Morgunblaðið - 24.08.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.08.1995, Blaðsíða 12
[iKi:«i: 1/AMNNUIJF FIMMTUDAGUR 24. AGUST 1995 I Í- Eimskip breytír MKRISTJÁN Jóhannsson, kynn- ingarstjóri Eimskips, hefur verið ráðinn forstöðumaður innanlands- deildar fyrirtækisins. Hann tekur við starfinu 1. sept- ember nk., en þá verða gerðar breytingar á verksviði, skipu- lagi og þjónustu innlandsdeild- arinnar. Lögð verður áhersla á að efla þjónustu og ráðgjöf fyrir Knslján flutninga og nýja vörugeymslu- og dreifingarþjónustu fyrir viðskiptavini Eimskips á inn- íendum markaði. Þá verður veitt þjón- usta vegna búslóðaflutninga, hrað- og smápakkasendinga ásamt al- mennri flutningatæknilegri ráðgjöf. Ki-istján lauk prófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1981. 1984- 1887 lagði hann stund á nám í við- skiptafræðum við Viðskiptaháskól- ann í Árósum í Danmörku. Þaðan lauk hann meistaraprófi í rekstrar- hagfræði áricL 1989. Kristján starf- aði við forritun og kerfisfræðistörf 1981-1984. Með námi í Danmörku í^tarfaði hann hjá ráðgjafar- og hug- búnaðarfyrirtækinu PLS-Consult. Kristján vann að Evrópumálum hjá Vinnuveitendasambandi íslands 1989-1992 þegar hann hóf störf sem kynningastjóri Eimskips. ¦ Guðmundur Pedersen gegnir áfram starfi forstöðumanns innan- landsflutninga Eimskips. Hann mun hafa yfirumsjón með rekstri áætlana- flutninga Eimskips innanlands og samskiptum við skrifstofur og umboð félagsins innanlands. Breytingar hjá Olís Auður Ósk Þórisdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður bókhaldsdeildar Olís. Auður lauk viðskiptafræðiprófi frá Háskóla íslands árið 1987 á endurskoðunar- sviði og hlaut löggildingu sem endurskoðandi árið 1991. Hún starfaði hjá End- urskoðun hf. frá árinu 1987 fram til 1. júní sl. Meðal fyrstu Auður Osk verkefna hennar verður þátttaka í uppsetningu nýs upplýsingakerfis hjá Olís. Auður er 34 ára, gift Eyjólfi Jónssyni prent- smið og eiga þau einn son. Einar Ólafsson hefur verið ráðinn forstöðumaður söludeildar Olís og mun hann hefja störf 15. ágúst nk. Söludeildin mun annast yfirstjórn allra bensínstöðva félagsins, þ.m.t. innflutning og sölu á smávöru. Einar er við- skiptahagfræð- ingur að mennt og hefur meist- aragráðu í end- urskoðun og við- skiptastjórnun frá háskólum í Bandaríkjunum. Hann var verslunarstjóri hjá Kjörbúðinni í Hólagarði í fímm ár og rak sæl- gætisgerðina Opal hf. í Reykjavík frá árinu 1981 til 1987. Síðastliðin ár hefur hann með námi sínu rekið eigið fyrirtæki í Bandaríkjunum. Einar er 43 ára gamall, kvæntur Önnu Lttju Gunnarsdóttur hjúkr- ' ' ' % Einar fyrir: RÆSTINGUNA? DIT ræstivagninn er léttur og meofærilegur meo tveimur fötum. Alltaf er skúrao meo hreinu vatni þar sem sápuvatn og skolvatn er aoskilio í tveimur 13 Itr. fötum. Pressan vindur moppuna 95% og ekki þarf ao taka moppuna af til ao vinda hana. SKIPTIMARKAÐUR Á RÆSTIVÖGNUM Með allt á hreinu ! REKSTRARVÖRUR Rj RÉTTARHÁLSI 2*110 REYKJAVÍK • SÍMI: 587 5554 Ólafu unarfræðingi pg eiga þau tvo syni. Olafur J. Ólafsson hefur verið ráðinn förstöðumaður fjárreiðudeild- ar Olís pg hóf hann störf þann 1. júní sl. Ólafur er 44 ára gamall og lauk Verslunarprófi árið 1971. Hann starfaði við endurskoðun hjá Endurskoðun- arskrifstofu Kolbeins Jó- hannssonar á árunum 1971- 1986, og síðan sem skrifstofu- stjóri hjá Eggert Kristjánssyni hf. fram til 1. júní á þessu