Morgunblaðið - 22.08.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.08.1995, Blaðsíða 6
6 B ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 1995 KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 1995 B 7 KNATTSPYRNA Valsmenn sýndu á sér nýja hlið Eyjamenn á græna grein EF markja má leik Valsmann gegn FH á Hlíðarendavelli á laugardaginn þá hafa greini- leg umskipti átt sér stað á lið- inu eftir að þjálfaraskiptin áttu sér stað hjá þeim fyrir skemmstu. Valsmenn sem voru fyrir leikinn á botni deild- arinnar ásamt FH léku oft á tíðum við hvern sinn fingur í viðureigninni og verðskuld- uðu 3:0 sigur að leikslokum sem var síst og lítill miðað við gang leiksins. Leikmenn FH voru hins vegar daufir og bar- áttulausir allan tímann og virt- ist oft á tíðum eins og þeir gerðu sér ekki grein fyrir því hversu mikið væri í húfi að ná stigi eða stigum úr leikn- um. Valsmenn gerðu sér aftur á móti fyllilega grein fyrir hvað var í húfi og hófu leikinn af miklum krafti og sóttu stíft. Mikil barátta ■■^■■1 var í liðinu auk þess [vgr sem það sýndi á sér Benediktsson hlið sem iítið hefur skrifar sést í sumar og það var að leika léttan og lipran fót- bolta. Eftir nokkrar harðar sóknir að marki FH opnuðu Hlíðarendap- ilatarnir markareikning sinn á 12. mínútu, en létu ekki þar við sitja heidur héldu áfram að sækja þrátt fyrir að ekki tækist að bæta fleiri mörkum við í fyrri hluta leiksins. Leikmenn FH réðu ekkert við Valsmenn og áttu í mesta basli að byggja upp leik sinn og aðeins langskot Harðar Magnússonar af 25 m færi gat talist ógnun við Valsmarkið í fyrri hálfleik. Valsmenn tóku síðan leikinn í sínar hendur strax í bytjun síðari hálfleiks og skoruðu strax á fyrstu mínútu. Ekki varð það til að hressa upp á gestina á Hlíðarenda að þessu sinni. Valsmenn réðu oft á tíðum lögum og lofum á vellinum með baráttu og skipulögðum leik. Leikmönnum FH virtist falla allur ketill í eld og þeir smátt og smátt lögðu niður rófuna. Það reyndist því Valsmönnum auðvelt að skapa sér nokkur góð marktækifæri til viðbótar og úr einu þeira gull- tryggðu þeir sigurinn á 84. mínútu. „Já, það var allt annað að sjá til strákanna í þessum leik. í liðinu var mikil lífsgleði og sigurvilji sem gaman var að sjá. Okkur vantaði nauðsynlega stigin því hvert stig nú er gulls ígildi. Nú small þetta saman hjá okkur og vonandi verð- ur framhald á,“ sagði Kristinn Björnsson, þjálfari Vals glaðbeittur að leikslokum. Fall FH—inga er mikið nú í sumar eftir að hafa verið í öðru sæti deildarinnar tvö sl. ár. Nú virðist algjört andleysi ríkja í hópnum inn á vellinum og eins og liðið lék á Hlíðarenda verða leikmenn að fara gera eitthvað róttækt í sínum málum eigi að koma í veg fyrir fall. Þrátt fyrir að Valsliðið hafi leik- ið vel að þessu sinni meiga menn ekki láta það blinda sig í framhald- inu. Liðið er enn á hætttusvæði þrátt fyrir sigurinn, ekkert er enn í hendi. 1aAÁ 13. mín. tók HÖrð- ■ %#ur Már Magnússon hornspymu frá vinstri og sendi inn í markteig hægra meginn þar sem Jón Grétar Jónsson kom og skallaði að marki, Stefan Toth bjargaði á marklínu, en Kristinn Lárusson kom fyrstur að frákastinu og spymti í mark- ið af stuttu færi. ■ ^%Aðeins var liðin hálf ■ VFmínúta af síðari háif- ieik þegar Hörður Már Magnús- son tók boltann við miðjuna iék upp að vítateig FH vinstra meg- in sendi stutt á Stuart Beards sem sendi rakieitt í þríhyrning á Hörð Má aftur rétt innan við vítateigshomið. Hörður Már tvínónaði ekki heidur skaut föstU' skoti f fjærhornið. 