Morgunblaðið - 22.08.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.08.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 1995 B 5 KNATTSPYRNA Stjömurnar stóðu vel fyrir sínu DÝRU leikmennirnir í ensku knattspyrnunni, jafnt erlendir sem innlendir, stóðu vel fyrir sínu í 1. umferð úrvalsdeildar- innar um helgina. Líklegir markakóngar gerðu það sem ætlast var til af þeim, Hollend- ingurinn Ruud Gullit varfrábær sem miðvörður Chelsea og landi hans hjá Arsenal, Dennis Bergkamp, sýndi hvers hann er megnugur. Bergkamp Iék eins og Bruce Ri- och, yfirþjálfari Arsenal, vill að liðið leiki en það nægði samt ekki til sigurs. Nick Barmby, dýr- asti leikmaður Middlesbrough sem félagið keypti frá Tottenham, skor- aði fyrir gestina eftir hælsendingu frá Norðmanninum Jan-Áge Fjortoft þegar hálftími var liðinn af leiknum en Ian Wright, sem gerði 31 mark fyrir Arsenal á liðnu tímabili, jafn- aði með skalla fyrir heimamenn fímm mínútum síðar. Middlesbrough lagði áherslu á vörnina og hún hélt þrátt fyrir mikla pressu Arsenal. Heimamenn sköp- uðu sér nokkur góð færi en voru óheppnir og svo var Miller vel á verði í marki Boro, varði m.a. tvisv- ar á frábæran hátt frá Bergkamp og síðan skalla frá Wright á síðustu sekúndunum. Manchester United byijaði með skell í Birmingham, tapaði 3:1 fyrir Aston Villa. Ian Taylor, Mark Draper og Dwight Yorke frá Tri- nidad skoruðu fyrir Villa í fyrri hálf- leik en David Beckham minnkaði muninn sex mínútum fyrir leikslok. Þekktir leikmenn léku ekki með United. Paul Ince og Mark Hughes eru farnir annað, Eric Cantona og Steve Bruce voru í banni, Ryan Giggs og Andy Coles eru meiddir og óvissa ríkir um veru Andreis Kanchelskis hjá félaginu. Stuðnings- menn þess óttuðust að yngri leik- mennirnir fylltu ekki í skörðin og það kom á daginn í fyrstu hindr- uninni í hitanum á laugardag. Savo Milosevic, miðheijinn frá Serbíu, var helsti ógnvaldur Villa, sem var í fallbaráttu í vor sem leið. Hann lagði upp eitt mark en vai' borinn meiddur af velli á 50. mínútu. United tapaði 3;2 fyrir Ipswich í september í fyrra en fékk síðan ekki á sig þijú mörk það sem eftir var í deildinni. Tapið í. Birmingham er það stærsta hjá United síðan Everton vann 3:0 á Old Trafford í ágúst fyr- ir þremur árum. Tim Flowers, markvörður Birm- ingham og Englands, fékk að sjá rauða spjaldið fyrir að btjóta á mið- heijanum Trevor Sinclair utan víta- teigs á 73. mínútu. Það hafði samt ekki áhrif á úrslitin; meistarar Blackburn unnu QPR 1:0. Alan She- arer, sem gerði 34 mörk fyrir Black- burn á síðasta tímabili og átti stóran þátt í að félagið fagnaði meistaratitl- inum í fyrsta sinn í 81 ár, gerði eina mark leiksins, úr vítaspyrnu á fimmtu mínútu. Þrenna hjá Le Tissier Matthew Le Tissier var fyrstur til að gera þrennu á tímabilinu en hún nægði ekki Southampton sem tapaði 4:3 á heimavelli. Le Tissier tók tvær vítaspyrnur í leiknum og skoraði úr báðum en hollenski landsliðsmaðurinn Bryan Roy gerði tvö mörk fyrir gestina. Stan Collymore opnaði marka- reikning sinn hjá Liverpool og tryggði liðinu 1:0 sigur gegn Sheffi- eld Wednesday en hann gerði eina markið á Anfield um miðjan seinni hálfleik. Tony Yeboah, sem gerði 13 mörk í síðustu 16 leikjum Leeds og átti þannig stóran þátt í að liðið tryggði sér UEFA-sæti, skoraði tvö á níu mínútum í seinni hálfleik og innsigl- aði 2:1 sigur gegn Wst Ham í Lond- on. Gullit frábær Hollenska stjarnan Ruud Gullit og samheijar í Chelsea gerðu marka- laust jafntefli við Everton á heima- velli. Glenn Hoddle, yfirþjálfari Chelsea, sagði að Gullit hefði af- sannað efasemdir þess efnis að hann væri tilbúinn í slaginn. „Hafi verið efasemdir um styrk hans svaraði hann því.