Morgunblaðið - 24.08.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.08.1995, Blaðsíða 4
 4 B FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 1995 OKTA49H:J3HOM MORGUNBLAÐIÐ ViÐSKIPTI Iðnþróunarsjóður fikrar sig nú áfram í áhættufjármögnun til nýsköpunar Lána meðhugvitið eitt til tryggingar ÞAÐ HEPUR lengi verið haft á orði að hér á landi vanti áhættufjármagn til nýsköpunar í atvinnu- lífinu. Erlendis hefur það tíðkast að útvega slíkt fé með hlutafjár- söfnunum en hér á landi hafa ýmsir talið hlutabréfamarkaðinn of ófullkominn til þess að skila því hlutverki. Síðla í vetur var hlutverki Iðnþróunar- sjóðsins hins vegar breytt með setningu nýrra laga um hann í tilefni þess að sjóðurinn hafði kom- ist alfarið í íslenska eigu. Með þessum breytingum mun sjóðurinn leggja áherslu á þáttöku í fjármögnun verkefna sem tengj- ast vöruþróun og nýsköpun, út- flutningi íslenskra afurða og ís- lenskri fjárfestingu erlendis auk stuðnings við verkefni sem tengj- ast fjárfestingu erlendra aðila hér á landi. Eigið fé sjóðsins er nú 2,3 milljarðar króna og mun hann hafa 230 milljónir króna til ráð- stöfunar fram til 1. maí 1996. Gjörbreytt lánastefna Segja má að um kúvendingu sé að ræða í starfsemi sjóðsins þar sem áherslan er lögð á að útvega áhættufjármagn til nýsköpunar- verkefna af ýmsu tagi án þess að neinar veðtryggingar komi á móti. „Við lánuðum fyrst og fremst gegn veðum áður en þessar breytingar áttu sér stað en nú höfum við engar tryggingar fyrir greiðslum aðrar en hugmyndirnar sjálfar og þær viðskiptaáætlanir sem liggja þeim að baki. Trygging okkar er þó ekki síst í þeim sem standa að baki hugmyndanna, hæfileikum þeirra og getu til að koma þeim í arðbæran rekstur, sem tryggir að fjármagnið skili sér til baka," seg- ir Þorvarður. Ekki er þó eingöngu um lánveit- ingar að ræða því sjóðurinn hefur einnig heimild til þess að leggja til aðstoð í formi hlutafjár eða veita í afmörkuðum tilfellum beina styrki. Þar er þó einkum um að ræða verkefni sem hópur fyrir- Þorvarður Alfonsson tækja eða einstakl- inga getur notið góðs af. Sem dæmi má nefna skipulögð verk- efni, sem standa hóp- um fyrirtækja og frumkvöðlum til boða, t.d. á vegum Iðn- tæknistofnunar, Út- flutningsráðs og fleiri aðila. Einnig má nefna verkefni á vegum Fj árfestingarskrif- stofu iðnaðar- og við- skiptaráðuneytis og Útflutningsráðs, sem vinnur að því að örva erlenda aðila til fj'ár- festinga í atvinnulífi hér á landi. Áhættudreifing Iðnþróunarsjóði er ekki heimilt að lána hærri upphæðir en sem nemur 50% af heildarkostnaði. Þeir aðilar sem leita fyrirgreiðslu hjá sjóðnum verða því að leggja fram a.m.k. helming þess fjár sem til þarf. Þorvarður segir sjóðinn hins vegar taka fullan þátt í áhætt- unni með sínum hluta af fjármögn- uninni og séu lán afskrifuð ef út- séð þyki að viðkomandi verkefni leiði ekki til arðbærrar framleiðslu. „í ljósi þeirrar áhættu sem við tökum eru allar hugmyndir sem koma inn á borð til okkar skoðað- ar vandlega. Ef við teljum þörf á leitum við, f samráði við umsækj- anda, eftir sérfræðiaðstoð utan