Morgunblaðið - 24.08.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.08.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 1995 B 11 Biðin er á enda. í dag er stundin runnin upp, Windows 95 er komið í heiminn. Þessa dags hefur verið beðið með óþreyju. Ekkert, leyfi ég mér að fullyrða, hefur fengið jafn- mikla umfjöllun áður en það hefur orðið að markaðsvöru. Aldrei í sögu hugbúnaðargerðar hefur nokkurt kerfi gengið í gegnum eins miklar prófanir. I upphafi voru gefin fögur loforð og núna mun það koma í ljós hvort hér var bara um fögur fyrir- heit að ræða og hvort afkvæmið stendur undir þeim öllum. Löng meðganga Það er býsna langt síðan fyrst var byijað að tala um Windows 95. Fyrir „algjöra tilviljun", þá til- kynnti Microsoft þessa nýju útgáfu á vormánuðum 1993 eða um líkt leiti og IBM kom með betaútgáfu af því sem síðar varð OS/2 Warp og kippti þar með umsvifalaust fót- unum undan hinum nýja OS/2. Chicago, eins og Windows 95 hét þá, átti að.vera allt sem tölvunot- andann dreymdi um, laust við DOS og koma út um mitt ár 1994. Fernt átti eftir að breytast: nafnið, út- gáfudagurinn, þetta með DOSið og það sem kerfið getur gei-t. Þetta varðandi nafnið er all skondið. Síðasta útgáfa heitir jú Windows 3.1 eða Windows for Workgroups 3.11, eftir því hvernig er litið á það. Eðlilegt væri því að næsta útgáfa beri heitið Windows 4.0 eða hvað? Nei, barnið heitir Windows 95 og búast má við því að í staðinn fyrir að dagréttingar (þ.e. útgáfur þar sem örlitlar lagfæring- ar hafa verið gerðar), sem koma á næsta ári, beri einhveija bókstafi til að auðkenna að þetta séu af- brigði af Windows 95, þá muni þær bera heitið Windows 96. Ef taka má mark á slúðrinu, er alveg ör- uggt að slíkar dagréttingar eiga eftir að koma. í einni grein, sem ég hef rekist á, er talað um fleiri þúsund þekktar villur (lýs, ,,bugs“) í þeirri útgáfu sem kemur á markað í dag. Að fæðing kerfisins hafi dregist á langinn stafar í mínum huga af WÐSMPn/iaviNNUlÍF DAGBÓK MAVGLÝSINGAR sem arðbært og árangursríkt markaðstæki er yfir- skrift ráðstefnu sem Samtök ís- lenskra auglýsingastofa, SÍA efna til 15. september nk. á Hótel Sögu. I frétt frá SÍA segir að nærri lagi sé að ætla að hér á landi sé flórum millj- örðum varið árlega til auglýsinga og kynningarmála. Arðsemi svo stórrar fjárfestingar hljóti að skipta miklu fyrir íslenskt atvinnulíf. Til að fjalla um þetta mikilvæga málefni hafi SÍA fengið ijóra virta erlenda fyrirlesara til landsins. Á ráðstefnunni verður m.a. fjallað um nýjar rannsóknir frá Bandaríkjunum um bein áhrif aug- lýsinga á sölu og kauphegðun neyt- enda, áhrif vel heppnaðrar langtíma auglýsingaherferðar á markaðsstöðu BMV*’ í Englandi, mikilvægi þess að rækta sköpunargáfu starfsfólks á aug- lýsingastofum og að ná hámarksnýt- ingu á birtingafjármagni og er þar stuðst við ný íslensk gögn um fjölm- iðlanotkun, lífsstíl og neyslu. Ráð- stefnan er ætluð stjórnendum fyrir- tækja ekki síður en starfsfólki mark- aðsdeilda þeirra. Einnig er hún ætluð starfsfólki fjölmiðla og auglýsinga- stofa. Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar er John Philip Jones, prófessor við Syracuse University, NY. Aðrir fyr- irlesarar eru Martin Runnacles, markaðsstjóri BMW í Englandi, Winston Fletcher, stjómarformaður DFSB Bozell og Richard Dodson, forstjóri Telmar í London. Ráð- stefnustjóri verður Ólafur B. Thors, forstjóri Sjóvár-Almennra, en ráð- stefnan stendur frá kl. 9.30-16.30. Auk fyrirlestra verða umræður bæði fyrir og eftir hádegi. Ráðstefnugjald er V.500 krónur með hádegisverði og kaffi. Skráning er til 8. september. Rádstefnuskrifstofa íslands Simi 562 6070 - Fax 562 6073 mmm Nýheiji með nýjar tölvur NÝHERJI hf. hefur gert samning við hollenska fyrirtækið Aashima um sölu á TRUST tölvum og tölvuvörum hér á landi. Sam- kvæmt fréttatilkynningu frá fyr- irtækinu hafa þessar vélar verið þekktar á markaðnum á hinum Norðurlöndunum og í flestum Evrópulöndum í nokkur ár. Vélar þessar eru einkum ætlað- ar heimiium og smærri fyrirtækj- um en geta einnig gagnast sem vinnslustöðvar fyrir fyrirtæki. Það sem vekur helst athygli er sjónvarpstölva sem fáanleg er frá TRUST en hún sameinar kosti sjónvarpstækis og tölvu. Þetta veldur því að tölvan er meðhöndl- uð sem sjónvarpstæki við tollaf- greiðslu og því leggst á hana toll- ur og vörugjald. Nýherji mun hins vegar ætla að niðurgreiða vélina sem þessu nemur. Fyrirtækið hyggst áfram selja þann tölvu- húnað sem það hefur verið með hingað til. Ogþað er Windows 95 ógnvænleg. Og staða þess á eftir að verða enn betri. Tölvunotendur geta með réttu verið uggandi um framtíðaráform fyrirtækisins. Að því að best er vit- að ætlar það að halda sig við' Windows NT fyrir fyrirtækjatölvu- umhverfið og Windows 95 fyrir hið almenna notendasvið einmenn- ingstölva. Bill Gates, aðaleigandi fyrirtækisins, hefur messað yfir mönnum um nýjar áherslur í stýri- kerfum frá 1990. Windows 2.x var bara millilending á leiðinni til OS/2. Þá var ákveðið að sleppa OS/2 og beina vélinni til Windows NT. Þegar NT klikkaði sem almennt stýrikerfi fyrir einmenningstölvur, var ákveð- ið að setja stefnuna á Chicago. Ef Microsoft breytir ekki vinnu- brögðum sínum, mega notendur búast við því að Windows 95 verði markaðssett sem millilending á leið- inni til Kairó eða Daytona eða ... Eitt er víst að hin trausta 32 bita hlutbundna uppbygging, sem okkur var lofuð í NT og síðan Windows 95, hefur verið lögð í salt fram að næstu útgáfu. Psst... Margir þeirra, sem hafa verið að prófa Windows 95 og nýja skel fyrir Windows NT með Windows 95 notendaviðmót, hafa komist að því að þessi nýja skel er býsna góð. Það sem meira er hún mun víst gefa notandanum Windows 95 útlit og tilfinningu (lo- ok and feel) og stöðugleika og ör1 yggi Windows NT. Þannig að ef þið eruð ekki að flýta ykkur og eruð með nógu öflugar tölvur með nægu minni, tékkið á þessum möguleika. Höfundur er tölvunarfræðingur. einhveiju af þessu þrennu — að Microsoft hafi lofað upp í ermina á sér, umhyggju fyrirtækisins fyrir notendum eða af frábærri markaðs- setningu. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Microsoft leikur þennan leik. Windows NT gekk sömu þraut- argöngu eða öllu heldur þeir sem biðu eftir Windows NT. Síðustu tvö atriðin eru vissulega mun alvarlegri en nafnið og útgáfu- dagurinn. Windows 95, sem þá var ýmist kallað Chicago eða Windows 4.0, átti að vera fullkomið 32-bita stýrikerfi laust við DOS. Þetta var fullyrt í mars 1993. í nóvember sama ár er talað um að Windows 95 muni búa yfir nokkrum af eigin- leikum DOS 7.0. 