Morgunblaðið - 22.08.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.08.1995, Blaðsíða 12
REYKJAVIKURMARAÞON ÍÞRÚIIIR 3200 lögðu af stað ÞRÁTT fyrir erfiðar aðstæður lögðu 3200 þátttakendur af stað í Reykjavíkurmarþonið, en keppt var í mörgum vegalengdum. Tæplega fjögur hundruð manns komu erlendis frá til að keppa og fylgjast með hlaupinu. Fjölmennt þrátt fyrir slagveður ÞÓ ringt hafi án afláts og vindur, sem stundum virtist koma úr öllum áttum hrelldi keppendur í Reykjavíkurmaraþoninu, þá létu þúsundir hlaupara það ekki aftra sérfrá þátttöku. Veðrið gerði það þó að verkum að enginn met voru slegin, en keppt var í þremur vegalengdum, en í lengstu vegalengdinni, 42 km mara- þoni unnu Bretar. Hugh Jones vann íkarlaflokki átímanum 2.29,26 klukkustundum, en fyrstur íslendinga var Inghólfur Geir Gissurason á 2.53,59. í kvennaflokki var Caroline Hunter Rowe fyrst á 2.56,40, Rosalind Passegger frá Austurríki varð önnur og Arnrfíður Kristjánsdóttir hlaut bronsið á 3.45,40. Varð Arnfríð- ur því fyrst íslenskra kvenna og tryggði sér jafnframt íslands- meistaratitilinn í marþoni, sem Ingólfur Geir hlaut að sama skapi. Mikil þátttaka var í 10 km hlaupinu, 689 karlar kepptu og 469 konur. Ungmennasamband Borgarness átti alla Gunnlaugu, keppendur í efsta Rögnvaldsson sæti í karlaflokki. skrifar Sigmar Gunnars- sonsson vann, Sveinn Margeirsson varð annar og Guðmundur Valgeir Þorsteinsson þriðji. „Ég hef keppt í hálfmarþoni, en ákvað að fara í 10 km hlaupið núna. Eg hljóp einn allan tímann og barðist við rokið og rigninguna. Þrátt fyrir veðrið átti ég nóg eftir í lokin, en þessi vegalengd er góð til að mæla eigin getu í hlaupi og er klassísk á stórmótum í frjáls- um“, sagði Sigmar í samtali við Morgunblaðið. Hann er bóndi og pípulagningarmeistari úr Borgar- firði og keppti á árum áður í rall- akstri. í kvennaflokki varð Anna Jeeves úr IR fyrst, vann örugglega á 38,26 mín., Margrét Brynjólfs- dóttir, UMSB varð önnur og Gerður Rún Guðlaugsdóttir IR þriðja. Sprengdi andstæðinganna í hálfmaraþoni kvenna hélt Mart- ha Ernsdóttir uppi heiðri íslands með sigri. Hún hljóp á 1.17,19 klukkustundum, varð rúmum tveimur mínútum á undan Angie Hulley frá Englandi, en Hulda Björk Pálsdóttir varð þriðja. „Ég notaði þekkingu mína af íslensku veðri og brekkuklifri til að stinga af, sprengja helstu andstæðinganna þegar við vorum búnar með 13 km“, sagði Martha um sigurinn í hálfmaraþoninu. Hún lét ekki ökla- meiðsli aftra sér frá að hirða gullið. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson TOBY Tanser og iackton Odhiambo komu samsíða í enda mark hálfmaraþonsins, hönd í hönd. Sömdu um úrslitin Tveir keppendur í hálfmaraþoni karla komu jafnir í mark, hönd í hönd. Þeir sömdu um þetta í miðju hlaupi, sem er í raun ólöglegt, en var látið óátalið af mótsstjórn. Hins- vegar verður komið í veg fyrir að slíkt endurtaki sig í framtíðinni. En Bretinn Toby Tanser og Kenýa- búinn Jackson Odhiambo komu jafnir í mark, eftir að hafa hlaupið saman alllengi. „Þegar við vorum búnir að hlaupa 15 km, þá sá ég að það var ekki möguleiki að slá metið. Toby spurði mig þá hvort ég vildi hlaupa saman með honum í endamarkið og ég játti því. Næst kem ég til að vinna og slá metið“, sagði Odhiambo eftir hlaupið. ■ Úrslit / B8 GETRAUNIR: 11X X 1 X 1X1 1221 LOTTO: 13 21 26 32 36/ 34

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.