Morgunblaðið - 24.08.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.08.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 1995 B 3 VIÐSKIPTI * Arni Vilhjálmsson fyrrverandi lögfræð- ingur hjá ESA - Eftirlitsstofnun EFTA Vannýttir möguleikar TILKYNNING UM UTGAFU MARKAÐSVERÐBREFA L LANDSBANKI ISLANDS Utboð btmkabréfa í ágúst 1995 1.-3. flokkur 1995 Kr. 1.800.000.000,- - krónur átjánhundrud milljónir 00/ioo- Utgáfudagur: 21. ágúst 1995 ÁRNI var einn af fyrstu starfsmönn- um ESA í Brussel og vann m.a. að uppbyggingu stofnunarinnar og mótun vinnureglna í samkeppnis- deild stofnunarinnar þar sem hann starfaði. Þann tíma sem hann gegndi þessu starfi áttu sér stað miklar hræringar í Evrópumálum. Sviss hafnaði aðild að EES samkomulag- inu og þrjú af EFTA ríkjunum gengu í Evr- ópusambandið á meðan Norðmenn höfnuðu að- ild á ^ eftirminnilegan hátt. Árni segir þetta hafa verið mjög áhuga- vert og spennandi starf og bindur vonir við að reynslan muni nýtast honum í nýju starfi, en hann hefur gerst með- eigandi að Málflutn- ingsstofunni Borgar- túni 24, þar sem hann mun m.a. starfa að Evrópumálum. „Ég kem þarna út í september 1992 og við höfðum þá tæpa fjóra mánuði til að undirbúa starfsemi stofnunarinnar. Sá undirbúningur var hins vegar allur í uppnámi þegar Sviss hafnaði aðild að EES í þjóðar- atkvæðagreiðstunni í desember það ár. Gildistaka samningsins dróst á langinn og ég fluttist yfir í fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins og vann þar fram á sumar 1993. Ég starfaði í DG IV sem fer með samkeppnismál og sérhæfði mig í kola- og stálmálum og öðlaðist þar mjög dýrmæta reynslu. Um haustið hófst undirbúningur að starfsemi ESA að nýju og mitt aðaistarfsvið var að útbúa innan- hússreglur um málsmeðferð sam- keppnismála. Formlegar reglur í samkeppnismálum eru fyrirferðar- mesti hluti þeirra reglna sem gilda um starfsemi ESA þar sem verið er að fást við fyrirtæki en ekki ríkis- stjórnir og þau eiga ákveðinn rétt. Við kortlögðum hvernig DG IV beitti reglunum hjá sér og tókum það upp að mestu leyti.“ Árni segir það hafa verið mjög áhugavert að fylgjast með þróun stofnunarinnar. Þannig hafi starfs- mönnum fjölgað úr fjórum í yfir eitt hundrað frá þeim tíma sem hann hóf störf og þar til starfsemi stofn- unarinnar náði hámarki. Nú hafi þeim hins vegar fækkað í 44 í kjöl- far þess að Svíþjóð, Finnland og Austurríki gengu í ESB. Vannýttir möguleikar Árni segir Islendinga geta nýtt sér möguleika samningsins betur en nú sé gert og því sé ekki raunhæft að tala um hvort að áhrif hans séu komin í Ijós. Ýmis kærumál hafi að vísu borist til ESA og landinn hafi nýtt sér samninginn ágætlega að því leytinu en enn vanti þó nokkuð upp á að jákvæðra áhrifa hans fari að gæta. „Það má segja að við séum fyrst nú að verða vör við áhrif samn- ingsins. Hins vegar verða menn nátt- úrulega að nota þau færi sem hann gefur. Það má iíkja því við að kaupa sér hamar og geyma hann síðan allt- af inni í geymslu. Þau tækifæri sem samningurinn gefur fyrir alls kyns þjónustuviðskipti og vöruútflutning nýtast ekki nema að menn hafist eitthvað að.“ Hann segir að menn megi ekki alltaf vera að einblína á fiskinn í því samhengi þar sem samningurinn snúist að minnstu leyti um sjávaraf- urðir. „Aðrir þættir samningsins hafa verið minna nýttir. T.d. er ekki fullreynt ennþá með að laða hingað erlenda fjárfesta sem eru fyrir utan EES eins og Bandaríkjamenn, Kanadamenn og Japani. Með því að koma sér upp aðstöðu hér á landi eru þeir komnir með sama aðgang að markaðnum eins og þeir væru í Bretlandi eða á Spáni.