Morgunblaðið - 15.09.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.09.1995, Blaðsíða 2
2 D FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Múrhúðuð timburhús Smiðjan NÚ ER það talið hið besta ráð að klæða útveggi húsa með „kápu“ að utanverðu til þess að vama því að vatn gangí inn í vegg- ina, segir Bjami Qlafsson, og á það ekki síður við um steinsteypt hús en timburhús. Cyrir sextíu árum höfðu menn ■ tekið upp þá aðferð að múr- húða timburhús að utan. Með þeirri aðferð væri hægt að gera gisin hús mun þéttari og hlýrri því að mörg gömlu timburhúsin voru óeinangruð og gátu verið köld á vetrum. Þá þótti ekki síður kostur að geta fengið húsunum það yfirbragð að þau litu út eins og steinsteypt hús. Þessi vinnuað- ferð var kölluð að „forskala" hús- in. Það var viðurkennd og gömul aðferð að múrhúða yfír timbur- veggi og loft innanhúss. Algengt var að festa mottur úr hálmi á tréveggina og múrhúða síðan yfír hálminn. Þetta var gert til þess að múrhúðin héldist föst við timburklæðninguna. Síðar var far- ið að nota vímet sem neglt var upp á vegginn og var það yfírleitt notað þegar múrhúðað var utan á timburhús. Bárujárn rifið af Húsin voru mörg klædd að utan með tjörupappa en einnig voru mörg klædd bárujárnsplötum. Þegar ákveðið hafði verið að múr- húða timburhús að utan var al- gengt að byrjað væri á að rifa bárujámið af húsinu, ef það var þá klætt bárajárni. Veggir voru svo klæddir með nýjum tjörupappa og vírneti áður en múrhúðunin hófst. Það kom alloft fyrir að hús sem vora bárujámsklædd fengu að halda jámplötunum þannig að múrað var utan á þær. Þegar árin liðu kom í ljós að timburhús skemmdust töluvert af fúa sem myndaðist í timbrinu undir múr- skelinni. Sprangur komu í múr- húðina, vatn komst inn á milli en loftrúm vantaði á milli múrkáp- unnar og tjörapappans. Á þeim húsum sem múrhúðuð vora utan á bárajám þótti fara mikið púsningarefni vegna þess hve lágbárurnar þurftu mikla upp- fyllingu til þess að yfírborðið gæti verið jafnt og slétt. Aftur á móti hefur komið í ljós að fúaskemmdir era mun minni í trévirki þeirra húsa sem hafa bárujárn undir múrskelinni. Loftrásin undir há- báranum mun hafa bjargað frá töluverðum fúakemmdum, enda þótt þær skemmdir séu oftast ein- hveijar. Með þessari smiðjugrein fýlgja myndir af sögufrægu timburhúsi sem stendur við Thorvaldsens- stræti við Austurvöllinn í hjarta Reykjavíkur. Eigandi þessa húss er nú Póstur og sími. Það er notað fyrir skrifstofur og mötuneyti starfsfólks Pósts og síma við Kirk- justræti. Nokkuð ber á fúaskemmdum, einkum eru þær áberandi niðri við sökkulinn á hornunum. Óhætt er að segja að á mörgum timburhús- um hafí múrkápan verið ógæfa húss af því að hún hefur beinlínis valdið fúa í timbrinu sem undir er. Þrátt fyrir þennan dóm er aldr- ei hægt að slá neinu föstu um hversu víðtækar fúaskemmdir eru undir múrkápum húsa. Það sést ekki fyrr en múrhúðin hefur verið brotin af veggjunum. Allir, sem fengist hafa við að | Húsbréfaviðskipti Hjá okkur