Morgunblaðið - 24.08.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.08.1995, Blaðsíða 2
2 B FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Hagnaðaraukning hjá Granda þrátt fyrir afiasamdrátt SjómannaverkfaUið kostaði Granda 60 milljónir króna HAGNAÐUR Granda hf. nam 140 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum þessa árs en á sama tíma í fyrra skilaði fyrirtækið 104 milljón króna hagnaði. Rekstrartekjur á fyrri árshelmingi 1995 námu 2.025 milljónum og eru það óbreyttar tekj- ur frá fyrri hluta síðasta árs. Að sögn Brynjólfs Bjarnasonar, framkvæmda- stjóra Granda, er þetta viðunandi afkoma. „Hagn- aður fyrirtækisns þarf að vera yfir 200 milljónir króna á ári miðað við heildarverðmæti hlutafjár sem er nú um 2 milljarðar króna.“ Brynjólfur segir fyrirtækið hafa verið að breyta samsetningu eigna sinna á undanförnum árum. I þeim breytingum hafi falist aukinn íjöldi frysti- togara jafnframt því sem farið hafi verið út í meiri fullvinnslu afurða. Ávöxtur þessara breyt- inga sé að einhverju leyti að sýna sig nú í ár eins og sjáist í hagnaðaraukningu fyrirtækisins þrátt fyrir aflasamdrátt á yfirstandandi fiskveiði- ári. Sjómannaverkfallið dýrt Brynjólfur segir að þessi afkoma fyrirtækisins nú sé í grófum dráttum í samræmi við rekstrará- ætlanir fyrirtækisins ef frá er talið tap það sem fyrirtækið varð fyrir vegna sjómannaverkfailsins nú í vór. Það verkfall hafi kostað fyrirtækið um 60 milljónir króna. Heildarafli togara félagsins var um 16.700 tonn og dróst saman um rúm sex þúsund tonn frá sama tíma í fyrra. Þessi samdráttur stafar m.a. af skertum aflaheimildum og minni sókn í úthafskarfa, m.a. vegna sjómannaverkfalls. Afla- heimildir fyrirtækisins fyrir næsta fiskveiðiár drógust saman um 2.500 tonn frá yfirstandandi fiskveiðiári og segir Brynjólfur að fyrirhugað sé að mæta þessum aflasamdrætti með aukinni sókn utan fiskveiðilögsögunnar. Hann segir rekstraráætlanir gera ráð fyrir að afkoma fyrirtækisins verði eitthvað lakari á síð- ari hluta ársins enda sé það í samræmi við reynslu fyrri ára. Hann reiknar þó með að hagnaður árs- ins muni verða um 200 milljónir króna. _Á fyrri hluta ársins keypti fyrirtækið hlutabréf í Árnesi hf. í Þorlákshöfn fyrir 65 milljónir króna og er eignarhlutur þess 25%. Þá keypti fyrirtæk- ið einnig hlutabréf í Bakkavör hf. í Kópavogi fyrir 28 milljónir króna og á Grandi hf. þar með um 40% hlut í fyrirtækinu. Eigið fé Granda hf. er nú 1.686 milljónir króna og hefur það aukist um 83 millj. frá áramótum. Á tímabilinu greiddi fyrirtækið 8% arð til hlut- hafa að íjárhæð 88 millj. Eiginfjárhlutfall fyrir- tækisins er 31,5% og veltufjárhlutfall 1,37. Góð afkoma Skeljungs þrátt fyrir harðnandi samkeppni Um 80 milljón króna hagnaður HAGNAÐUR af rekstri Skeljungs hf. á fyrri helmingi þessa árs nam 80 milljónum króna en ekki liggja fyrir samanburðarhæfar töiur frá því á sama tíma í fyrra. Rekstrartekjur fyrirtækisins námu rúmlega 3 millj- örðum króna á tímabilinu, en rekstr- argjöld voru tæpir 2,9 milljarðar króna. Árni Olafur Lárusson, fjármála- stjóri Skeljungs, segir stjórnendur fyrirtækisins vera tiltölulega sátta með afkomu þess. „Þetta er mjög góð afkoma og þá sérstaklega ef til- lit er tekið til þess að samkeppnin á þessum markaði hefur harðnað sam- hliða aðgerðum keppinauta okkar á fyrri hluta þessa árs.“ Framkvæmdir miklar á fyrri helmingi árs Að sögn Árna hafa framkvæmdir á fyrri hluta þessa árs verið talsvert miklar og hefur það meðal annars haft áhrif á sjóðsstreymi fyrirtækis- ins. „Á árinu 1995 höfum við hagað framkvæmdum okkar þannig að þunginn af framkvæmdum, viðhaldi og fjárfestingum er állur á fyrri hluta ársins." Meðal þeirra flárfestinga sem fyr- irtækið hefur staðið í er ný stöð í Grafarvogshverfí og við Freysnes í Austur-Skaftafellssýslu auk veru- legra endurbóta og endurbygginga á fimm eldri bensínstöðvum félagsins m.a. á Akranesi og við Hagatorg. Árni segir þessar framkvæmdir, auk framkvæmda í nágrenni bensínstöðv- ar fyrirtækisins á Vesturlandsvegi, hafi tímabundið haft truflandi áhrif á rekstur þeirra og afkomu. Með þessum framkvæmdum er lokið end- urbótum og nýbyggingum bensín- stöðva að svo stöddu. Árni segir útlitið fyrir síðari hiuta ársins nokkuð gott. „Nú háttar svo til að síðustu mánuðir ársins eru allt- af þungir i þessari grein. En miðað við þetta má segja að útlitið sé bjart- ara nú en áður.