirkjan hafi undan-
farin 25 ár leitast við að selja ónot-
aðar kirkjur, er synd að segja að
eftirspurnin sé yfirþyrmandi. Aðeins
rúmlega 200 kirkjur hafa verið seld-
ar. Ástæðan fyrir sölutregðunni hef-
ur bæði verið sú, að heimafólki hefur
fallið illa að sjá kirkjuna fara undir
aðra og óskylda starfsémi, en einnig
hafa kaupendur látið á sér standa,
þó verðinu sé stillt í hóf.
Af þeim 200 kirkjum, sem seldar
hafa verið hefur 160 verið breytt í
íbúðarhúsnæði og um 40 hafa verið
teknar i notkun sem iðnaðar-, versl-
unar- og skrifstofuhúsnæði, en einn-
| ig eru dæmi um kirkjur, sem breytt
hefur verið í krár og veitingastaði.
Stundum hafa kirkjur verið rifnar
' og lóðirnar byggðar upp á nýtt.
Ibúðir í gömlum kirkjum hafa
þótt eftirsóknarverðar, því útkoman
er all frábrugðin stöðluðu íbúðar-
húsnæði. Vandinn er hins vegar að
það er bæði fjárfrekt og erfitt að
breyta gamalli kirkju í íbúðarhús-
næði. Megin erfiðleikamir felast oft
í því að kirkjumar eru ekki reistar
til að bera tugi íbúða og undirstöð-
umar of veikbyggðar til að bera
nýja innviði.
Kirkjan heldur vísast áfram að
selja auðar kirkjubyggingar, enda
af nógu að taka. Þeir sem búa í kirkj-
unum láta vel af vistinni, jafnvel
þótt það gerist einstaka sinnum að
brúðhjón frá því forðum leggja leið
sína í gömlu kirkjuna sína til að
minnast brúðkaupsafmæla.
Og þeir sem eiga ættingja í kirkju-
görðunum sem standa við sumar
kirkjurnar ganga stundum um garð.
Hvorugt truflar þó íbúana, sem hrósa
happi yfír sérstöku umhverfi og and-
rúmslofti gömlu kirknanna.
ÁSÓKN í gömul lagerhús og iðnaðarbyggingar í gömlu hverfun-
um í Kaupmannahöfn hefur aukist á ný. Mörgum finnst eftirsókn-
arvert að búa þar og einnig hefur ný atvinnustarfsemi rutt sér
þar til rúms.
FASTEIGNASALA - Ármúla 21 - Reykjavík
S: 533-4040 - Fax 588-8366
Traust og örugg þjónusta
★ KAIIPENDUR ATHIIGID ★
Fáið tölvulista yfir eignir t.d. í tilteknu hverfi, á tilteknu verðbili
o.s.frv. Söluyfirlit yfir einstakar eignir, teikningar eða önnur
gögn. Sendum í pósti eða faxi til þeirra sem þess óska.
2ja herb. íbúðir
Þangbakki. 2ja herb. íb. á 5. hæð
í lyftuhúsi. Stórar svalir. þvhús á sömu
hæð. Áhv. 2,3 millj. Verð 5,5 millj.
6407.
Kambasel. Rúmgóð 2ja herb. íb.
á jarðhæð með sérsuðurgarði. Sér-
þvhús og geymsia á sömu hæð. Góð
eign í góðu ástandi. Stærð 56,7 fm.
Áhv. 1,7 millj. Verð 5,2 millj. 6408.
HAMRABORG. Góð 2ja herb. íb.
á 3. hæð í lyftuh. ásamt stæði í bíl-
skýli. Þvottah. á hæðinni. Litill hús-
sjóður. Verð 5,1 millj. 6393.
FRAKKASTÍGUR. Falleg 2ja
herb. íb. á 1. hæð ásamt stæði I bíl-
skýli. Parket. Nýl. eldhinnr. í kj. er
sauna og aefingasalur. 6394.