nýtur þú ávallt hagstæðs verðs og góðrar ráðgjafar í húsbréfaviðskiptum. Vettvangur húsbréfaviðskipta. L 9 Landsbanki LANDSBRÉF HF. íslands Löggilt veröbrófafyrirtæki. Banki aiira landsmanna Aöili aö Veröbréfaþingi íslands. Landsbréf hf. cfu viðskiptavaki húsbréfa skv. sérstökum samningi við Húsnæðisstofnun ríkisins. HÉR er húsið Thorvaldsensstræti 2 í sinni upprunalegu mynd. Myndin var lánuð úr myndasafni Árbæjarsafns. gera við gömul hús, vita að skemmdir era venjulega mun meiri en sjáanlegt er, áður en viðgerð hefst. Ég er sjálfur þeirrar skoðun- ar að í flestum tilvikum muni við- gerð samt borga sig. Ég hefi nefnt það fyrr í smiðjugrein að mér fínn- ist of rík tilhneiging hjá okkur hér heima að dæma hús ónýt ef þau era orðin gömul og lúin og að vilja þá bijóta þau niður og byggja nýtt í staðinn. Viðgerð getur kost- að jafnmikið og að byggja nýtt hús, er oft sagt þegar slík mál eru rædd. I þeirri umræðu gleymist oft að gamla húsið getur orðið helmingi verðmætara þegar það fær að standa og hefur hlotið fal- lega viðgerð, heldur en nýtt hús hefði kostað. Kvennaskólinn gamli Hér að framan hefi ég rætt al- mennt um þau hús sem byggð voru úr timbri og fengu síðar múrhúðun utanvert. Myndirnar sem fylgja hér með eru af húsi sem byggt var 1878 við Thorvaldsenstræti 2. Það voru hjónin Thora Gríms- dóttir og Páll Melsted sagnfræð- ingur sem létu byggja þetta hús. Helgi Helgason, trésmiður og tón- skáld, sá um bygginguna og teikn- aði húsið. Eins og við sjáum á gömlu myndinni var þetta fallegt og stórt hús. Þetta hús var byggt sem íbúðarhús þeirra hjóna en einnig var það skólahús Kvenna- skólans, sem frú Thora Melsted stjórnaði. Kvennaskólinn hóf starfsemi sína 1874 í húsi sem stóð á sömu lóð. Páll Melsted keypti það hús 1846. Mörgum þótti hið nýbyggða hús Kvennaskólans með fegurstu hús- um Reykjavíkur. Húsið stendur á kjallara hlöðnum úr tilhöggnu gijóti og var allt kalk sem notað var í húsið unnið úr Esjunni. Árið 1909 flutti Kvennaskólinn í nýtt hús að Fríkirkjuvegi 9. Eft- ir að skólinn var fluttur burt og Páll Melsted látinn, 1910, þá 97 ára, eignaðist Hallgrímur Bene- diktsson húsið. Þóra Melsted varð einnig há- öldrað, hún lést 1918, 95 ára að aldri. Húsinu breytt Árið 1941 eignaðist Sjálfstæðis- flokkurinn þetta hús. Þá var því breytt mikið, byggt við það og það múrhúðað að utan. Landssími ís- lands eignaðist húsið 1968 og hef- ur notað það eins og segir hér í upphafi. . I húsi þessu sjáuin við talandi dæmi um hvort það var til bóta, hvað útlit og endingu timburs í slíku húsi snerti, að múrhúða það. Alþingi kostar nú viðgerð tveggja húsa sem það á við Kirkju- stræti. Sú viðgerð dregur athygli að öðram húsum á þessum slóðum og verður vonandi hvati að viðgerð fleiri af þessum húsum frá gömlu dögum Reykjavíkur. Heimildir: Reykjavík, Sögustaðir við Sund, e. Pál Líndal og Kvosin, höf. Guðmundur Ingólfsson, Guðný Gerður Gunnarsdóttir og Hjörleifur Stefánsson. HÆGT er að leigja Masterhall stálgrindarhúsin