Morgunblaðið - 24.08.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.08.1995, Blaðsíða 1
NÝSKÖPUN Hugvit að veöi í staö steypu /4 HUCBÚNADUR Grýtt leið Louis á markaðinn/6 lAntökur Ríkið leitar víða fanga /10 VTOSHPn/AIVINNUllF PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 24. AGUST 1995 BLAÐ B Mjódd Stórmarkaði Kjöts og fisks í Mjódd hefur verið lokað vegna fjárhagserfiðleika. Eigandinn, Björn Sveinsson, segir lokunina tímabundna en ekki sé Ijóst hvort hann haldi rekstrinum áfram eða • aannar aðili taki við. Stórverslanir Já höfuðborgarsvæðinu fylgjast vel með stöðu mála í Mjódd. Reykjavík Skuldabréfaútboð Reykjavíkur- borgar hef st á næstu dögum og mun Handsal hafa umsjón með því. Útboðið er að fjárhæð 700 milljónir og eru bréfin til 24 ára. Vextir verða fastsettir þegar út- boðið hefst en Ijóst er að ávöxtun- arkrafan verður 12 punktum yfir ávöxtunarkröfu húsbréfa. Þetta er stærsta skuldabréfaútboð á ár- inu ef ríkissjóður er frá talinn. Atvinnutekjur Atvinnutekjur á mann hækkuðu um 2,2% frá 1993-1994 skv. skatt- framtölum að því er fram kemur í Hagvísum Þjóðhagsstofnunar. Tekjur voru að meðaltali 98.600 krónur á mánuði 1993 en 100.700 kr. í fyrra. Meðalatvinnutekjur hjóna voru 222 þúsund á mánuði 1993 en 227 þúsund í fyrra. SÖLUGENGI DOLLARS 62,00 P 26. júli 2. ágúst 23. Glitnirhf Hlutabréfaeign nýja Hlutabréfasjóðsins hf. Yfirlit yfir hlutabréfaeign Hlutabréfasjóðsins hf. og Hlutabréfasjóðs VÍB hf. þann 30. júní 1995, en sameiningin miðast við þá dagsetningu. eftir sameiningu Hlutabréfasjóðsins hf. Hlutafélag Eimskipafélag ísiands ht. Flugieiöir lif. Grandi Itf. íslandsbanki hf, Hampiðjan hf. ÞormóOur ramini hf. Skeijungur hl. Útgerðarfélag Akureyringa hf. Haraldur Böðvarsson hf. Sjóvá-Almennar tryggingar hf Olíuverslun íslands hf. Sæplast hfJMHHHH Skagstrendingur hf. Síldarvinnslan hf. Marel hf. Önnur félög Hafnverð, þús. kr. 33.275 54.175 33.454 Markaðsverð, þús. kr. 159.720 Hlutfallaf hlutabréfaelgn Hlutabréfasjóðslns bf. 26.5% Samtals: Eignarhlutfall Hlutabr. s/óðsins at heildarhlutafé viðkomandi fyrirt. 2,0% 2,6% 3,1% 1,1% 5,6% 3,9% 1,6% 1,2% 2,6% 0,7% o,a% 3,9% 2,0% 0,7% 1,1% 251.808 603.473 100,0% Hlutabréfasjóðurinn hf. og Hlutabréfasjóður VÍB hf. sameinast Heildareignir 1.200 milljónir HLUTABREFASJOÐURINN hf. og Hlutabréfa- sjóður VÍB hf. hafa sameinast undir nafni Hluta- bréfasjóðsins hf., samkvæmt samningi sem var undirritaður í gær. Hið nýja sameinaða félag verður langstærsti hlutabréfasjóður landsins með heildareignir upp á um 1.200 milljónir króna. Markaðshlutdeild verður nálægt 45%. Á fjórða þúsund hluthafar eru í nýja félaginu og heildarhlutabréfaeign um 600 milljónir að markaðsvirði. Mikil meirihluti, eða yfír 90%, þess- ara hlutabréfa, eru í félögum sem skráð eru á Verðbréfaþingi. Útundan í jólaösinni „Hlutabréfasjóðurinn hf. er elsti hlutabréfasjóð- urinn. Hann hefur alla tíð staðið einn, utan verð- bréfafyrirtækjanna og með tímanum hefur hann að hluta til lent til hliðar," sagði Baldur Guðlaugs- son, sem verið hefur stjórnarformaður Hlutabréfa- sjóðsins hf., í samtali við Morgunblaðið. „Þannig hefur jólaösin í hlutabréfaviðskiptum verið meiri í hlutabréfasjóðum í eigu hefðbundinna verðbréfa- fyrirtækja. Það hefur því legið fyrir í nokkurn tíma að marka þyrfti stefnu varðandi framtíð Hlutabréfasjóðsins þó staða hans og árangur af rekstri sé mjög góð." VÍB með reksturinn Baldur sagði að það hefði því verið ákveðið að leita eftir möguleikum á samstarfi eða samruna við einhv.ern af þeim hlutabréfasjóðum sem fyrir væru. „Hlutabréfasjóðurinn hf. er í raun að gera tvennt, koma sér betur fyrir á markaðnum og ná fram hagræðingu í_ rekstri með sama hætti og Hlutabréfasjóður VÍB. Sú hagræðing skilar sér til hluthafa eins og sjá má á því að það hefur þegar tekist að hækka ávöxtun hluthafa um ríf- lega 0,5% árlega vegna lægri rekstrarkostnaðar eftir sameininguna. Verðbréfamarkaður íslandsbanka, VÍB, mun hafa umsjón með rekstri hins sameinaða félags og verður umsjónarþóknun sem hlutfall af eignum 0,5% á ári, eða innan við helmingur af kostnaði hvors hlutabréfasjóðs um sig fyrir sameiningu. Hlutabréf í Hlutabréfasjóðnum hf. verða eftir sem áður skráð á Verðbréfaþingi íslands og VÍB verð- ur viðskiptavaki. Kristján Oddsson, sem verið hefur stjórnarfor- maður Hlutabréfasjóðs VÍB hf. sagðist mjög ánægður með sameininguna. Markmiðið hefði verið að ná hagræði stærðarinnar og betri ávöxt- un fyrir hluthafa. „Þetta verður sterkt félag, það langstærsta á þessum markaði. Áhættudreifingin verður góð og það mun skila sér til hluthafa." Fimm menn skipa nýja stjórn Hlutabréfasjóðs- ins, en ekki hefur verið ákveðið hverjir það verða. Ti/aðhugsa um að $wfesta% Vegna sérstakra laga um flýtifyrningar er rekstraraðilum afar hagstætt að fjárfesta í atvinnutækjum nú í ár. Við hjá Glitni sérhæfum okkur í fjármögnun atvinnutækja. Með Kjörleiðum Glitnis bjóðast þér fjórar ólíkar leiðir til fjárfestingar í atvinnutækjum. Hafðu samband og fáðu að vita meira um flýtifyrningar, skattfrestun og hvernig þú losnar við að l^ binda rekstrarfé í tækjakosti. dótturfyrirtæki Islandsbanka Ármúla 7, 155 Reykjavík Sími 560 88 00 og 560 88 20. Myndsími 560 88 10. Út er komið upplýsíngarit um Kjörleiðir Glitnis. Þai er á einfaldan hátt fjallað um ólíkar gerðir fjármögnunar. Hringdu og fáðu eintak eða líttu inn og spjallaðu við ráðgjafa okkar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.