Morgunblaðið - 18.07.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.07.1995, Blaðsíða 20
20 C ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNAMIÐLUN lrf=I i ii FASTEIGNAMIDLUN Sími 562 57 22 - Borgartúni 24 - Fax 562 57 25 Gísli E. Úlfarsson, sölustjóri \ Þórður Jónsson, sölumaður Erlendur Davíðsson, sölumaður Nína María Reynisdóttir, ritari Kristján V. Kristjánsson, lögg. fasteignasali Siguður Guðjónsson, framkv.stj. 2ja herbergja Öldugrandi. Rúmg. glæsil. 2ja herb. íb. á 2. hæð ásamt 25 fm bílsk. Áhv. 3,4 millj. Verð 7,2 millj. Arahólar. Rúmg. 2ja herb. íb. á 7. hæð í lyftuhúsi. Verð 4,6 millj. Efstihjalli - Kóp. Góð 2ja herb. íb. ásamt aukaherb. í kj. Parket á gólfum. Verð 5 millj. Kríuhólar. Mjög góð „stúdíó“-íb. á 4. hæð í lyftu- húsi. Yfirbyggðar svalir. Verð 4,4 millj. Austurströnd. Mjög góð 62,5 fm íb. á 5. hæð í lyftuhúsi með glæsil. útsýni yfir Flóann. Stutt í alla þjónustu. Áhv. 2 millj. Verð 6,2 millj. Granaskjól. Góð 75,3 fm íb. í kj. á þessum góða stað. Sér- inng. Fallegur suðurgarður. Þvherb. í íb. Ahv. 2,9 millj. Verð 5,1 millj. Þverholt. Mjög góð íb. á 2. hæð í nýuppgerðu húsi. Glæsil. nýtt eldhús og baðherb. Parket á gólfum. Stórar svalir. Áhv. 5,2 millj. Verð 6,9 millj. Lindargata. Lítið einb. ca 31 fm einstaklíb. Allt endurn. Verð 2,7 millj. 3ja herbergja Skógarás. ’ Mjög góð 3ja herb. íb. ca 95 fm á 1. hæð ásamt 26 fm bílsk. SérþvhúS' og -garður. Verð aðeins 7,3 millj. Grensásvegur. Mjög góð 3ja herb. íb. ca 72 fm á 4. hæð. Gott útsýni. Áhv. 3,7 millj. Verð 6,7 millj. Miðbraut. Glæsil. 3ja herb. ca 83 fm auk ca 24 fm bílsk. Sérþvhús. Góð stofa með par- keti. Suðursv. með útsýni. Verð 8,7 millj. Álfaheiði - Kóp. Mjög fai- legt klasahús, allt sér, með mjög góðum lánum 5 millj. til 40 ára. Nýtt parket á gólfum. Fallegt eldhús og bað. Hátt til lofts. Vesturgata. 3ja herb. íb. ca 81 fm á 1. hæð í járnkl. timbur- húsi. Verð 5,9 millj. Kaplaskjólsvegur. Góð 3ja herb. íb. á 2. hæð, tæpir 70 fm. Verð 6,5 millj. Lyngmóar - Gb. Góð 3ja herb. íb. á 2. hæð ásamt bílsk. Áhv. hagst. lán 4,3 millj. 7 Fellsmúli. Mjög góð 3ja herb. íb. á 1. hæð ca 90 fm. Til afh. strax. 4ra herbergja Hörðaland. Mjög góð íb. á 2. hæð ca 80 fm á þessum sívin- sæla stað. Góð stofa með suð- ursv. og flísal. baðherb. Verð 7,4 millj. Hraunbær. Góð ca 100 fm íb. á 2. hæð ásamt aukaherb. í kj. Ath. skipti á minni eign. Verð 7,3 millj. Rauðhamrar. Glæsil. ca 120 fm endaíb. á 1. hæð ásamt bílsk. Glæsil. eign. Áhv. 6 millj. Verð 10,7 millj. Garðhús. Glæsil. nýl. 4ra herb. íb., hæð og ris, ásamt bílsk. Áhv. 5,5 millj. Verð 10,7 millj. Eyjabakki. Góð 4ra herb. ca 90 fm íb. á 2. hæð. Sérþvhús í íb. Verð 7,3 millj. Austurströnd. Giæsil. ca 103 fm íb. á 2. hæð ásamt stæði í bílskýli. Þvhús á hæð- inni. Áhv. 1,7 millj. Verð 9,2 millj. Sérhæðir Langholtsvegur. stórgi. efri sérhæð ásamt bílsk. í nýl. húsi. Ath. skipti á stærri eign. Verð 11,8 millj. Staðasel. Glæsil. efri sér- hæð ca 184 fm ásamt 28 fm bílsk. Verðlaunagata. Verð 13,5 millj. Rauðalækur. Giæsii. sér- hæð á 2. hæð ca 120 fm. End- urn. baðherb. Hús viðgert að utan. Verð 9,4 millj. Hátún. Falleg sérhæð ca 85 fm auk 24 fm bílsk. Stórgl. end- urn. eldhús, baðherb. nýstand- sett. Parket á stofu. Áhv. 2,5 millj. Verð 8,9 millj. Hlíðarvegur - Kóp. Stórgl. efri sérhæð í tvíb. Hæð- in 146 fm, bílsk. 