frá Electrolux hjá umboðinu á íslandi, Arnarhúsum hf. Stálgrindarhús til leigu Ý gerð stálgrindahúsa frá Eléctrolux er nú fáanleg hélendis hjá umboðsaðilanum, Arnarhúsum hf. og er hugmyndin að bjóða þau til leigu til lengri eða skemmri tíma. Húsin eru hönnuð með það fyr- ir augum að vera ódýr og fljótleg í uppsetningu og hefur reynslan sýnt að þriggja til fjögurra manna vinnuflokkur getur reist 300 til 500 fermetra á dag en húsin eru í stöðluðum einingum. Forráðamenn Arnarhúsa segja þessi nýju stálgrindarhús, Master- hall, tilvalda til uppsetningar fyrir þá sem þurfa til dæmis að bæta við sig húsnæði tímabundið og sem má stækka eða minnka eftir þörf- um. Segja þeir þennan leiguval- kost Electrolux hentugan og geti sparað kostnaðarsaman flutning, fjárfrekar viðbyggingar eða fjár- festingar í húsnæði sem ekki er vitað hvort þörf sé á til lang- frama. í boði verða í upphafí tvær útgáfur, 12 og 15 metra breiðar með fjögurra metra vegghæð og fást þessar einingar í hvaða lengd- um sem er í margfeldi af þriggja metra einingum. Húsin eru klædd PVC eða stálklæðningu. NORÐURBRAUT 13 í Hafn- arfirði er til sölu hjá Eigna- miðluninni og á að kosta 10,9 millj. kr. Hús við Norðurbraut í Hafnarfirði Til sölu er húseignin Norðurbraut 13 í Hafnarfirði hjá Eigna- miðluninni. Að sögn Stefáns Hrafns Stefánssonar er hús þetta reist árið 1932. „Þetta er járnklætt timbur- hús á tveimur hæðum og stendur á steinkjallara," sagði Stefán. „Hús þetta er nánast óbreytt frá því það var reist og hefur furðan- lega haldið útliti og skipulagi eins og það var í upphafi. Því hefur hins vegar verið haldið mjög vel við alla tíð. Aðeins tveir eigendur hafa átt húsið, sá fyrri frá upphafi og fram undir þetta. Á fyrstu hæð hússins er hol, þijár stofur og eldhús, á hæðinni er góð lofthæð. Á annarri hæð eru þrjú stór herbergi og bað- herbergi. Geymsluris er yfir þeirri hæð. I kjallara eru geymslur, þvottahús og vinnuherbergi. Heild- arfermetrafjöldi er 185 fermetrar. Staðsetning þessa húss er ein- stök, það stendur í hraunjaðri, með fjögurra metra háum „álfakletti" í miðjum garði sem er vel gróinn. Þar eru m.a. mjög margir rifsbeijar- unnar. Norðurbraut er vel staðsett í gamla bænum í Hafnarfírði, þaðan er stutt í alla þjónustu og skóla. Verð hússins er ákveðið um 10,9 millj. kr. og áhvílandi eru 5,2 millj. kr. í húsbréfum." FASTEIGNA- SÖLUR í BLAÐINU í DAG Agnar Gústafsson bls. 7 Ás bis. 28 Ásbyrgi- bls. 21 Berg bls. 28 Borgareign bls. 22 Borgir bls. 8 Brú bls. 11 Eignamiðlun bls. 10-11 og 17 Eignasalan bls. 18 09 22 Fasteignamarkaður bls. 14 Fasteignamiðlun bis. 26 Fasteignamiðstöðin bls. 25 Fold bls. 5 Fjárfesting bls. 23 Framtíðin bls. 27 Garður bls. 12 Gimli bls. 13 Hátún bls. 8 Hóll bls. 24 og 25 Hraunhamar bls. 20 Húsakaup bls. 4 Húsvangur bls. 3 Kjörbýli bls. 11 Kjöreign bls. 9 Laufás bls. 27 Óðal bls. 6 Sef bls. 18 Skeifan bls. 7 Stakfell bls. 12 Valhöll bls. 19 Þingholt bls. 1 5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.