ári. Ragnheiður Björk Guðmundsdóttir, forstöðu- maður þjónustudeildar tók tímabund- ið að sér að veita söludeild Qlís for- stöðu. Verkefni Ragnheiðar Bjark- ar munu breytast á þessum tímamót- um- og mun hún hér eftir sjá um 'markaðsmál, markaðsathuganir, kynningarmál, auglýsingar, útgáfu- mál, söluátök og þróunarverkefni á markaðssviði. Kynningar- fulltrúi GARÐAR Guðjónsson hefur verið ráðinn í starf kynningarfulltrúa Rauða kross íslands. í starfinu felst umsjón með út- gáfu á vegum RKÍ, tengsl við fjölmiðla og kynning á starf- semi félagsins. Garðar útskrif- aðist frá Norsk journalisthög- skole árið 1989 og hefur starfað að blaðamennsku, kynningar- og rit- störfum á undanförnum árum. Hann var blaðamaður á Þjóðviljanum 1985-1987 og 1990-1991. Hann rit- stýrði Neytendablaðinu og gegndi jafnframt starfi kynningarfulltrúa Neytendasamtakanna á árunum 1991-1994 og var ritsjóri Skaga- blaðsins 1994-1995. Þorsteinn til OECD MÞORSTEINN Þorgeirsson hag- fræðingur hefur verið ráðinn til starfa hjá OECD í París. Starf hans mun felast í gerð árlegra skýrslna um stöðu, horfur og efnahagsstjórn í Finnlandi og Noregi. Hagfræðideild OECD hefur 84 hagfræðingum frá hinum 25 aðildarríkjum á að skipa og starfar einn íslenskur hagfræð- ingur þar fyrir, Sveinbjörn Blönd- al. Þorsteinn starfaði sem hagfræð- ingur EFTA í Genf á árunum 1993 til 1995. Þar áður hafði hann starfað hjá Seðlabanka íslands 1991-1992 og hjá DRI/McGraw-Hill, Inc. í San Franisco frá 1986-1990. Þorsteinn lauk stúdents- prófi frá Menntaskól- iinum við Hamrahlíð árið 1976 og B.A. prófi í hagfræði frá The Americ- an University í Washington D.C. Þorsteinn árið 1979. M.A. prófi lauk hann frá Vanderbildt University í Nashville árið 1988. ¦ Nú hefur hann lokið prófum til dokt- orsgráðu í hagfræði, með láði, frá the New School for Social Rese- arch í New York og vinnur að dokt- orsritgerð sinni við sama skóla. Eig- inkona Þorsteins er Ásta Karen Rafnsdóttir íslenskufræðingur og eiga þau tvö börn, Ástu Sólhildi og Ásgeir Þór. Garðar Nýtt nám í vetur í vátryggingamiðlun PRÓFNEFND vátryggingamiðlara mun í vetur standa fyrir tveggja anna námi fyrir þá sem hyggjast fá leyfi til vátryggingamiðlunar. Námið er skyldunám fyrir þá sem ekki upp- fylla skilyrði um þekkingu sem sett eru fyrir leyfí til vátryggingamiðlun- ar og skiptist það í þrjá hluta. Áætl- að er að kennsla hefjist í fyrsta hluta þann 13. september næstkomandi, samkvæmt fréttatilkynningu frá prófnefndinni. Gert er ráð fyrir því að prófað verði úr fyrstu tveimur hlutunum í desember og að náminu ljúki síðan í apríl með prófi úr þriðja og síðasta hluta. Fyrsti hluti nám- skeiðsins snýr að almennum rekstri, annar hluti að lögfræði og sá þriðji að einstökum tegundum trygginga. Innritun fer fram hjá Endur- menntunarstofnun Háskólans fram til 5. september og nema námskeiðs- gjöld fyrir námið í heild 198.000 krónum miðað við að þátttakendur verði 15 eða færri. Verði þátttakend- ur fleiri en 15 getur heildargjaldið hins vegar lækkað um allt að 15%. Hafi þátttakendur viðskipta- eða lög- fræðimenntun er hægt að fá hana metna og sleppa viðkomandi hlutum námskeiðsins. Torgið Álmarkaður í jafnvægi MEÐAN enn virðast ýmiss Ijón í vegi þess að gengið verði frá samningum um stækkun álversins í Straumvík, er greinilegt að mikil uppbygging er að hefjast í áliðnaði víða annarsstaðar í heiminum. Samkvæmt Reuters-frétt sem