“ Skammtímaskuldir fyrirtækisins voru 1.475 milljónir króna í lok júní og höfðu hækkað um rúmar 500 milijónir frá því í árslok 1994. Árni segir ástæðu þessa m.a. að fínna í því að endanlegri fjármögnun á verk- efnum fyrirtækisins á fyrri hluta ársins sé ekki lokið. Á sama tíma lækkuðu langtímaskuldir Skeljungs um 10 milljónir króna. Eigið fé Skelj- ungs var 2.558 milljónir króna í lok júní og hafði það aukist um 89 millj- ónir króna frá árslokum 1994. Arð- semi eigin Ijár fyrstu sex mánuði ársins var 6,3% samanborið við 5,1% allt árið í fýrra. Hagnaður sem hlut- fall af rekstrartekjum var 2,6% en á árinu 1994 var þetta hlutfall 2,1%. Eiginfjárhlutfall fyrirtækisins er nú 44,7% og veltufjárhlutfall þess er 1,44 samanborið við 1,90 um síðustu áramót. Hlutabréf í Skeljungi lækkuðu nokkuð framan af ári en hafa farið hækkandi að undanförnu. Árni segir þessa afkomu sýna að innra virði fyritækisins sé meira en söluverð hlutabréfanna gefí til kynna. «1 Jöfnunaraðstoð 1 í skipaiðnaði Á grundvelli samþykktar ríkisstjórnarinnar, sem miðar að því að tryggja að innlend fyrirtæki geti keppt á jafnréttisgrunni við erlend, hefur verið ákveðið að veita fyrirtækjum í skipa- og málm- iðnaði jöfnunaraðstoð vegna skilgreindra verkefna í skipasmíðum og endurbótum innan ramma 7. tilskipunar ESB um það efni. Iðnlánasjóður veitir nánari upplýsingar og annast afgreiðslu þessarar jöfnunaraðstoðar fyrir hönd iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins. Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti, Iðnlánasjóður og Samtök iðnaðarins. Úr rekstri GRANDA hf. 1994 og 1995 Upphæðir í milljónum kr. Jan.-júní Jan.-júní Rekstrarreikningur 1994 1995 Rekstrartekjur 2.025,6 2.025,6 Rekstrargjöld 1.589,9 1.586,5 Hagnaður fyrir eignarskatt 95,3 108,8 Eignarskattur 1,9 3,0 Hagnaður tímabilsins 103,6 140,6 Skuidir og eigið fé 31.12/94 30.06/95 Skammtímaskuldir 651,2 814,4 Langtímaskuldir 2.458,2 2.851,3 Skuldir samtals 3.109,4 3.665,7 Eigið fé samtals 1.602,8 1.685,6 SKULDIR OG EIGIÐ FÉ samtals 4.712,2 5.351,3 Efnahagsreikningur 31.12/94 30.06/95 Veltufjásrmunir 775,6 1.117,2 Fastafjármunir 3.936,6 4.234,1 EIGNIR SAMTALS 4.712,2 5.351,3 Aflvaki og Eignarhaldsfélagið Alþýðubankinn Telja Softis AFLVAKI hf. og Eignarhaldsfélagið Alþýðubankinn hf., sem hafa gefið skilyrt loforð fyrir hlutafjárkaupum í Softis hf., telja fyrirtækið arðvæn- legt og að rétt sé að stuðla að því að það geti sett aukinn kraft í mark- aðssetningu LOUIS hugbúnaðarins. Hvort félag um sig mun fjárfesta fyrir 7,5 milljónir króna að kaup- verði í Softis. Ragnar Kjartansson, fram- kvæmdastjóri Áflvaka hf., segir að Aflvaki og Eignarhaldsfélagið Al- þýðubankinn hf. hafi kannað málefni Softis hf. rækilega á undanförnum mánuðum og komist að þeirri niður- stöðu að vænlegt væri að leggja fé í fyrirtækið. Hálfkaraður hugbúnaður „Verkefni liggja viða hálfköruð hjá íslenskum hugbúnaðarfyrirtækjum og oft vantar aðeins herslumuninn til að ljúka þróunarvinnunni og koma búnaðinum á markað. Það er sameig- inlegt mat okkar og Eignarhaldsfé- lagsins að töluverðir möguleikar liggi í LOUIS hugbúnaðinum og því rétt að koma honum á markað sem fyrst. Auðvitað er um nokkra áhættu fyrir Aflvaka að ræða en við teljum að hún sé ekki meiri en ásættanlegt þykir,“ segir Ragnar. Hlutabréfakaupin í Softis verður stærsta hugbúnaðarverkefnið sem Aflvaki