3m ^^Kristinn Lámsson ■ %Jstakk sér inn fyrir vöm FH á 84. mín vinstra meg- in og framlengdi boltann áHörð Má og hann afgreiddi knöttinn á fyrsta framhjá Stefáni Arnar- syni og í markið. EYJAMEMN tilltu sér á græna grein 1. deildar með harðsótt- um sigri á baráttuglöðum Kefl- víkingum í Eyjum, 3:2. Leikurinn einkenndist af mikilli baráttu, hörðum en drengilegum leik og miklum vindgangi verðurguð- anna. Þeir fáu áhorfendur sem lögðu leið sína á Hásteinsvöll fengu mikið fyrir sinn snúð, fimm mörk og merkilega góðan leik þrátt fyrir slæmar aðstæð- ur. ■C eflvíkingar léku undan vindin- um í fyrri hálfleik, en engu að síður voru það Eyjamenn sem sóttu fast fyrstu mín. Hermann Kr. °S uppislráru mark Jónsson strax á fjórðu mín. skrifar Þetta sló þó Keflvík- inga ekki útaf laginu og áður en fimmtán mín. voru komn- ar uppá vallarklukkuna höfðu þeir komist yfir, 1:2. Keflvíkingar voru síðan mun aðgangsharðari i fyrri hálfleiknum, en Eyjamenn skutu inn skyndisóknum á milli. Kjartan Ein- arsson og Ragnar Steinarsson fengu upplögð færi til að skora, en brást bogalistin, skutu framhjá. Marco Tanasic skaut yfir úr hættulegu færi eftir að brotið hafði verið á Ola Þór Mágnússyni. Tryggvi Guð- mundsson átti hættulegasta færi Eyjamanna, Ólafur Gottskálksson varði gott skot hans. Eyjamenn komu baráttuglaðir til seinni hálfleiks og sýndu strax víg- tennurnar. Eftir stanslausa sókn frá upphafsflauti dómarans hlaut eitt- hvað að láta undan í vörn Keflvík- inga. Ólafur Gottskálksson varði frá- bærlega frá Leifi Geir Hafsteins- syni, úr dauðafæri, og skömmu síðar iúmska hornspyrnu Tryggva Guð- mundssonar. Á 48. mín. kom Ólafur engum vörnum við þegar Martin Eyjólfsson jafnaði. Eftir markið sóttu Eyjamenn ákaft, en Ólafur varði allt sem á markið kom. Tví- vegis var Tryggvi Guðmundsson hársbreydd frá því að skora, en í bæði skiptin sá Ólafur við honum. Þá varði Ólafur þrumuskot frá Frið- riki Sæbjörnssyni af löngu færi. Um miðjan hálfleikinn fór mestur broddurinn úr sóknarkrafti Eyja- manna og Keflvíkingar tóku til við að ógna marki þeirra með skipu- lögðum skyndisóknum. Allt stefndi í jafntefli þegar Bjarnóifi Lárussyni var skipt inná og hann hafði ekki verið lengi inná vellinum þegar hann skoraði sigurmark IBV með ólýsanlegu þrumuskoti af löngu færi — annað eins mark hefur varla sést á Hásteinsvelli, 3:2. Eyjamenn náðu að innbyrða öll þrjú stigin með sínum þriðja sigur- leik í röð og verma nú öllu þægi- legra sæti en þeir hafa mátt venj- ast á undanförnum árum. Eins og fyrr einkehndist leikur þeirra af öflugri baráttu og miklum sigur- vilja. Keflvíkingar misstu Eyja- menn upp að hlið sér á stigatöfl- unni með þessum ósigri. Leikur þeirra var nokkuð kaflaskiptur, þeir náðu ekki að fyigja eftir ágæt- um leik sínum í fyrri háifleik. 1l^\Eftir þunga sókn ÍBV björguðu Keflvíkingar í horn á 4. ■ ^Jmín. Steingrímur Jóhannesson sendi knöttinn fyrir markið — beint fyrir fætur Hermanns Hreiðarssonar, sem skoraði auðveld- lega óáreittur af varnarmönnum Keflvíkinga. 1a 4 Keflvíkingar fengu aukaspyrnu á 9. mín. út við hiiðarjínu, ■ I rétt innan miðlínu. Sendingin kom hátt inn að marki ÍBV, þar sem Ární Vilhjálmsson náði að sneyða knöttinn laglega framhjá Friðriki Friðrikssyni. 1B^%Marco Tanasic gerði mikinn usla í vöm Eyjamanna á 15. ■ ■■mín., sendi knöttinn á Ragnar Margeirsson, sem rétt utan vítateig skaut þrumuskoti í þverslánna, knötturinn hrökk niður og small síðan uppi í þaknetið. Glæsimark Ragnars! 2«^Eyjamenn byijuðu síðari hálfleikinn með látum og stór- ■ JEasókn. Martein Eyjólfsson jafnaði á 48. mín. með góðu skoti, eftir frábæran undirbúning Inga Sigurðssonar. 