Morgunblaðið - 24.08.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.08.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ PIMMTUDAGUR24.ÁGÚST1995 B 5 VIÐSKIPTI Umfjöllun Samkeppnisstofnunar um óréttmæta viðskiptahætti Auglysendur verða að sanna kostí vöru sinnar SAMKEPPNISSTOFNUN fékk á árinu 1994 82 mál til umfjöllunar þar sem reyndi á ákvæði samkeppn- islaga nr. 8/1993 um óréttmæta viðskiptahætti. Hér á eftir verða nefnd nokkur dæmi um auglýsingar sem samkeppnisyfírvöld fundu að en þau koma fram í ársskýrslu stofnunarinnar sem er nýkomin út. í auglýsingum og við markaðs- setningu á vörum og þjónustu er það almenn regla að hallmæla ekki fyrirtæki eða samkeppnisvöru, hvorki beint né með þvl að gefa ókosti í skyn. Kvörtun barst frá Félagi íslenskra stórkaupmanna vegna auglýsingar frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu um lyfjakostnað. Auglýsingin birtist í Læknablaðinu og bar yfirskriftina „Svona auglýsa erlendir lyfjafram- leiðendur". Var fjallað um auglýs- ingar erlendra lyfjaframleiðenda með neikvæðum hætti og gefið í skyn að eitthvað kynni að vera at- hugavert við þær. Var þeim tilmæl- um beint til heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytis og Trygginga- stofnunar að hætta birtingu auglýs- ingarinnar. Villandi upplýsingar Óheimilt er að veita rangar, ófull- nægjandi eða villandi upplýsingar í auglýsingum. I auglýsingu frá íslensk-ameríska verslunarfélaginu hf. sagði að Ariel Ultra þvottaefni leysti upp fitu við 40 gráðu hita. Eftir að kvartað hafði verið yfir þessu var fyrirtækinu gefinn kostur á að sanna staðhæfingu sína. Tókst það ekki. Hins vegar lá fyrir rann- sókn úr dönsku neytendablaði sem sýndi að fitublettir hyrfu ekki nema að hálfu leyti með Ariel Ultra þvottaefni við 60 gráðu hita. Sam- keppnisráð bannaði fyrirtækinu að auglýsa framvegis með þessum hætti. Sama niðurstaða varð uppi á ten- ingnum er kvartað var yfir því að íslensk-ameríska verslunarfélagið segði í auglýsingu að uppþvottalög- urinn Yes Ultra Plus entist sex sinn- um lengur en venjulegur uppþvotta- lögur. Tókst fyrirtækinu ekki að sanna réttmæti þessarar staðhæf- ingar. Kvartað var yfir því að Vaka- Helgafell auglýsti innbundnar bæk- ur í bókaklúbbnum Nýjum metsölu- bókum. Það væri villandi þar sem í raun væri um að ræða bækur sem væru límdar á sama hátt og papp- írskiljur, en ekki saumaðar. Sam- keppnisráð taldi að forðast bæri að nota orðalagið innbundnar bækur nema um væri að ræða bækur bundnar inn í hefðbundið bókband. Vátryggingafélag íslands hf. auglýsti barnabílstóla til leigu. í auglýsingunum kom ekki fram að til að fá stólinn leigðan þyrfti við- komandi að hafa ábyrgðartrygg- ingu hjá því sama tryggingafélagi. Var þeim tilmælum beint til trygg- ingafélagsins að framvegis yrði getið um þessa skilmála í auglýsing- um þess eða skilmálarnir felldir úr gildi. Fyrirtækið Brimborg hf. fullyrti í auglýsingu að tiltekin tegund bátavélar væri mest selda bátavélin á íslandi og var þess getið hver hlutdeildin væri. Við athugun kom í ljós að sölutölur byggðust ekki á nýjustu upplýsingum. Samkeppnis- yfirvöld beindu þeim tilmælum til Brimborgar að fyrirtækið breytti auglýsingunni enda yrðu auglýsing- ar að byggjast á þeim upplýsingum sem nýjastar væru hverju sinni væri annars ekki getið. í auglýsingu um útsölu frá Rad- íóbúðinni var „almennt grunnverð" vara fyrir útsölu borið saman við staðgreiðsluverð á útsölu. Gerð var athugasemd á þeim forsendum að bera yrði saman sambærilegt verð þegar afsláttur eða útsala væri auglýst. Í annarri auglýsingu Rad- íóbúðarinnar var gefið upp verð á sjónvarpstæki og getið um afborg- unarverð á mánuði í 36 mánuði. Vextir og annar kostnaður voru ekki innifaldir. Var fundið að þessu. í sjónvarpsauglýsingu frá Ó. Johnson og Kaaber hf. fyrir tau- mýki kom fram að einn lítri af Dunlett taumýki samsaraði fjórum lítrum af venjulegu mýkingarefni. Samkeppnisyfirvöld töldu að upp- lýsingar þessar væru ófullnægj- andi. Ekki kæmi fram hvað átt væri við með „venjulegu mýkingar- efni" né