hefur tekið þátt í fram að þessu en auk þess hefur hann lagt fé í- Taugagreiningu hf., Marstar-Fang hf., Ferðavakann hf. og fleiri verk- efni sem tengjast hugbúnaði. Raunhæfar væntingar Eignarhaldsfélagið Alþýðubank- inn hf. er alhliða fjárfestingarfélag, sem var stofnað utan um það hlutafé sem varð til þegar Alþýðubankinn sameinaðist íslandsbanka og eru hluthafar nú um eitt þúsund talsins. Guðjón Ármann Jónsson, fram- kvæmdastjóri Eignarhaldsfélagsins, segir að markmið þess sé m.a. að stunda áhættufjárfestingar og hafa um leið jákvæð áhrif á atvinnulífið. Fyrirhuguð hlutabréfakaup í Softis séu þess eðlis. „Við höfum skoðað Softis í hartnær ár og höfum nú gefið skilyrt hlutafjárloforð. Efnis- lega eru skilyrðin, fólgin í því að þannig sé gengið frá málum að Soft- is komist á leiðarenda í markaðssetn- ingu LOUIS hugbúnaðarins. Okkur sýnist að markaðshlið dæmisins sé ekki komin eins langt sem skyldi en teljum að aðrar væntingar fyrirtæk- isins séu nú raunhæfari en oft áður.“ ■ Grýtt leið LOUIS.../B6 Reynir Gunnlaugur Arngrímsson Ingavarsson Breytingar hjá IceMac GUNNLAUGUR Ingvarsson, fyrr- um framkvæmdastjóri og annar af aðaleigendum IceMac hf. hefur selt hlut sinn í fyrirtækinu. Kaupandi er meðeigandi Gunnlaugs, Reynir Arn- grímsson viðskiptafræðingur ásamt fjölskyldu sinni. Gunnlaugur hefur þegar hætt störfum hjá fyrirtækinu og hefur Reynir tekið við stöðu fram- kvæmdastjóra að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Gunnlaugur mun taka með sér hluta af viðskiptum IceMac, svo sem fis- kviðskipti og hluta af Rússaviðskipt- um þess. IceMac er fjögurra ára gamalt fyrirtæki og hefur unnið að ýmsum verkefnum á sviði sjávarútvegs. Þeirra á meðal er miðlun og sala á nýjum og notuðum fiskvinnsluvélum ásamt ýmsum örðum búnaði til aðila í sjávarútvegi. Fyrirtækið hefur þó vakið hvað mesta athygli fyrir sölu og smíði á stóru og færanlegu frysti- húsi til útgerðarfyrirtækis í Rúss- landi, en frystihúsið var hannað inn- an í gáma. ----♦ ♦ ♦---- Hagnaður af rekstri Lyfja- verslunar LYFJAVERSLUN íslands hf. skilaði 31 milljónar króna hagnaði á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Að sögn Þórs Sigþórssonar er um betri af- komu að ræða en á sama tíma í fyrra en hann segir þær tölur þó ekki vera fyllilega sambærilegar þar sem um er að ræða Lyfjaverslun rikisins í því tilfelli. Þór segir að batnandi afkomu fyr- irtækisins megi fyrst og fremst rekja til þess að um síðustu áramót hafi umfangsmiklum framkvæmdum við endurbyggingu lyflaverksmiðju fyr- irtækisins verið lokið en þeim hafi fyigt verulegur kostnaðarauki og röskun á starfsemi fyrirtækisins. Heildarvelta tímabilsins nam 566 milljónum króna og hefur hún aukist um 13% frá því á sama tíma á síð- asta ári. Eigið fé fyrirtækisins er nú 471 milljón króna og hlutfall eigin fjár 53%. Arðsemi eigin fjár var ríf- lega 13% á fyrri hluta ársins og veltufjárhlutfall er nú 1,95. Þór seg- ir að rekstraráætlun fyrirtækisins geri ráð fyrir svipaðri afkomu á síð- ari hluta ársins. ----♦■■♦ ♦--- Infíúensu- bóluefni lækk- aríútboði RÍKISKAUP efndu nýlega til útboðs á bóluefni við inflúensu fyrir næsta vetur. Um var að ræða útboð fyrir Heilsugæslustöðina í Reykjavík ásamt öðrum heilsugæslustöðvum í Landssamtökum heilsugæslustöðva. Að sögn Bjarna Þórólfssonar, verkefnistjóra Ríkiskaupa, er þetta í fyrsta skipti sem útboð af þessu tagi er haldið og tókst það vel. „Við opnun tilboða kom í ljós að lægsta boð, sem var frá Stefáni Thorarensen hf., var um 30% lægra en það verð sem gilt hefur. Heilsugæslustöðvar hafa und- anfarin misseri keypt hvem skammt af inflúensubóluefni á um 500 krón- ur, en að loknu útboði býðst þeim skammturinn á um 350 krónur." Auk Stefáns Thorarensen hf. er það aðeins Lyfjaverslun íslands hf. sem getur boðið efni sem er sam- þykkt af Lyfjanefnd ríkisins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.