“ Everton sótti stíft í fyrri hálfleik en komst lítt áleiðis því Gullit var frábær í miðvarðarstöð- unni. Hann átti líka nóg eftir, óð fram og skapaði besta færi Chelsea 10 mínútum fyrir leikslok. „Hann les leikinn mun betur en aðrir og sumar sendingar hans voru frábærar," sagði Hoddle. „Hann stjórnar sam- heijunum og fær þá á hreyfingu." Gullit var ánægður. „Við lékum ágætlega og stuðningsmennirnir virtust ánægðir en við verðum að leggja mikið á okkur. Það var gott hjá okkur að sýna gegn'bikarmeist- urunum hvar við stöndum. Við áttum 60% í leiknum og hefðum getað sigr- að en engjnn kvartar yfir jafntefli." Peter Osgood, miðheiji Chelsea- liðsins sem varð Evrópumeistari bik- arhafa 1971, sagðist trúa að Gullit gæti hjálpað liðinu til að ná fyrri frægð en Chelsea hefur ekki sigrað í keppni í 25 ár. Tottenham gerði 1:1 jafntefli við Manchester City í Manchester. Teddy Sheringham skoraði fyrir gestina með skalla á 33. mínútu en Uwe Rossler jafnaði á sama hátt skömmu eftir hlé. Eike Immel, sem City keypti frá Stuttgart, var í mark- inu hjá heimamönnum. Les Férdinand lék fyrsta deildar- leik sinn með Newcastle eftir að hafa verið keyptur frá QPR og hann gerði eitt mark í 3:1 sigri gegn Co- ventry á heimavelli. Reuter Marki fagnad ROBERT Lee fagnar marki sínu fyrir IMewcastle, 1:0, með því að lyfta Les Ferdinand, en hann skoraði þriðja mark liðs- ins og sitt fyrsta fyrir Newcastle, sem keypti hann frá QPR. Þrír með fyrsta markið í Englandi ÞRÍR leikmenn skoruðu á 5. minútu í leikjum liða sinna í ensku úrvalsdeildinni á laug- ardag og þar sem tímatakan var ekki nákvæmari teljast all- ir hafa orðið fyrstir til að skora í deildinni að þessu sinni. Alan Shearer skoraði úr vita- spyrnu fyrir meistara Black- burn eftir að David Bardsley þjá QPR hafði brotið á honum. Efan Ekoku frá Nígeríu gaf Wimbledon tóninn í 3:2 sigri gegn Guðna Bergssyni og sam- heijum í Bolton. þá skoraði Danny Williamson fyrir West Ham á fimmtu mínútu en það dugði heimamönnum skammt því Leeds vann 2:1. McCoist með 300. mark sitt fyrir Rangers ALLY McCoist var með eitt mark í 3:0 sigri Glasgow Ran- gers gegn Morton í 2. umferð skosku deildarbikarkeppninn- ar á laugardag. McCoist, sem var í byijunarliði Rangers í fyrsta sinn síðan í desember á síðasta ári, skoraði á níundu mínútu og var það 300. mark hans fyrir félagið. Englend- ingarnir Paul Gascoigne og Mark Hateley skoruðu einnig fyrir skosku meistarana og var mark þess fyrrnefnda sérlega glæsilegt. Ovíst er hvort Brian Laudrup, Alan McLaren, Gor- don Durie og Stuart McCalI geti leikið seinni leikinn gegn Famagnsta á Kýpur í Evrópu- keppninni á morgun vegna meiðsla en Rangers vann fyrri leikinn 1:0 heima. „Keisannn“ segir Rehhagel á réflri leið FRANZ Beckenbauerforseti Bayern Miinchen er mjög ánægður þessa dagana með gengi sinna manna og segist hafa mikla trú á þeim breyting- um sem hinn nýi þjálfari liðs- ins, Otto