að hvaða leyti ofangreindur taumýkir væri frábrugðinn öðrum mýkingarefnum. Að minnsta kosti hefði þurft að koma fram að um þykkni væri að ræða. Hvenær er vara ókeypis? I auglýsingu frá Ingvari Helga- syni hf. var fullyrt að þeir sem keyptu bíl hjá fyrirtækinu fengju „fría" ábyrgðartryggingu. Sam- keppnisyfirvöld fundu að því þar sem ekki mætti tala um að vara Um 60 stofnendur skráðir að Þýsk-ís- lenska verslunarráðinu 32 þýsk fyrirtæki og 29 íslensk hafa skráð sig stofnendur að Þýsk- íslenska verslunarráðinu. í fréttatil- kynningu frá Verslunarráði íslands segir að þar með liggi ljóst fyrir að ráðið verði sett á laggirnar í októ- ber nk. og muni fljótlega eftir það opná þjónustuskrifstofu hjá Versl- unarráði með sérstöku starfsliði. Skrifstofa Þýsk-íslenska verslun- arráðsins mun einbeita sér að því að auka upplýsingaskipti um við- skiptakosti á íslandi og í Þýska- landi, standa fyrir verkefnum sem stuðla að auknum viðskiptum og samstarfi fyrirtækja, þ.m.t. á sviði fjárfestinga, og veita félagsmönnum sínum ýmsa fyrirgreiðslu. Að stofn- un ráðsins standa Verslunarráð ís- lands, sendiráð Þýskalands í Reykja- vík og sendiráð Islands í Bonn, svo vcimusiir ai ijorum væri ókeypis þegar í raun væri um kaupbæti að ræða sem fengist ekki nema greitt væri endurgjald fyrir aðra hluti. Sama niðurstaða varð uppi á teningnum þegar Vaka- Helgafell auglýsti „ókeypis" fríð- indakort og glæsilegan blekpenna „að gjöf" handa þeim sem gengju í nýjan bókaklúbb. Heilsuhúsið auglýsti að svokallað Muldi Vit fjölvítamín væri „sam- þykkt af lyfjanefnd". Talið.var að þannig væri verið að gefa í skyn að varan hefði hlotið sérstakt sam- þykki lyfjanefndar þegar í raun væri einungis um það að ræða að heimilt væri að flytja vöruna til landsins og selja hana. Börn og auglýsingar Auglýsingar skulu miðast við að börn sjái þær og heyri og mega þær ekki misbjóða þeim. Komi börn fram í auglýsingum skal þess gætt að sýna hvorki né lýsa hættulegu atferli. Með vísan til þessara reglna beindu samkeppnisyfirvöld þeim tilmælum til Globuss hf. að hætta án tafar að auglýsa rakvörur á veggspjaldi með mynd af ungbarni með rakvél í hendi og raksápu á vanga. Reýkjavík Scandic Hótel Loftleiðir 31. ágúst og 1. september í þingsölum 1, 2, 3 og 4. fimmtudag frá kl. 08:30 til 16:30 og föstudag frá kl. 08:30 til 16:00 Hands On AutoCAD Þingsalur 3 Koraið og prófið ! Tilvalið tæktfæri fyrir alla þá sem vilja prófa nýjustu útgáfu af AutoCAD. Boðið verður uppá 50 mín. langar kynningar undir handleiðslu kennara þar sem gestir fá töivu til egin afnota. Tölvur og annar búnaður frá Tæknival hf. !.:':" og áhugasamir einstaklingar frá báðum þjóðum. í fréttatilkynningu Verslunarráðs segir að hér sé um að ræða fyrsta gagnkvæma verslunarráðið sem ís- lendingar standi að með annarri þjóð og sem reka murn sjálfstæða skrif- stofu. Skrifstofan verði hér á landi í samræmi við venju Þjóðverja í slíku samstarfi en þeir standi að slíkum rekstri í fjölmörgum viðskiptalönd- um sínum. Gert er ráð fyrir því að Þýsk- íslenska verslunarráðið kjósi sér fimm manna stjórn, en eins og áður hefur verið kynnt mun ráðið jafn- framt eiga sér heiðursforseta til halds og trausts. Að beiðni hefur Dr. Max Adenauer, konsúll íslands í Þýskalandi, þegið boð um að skipa þá stöðu fyrstur manna. Sýning Þingsalur 4 Vélbúnaður og hugbúnaður Viðurkenndir AutoCAD söluaðilar Fyrirlestrar / kynningar Wngsanr 1 & 2 KI. Fimmtudag Föstudag f~\ IDOK \\J Hiinnun iðnfyrirtækja Point Veghönmniarkerfi f\ Cadett \\^y Rufniagnshiinnun GTX Meðhöndlun rasta gagna ST\ Tölvuvæðing ^J^y \'i(lalu.skirfl orkustofnana IDOK t löiimin iðnfyrirtækja fT\ Genius A^^/ Véla og véltilutahönnun Cadett Kafmagnshönnun fP) Hádegishlé Hádegishlé © Autodesk AB Honnunarkerfí Point Hönntin bygginga GTX Meuhundlun rasta gagna Genius Véla og vélhlutahönnun Samsýn • Landupplýsingar í AutoCAD Autodesk AB Framtíðarstefna Finnur P. Fróðason ^ SNERTILL V J VERKFRÆÐISTOFA = ORTOLVUTÆKNI = fFitagibúnaður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.