3a Bjarnólfur Lárusson, nýkominn inná sem varamaður, var méSmmeð knöttinn á miðjum vallarhelmingi Keflvíkinga, smell- hitti knöttinn sem hafnaði út við stöng án þess að Ólafur Gottskálks- son ætti minnstu möguleika að veija. Sjaldséð slík glæsimörk! Skagamenn hentufrá sér sigri VALSSTÚLKUR sigruðu KR með einu marki gegn engu í heldur daufum bikarúrslitaleik á Laugar- dalsvelli á sunnudaginn. Þetta var sjöundi bikarmeistaratitill Vals- stúlkna og hefur ekkert lið sigrað jafn oft í bikarkeppni kvenna. KR stúikur léku til úrslita annað árið í röð og þurftu aftur að játa sig sigraðar. Hávaðarok setti óneitanlega svip sinn á leikinn. KR-stúlkur léku með vindinn í bakið í fyrri hálfleik og voru mun meira með boltann. Þær náðu þó ekki að nýta sér vindinn sem skyldi, áttu nokkur væn- leg skot að marki sem öll fóru framhjá. Vals- stúlkur fengu eitt færi í fyrri hálfleik, Stefán Eiríksson skrifar er Kristbjörg Ingadóttir skaut í hliðar- netið á 35. mínútu. Flestir bjuggust við því að róðurinn yrði KR-stúlkum þungur í síðari hálf- leik, þegar vindurinn yrði í bak Vals- stúlkna. Sú varð ekki raunin. Valsstúlk- um gekk jafnvel enn verr en KR-stúlkum í fyrri hálfleik að nýta sér vindinn þó þær næðu tveimur vænlegum skotum að marki. Á 82. mínútu kom síðan sigur- markið eftir hornspyrnu, og voru KR- stúlkur ósáttar við það, töldu að brotið hefði verið á Sigríði markverði með þeim afleiðingum að hún missti knöttinn. Nokkuð líf færðist í KR stúlkur en þeim tókst ekki frekar en áður að skapa sér vænleg færi og urðu því að lokum að sætta sig við ósigur. Leikurinn var fremur rislítill og lítið fyrir augað lengst af. Bæði lið sýndu þó góða baráttu og einkum var varnarleikur- inn öruggur. Guðrún Sæmundsdótt- ir átti mjög góðan leik og kórónaði frammistöðu sína með því að skora sigurmarkið. Þá lék íris Eysteins- dóttir vel á miðjunni og Birna Bjömsdóttir var yfirveguð í mark- inu. Hjá KR átti Inga Dóra Magnús- dóttir góða spretti, en hún meiddist í síðari hálfleik og veikti það KR-lið- ið nokkuð. Guðlaug Jónsdóttir lék ágætlega og Ásdís Þorgilsdóttir stjómaði vöminni röggsamlega. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson UM það er deilt hvort brotið hafi verið á Sigríði F. Pálsdóttur, markverði KR, áður en Guðrún Sæmundsdóttir skoraði sigurmark Vals. Myndirnar sýna aðdragandann að sigurmarkinu, sem Guðrún skoraði. Valsstúlkur bikarmeistarar FOLK Sigurviljinn til staðar „ÉG er ákaflega ánægð með þetta. Leikurinn var nokkuð jafn en við höfðum það. Stelpumar sýndu mikla baráttu og kláruðu leikinn með sóma. Þetta var mjög erfiður leikur, en I svona leikjum er það fyrst og fremst dagsformið sem ræður sem og sigurviljinn, og hann var til staðar,“ sagði Ragnheiður Víkingsdótt- ir þjálfari Vals. „Það var allt mjög skemmtilegt við þennan leik,“ sagði Guðrún Sæmundsdótt- ir fyrirliði Vals, en hún skoraði sigurmarkið í leiknum. „En ég er alveg búin. Ég hef ekki oft spilað svona erfiðan leik.“ Aðspurð sagði Guðrún að í svona leik væri þetta auðvitað spurning um heppni og hún hefði verið með þeim. Um mark- ið sagðist Guðrún ekki geta sagt til um það hvort brotið hefði verið á mark- verði KR. „Ég veit það ekki, ég potaði bara í boltann og hann fór inn, en get ekki sagt hvort eitthvað óieyfilegt hafi gerst á undan því.