FOSSVOGUR. Sérl. góð einstak-
lingsíb. á jarðh. 45 fm. Góður sérgarð-
ur. Parket. Hús í góðu ástandi. Laus.
Verð 4,5 millj. 6148.
NJÁLSGATA - RIS. Sérl.
skemmtil. innr. risíb. í eldra húsi. Sér-
inng. Tengt fyrir þvottavél á baði. Laus
strax. Áhv. byggsj. 2,5 millj. Verð 4,8
millj. 6388.
NÆFURÁS - SELÁS. Rúmg.
2ja herb. (b. á jarðh. ásamt stóru
gluggalausu herb. Tengt f. þvottavél á
baði. Laus fljótl. 4729.
GNOÐARVOGUR. 2ja herb.
endaíb. á 1. hæð. Suðvestursv. Laus
fljótl. Áhv. húsbr. 3,0 millj. Verð 5,2
millj. 6293.
HRAUNBÆR - LAUS
STRAX. 2ja herb. íb. á 2. hæð.
Stærð 54 fm. Suðursvalir. Hús í góðu
ástandi. Áhv. 1,3 millj. Verð 4,9 millj.
6280.
í HJARTA BORGARINNAR.
Nýjar fullb. 2ja herb. íbúðir í lyftuh. við
Aðalstræti 9, stærð frá 62 fm, til afh.
strax. Verð frá 6,4 millj. 6122.
AUSTURBÆR - KÓP. 2ja
herb. íb. á 2. hæð. Sérinng. frá sameig-
inl. svölum. Parket. Geymsla og
þvottah. á hæðinni. Laus strax. Áhv.
Byggsj. 1,4 millj. Verð 4,5 millj. 4845.
KAPLASKJÓLSVEGUR.
Rúmg. ib. á 1. hæð. Tepþi á stofu.
Vestursvalir. Laus strax. Verð 4,9
millj. 4788.
3ja herb. íbúðir
EFSTIHJALLI - KÓP. Snyrtil.
og vel umgengin 3 herb. íb. á 2. hæð.
Suðursv. Glæsil. útsýni. Laus fljótl.
6402.
BLIKAHÓLAR. Rúmgóð 3ja
herb. íb. á 4. hæð í lyftuhúsi. Eign í
góðu ástandi. Glæsil. útsýni yfir borg-
ina. Laus strax. Verð 5,9 millj. 6249.
LUNDARBREKKA - KÓP.
Mjög góð 3ja herb. íb. á 2. hæð m.
nýl. innr. þvhús á sömu hæð. Stærð
88 fm. Áhv. ca 3,9 millj. Verð 6,7
millj. 6419.
HRINGBRAUT. 3ja herb. íb. á
2. hæð. Stærð 70 fm. Nýl. eldhús.
Laus strax. Verð 5,3 millj. 6359.
KLAPPARSTÍGUR 5, 5A.
Eigum til 3ja herb. íb. ásamt stæði í
bilsk. og sérgeymslu í kj. íb. verða
afh. tilb. u. trév., án milliveggja. Sam-
eign, lóð og bílsk. verða fullfrág. Stærð
frá 81 fm. Verð frá 5,3 millj. 6201.
SKULAGATA
ÞJÓN.ÍB. Glæsil. innr. 3ja
herb. ib. á 3. hæð. ásamt stæði
i bílsk. Vandaðar innr. Parket.
Stærð ib. 99,5 fm. Verð 10,5
millj. 6421.
HRAUNHVAMMUR - HF.
Efri sérhæð í tvíb. Stærð 85 fm. Hús
nýl. standsett m.a. nýtt gler, innr. o.fl.-
Laus strax. Verð 6,5 miilj. 4847.
ÆSUFELL. Rúmg. 3ja-4ra herb.