“ Annar möguleiki sem Árni telur að íslensk fyrirtæki nýti sér ekki nægilega vel er eftirlitshlutverk ESA. Hann segir eitt helsta hlutverk sam- keppnisdeildarinnar vera að fara yfir samn- inga sem fyriræki geri og kanna hvort þeir stangist á við gildandi samkeppnisreglur. Það sé alfarið hlutverk fyr- irtækjanna að leita eft- ir slíkri umsögn en þau geti með þeim hætti forðast hugsanlegar kærur og sektir sé ein- hveiju ábótavant í samningsgerðinni. Hann segir að á þeim tíma sem hann starfaði hjá ESA hafi ekkert mál af þessu tagi frá Islandi komið inn á borð hjá sam- keppnisdeildinni. Framtíð ESA tryggð Árni telur að Eftirlitsstofnunin eigi framtíð fyrir sér við núverandi skilyrði en stærsta spurningin sé hvort það fyrirkomulag sem er á samskiptunum við Evrópusamband- ið dugi okkur til frambúðar. „Ég held að íslensk stjórnvöld hafi í raun verið alveg stórkostlega heppin í þessu máli. Þar sem Norðmenn felldu aðild að ESB skapaðist grund- völlur fyrir því að viðhalda stofnana- þætti ÉES samningsins. Ef Norð- menn hefðu gengið inn þá tel ég að það hefði ekki verið hægt. „Ég hef engar áhyggjur af fram- kvæmd samningsins sem slíks. Ég held að hún geti vel gengið eins og nú er ástatt. Þetta er hins vegar engin framtíðarlausn þar sem við höfum engin áhrif á mótun þeirra laga og reglugerða sem gilda þarna. Til þess komum við alltof seint inn í ákvarðanatökuferlið. Það er þó rétt að benda á það að þetta er fyrst og fremst viðskiptalöggjöf og því minni líkur á því að djúpstæður og tilfinn- ingasamur ágreiningur rísi um hana. Við gætum samt haft hagsmuni af því að koma okkar sjónarmiðum að fyrr en við getum við núverandi skilyrði. Þetta er það sem ég held að sé stærsti gallinn á núverandi fyri_rkomulagi.“ Árni segir aðildarumsókn þó ekki vera aðkallandi nú en rétt sé að fylgj- ast vel með niðurstöðu ríkjaráð- stefnu ESB þar sem væntanlega muni skýrast hvert Evrópusamband- ið stefni. í millitíðinni komi EES samningurinn til með að duga Is- lendingum. „Ég held að þessi samn- ingur geti þjónað þeim tilgangi að sýna okkur hvort við eigum eitt- hvert erindi inn í Evrópusambandið eða ekki. Ef við getum nýtt okkur þá möguleika sem þessi samningur hefur upp á að bjóða þá eigum við hugsanlega eitthvert erindi inn í ESB en annars ekki.“ Um framhaldið segir Árni: „Mér líst vel á samstarfið við þá félaga í Borgartúninu og hef tekið þar við ýmsum skemmtilegum verkefnum. Þar á meðal er verkefni fyrir Fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins sem við vinnum í félagi við lög- mannastofur á hinum Norðurlönd- unum. Verkefnið snýr að úttekt á dómaframkvæmd varðandi ósann- gjarna samningsskilmála í neytenda- samningum og tekur, auk Islands, til um 20 landa.“ Árni Vilhjálmsson Gjalddagar: 1. flokkur 15. ágúst 1998 2. flokkur 15. febrúar 1999 3. flokkur 15. ágúst 1999 Sölutímabil: Frá 21. ágúst 1995 Grunnvísitala: Nvt. 172,8 Einingar bréfa: 100.000 kr., 1.000.000 kr. og 5.000.000 kr. I Verðtrygging og ávöxtun: Ofangreind bréf eru verðtryggð miðað við hækkun vísitölu neysluverðs. Ársávöxtuiij umfram verðtryggingu, er 5,95 - 5,99% á útgáfudegi. Söluaðilar: Landsbréf hf, Suðurlandsbraut 24, Reykjavík og umboðsmenn í Landsbanka Islands. Utboðslýsing liggur frammi hjá söluaðilum. Umsjón með útgáfu: Landsbréf hf. H V/ LANDSBRÉF HF. rf /fL Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, sími 588 9200, bréfasími 588 8598. LÖGGILT VERÐBRÉFAFYRIRTÆKI, AÐILIAÐ VERÐBRÉFAÞINGIÍSLANDS. Skuldabréfaútboð 1. flokkur 1995 Útgáfudagur, útboðstími og nafnverð skuldabréfa Útgáfudagur og fyrsti söludagur skuldabréfanna er 24. ágúst 1995. Útboðstími er til 24. september 1995. Heildarverðmæti útboðsins er 260 milljónir króna að nafnvirði. Lánstími og einingar Skuldabréfm eru til 5 ára. Lágmarkseining er 5 milljónir króna. Gjalddagar, vextir, ávöxtunarkrafa og sölugengi. Gjalddagar bréfanna eru 24. ágúst ár hvert, fyrst árið 1996. Af skuldabréfunum reiknast 6,50% vextir. Bréfin eru bundin vísitölu neysluverðs með grunnvísitölu í ágúst, sem er 172,8 stig. Ávöxtunarkrafa á útgáfudegi er 6,50% og sölugengi 1,000000. r Utboðsgögn, söluaðili og umsjón með útboði Útboðslýsing og önnur gögn um útboðið og Hydro Texaco A/S liggja frammi hjá Kaupþingi hf. sem hefúr umsjón með útboðinu. Sala bréfanna fer ffarn hjá Kaupþingi hf. og Kaupþingi Norðurlands hf. Kaupþing hf. löggilt verðbréfajyrirtœki Kringlunni 5 Sími: 515-1500

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.