Morgunblaðið - 24.08.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.08.1995, Blaðsíða 7
 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR24.ÁGÚST1995 B 7 Orðabók Aldamóta með tengsl við Alnetið í NÝÚTKOMNA útgáfu 2.02 af Orðabók Aldamóta, sem Bókaút- gáfan Aldamót gefur út, hafa ver- ið sett inn tengsl við Alnetsforritið Netscape sem notað er til þess að ferðast um alnetið. í frétt frá Aldamótum segir að með tengslunum við Netscape geti Alnets notandinn flýtt verulega fyrir skilningi sínum á enskum skjátextum. Vanti þýðingu á ein- hverju ensku orði geti notandinn afmarkað það með músinni á Netscape skjánum hjá sér og þrýst á hnappinn Lesa í orðabókinni til að fletta orðinu upp. Ennfremur segir að í þessa nýju útgáfu af orðabókinni hafi verið sett inn nokkur algeng Alnets hugtök og skammstafanir. ? ? ? + Alnetið í viðskipta- legum tilgangi ÚT ER komið tólfta ritið í Ritröð Viðskiptafræðistofnunar Háskóla íslands og Framtíðarsýnar hf. Rit- ið heitir: Internet, í viðskiptalegum tilgangi og er höfundur Marínó G. Njálsson tölvunarfræðingur og skipulagsstjóri Iðnskólans í Reykjavík. I tilkynningu frá Framtíðarsýn segir að því sé haldið fram að um 80% af tíma stjórnenda fari í að skiptast á upplýsingum. Upplýs- ingar fáist úr gögnum af ýmsu tagi sem berist til stjórnenda eftir ólíkum leiðum. Upplýsingar feli í sér þekkingu sem er stjórnendum nauðsynleg til þess að geta tekið ákvarðanir. I ólíkum fyrirtækjum þurfi ólíkar upplýsingar og það sé því eitt mikilvægasta verkefnið við mótun stefnu og skipulags fyrir- tækja að tryggja að fyrirtæki hafi réttar upplýsingar á réttum stað og á réttum tíma. í skipulagsvinnu sé þess vegna þýðingarmikið að tekið sé mið af bæði tilgangi og eðli starfseminnar sem og tillit til þeirrar upplýsingatækni sem standi til boða í dag. Fjallað um möguleikana í ritinu Internet í viðskiptaleg- um tilgangi er sérstaklega fjallað um möguleikana á hagnýtingu þessa gagnvirka gagnamiðils í við- skiptalegum tilgangi. Gerð er stuttlega grein fyrir uppruna og þróun Alnetsins og því lýst hvað þurfi til að notfæra sér miðilinn og þá þjónustu sem hann gefur möguleika á. Annar af meginköfl- um ritsins fjallar um veraldarvef- inn og möguleika fyrirtækja til að hanna og setja upp vefsíður, þ.ám. svokallaða heimasíðu. Hinn meg- inkaflinn hefur að geyma umfjöll- un um Alnetið í viðskiptalegum tilgangi. Þar er minnst á ýmsa markaðsmöguleika og nokkur tækifæri til skipulagsbreytinga sem hafa opnast með Alnetinu. í lokin eru dregin saman nokkur heilræði sem þarft er að hafa í huga við notkun netsins og undir- strikað að það er í mikilli og hraðri þróun. Framtíðarsýn hf. gefur út rit- röðina og er hún unnin í samvinnu við yiðskiptafræðistofnun Há- skóla íslands. Ritstjóri er Runólfur Smári Steinþórsson lektor. Efni ritraðarinnar tengist stjórnun og rekstri fyrirtækja og fjallar hvert rit um afmarkað efni. SÍA ^AMBAND ISLENSKRA AUGLÝSINGASTOFA Lykillað markvissu og arðbæru auglýsingastarfi Ráðstefna á vegum SÍA á Hótel Sögu 15. september SÍA efnir til ráðstefnu 15. september nk. um Aug- lýsingar sem arðbært og árangursríkt mark- aðstæki. Til að fjalla um þetta mikilvæga málefni hefur SÍA fengið fjóra virta erlenda fyrirlesara til að koma til landsins. Allir standa þeir í fremstu víglínu og er því um að ræða einstakt tækifæri fyr- ir íslenska stjórnendur og markaðsfólk til að kynna sér það sem hæst ber á þessu sviði í heim- inum í dag. John Philip Jones Martin Runnacles Á ráðstefnunni verður meðal annars fjallað um... ...nýjar rannsóknir í Bandaríkjunum um bein áhrif auglýsinga á sölu og kauphegðun neytenda ...áhrif vel heppnaðrar langtíma auglýsinga- herferðar á markaðsstöðu BMW í Englandi, ...mikilvægi þess að rækta sköpunargáfu starfs- fólks á auglýsingastofum og, ...mikilvægi þess að ná hámarksnýtingu á birtinga- fjármagni og er þar stuðst við ný íslensk gögn um fjölmiðlanotkun, lífsstíl og neyslu. Ráðstefnan er ætluð stjórnendum fyrirtækja ekki síður en starfsfólki markaðsdeilda þeirra. Einnig er hún ætluð starfsfólki fjölmiðla og auglýsinga- stofa. Markmið hennar er að hvetja menn til að gera auknar kröfur til mælinga á arðsemi og ár- angri auglýsinga þannig að efla megi markvissari vinnubrögð á þessu sviði hér á landi. Winston Fletcher Richard Dodson Ólafur B. Thors Hallur A. Baldursson Bókaklúbburinn Framtíðarsýn býður þátttakendum ráðstefnunnar að kaupa á kynningarverði bók John Philips Jones: When Ads Worh. New Proof That Advertising Triggers Sales. Samband íslenskra auglýsingastofa þakkar eftirtöldum styrktaraðilum veittan stuðning við ráðstefnuhaldið: JwffM 9.30-10.00 10.00-11.30 11.30-12.15 12.15-13.30 13.30-14.00 14.00-14.30 14.30-15.00 15.00-15.20 15.20-16.30 16.30 Dagskrá ráðstefnunnar: Mæting, skráning og morgunkaffi. Hallur A. Baldursson formaður SÍA setur ráðstefnuna. John Philip Jones, prófessor við Syracuse University, N.Y.: When Ads Work: New Proof Of How Advertising Triggers Sales. Umræður og fyrirspurnir. Hádegisverður. Martin Runnacles, markaðsstjóri BMW í Englandi: How 15 years of consistent advertising helped BMW treble sales without losing prestige. Winston Fletcher, stjórnarformaður DFSB Bozell og fyrrverandi formaður IPA: Creative People - How To Manage Them. Richard Dodson, forstjóri Telmar í London: Optimisation of the Media Budget. Kaffihlé. Pallborðsumræður. Ráðstefnunni slitið. Ráðstefnustjóri er Ólafur B. Thors framkvæmdastjóri Sjóvá-Almennra trygginga hf. Ráðstefnugjald er 7.700 krónur, innifalinn er hádegisverður og kaffi. Skráning er til 8. september á skrifstofu SÍA, sími: 562 9588, fax: 562 9585.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.