segir frá hér í blaðinu í dag eru Ástralir nú að byrja að opna ál- bræðslur sínar á ný eftir að sam- komulag var gert milli sex helstu álframleiðsluríkja á síðasta ári að draga úr framleiðslunni um 10%. Alls féllust Ástralir þá á að draga úr afkastagetu álbræðlna sinna um 141 þúsundtonn. Fyrsta álbræðsl- an sem tekur til starfa af þessu sökum er í Nýja SuðurWales með 15 þúsund tonna afköstum í byrjun en ofnar hennar verða síðan gagn- settir hver af öðrum uns 150 þús- und tonna framleiðslu er náð fyrir árslok. í Queensland er verið að stækka annað álver sem á að auka afkasta getu þess úr 219 þúsund tonnum í 479 þúsund tonn. í nýlegu The Financial Times er síðan greint frá því að í S-Afríku sé fyrirtækið Alusaf aft Ijúka við byggingu stærsta álvers allra tíma sem reist í einu lagi en áætlað er að afköst þess verði alls um 466 þúsund tonn, þegar það verðu komið í fulla starfsemi 1997 og verður það þá stærsta álbræðsla heims utan samveldisríkjanna rússnesku. Þegar framleiðsla þess bætist við afkastagetu Bayside- bræðslunnar sem Alusaf á fyrir, verður því heildarframleiðsla fyrir- tækisins því um 636 þúsund tonn eða um 4% af áætlaðri framleiðslu vesturlanda. Greinilegt er þannig að framboð á áli mun aukast til muna á næstu misserum og árum, sem einhverjir myndu ætla að yrði til að álverð gæti fallið á nýjan leik. Blaðið hef- ur hins vegar eftir Fred Roux, aðal- forstjóra Alusaf, að álmarkaður heimsins muni haldast í jafnvægi að minnsta kosti næstu tvö til þrjú árin og meðalverðið haldast rétt undir 2000 dollurum tonnið. Sam- kvæmt spám Alusaf er síðan gert ráð fyrir að meðalverð á áli mjakist upp í 2025 dollara tonnið árið 1989 og að árið 2000 verði það um 2095 dollara. Roux heldur því fram að það sé ekki heillavænlegt fyrir vöxt áliðn- aðarins til lengri tíma ef verðið yrði lengi yfir 2000 dollurum tonn- ið en á hinn bóginn megi það ekki fara mikið niður fyrir 1800 dollara ef það eigi að standa undir fjárfest- ingu í nýjum álverum. Alusaf áætlar að eftirspurnin eftir fullunnu áli hafi aukist um 10% á síðasta ári og hún verði áfram mikil á yfirstandi ári, eða alls um 18 milljónir tonna, þar af um 14,8 millj. tonn framleidd af vestrænum álbræðslum. Á næstu árum gefur Alusaf sér að árleg auking á eftirspurn á áli á vesturlöndum verði um 3%. Alusaf spáir t.d. að eftirspurn vest- rænna ríkja eftir áli aukist í 18,7 milljónir tonna árið 1997 en þar af komi 16,8 milljónir tonna frá álbræðslum á vesturlöndum og innflutningur frá rússneska sam- veldinu nemi um 1,8 milljón tonna. Birgðir á málmmarkaðinum í Lond- on ætti þá að falla í um 250 þús- und tonn ef þessi áætlun er rétt á móti liðlega 560 þúsund tonnum um þessar mundir. Samkvæmt þessum áætlunum eru því vart horfur á neinu því bakslagi á álmarkaði sem geri stækkun álversins í Straumsvík að lakari kosti en nú blasir við. Hugsanlegar framkvæmdir við stækkun álversins með því að byggja þriðja kerskálann og lengja þá tvo sem fyrir eru, þannig á fram- leiðslugetan á ári aukist úr 100 þúsund tonnum á ári í 200 þúsund tonn eru ekki af þeirri stærðargr- áðu að þær muni valda usla á al- þjóðlegum álmarkaði, a.m.k. ef miðað er við þá aukningu sem að framan er talin. Hitt er eins Ijóst að það lag sem nú gefst getur auðveldlega gengið mönnum úr greipum ef þeir láta ekki fljótlega af karpi um keisarans skegg. BVS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.