1994 er dregið til baka að um fullkomið 32-bita kerfi sé að ræða og viðurkennt að mikil- vægur 16-bita kóti verði áfram í kerfinu. Og núna þegar fiktað er í kerfinu, kemur í ljós að DOS er þarna ennþá. Ef maður leikur sér aðeins með Win.com skrána og skír- ir hana t.d. Win95.com og ræsir tölvuna upp á nýtt, þá hókus-pókus ræsir hún sig á DOS sem ekki átti að vera! í sjálfu sér skiptir það engu máli hvort DOS er þarna undir eða ekki. Það skiptir heldur engu máli hvort Microsoft hafi lofað okkur fleiri kostum en Windows95 mun hafa til að bera. Það, sem skiptir megin máli, er hvort við Windows notendur verðum betur eða verr settir á eftir. Eru ekki flestir orðnir þreyttir á því að ræsa tölvuna upp á nýtt í hvert skipti sem einhver minnisvandamál koma upp. Hver kannast ekki við „General Protecti- on Fault“, „Application Error“ og hver þau nú eru þessi villuboð sem Windows notendur verða að sætta sig við oft í viku með tilheyrandi gagnamissi og vinnutapi. Þetta á að heyra sögunni til með Windows 95 (7, 9, 13). Við eigum að geta keyrt gömlu Windows 3.x forritin okkar og nýju Windows 95 forritin samtímis. Við eigum að geta keyrt mörg forrit í einu. Við eigum að geta notað löng skráanöfn án vand- kvæða. Við eigum að fá öruggari samnýtingu tækja og betri net- vinnslu. Spurningin er bara: Tekst þetta og á kostnað hvers? Það sem mér, rótgrónum Macin- tosh notanda, finnst skemmtilegast við Windows 95, er að það færir PC-tölvuna mína nær Makkanum en nokkru sinni fyrr. Ef allt geng- ur upp þarf ég aldrei aftur að hafa áhyggjur af Config.sys eða Auto- exec.bat. Hvað þá hvernig ein- hverjir reklar eða stjórnforrit eru sett upp og hvort PC-tölvan mín þekki jaðartækin sem við hana eru tengd. Til hamingju Microsoft og takk fyrir að gera Pésann loksins, eftir öll þessi ár, að alvöru vinnu- umhverfi. Þrátt fyrir allt er Windows 95 líklegast það besta sem rekið hefur á fjörur PC-not- enda. Framtíðin Allt stefnir í það að Microsoft með Windows 3.1, Windows for Workgroups, Windows 95 og Windows NT í farabroddi muni verða ráðandi á einmenningstölvu- markaðnum næstu árin. Fyrirtækið á svo gott sem markaðinn fyrir töflureikna og ritvinnslu á Macin- tosh og er með yfirgnæfandi mark- aðsstöðu á PC markaðnum fyrir liggur við allt sem notendur þurfa. Apple er auk þess að styrkja stöðu Microsoft með því að gera Macin- tosh notendum kleift að keyra Windows. í mínum huga er staða Microsoft í senn aðdáunarverð og Skemmuvegi 4 Kópavogi Sími 5573100 Allt á sínum staö meö :shannon: :datastor: iMAIAÍiyH. : skjalaskáp HAGSTÆTT VERÐ. LEITIÐ UPPLÝSINGA. ÓIAFUR GÍ-SIASOW 3, CO. SIF. SUNDABORG 22 SIMI 568 4800 Tölvur Til hamingju Microsoft og takk fyrir að gera Pésann loksins að alvöru vinnuum- hverfi, segir Marinó G. Njálsson, í grein sinni í tilefni þess að í dag, 24. ágúst 1995, er opinber útgáfudagur Windows 95.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.