“ Guðrún sagði að Valsstúlkur ætluðu að einbeita sér að deildarkeppninni næst, en þær eru nú á toppnum ásamt Breiðabliki. „Við ætlum samt að njóta þess í kvöld og nótt að vera bikarmeistarar og hugsa um eitthvað allt annað á rnorgun," sagði Guðrún eftir leikinn. Valsstúlkur fengu hornspymu á 82. mínútu. íris Eysteinsdóttir spyrnti knettinum beint inn í markteig KR og Sigríður F. Pálsdóttir virtist handsama knöttinn. Guðrún Sæmundsdótt- ir og Ólöf Helgadóttir sóttu fast að Sigríði og Sigríður missti knöttinn frá sér. Guðrún Sæ- mundsdóttir var fljótust að átta sig og potaði honum í netið. ■ RAGNHEIÐUR Víkingsdóttir þjálfari Vals fékk ekki vanalega flugferð sem þjálfarar fá eftir að lið þeirra hefur tryggt sér titil. Ástæðan var einföld, Ragnheiður er komin rúmlega átta mánuði á leið. ■ KRISTBJÖRG H. Ingadóttir leikmaður Vals hljóp inn í búnings- klefa áður en verðlaunaafhendingin fór fram eftir leikinn, og kom út aftur með pakka sem hún færði Sigríði F. Pálsdóttur markverði KR. Aðspurð sagði Kristbjörg að í pakkanum hefði verið vasaklútur og var honum pakkað inn í silfurlit- aðan pappír af augljósum ástæðum. Aðspurð hvort það hefði ekki verið áhætta að pakka gjöfinni svona inn fyrir leikinn sagði hún sposk að menn yrðu að taka áhættu í knatt- spyrnunni. ■ OLGA Færseth og Guðlaug Jónsdóttir leikmenn KR eru á leið til Bandaríkjanna í nám og var bikarúrslitaleikurinn líklega síðasti leikur þeirra með KR í sumar. Þó er möguleiki á því að þær leiki með liðinu gegn IA áður en þær halda af landi brott. DRAUMUR Skagamanna að Ijúka íslandsmótinu með fullu hús stiga varð að engu þegar liðið nánast henti frá sér sigrinum gegn barátuglöðu liði Leifturs á Akranesi á laugardaginn. Þegar aðeins sex mínútur voru til leiksloka virtist ekkert geta komið f veg fyrir sigur heimamanna. Þeir höfðu tveggja marka forystu, en agaleysi á lokakaflanum varð þess vaidandi að Leiftursmenn jöfnuðu leikinn og kræktu í annað stigið. Sigþór Eiríksson skrifar frá Akranesi Eg kom hingað til að ná í stig, en ég verð að viðurkenna að við ætluðum frekar að ná í varnar- stig, en stigið kom á óvæntari hátt en ég átti von á. Strák- arnir sýndu mikinn baráttuvilja og náðu að jafna í lok- in úr því er virtist vonlausri stöðu,“ sagði Óskar Ingimundarson, þjálf- ari Leifturs kampakátur að leiks- lokum. Leikurinn fór fremur rólega af stað, en Skagamenn voru meira með knöttinn- en tókst ekki að skapa sér nein afgerandi mark- tækifæri í hálfleiknum utan þess þegar Bjarki Gunnlaugsson slapp inn í vítateig Leiftursmann og átti skot naumlega framhjá fjærstöng. En það voru gestirnir sem fengu besta marktækifæri hálfleiksins. Eftir um hálftíma leik léku þeir Sverrir Sverrisson og Gunnar Oddsson skemmtilega _ í gegnum vörn Skagamanna, en Árni Gautur Arason, markvörður ÍA varði meistaralega. Fjórum mínútum fyr- ir leiksloka átti Páll Guðmundsson þrumuskot sem Árni Gautur gerði vél í að slá yfír. Logi Ólafsson, þjálfari ÍA hefur líklega talað hressilega yfir hausa- mótunum á sínum mönnum í leik- hléi því þeir komu tvíelfdir til leiks í síðari hálfleik og Arnar Gunn- laugsson gaf tóninn þegar hann átti þrumuskot í þverslána á fyrstu mínútu hálfleiksins. Tveimur mín- útum síðar varði Þorvaldur Jóns- son mjög vel eftir að Bjarki Gunn- laugsson hafði prjónað sig laglega í gegnum vörn Leifturs. Leiftursmenn komu aftur inn í leikinn eftir þessa orrahríð og voru hársbreidd frá því að jafna þegar Sigursteinn Gíslason, varði skot á marklínu. Sigur heimamenna virtist vera í höfn þegar Arnar Gunnlaugs- son skoraði annað mark þeirra. En það var öðru nær því Leiftursmenn voru alls ekki á sama máli. Mínútu eftir fyrra mark Leifturs gátu Skagamenn gulltryggt sigurinn þeg- ar Bjarki Gunnlaugsson komst einn