sjóðsins. Við höfum gert sérstakan samning við Iðntæknistofnun um aðstoð við frumkvöðla, sem til okkar leita, við útfærslu hug- mynda ef við teljum þær ekki nægilega vel skilgreindar. Þar er farið yfir alla nauðsynlega þætti og reynt að athuga hvort viðkom- andi hugmynd eigi möguleika á að ganga upp. Sé það niðurstaðan geta menn leitað til okkar á ný." Þá bendir Þorvarður á að aðeins lítill hluti þeirra hugmynda sem reynt er að koma á framfæri nái nokkurn tíma að skila hagnaði, samkvæmt rannsóknum sem gerð- ar hafa verið þar á. „Það má segja að ein af hverjum tíu hugmyndum komist til framkvæmda og af hverjum tíu hugmyndum sem komast svo langt skila aðeins ein Með nýjum lögum um Iðnþróunarsjóð hefur hlutverki hans verið breytt og leggur hann nú mesta áherslu á áhættulánastarfsemi. Þorsteinn Víglunds- son ræddi við Þorvarð Alfonsson fram- kvæmdastjóra sjóðsins um þessar breytingar og þá kúvendingu sem orðið hefur í útlána- stefnu sjóðsins. til tvær einhverjum hagnaði." Þorvarður segir það miður hversu fá starfandi fyrirtæki hafi sótt um fyrirgreiðslu hjá sjóðnum til áhættusamra þróunarverkefna. „Fyrirtæki geta oft leyst fjár- mögnun á smærri verkefnum á eigin spýtur en láta kannski kyrrt liggja að ráðast í stærri áhættu- verkefni þar sem þau treysta sér ekki til þess að hætta miklu fjár- magni í þau. Þar getur Iðnþróun- arsjóður komið inn í myndina með helming þess fjár sem til þarf en það verður að segjast eins og er að of fá starfandi fyrirtæki hafa leitað eftir fyrirgreiðslu hjá okk- ur." Leiða saman víðtæka þekkingu Hugvit og stjórnunarhæfileikar fara ekki alltaf saman og því geta góðar hugmyndir mislukkast vegna þess að rangt sé staðið að framkvæmd þeirra. Þorvarður segir að því sé reynt að leiða sam- an þekkingu á mismunandi sviðum til þess að reyna að tryggja fram- gang hugmyndarinnar ef nauðsyn er talin á því. „Þar sem árangur verkefnisins er eina tryggingin fyrir því að Islenskur áhættu- fjármagnsmarkaður Með þátttöku Iðnþróunarsjóðs í áhættufjármögnun hefur bæst við nýr kostur á þennan markað sem hvorki er bundinn einstökum atvinnugreinum eða landsvæðum eins og flestir þeirra sjóða sem nú starfa á markaðinum \ Þróunarfélagið Eignarhaldsf. Alþýðubankans Iðnlánasjóður, RAÐSTOFUN 1994 Fjárhæðir í milljónum króna Hluta- Útlán Styrkir Samtals bréf 80 155 19 0 99 155 vöruþróunar- og markaðsdeild 0 75 64 139 Aflvaki hf. 14 8,5 7 29,5 Byggðastofnun 0 596 74 670 Ferðamálasjóður 132 Tæknisjóður Rannsóknaráðs ríkisins 0 0 200 200 Iðnþróunarsjóður ' Fjárhagsárið 1. maí 1995-30. aprfl 1996. 230 230 framlag sjóðsins endurheimtist ásamt eðlilegri ávöxtun gerum við þá kröfu að geta fylgst mjög vel með framgangi verkefnisins á öll- um stigum. Hér er því ekki um hefðbundin lán að ræða heldur er gerður lánssamningur við lántak- endur þar sem ýmis skilyrði eru sett til að tryggja hagsmuni sjóðs- ins." Þorvarður segir sjóðinn geta áskilið sér rétt til beinnar íhlutun- ar í verkefnið ef ástæða þyki til. í slíkri íhlutun geti t.d. falist sú krafa að fleiri aðilar komi að verk- inu, nýir stjórnendur