Morgunblaðið - 22.08.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.08.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 1995 B 3 ÍÞRÓTTIR KNATTSPYRNA Morgunblaðið/Kristinn RÚNAR Páll Sigmyndsson kemst hér framhjá Fylklsmannlnum Þórhalll Dan Jóhannssynl. Árbæ- ingar höfðu þó betur í helldlna og eru með jafnmörg stlg og Stjarnan. Barátfusigur Þrótfar Hann á afmæli í dag,“ sungu sigurglaðir Þróttarar fyrir Pál Einarsson fyrirliða eftir dísætan mOHBi sigur á KA á Akur- Stefán Þór eyri sl. sunnudags- Sæmundsson kvöld. Páll fagnaði skrifar frá 23. afmælisdegi sín- Akureyn um með þv; að skora tvö mörk og leika á als oddi en Þróttur vann 3:2 með marki á síð- ustu mínútu leiksins. KA-menn byrjuðu af krafti og strax eftir eina mínútu skoraði Höskuldur Þórhallsson með hörku- skalla eftir hornspyrnu frá hægri. Á 12. mín. átti Þorvaldur Makan gott skot rétt fram hjá en síðan komust gestirnir meira inn í leikinn og Gunnar Gunnarsson slapp einn í gegn á 23. mín. en Eggert Sig- mundsson varði frábærlega. Jöfn- unarmarkið lá þó í loftinu og það gerði Páll Einarsson á 31. mín. er hann braust i gegnum miðja vörn KA, lék til vinstri og skoraði með fastri spyrnu vinstri fótar upp í þaknetið. Staðan 1:1 í leikhléi. Strax á 6. mín. seinni hálfleiks komust KA-menn yfir. Hinn eld- fljóti Dean Martin tætti vörn Þrótt- ar í sig á hægri kantinum og sendi fyrir á Þorvald sem renndi boltan- um í netið, 2:1. Leikmenn Þróttar náðu aftur upp baráttu og pressa þeirra hlaut að enda með marki. Afmælisdrengurinn Páll skoraði þá af örstuttu færi eftir snögga fyrir- gjöf frá endalínu. Staðan 2:2 eftir 26 mínútur í seinni hálfleik og lið- in sóttu til skiptis. Þorvaldur var næstum búinn að skora aftur eftir sendingu frá Dean Martin á 37. mín. en skallaði fram hjá. Það var síðan í blálokin að Gunnar Gunn- arsson skoraði sigurmark Þróttar harla óvænt. Hann fékk boltann í vítateig KA, sneri baki í markið og var með varnarmann í sér en tókst engu að síður að pota knettin- um í hornið. Það var baráttan sem skóp sigur Þróttar í þessum leik, auk þess sem vörn KA var óvenju lítið traustvekj- andi. Páll og Gunnar voru mjög frískir hjá Þrótti og Dean Martin hjá KA. Nokkur harka var í leiknum og Bragi Bergmann dómari ám- innti sex leikmenn með gulu spjaldi og fleiri með tiltali. HK sótfti óvænt stig í greipar Skallagríms Það vantaði töluvert upp á leik- gleðina hjá okkur, sérstaklega í fyrri hálfleiknum", sagði Sigurður Halldórsson þjálfari Skallagríms eftir 1:1 jafntefli gegn HK í Borgarnesi á sunnudaginn. „Úr- slitin eru að mínu mati sanngjörn, þeir leiða sanngjarnt í hálfleik eftir afspyrnu slakan fyrri hálfleik hjá okkur en við áttum síðan meira í Theodór Þórðarson skrifar frá Borgarnesi seinni hálfleiknum og náðum að jafna. Við þurfum að sigra í næsta leik til þess að tryggja okkur frá falli og erum ákveðnir í því.“ HK menn voru mun sprækari strax frá upphafi þessa leiks og sóttu stíft en heimamenn virkuðu þungir og áhugalausir. Eftir horn- spyrnu á 34. mínútu skoraði Reynir Björnsson mark fyrir HK með fal- legum skalla og staðan 0:1. Eftir að hafa fengið á sig mark lifnaði heldur yfir heimamönnum og þeir sóttu í sig veðrið þegar á leið. Eftir leikhlé drógu leikmenn HK heldur úr sóknarleiknum og virtust Þór heldur sínu Þórsarar frá Akureyri unnu mikilvægan sigur á ÍR-ingum í Breiðholt- inu á sunnudaginn og náðu að halda sér í þriðja sæti deildarinnar með 1:2 sigri. Akureyringar byijuðu með látum því Árni Þór Árnason skoraði á fyrstu mínútu og Hreinn Hringsson bætti um betur á 14. mín- útu með góðum skallabolta. ÍR-ingar reyndu að klóra í bakkann og minnk- uðu muninn eftir hlé þegar Guðjón Þorvarðarson skoraði en úrslitin voru ráðin. Bæði lið geta leikið betur en náðu engan veginn að sýna það á sunnudaginn. ætla að halda fengnum hlut. Leikur heimamanna varð þá markvissari og sóknirnar þyngri. Það var síðan á 84. mínútu að Sigurður Sigur- steinsson skoraði fyrir Skallagrím úr vítaspyrnu eftir að Hilmar Þór Hákonarson hafði komist í gott færi en verið felldur í teignum. Hörð barátta var síðan á báða bóga síðustu mínúturnar og komst Hilm- ar Þór næst því að skora fyrir heimamenn er hann átti hörkuskot sem fór hárfínt framhjá. Hleypti Hilmar Þór miklu lífi í leik heima- manna þær 20 mínútur sem hann var inn á vellinum. „Við vorum fimm mínútur frá þremur stigum og ég er sannfærð- ur um að þetta var ekkert víti, en þegar á heildina er litið þá eru þetla sanngjörn úrslit", sagði Omar Jóhannsson þjálfari HK. „Það hafði sitt að segja að við erum með þrjá menn í banni en auðvitað er maður aldrei ánægður með eitt stig. Við erum í slæmum málum en ætlum okkur að vinna okkur út úr þeim.