inn fyrir vöm gegstanna en hann skaut framhjá úr upplögðu færi. „Ég ætla ekki að velta mér upp úr því hvort dómurinn í lokinn var réttur eða rangur, en lið eins og Akranes á ekki að missa niður tveggja marka forystu þegar svo stutt er til leiksloka og því er ég afar ósáttur með hvernig þetta fór hjá okkur. Við lékum vel í síðari hálfleik og fengum nóg af mark- tækifærum til að klára leikinn, meðal annars þrjú skot i stöng. Við getum sjálfum okkum um kennt hvernig fór,“ sagði Logi Ól- afsson, þjálfari Skagamanna. Það er engum blöðum um það að fletta að Leiftursmenn eru með eitt skemmtilegasta liðið sem sótt hefur Skagann heim í sumar. Liðið er léttleikandi og reynir umfram allt að láta knöttinn vinna fyrir lið- ið og það er greinilega engin tilvilj- un að þeir eru í þriðja sæti deildar- innar. Leiki þeir eins og þeir gerðu að þessu sinni í framhaldinu þá er annað sætið í deildinni ekki svo fjar- lægur draumur. 1B^\Haraldur Ingólfsson vann knöttinn af varnarmanni Leifturs ■ Vá 51. mín. og sendi fyrir markið, Júlíus Tryggvason skall- aði frá, en boltinn féll fyrir fætur Ólafs Þórðarsonar sem iék með knöttinn í átt að vítateignum og skaut síðan efst upp í þaknetið. 2I#%Á 80. mínútu fengu Skagamenn aukaspyrnu hægra megin ■ ^#við vítateigshomið og Amar Gunnlaugsson gerði sér iítið fyrir og skoraði með snúningsskoti á nærstöng. 2m 4 Páll Guðmundsson geystist með knöttinn inn í teig Skaga- ■ I manna og er hann var kominn upp að endamörkum kom Zoran Milkjovic og felldi Pál. Dæmd var vítaspyrna. Úr spymu skor- aði Pétur Björn Jónsson af öryggi. ^■^Á 90. min kom löng og há sending f áttina að vftateig mm ■ áE»Skagamanna, Gunnar Már Masson fylgdi hemii vel á eftir og Þórður markvörður var kominn f skógarferð, Gunnar náði að vippa yfir hann en ólafur Adolfsson skallaði frá. Þá var Þórður kominn aftur til baka og grípur knöttin þegar hann fellur inn f teiginn. Ólafur Ragnarsson dómari taldi Þórð hafa verið utan teigs þegar hann greip knöttinn og dæmdi því aukaspyrnu á vítateigslínunni. Úr spyrnunni skoraði Gunnar Oddsson. „Markið var vafasamt" Eg er auðvitað mjög fúll yfir þvf að við skyldum ekki klára leikinn. Þetta var jafn leikur og aðeins spurning hvort liðið yrði á undan að skora,“ sagði Einar Sveinn Árnason þjálfari KR eftir úrslitaleikinn. „Markið var að mínu mati vafasamt, markvörðurinn var með boltann og það var ruðst á hana. En auðvitað er þetta spurn- ing um heppni eins og það lið sem sigrar er það sem hefur heppnina með sér.“ Aðspurður sagðist Einar vera sáttur við sumarið þrátt fyrir ósigurinn. „Við erum í úrslitum í bikarkeppninni og nú í þriðja sæti i deildinni og stefnum að því að halda því. Þetta er auðvitað fúlt í dag en það kemur dagur eftir þennan. Það eru margar ungar og efnilegar stúlkur að koma upp hjá KR og ég er því bjartsýnn.“ lUeistann vantaði „Það vantaði eitthvað upp á hjá liðinu, neistinn sem verið hefur í síðustu bikarleikjum var ekki til staðar,“ sagði Helena Ólafsdóttir fyrirliði KR eftir leikinn. „Það var líka lykt af markinu finnst mér. Það hefur yfirleitt verið dæmt á svona brot í kvennaboltanum í sumar.“ Helena sagði að þær hefðu fengið færi í leiknum sem þær náðu ekki að nýta, en varla neitt sem kalla megi dauðafæri. „Við höfðum vindinn í bakið í fyrri hálf- leik og hefðum átt að notfæra okkur það betur. Það lægði síðan í síðari hálfleik og þá virtist hann ekki skipta eins miklu máli. Síðan veikti það okkur er Inga Dóra [Magnúsdóttir] fór meidd út af,“ sagði Helena.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.