Rehhagel, hefur gert. „Bayern leikur nú létta og lipra knattspyrnu í stað hins þunglamalega spils sem var í fyrra. Ég held að við séum að komast á toppinn að nýju,“ sagði „keisarinn" í viðtali við blaðamenn eftir stórsigur 6:2 á Karlsruhe um helgina. Liðið hefur þar með sigrað í tveimur fyrstu leikjum sínum á keppn- istímabilinu. Þessi sigur veitir okkur sjálfs- tráust og trú á því sem við erum að gera, bætti Beckenbauer við. Meistaralið síðasta tímabils, Dortmund hefur gengið illa að stilla saman strengi sína. Þeir gerðu á laugardaginn annað jafntefli sitt, að þessu sinni 1:1 gegn Bayern Leverkusen. Rudi Völler kom Le- verkusen yfir en Andreas Möller jafnaði fyrir Dortmund úr víta- spyrnu undir lok leiksins. Nokkuð er um meiðsli í herbúðum meistar- anna og nú hefur landsliðsmaður- inn Matthias Sammer bæst á sjúkralista félagsins. Sama er upp á teningnum hjá silfurliðinu frá því í vor, Werden Bremer. Brimarbúum hefut' ekki tekist að ná sér á strik eftir að hafa inisst þjálfara sinn, Otto Re- hhagel, og leikmanninn Andreas Herzog til Munchenarliðsins. Bremen gerði um helgina 3:3 janf- tefli við Hamburger. PSG á toppinn í Frakklandi Evrópu- og Hollandsmeistarar Ajax hófu titilvörn sína með 4:0 sigri á Utrecht á heimavelli og Feynoord sem breytt hefur leik- skipulagi sínu í 4-4-2 fór einnig vel af stað með 5:2 á leikmönnum Arnhem. Ekki verður annað sagt en að stórliðin í Hollandi hafi farið vel af stað því PSV Eindhoven sigr- aði einnig 3:1 lið Fortuna Sittard á útivelli. í Frakklandi tyllti Parísarliðið sér á topp deildarinnar í fyrsta skipti á þessu keppnistímabili með 3:1 sigri á Gueugnon, en fimmta umferð frönsku deildarinnar var leikin á laugardaginn. „Það er ekk- ert slæmt að leiða deildina, en það er ekki aðalatriðið í augnablikinu. . Aðalatriðið hjá okkur er að ná meira jafnvægi í leik okkar, en var í fyrra,“ sagði Luis Fernandez, þjálfari liðsins um helgina. Hann tók við liðinu í fyrra og mátti ásamt leikmönnum sínum sjá á eftir meistaratitlinum til Nantes, en er staðráðinn í að láta það ekki endur- taka sig í vor. Brasilíumaðurinn Rai sem hefur verið besti leikmaður Parísarliðsins það sem af er tíma- bilsins var rekinn af leikvelli á laug- ardaginn og leikur því ekki með félögum sínum um næstu helgi. Keppni í spænsku fyrstu deild- inni hefst 3. september og er reikn- að með því að Deportivo La Coruna verði sterkir í vetur undir stjórn hins gamalkunna breska þjálfara Johns Toshacks. Þeir hafa bætt við sig mannskap frá síðasta tímabili lauk. Aitor Begiristain kom liðs við félagið frá Barcelona og Rafael Martin Vasquez bættist í hópinn frá Real Madrid. Liðið er á mikilli siglingu í æfingaleikjum og hefur lagt Bayern Múnchen 7:0, brasil- silíska liðið Fiamengo 3:0 auk þess að leggja meistaralið Real Madrid 2:0. Real Madrid hefur líka gengið vel í undirbúningsleikjum sínum. Berlusconi veðjar á Juventus Keppnistiambilið á Ítalíu hefst um næstu helgi og forseti AC Mílan liðsins, Silvio Berlusconi, hefur trú á því að meistarar Juventus haldi titilinum, „þeir eru sterkir núna, sterkari en þeir voru á síðasta tíma- bili,“ sagði Berlusconi um helgina, en bætti við;„við verðum líka öflug- ir með Roberto Baggio og Deijan Savicevic í okkar röðum.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.