verði teknir inn eða gripið verði til einhverra tiltekinna ráðstafana. Styrkja verkefni í Kóreu Meðal fyrstu lánanna sem sjóðurinn hefur afgreitt er um 20 milljón króna lán til Silfurtúns hf. í Garðabæ. Fyrirtækið hefur á undanförnum árum framleitt vélar til framleiðslu á eggjabökkum úr endurunnum pappír og hafa þær verið seldar víða um heim. Lánið er ætlað til að fjármagna markaðs- skrifstofu sem fyrirtækið hyggst opna í Kóreu nú í september. Skúli Sigurðsson fjármálastjóri Silfurt- úns segir þetta vera gert til að stytta þjónustutímann við við- skiptavini fyrirtækisins í Kóreu jafnframt því sem skrifstofan mun sjá um markaðssetningu í Austur- og Suðaustur Asíu. Hann segir að lánið dugi til fjármögnunar á stofnkostnaði skrifstofunnar og rekstrarkostnaði fyrsta árið. Innif- alin í stofnkostnaðinum er ein vél sem notuð verður sem sýningarvél þar ytra og verður hún send utan innan skamms. „Við erum mjög ánægðir með að þessi möguleiki skuli nú vera til staðar þar sem oft vantar steyp- una til að setja sem tryggingu að baki fjárfestingum sem þessari. Fasteignir smærri fyrirtækja eins og okkar duga oft á tíðum skammt sem tryggingar fyrir stærri fram- kvæmdum og því er þetta mjög þarfur möguleiki á fjármagns- markaðnum. Trygging sjóðsins er ekki fólgin í neinu öðru en þeim hugsanlega arði sem við komum til með að ná út úr þessum fram- kvæmdum og því hafa þeir fylgst mjög vel með því sem við höfum verið að gera og hafa auðsjáanlega trú á því," segir Skúli. Nú þegar hefur sjóðurinn lagt til 55 milljónir króna í 9 verkefni og er þorri þess fjár í formi lána. Þorvarður tekur þó fram að lítil reynsla sé komin á þetta nýja hlut- verk sjóðsins. Þetta sé fyrsta starfsár hans með breyttum áherslum og fram til þessa hafi eihungis fáum aðilum verið lánað. Það verður hins vegar áhugavert að sjá hvernig árangri þetta nýja hlutverk Iðnþróunarsjóðs mun skila. ¦ .-.-¦ ¦¦¦•• ........¦. SAMEINADIR VERKTAKAR HF. Tilboð til hlnthafa: r_ Kaupgengi i / ,rhU Landsbréf gera hluthöfum í Sameinuðum verktökum hf. tilboð um kaup á hlutabréfum ífélaginu á genginu 7,40 með eftirfarandi skilmálum: ¦BHlutabréf eru staögreidd við afhendingu. _¦ Þóknun vegna sölu bréfanna er 1,25% af söluverði. ¦¦ Landsbréf hf. áskilja sér rétt til að takmarka kaup bréfanna, reynist framboð meira en fyrirliggjandi pantanir. Landsbréf hf. vckja athygli einstaklinga, scm nutu skattafrádráttar vcgna kaupa á hlutabréfum í Sameinuöum vcrktökum hf. á árinu 1994 að cndurgrciða þarf afsláttinn scu brcfin seld nú. I'að á þó ekki við séu hlutabréf í fclögum scm njóta viðurkenningar ríkisskattstjóra keypt á móti innan tjögurra vikna frá sölu. Þeir sem kcyptu hlutabréf í félaginu á árinu 1995 til að nýta sér skattafrádrátt þurfa, ef þeir selja bréfin, að kaupa ný hlutabréf á árinu 1995 til að viðhalda rétti til skattafrádráttar. Ráðgjafar Landsbréfa hf. veita allar frekari upplýsingar 0 „ LANDSBREFHF. S U Ð U R L A N D S B R A U T 2 A 1 B Z REYKJAViX. S I M I 5 8 8 9 2 0 0, B R É F A S í M 1 588 8598 J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.