íb. 87 fm á jarðh. Sérinng. Góð sam-
eign. Áhv. byggsj. 3,0 millj. Verð 5,8
millj. 6281.
BÆJARHOLT - HF. Ný fuiib.
og góð 108 fm íb. á 1. hæð í litlu fjölb.
Þvottah. í íb. Suðursv. Verð 7,6 millj.
RAUÐÁS - LAUS STRAX.
Rúmg. 3ja herb. ib. á 3. hæð. Vandað-
ar innr. Parket. Tvennar svalir. Gott
útsýni. Áhv. 1,7 millj. 4129.
KJARRHÓLMI - KÓP. 3ja
herb. íb. á 3. hæð. Þvottah. í íb. Fal-
legt útsýni. Hús i góöu ástandi. Áhv.
1,2 millj. 4334.
FURUGRUND - KÓP. 3ja
herb. íb. á 1. hæð. Ibherb. í kj. og
sérgeymsla. Áhv. veðd. 1,9 millj. Verð
6,6 millj. Laus strax. 2541.
ÁRKVÖRN. 3ja herb. íbúðir á 2.
hæð með sérinng. Húsið er fullfrág.
að utan, en íb. ekki alveg fullfrág. Til
afh. strax. Verð 6,4 millj. 4780/4781.
SKIPASUND. Mjög góð 3ja herb.
kjíb. með sérinng., stærð 72 fm. Park-
et. Fallegur garður. Laus strax. Áhv.
húsbr. 3,1 millj. Verð 6,5 millj. 6199.
EYJABAKKI. Ib. á 1. hæð í enda.
Stærð 79,6 fm. Parket. Falleg sam-
eign. Áhv. 3,2 millj. Verð 6,5 millj.
6165.
KÁRSN ESB RAUT. 3ja herb. (b.
á efstu hæð. Stærð 72 fm. Sérinng.
Laus strax. Áhv. byggsj. 2,6 millj.
Verð 6,2 millj. 6139.
SEUAVEGUR - LAUS. Mikið
endurn. risíb. í steinh. ca 70 fm. Nýtt
þak. Hús í góðu ástandi að utan. Tvær
geymslur. Verð aöeins 4,9 millj. 6231.
ENGJASEL. Góð 2ja-3ja herb. íb.
á efstu hæð, tæpir 70 fm. Gott út-
sýni. Sérþvhús. Lítið barnaherb. u.
súð. Bitskýli. Áhv. veðd. 2,3 millj.
4668.
4ra herb. íbúðir
ENGIHJALLI. Góð íb. í lyftuh.
Tvær lyftur. íb. í góðu ástandi. Tvenn-
ar svalir. Útsýni. Losun samkomul.
Verð 6,8 millj. 4682.
HOLTSGATA. íb. á efstu hæð.
Tvær samliggjandi stofur. Suðursv.
Gott steinh. Utsýni. Laus strax. Verð
6,3 millj. 6034.
BÆJARHOLT - HF. Nýjar
fullb. 4ra herb. íb. Til afh. strax. Stærð
104 fm. Verð 8,6 millj. 4701.
HÓLABRAUT - HF. 4ra herb.
íb. á 1. hæð í 5-íb. húsi. Suðursv.
Gott útsýni. Áhv. byggsj. 2,5 millj.
Verð 6,6 millj. 4734.
SUÐURGATA - HF. Risíb. í
tignarlegu timburh. Stærð ca 80 fm.
Efra ris fylgir. Bílsk. Laus strax. Áhv.
byggsj. 3,6 millj. Verð 6,6 millj. 4885.
SUÐURBRAUT - HF. Rúmg.
4ra herb. endaíb. á efstu hæð. Þvhús
inn af eldh. Fallegt útsýni. Laus strax.
Verð 7,6 millj. 6036.
LAUFENGI - GRAFARV.
