Morgunblaðið - 22.08.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.08.1995, Blaðsíða 1
 BLAÐ ALLRA LANDSMANNA JNtotymMábib 1995 ÞRIÐJUDAGUR 22. AGUST BLAÐ B REYKJAVIKURMARAÞON Rúnar frábær gegn Djurgarden RÚNAR Kristinsson fékk mikið hrós hjá sjón- varpsþulum í sænska sjónvarpinu í gærkvöldi þegar lið hans, Örgryte, vann Djurgarden 3:1 á útivelli í 16. umferð í sænsku deildinni. Rúnar gerði annað mark Örgryte í stöðunni 1:1 með glæsilegu skoti frá vítateigshorni í ofanvert fjær- hornið. Hann var sagður maður vallarins og dáðist fréttamaðurinn mjög að knatttækni Rún- ars og hugmyndaauðgi i leik hans. Með sigrinum Iyfti Orgryte sér af mesta hættusvæðinu og er í 8. til 11. sæti deildarinnar. Annar leikur var í gærkvöldi, Frölunda og AIK skildu jöfn 1:1. Enskir fara ekki til Króatíu VINÁTTULANDSLEIK Englands og Króatíu, sem fara átti fram í næsta mánuði, hefur verið frestað vegna átakanna í fyrrum Júgðslaviu. Enska knattspyrnusambandið hefur verið í stöð- ugu sambandi við evrópska knattspyrnusam- bandið og utanrikisráðuneytið en ákvað eftir " vandlega íhugun að frestaleiknum. „Tímasetn- ing leiksins var ekki við hæfi," sagði Gordon Taylor, franikvæmda s< jóri enska knattspyrnu- sambandsins. Maradona ætlar að vera með DIEGO Maradona ætlar að spila sinn fyrsta knattspyrnuleik eftir 15 niánaða bann vegna ólöglegrar lyfjanotkunar á HM í Bandaríkjunum, með argentínska liðinu Boca Juniors gegn Suður- kóreanska landsliðinu í knattspyrnu. Bannið rennur út 29. september. Erfidasta hlaup mitt Taktfastur hlaupari Morgunbluðið/Gunnlaugur Rógnvaldsson SIGURVEGARINN í maraþonhlaupl karla, Bretinn Hugh Jones hleypur hér framhjá gamalli eim- reið á hafnarsvæði Reykjavíkur. Hann kvað mikilvægt að halda ákveðnum takti í maraþoni, taka á Jafnt og þétt, svipað og eimreið sem kominn er á fulla ferð. Honum munaði ekki um að brosa þó hann hlypl þarna erfiðasta kaflann í seinni hring maraþonsins. Þetta er erfiðasta hlaup sem ég hef hlaupið á ævinni. Það var ekki hægt að útfæra hlaupið á neinn hátt, stundum var yindurinn í fangið, stundum bakið. Ég varð bara að hlaupa og reyna að halda takti, þrátt fyrir rok og vosbúð", sagði Bretinn Hugh Jones í samtali við Morgunblað- ið. Hann vann maraþonhlaup kaiia með sjö mínútna mun, en landi hans Ian Bloomfield varð annar og Svíinn Lars Röhne þriðji. Jones hafði áður unnið hálfmaraþon hérlendis í tví- gang. „Það var gífurlega erfitt að hlaupa merðfram höfninni, þar stóð vindurinn úr öllum áttum. Vinduiinn jókst tals- vert í seinni hringnum og það var enginn möguleiki á bæta metið í þessu hlaupi. Ég ákvað að keppa í maraþon- inu frekar en hálfmaraþoninu, þar sem aidurinn færist yfír. Sprengikrafturinn er ekki sá sami", sagði Jones, sem verður fertugur á þessu ári „Ég hef hlaupið heilt maraþon víða, meðal annars í Nepal, Vietnam, Ttinidad og Los Angeles. Síðan hleyp ég alltaf í keppninni í London, sem er sú stærsta ásamt keppninni í New York. Um 25.000 manns mæta í hvora keppni, en á veturna starfa ég fyrir mótshald- aranna í London". Jones á ágætan tíma í maraþoninu, 2.09,24 klukku- stundir, sem lengi vel var ekki nema rúmri mmútu frá heimsmeti Polo de Castella, sem sett var 1981. En í dag á Belanyed Dinsano heimsmetið, sem er 2.06,50. Tími Jones í rokhlaupinu hérlendis, 2.29,26 er langur vegur frá því meti. „Fyrstu tólf km reyndi ég að halda mig fyrir aftan fremstu hlauparanna, til að fá skjól fyrir vindinum, en skaust síðan frammúr. Ég reyndi að láta ekki veðrið trufla mig. Heihnn var náttúrulega á fullu, en ég reyndi að láta ekki óþarfa hugsanir ná tök- um á mér. Rýndi í umhverfið og reyndi að halda jöfnum hraða. Það tókst. Mér finnst mjög gaman að keppa herlendis og kem örugglega aftur. Svo þarf ég líka að koma hing- að sem ferðamaður og skoða landið, án hlaupaskóna". ENGLAND: STJORNURNAR STÓÐU VEL FYRIR SINU / B5 f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.