“ Lánið lék við Fylkismenn Garðbæingarvöknuðu of steinttil lífsins FYLKIR skaust í gærkvöldi upp að hlið Stjörnunnar í 2. deild- inni en Árbæingar sigruðu Garðbæinga 2:3 í Garðabæn- um í fremur slökum leik. Leikmenn sýndu fátt sem gladdi augað í fyrri hálfleiknum og fyrsta skotið að marki kom ekki fyrr en eftir 26 mín- útna leik. Fylkis- menn voru mun skárri en færin létu svo sannarlega á sér standa. Það kom þó eitt mark fyrir hlé og þar var Kristinn Tókas- son á ferðinni. Fylkir fékk horn vinstra megin og það virtist engin hætta á ferðum, boltinn kom nærri markinu og Bjarni Sigurðsson, markvörður Stjörnunnar, er þekkt- ur fyrir að eiga slíka bolta. En ekki í gær. Hann misreiknaði send- inguna, missti boltann yfir sig og Kristinn skallaði í þverslánna og inn. Síðari hálfleikur var mun skemmtilegri. Ingvar Ólason komst upp að endamörkum hægra megin á 51. mínútu, lék á varnar- mann en annar Stjörnumaður ætl- aði að spyrna frá, sparkaði knettin- um í Ingvar þannig að úr varö hörkusending á Aðalstein Víg- lundsson sem skoraði. Aðeins fimm mínútum síðar bætti Kristinn Tóm- asson við öðru marki sínu eftir misskilning varnarmanns og mark7 varðar Stjörnunnar. Fylkir kominri með vænlega stöðu og virtust hafá leikinn í höndum sér. En nú loks vöknuðu Stjörnu7 menn til lífsins eftir að hafa verið ótrúlega daufír enda vantaði Bald- ur Bjarnson sem var í leikbanni en hann hefur verið mikil driffjöð- ur hjá liðinu. Valdimar Kristófers- son minnkaði muninn með góðu skoti utan teigs á 77. mínútu og aðeins þremur mínútum síðar bætti Ingólfur Ingólfsson öðru marki við en í millitíðinni höfðu Stjörnumenn átt tvö mjög góð marktækifæri. Fleiri urðu mörkin ekki en Stjarnan var ópeppin að tapa þremur stig- um, leikmenn fengu færin á þeim tuttugu mínútum sem þeir voru almennilega vakandi og önduðu stuðningsmenn Fylkis léttar er flautað var til leiksloka. Skúli Unnar Sveinsson skrifar Víkingurvann Víði Eftir glæsilegt mark Siguijóns Kristjánssonar fyrir Víkinga strax í upphafi leiks áttu Víðis- menn á brattann að sækja í leik liðanna í Víkinni á sunnudaginn. Víkingum gekk þó illa að hrista Suðurnesjamennina af sér, en er leið að lokum leiksins var allur máttur úr Víði og Víkingar gengu á lagið. 3:0 sigur Víkings voru eftir at- vikum sanngjörn úrslit og Víðis- menn verða að herða sig ef þeir ætla ekki að lenda í fallbaráttu. Tveir leikmenn Víðis voru í banni í leiknum og mátti liðið ekki við að fækkaði í leikmannahópnum. Besti maður Víðis var Daníel Ein- arsson og stöðvaði hann upp á eig- in spýtur margar sóknir Víkinga. Víkingsliðið lék þennan leik vel og mjakaði sér frá neðsta sætinu. Liðið er þó eftir sem áður í mikilli fallhættu. Bestu menn liðsins að þessu sinni voru Þrándur Sigurðs- son og Arnar Arnarson, sem gert hefur 5 mörk í síðustu 4 leikjum. Pétur þjálfari Pétursson setti þijá unga leikmenn inn á í seinni hálf- leik, þá Guðmund Árnason, Hauk Björnsson og Amar Hrafn Jó- hannsson. Þeir stóðu sig hver öðr- um betur og settu kraft og frísk- leika í Víkingsliðið. HNEFALEIKAR 89 sekúndur dugðu! MIKE Tyson fyrrum heimsmeistari í þungavigt í hnefaleikum mætti í hringinn um helgina eftir fjögurra ára hlé. Þar mætti honum Peter MeNee- ley og hafði hann lítið í Tyson að' gera. Bardaginn var stöðvaður eftir 89 sekúndur en þá hafði Tyson slegið McNeeley í tvígang í gólfið. Þess má geta að uppselt var á viðureign kappana og liver og einn sem fékk sæti í salnum þurfti að greiða tæpar 100.000 krónur, dýrar sekúndur það. Fyrir þá sem létu sér nægja að fylgjast með viðureigninni í kapalsjón- vaipi kostuðu þessar 89 sekúndur 3.200 krónur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.