Rúmg. 4ra herb. íb. á 2. hæð í litlu
fjölb. Stærð 111 fm. Sérsm. innr. Áhv.
húsbr. 5,9 millj. Verð 8,4 millj. 4888.
RAUÐARÁRSTÍGUR. ib. á 3.
hæð ásamt risi. Á neðri hæð er 1
herb., eldh., bað, þvottah., stofa og
svalir. í risi eru 2 svefnh. og sjónv-
stofa. Bílskýli. Áhv. veðd. 4,8 millj.
Verð 9,3 millj. 4773.
SUÐURVANGUR. Rúmg enda-
íb. á 3. hæð (efstu). Stærð 103 fm.
Þvottah. i íb. Gott útsýni. Laus strax.
Verð 7,6 millj. 4607.
ÆSUFELL - LAUS STRAX.
4ra-5 herb. um 108 fm endaíb. á 2.
hæð. íb. þarfnast endurn. Fallegt út-
sýni. Lausstrax. Verð6,6 millj. 4940.
FÍFUSEL - LAUS STRAX.
Góð 96 fm íb. á 2. hæð. Gólfefni m.a.
parket og flisar. Þvhús í íb. Góðar
suöursv. Laus strax. Áhv. byggsj. 3,3
millj. Verð 7,3 millj. 4725.
AUSTURBERG M/BÍLSK.
Rúmg. 4ra herb. íb. á 4. hæð. Suöur-
svalir. Parket. Bílskúr. Laus strax.
Hagstætt verð. Skipti á minni eign
mögul. Seljandi getur lánað hluta
kaupverðs til allt að 15 ára. 7011.
5-6 herb.
HÓLAHVERFI - M. BÍLSK.
5 herb. 104 fm ib. á 3. hæð (efstu) í
litlu sambhúsi. Sjónvhol og 4 svefn-
herb. Stórar suðursv. Bílskúr. Verð
8,7 millj. 3980.
MARKARVEGUR. Gæsii 4-5
herb. endaíb. á 3. hæð á þessum vin-
sæla stað. Parket á öllum gólfum.
Stærð 123,2 fm. Bílsk. 29,3 fm. Áhv.
ca 1?4 millj. Verð 11,5 millj. 6406.
ÁLFTAHÓLAR. Vorum að fá í
sölu 5 herb. íb. á 3. hæð, efstu, ásamt
sérbygg. bílsk. Hús nýl. standsett að
utan. 4 svefnherb. Parket. Stórar suð-
ursv. Gervihn.sjónvarp. Örstutt i skóla
og flesta þjónustu. Laus fljótl. Verð
8,7 millj. 6412.
SJÁVARGRUND - GBÆ. (b.
á 2 hæðum ásamt stæði í bílgeymslu.
Stærð íb. 177 fm. íb. er til afh. strax
tilb. u. innr. Seljandi getur lánað hluta
kaupverðs til allt að 15 ára. Verð 9,3
mitlj. 3974.
Sérhæðir
VESTURHUS. Efri sérhæð í tvíb.
ásamt bílsk. Hæðin er tæpl. tilb. til
irinr. Fráb. útsýni. Stærð 164 fm.
Hagst. lán áhv. Verð 9,8 millj. 6367.
RAUÐAGERÐI. Neðri sérhæð í
þríbhúsi ásamt bílsk. Stærð 123 fm.
Sérinng. Nýl. endurn. eldh., baöherb.
o.fl. Suðursv. Laus fjótl. Verð 9,8
millj. 6172.
Raðhús - parhús
ÁSGARÐUR. Fallegt raðh. á
tveimur hæðum ásamt hálfum kj.
Stærð 119 fm + 24 fm bílsk. Gott út-
sýni. Ath. skipti á 3ja-4ra herb. íb.
mögul. Verð 10,9 millj. 4137.
LINDASMÁRI - KÓP. Raðh.
á tveimur hæðum m. innb. bílsk. Stærð
174 fm. Húsið afh. tilb. u. innr. og
fullfrág. að utan. Verð 10,8 millj. 6282.