29 fm. Allt á hæðinni. Fallegt eldhús, búr og þvhús, glæsil. baðherb. Tvenn- ar svalir. Verð 12,9 millj. Grundarstígur. Þinghoitin, stórgl. „penthouse" á einum besta stað í bænum með fráb. útsýni. Sjón er sögu ríkari. Verð 13,5 millj. Einbýli, par-, raðhús Sæviðarsund. Fallegt rað- hús á einni hæð auk bílsk., alls um 185 fm. Stór garðskáli. Rúmg. stofa með parketi. Verð 14,3 millj. Smárarirni. Gott riýtt einb- hús á einni hæð ásamt tvöf. bílsk., alls 207 fm. Áhv. 5,6 millj. Verð 13,5 millj. Ásland - Mos. Gott 123 fm parhús ásamt 26 fm innb. bílsk. Áhv. ca 6,4 millj. Verð 10,9 millj. Dalatangi - Mos. Mjög gott raðhús ca 87 fm. Allt á einni hæð. Til afh. strax. Verð 8,4 millj. Þingás. Gott einbhús ca 171 fm auk 44 fm bílsk. Allt á einni hæð. Ekki fullb. Áhv. 6,9 millj. Verð 13,9 millj. Kambasel. Mjög gottraðhús á tveimur hæðum ásamt bílsk. 4 svefnherb. Ath. skipti á minni eign. Áhv. 4 millj. Verð 12,5 millj. Esjugrund - Kjal. Glæsil. einl. einbhús ásamt bílsk. Hús 130 fm, bílsk. 40 fm. Fráb. að- staða og stutt í alla þjónustu. Áhv. 6 millj. Verð 10,9 millj. Grettisgata. Lítið einb. á tveimur hæðum, Nýtt rafmagn, gluggar og gler. Hús klætt að utan með bárujárni. Parket á stofu. 2 svefnherb. Verð 6,2 millj. Lindargata. Lítið einb. ca 64 fm auk 6 fm geymslu. Húsið allt nýtekið í gegn, m.a. nýjar skolplagnir, rafmagn og þak. Stórsniðugt hús með suður- garði. Verð 5,9 millj. Atvinnuhúsnæði Bíldshöfði. Mjög gott skrifst.- og verslhúsn. á 1. og 2. hæð, til leigu eða sölu. Uppl. á skrifst. Vatnagarðar. Skrifsthúsn. á 2. hæð. Uppl. á skrifst. ERTU AÐ STÆKKA VIÐ ÞIG - HÚSBRÉF BRÚA BILIÐ If Félag Fasteignasala UPP úr aldamótum var gluggagerð svona. Mismunandi gluggagerðir Smiðjan Losa þarf um reglur í byggingarsamþykkt varðandi breytingar á gluggum, segir Bjami Olafssson, sem fjallar hér m. a. um gluggaviðgerðir. FYRR EN varir kemur að því að fúa verður vart í einhverjum glugga á húsum okkar og íbúðum. Það er auðvelt að komast að til þess að gera við glugga á húsum sem eru aðeins ein til tvær hæðir en þegar þau eru hærri vandast málið. Það verður strax meira fyrirtæki að kom- ast að gluggum til viðgerða þegar komið er upp á þriðju hæð og því verra sem ofar dregur eftir það. Mönnum hefur vaxið í augum sá vandi að hanna öðruvísi glugga og gluggajám. Við hér á landi a.m.k. höfum.verið ótrúlega fastir í gamla farinu að smíða glugga þannig gerða að þeir væru samskonar, hvort held- ur þeir eru á fyrstu hæð eða jafnvel uppi á tólftu hæð húss. Það er einn- ig svo að fjölmargar íbúðir eru þann- ig gerðar að ómögulegt er að þvo eða stijúka af rúðunum utanverðum. Raunin er því sú að margir íbúar landsins eiga þess engan kost að horfa út í gegnum hreinar rúður. Tískan Tískan er harður húsbóndi. Konur hafa löngum haft það orð á sér að þær eltu tískuna svo dyggilega, að stundum gæti kiæðnaður, sem þær klæðast til