Einbýlishús
SOGAVEGUR. Snyrtil. timburh.
sem er hæð og ris ásamt kj. Stærð
145 fm. Áhv. byggsj. 3,4 millj. Verð:
Tilboð. 6366.
GIUASEL. Vel stands. hús 254
fm. Tvöf. bílsk. Góð staðs. Ath. afh.
samkomul. Verð 14,9 milij. 4775.
SUNNUFLÖT - GBÆ. Hús
neðan við götu. Séríb. á jarðh. Tvöf.
bílsk. Fráb. staösetn. rétt við hraunjað-
arinn. 4937.
HRAUNFLÖT VIÐ ÁLFTA-
NESVEG. Nýtt einb. á einni hæð
ásamt sérb. tvöf. bílsk. Marmari á
gólfum. Arinn. Flísal. baðherb. Bílsk.
innr. sem íb. Laust strax. 6025.
I smiðum
ALFHOLT - HF. (b. á tveimur
hæðum 170 fm. Afh. strax tilb. u. innr.
Fráb. útsýni. Verð 8,9 millj. 5058.
LINDASMÁRI - KÓP. Raðh.
á einni hæð með innb. bílsk. Stærð
169,4 fm. Húsið er tilb. u. innr. og
fullfrág. að utan. Verð 10,8 millj. 6191.
BAKKASMÁRI - KÓP. Par-
hús með innb. bílsk. Hús fokh., frág.
að utan en ómálað. Til afh. strax.
Stærö íb. 144 fm, bílsk. með geymslu
36 fm samt. 180 fm. Verð 8,9 millj.
Góð kjör. 6028.
HEIÐARHJALLI. Ný 110 fm íb.
ásamt rúmg. bílsk. Afh. fokh. að innan
en tilb. að utan. Verð 7 millj. 4803.
Atvinnuhúsn.
SMIÐJUVEGUR - KÓP. lön
aðarhúsn. um 240 fm á 1. hæð. Góðar
innkdyr. Rúml. 6 m lofthæð. Milliloft.
Bjart og gott húsnæði. Verð 9,8 millj.
3683.
FUNAHÖFÐI. Stálgrindarhús m.
mikilli lofthæð ásamt tengibyggingu.
Stækkunarmögul. Stærð 650 fm.
Laust strax. Verð 12,6 millj. 5090.
SKEIFAN. 300 fm skrifsthúsnæði
á tveimur hæðum. Gott hús. Góð stað-
setn. Laust 1.8. nk. 4583.
SKÚLAGATA. 150 fm verslunar-
rými á jarðh. Verð 5,7 millj. 4972.
FAXAFEN. Skrifsthúsn. á tveimur
hæðum. Ýmsar stærðir. Hagst. verð.
Góð staðs. 4522.
SKIPHOLT (ÓPALHÚSIÐ).
Gott steinh. við Skipholt og framleiðsl-
húsn. Glæsil. íb. teiknuð í risi. Mögul.
að selja húsið í tvennu lagi. Heildar-
stærð 1.115 fm. 6001.
SÍÐUMÚLI. Skrifstofuhúsn. á
efstu hæð, stærð ca 370 fm. Gott
geymsluris fylgir. Til afh. að hluta til
strax. Hagst. skilm. Verð aðeins 13,5
millj. 4944.
SKEMMUVEGUR - KÓP.
iðnaðarhúsn. ca. 124 fm. Gott hús-
næði. Vel staðsett. Afh. fljótl. Hag-
stæðir skilmálar. Verð 4,5 millj. 6035.
DAN V.S. WIIUM, HDL., LÖGG. FASTSALI - SÖLVI SÖLVASON. HDL.
ÓLAFUR GUÐMUNDSSON, SÖLUSTJÓRI - BIRGIR GEORGSSON, SÖLUM.