þess að fylgja tískunni, valdið þeim heilsutjóni, jafnvel kost- að þær lífið. En tískan ræður ríkjum á mörgum sviðum og enda þótt auð- velt sé að nefna dæmi úr fatatísk- unni um óhentugan klæðnað eru margar hliðar á tískunni og við í karlahópnum erum hreint ekki skárri. Lítum á húsagerð í Reykjavík. Það er auðvelt að skoða stílgerðir í bygg- ingarlist hér í borginni. Ég hygg að taka megi dæmi um húsagerð sem hefur þróast um 10 til 20 ára skeið. Segjum frá aldamótum til 1915-20. Hús byggð 1920-40 og 1935-50. Þessi tímabil skarast eðlilega um nokkur ár. Fram undir 1950 voru karlmenn næstum einráðir við teikn- un og hönnun húsa í Reykjavík. Eg segi næstum. Eftir 1950 fer að bera meira á að hús séu teiknuð með stærri gluggum og sérstaklega fer að bera á stórum heilum rúðum. Gönguferð um hverfi Það er sérstaklega vinsælt nú að fara með gönguhópa um „Kvosina" eða elsta miðbæinn, vöggu Reykja- víkur. Ég vil einnig benda á skoðun annarra hverfa t.d. með það í huga að geta sér þess til hvenær ýmis hverfi borgarinnar hafa verið byggð. Við getum spurt okkur sjálf: Hvenær fór tvöfalda einangrunargierið að flytjast til landsins? Hvaða hverfi voru þá í byggingu? Hvenær var hafín smíði „kardaglugga“ eða „hverfiglugga"? Þeir voru smíðaðir í Völundi og notuð voru innflutt járn. Glugga- karmarnir voru tvöfaldir og tvær rúður voru í þeim. Hver gluggi var flókinn og mikil smíði. Gluggar þess- ir voru nokkuð þungir en þeir hafa víða staðist tímans tönn allvel. Þeir eru ekki vel þéttir og hefur viljað safnast ryk og óhreinindi inn á milli gleijanna tveggja. Bót er þó að hægt er að opna innri rammann, þvo og mála karminn, einnig á milli gleija. Enda þótt ég segi að þeir séu ekki vel þéttir þá á ég við loftþéttleikann. Það að loft getur leikið um þá, inn á milli gleijanna, er eiginlega einn af kostum þeirra. Þeir hafa síður fúnað fyrir bragðið. Nýir gluggar Næstu ár kunna að verða ár nýrra gluggagerða. Þegar háar íbúða- blokkir þarfnast nýrra og endurnýj- aðra gluggakarma verða naumast settir í þær samskonar gluggar aft- ur. Ég ræddi við tvo stjómendur stórra gluggaframleiðslufyrirtækja, í Byko og hjá Húsasmiðjunni í verk- smiðjunni Þin. HVERFIGLUGGAR næst horninu. Á báðum þessum stöðum réðu menn eindregið frá því að setja mjög stóra opnanlega glugga í hús. Veð- urfar er svo Vindasamt hér á landi að það er talið óráðlegt að opna mjög stóra gluggaramma. Hinsvegar eru nú orðið til góð gluggajárn á glugga sem opna má þannig að hægt er að snúa úthlið glersins a.m.k. um 90 gráður svo að þvo má rúðuna innanfrá á ytri hliðinni. Gluggarammar af stærðum 40x40 og upp undir 100 sm að stærð geta verið viðráðanlegir. Ég held að losa þurfi um reglur í byggingarsamþykkt varðandi breyt- ingar á gluggum, þar sem bæta þarf í póstum til þess að hafa fleiri og minni rúður. Þá má setja hæfilega opnanlega ramma í gluggana um leið. Þetta er brýn nauðsyn í mörgum húsum, bæði til loftræstingar, til að hleypa inn fersku lofti í góðviðri og einnig til hreinlætis. GLUGGAR í verkamannabústöðum byggðum 1930-1935.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.