Morgunblaðið - 15.09.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.09.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1995 D 17 ‘'irnm. ÚTIVISTARSVÆÐI LINOASKÓLI ’’ VÉ'HSLUN / ÞJÓNUSTA fHAMHAÍOSSKÓLI VESTURHLUTI IBÚÐARSVÆÐÍ NORÐAN muMRÍT FÍFUHVAMMRJ ANR?i ; PÍPl iw\/a MMexVcri Á ra Vönduð íbúð ffyrir einstakl- inga Til sölu er hjá Þingholti um 100 fermetra íbúð á Laufásvegi 6. „Þetta er draumaíbúð pipar- sveinsins eða hinnar „sjálfstæðu konu“, sagði Kristján Kristjáns- son hjá Þingholti í samtali við blaðamann Fasteignablaðs Morg- unblaðsins. „Það má segja að þessi íbúð sé mjög opin. Það sem gerir hana að draumaíbúð fyrrnefndra aðila er staðsetningin, bein og breið leið niður í miðbæinn. Ekki síður ber að nefna íburðinn, sem er töluverður, flísar og granít og gólfum, marmari á baðherbergis- veggjum og stafaparket stofu, borðstofu og svefnherbergisgólf- um. Út frá stofu er sólskáli, allt er þar flísalagt í hólf og gólf. Þaðan er hægt að ganga út í garð, þar sem er stór, yfirbyggður heitur pottur þar sem um tuttugu manns geta baðað sig samtímis. Garðurinn er allur girtur hárri girðingu. Eitt hið glæsilegasta í íbúðinni er þó eldhúsið. Ofan á borðum eru granítplötur, heimilis- tæki eru vönduð, gas, grill og postulínshellur. Tvöfaldur ísskáp- ur með sérstakri „klakavél". Yfir hundrað halogenljós lýsa upp íbúðina. Þá má nefna arininn í stofunni, sér skáp fyrir hljóm- flutningstæki sömuleiðis í stofu og innbyggða hátalara þar og á baði. Á síðarnefnda staðnum er búið að koma haganlega fyrir þvottavél og þurrkara í glerskáp með lituðu gleri. Það er einnig litað gler í öllum gluggum þannig að ekki sést inn i íbúðina." íbúð þessi er í raun svokölluð „stúdíóíbúð", þ.e. eitt stórt her- bergi með eldhúsi og baði, en hægt er að stúka af svefnher- bergi ef vill. Ásett verð er 10,5 millj. kr. og áhvílandi lán geta fylgt. LINDIR II er hverfið til hægri á þessari teikningu og en það er nú tilbúið til úthlutunar. Lindir III er lengst til vinstri. um þær. En hvaða þjónusta verður í þessu þijú þúsund manna hverfi þegar það verður fullbyggt? „Lindir I, II og III mynda eitt skólahverfi og er gert ráð fyrir grunnskólabyggingu í miðri íbúða- byggðinni og liggur skólalóðin að helsta útivistarsvæðinu. Meirihluti barna á svæðinu á að geta gengið í skólann án þess að þurfa að fara yfir umferðargötu. Þá er gert ráð fyrir leikskóla sem einnig liggur að útivistarsvæðinu og litlum verslun- arkjarna en síðar má gera ráð fyrir að á reit vestan þessa svæðis verði byggður upp frekari verslunar- og þjónustukjarni og jafnvel fram- haldsskóli." Lindir Búið er að ákveða nöfn á götur í hverfínu Lindum II og eru það ailt „lindir" svo sem Galtalind, Haukalind, Hljóðalind, Hveralind, Geislalind, Jöklalind, ísalind og Iða- lind svo dæmi séu tekin. Safngatan sem liggur í boga um hverfið heitir Hlíðardalsvegur en um hann munu vagnar Almenningsvagna aka. Fimm eldri einbýlishús eru í hverf- inu og verða þau látin falla eðlilega að hinni nýju byggð. Eitt þeirra, Tunga, er í tijágarði syðst í útivist- arsvæðinu en þar er gert ráð fyrir gæslu- og leikvelli. Verið er að aug- lýsa lóðirnar til úthlutunar og gert er ráð fyrir að þær verði byggingar- hæfar í apríl. „Eg vona að hér hafí tekist að skipuleggja góða íbúðabyggð þar sem hægt verður að blanda saman ólíkum húsagerðum enda hefur verið reynt að hafa fjölbreytileikann að leiðarljósi auk þess sem útivistarmöguleikar eru góðir. Þetta hverfi er mjög miðsvæð- is á höfuðborgarsvæðinu og sam- göngur til allra átta mjög góðar,“ segir Málfríður að lokum. SJÖ raðhús við Selásbraut 42 til 54 eru til sölu hjá Húsvangi. Sjö nýbyggð rað hústilsöluíÁr- bæjarhverfi TIL SÖLU eru sjö raðhús hjá Húsvangi við Selásbraut 42 til 54 í Árbæjarhverfi í Reykjavík. Að sögn Geirs Þorsteinssonar hjá Húsvangi eru þessi hús frá 180 fermetrum upp í 212 fermetra að stærð, fýrir utan bílskúr, en hveiju húsi fylgir 18,5 fermetra bílskúr. „Húsin eru við það að verða tilbúin til innréttingar. Þau eru einangruð utanfrá og hraunuð og skilast með málaða steinfleti,“ sagði Geir. „Innkeyrsla að húsun- um er malbikuð og hellulagt frá dyrum að malbiki. Að öðru leyti er lóðin grófjöfnuð. Þessi hús eru mismunandi. Norður- og suðurend- ar hafa sólskála og mun stærri lóðir. Norðurendinn, sem er 213 fermetrar að stærð kostar 12,44 millj. kr. Suðurendi, sem er 194,5 fermetrar, kostar 11,9 millj. kr. Hús nr. 42 til 48, að báðum með- töldum, eru þannig úr garði gerð að möguleiki er á milliloftum, 36 fm að stærð. Það pláss gæti nýst sem fjölskylduherbergi. Umrædd hús kosta 11,44 millj. kr. Hús nr. 50 og 52, sem eru 181,5 fermetr- ar, kosta 10,8 millj. kr. Svalir eru að austan og vestan- verðu á húsunum og fallegt útsýni er til vesturs. Hús þessi eru inni í miðju, grónu hverfi, þar sem eru verslanir og skólar. Áhvílandi á húsunum eru nú þegar sex millj. kr. í húsbréfum til 25 ára með 5,1 prósent vöxtum. Upphaflega voru þessi hús teiknuð sem verslunar- hús, en á byggingartímanum var nýtingu þeirra breytt í núverandi form. Það var gert samkv. teikn- ingum Arkitektastofu Finns og Hilmars og Verkfræðistofu Sigurð- ar Thoroddsens. Byggingaraðilinn heitir Jón Gunnar Björnsson raf- virkjameistari." KAUP A FASTEIGN ER ÖRUGG FJÁR- FESTING Félag Fasteignasala r ♦ ♦ ♦ EIGMMTOLUMN - Abyrg þjónusta í áratugi. H/. F Sími: 588 9090 Síðumúla 21 Skiphoit 7 . : ■ 1 rg! ■■■ i i ■ i1 íwj IH ■jP'v • ■MH j > | 1 nj Vorum að fá í einkasölu alla eignina nr. 7 viö Skipholt í Reykjavík. Um er að ræða verslunarhúsnæði á götuhæð ásamt lagerhúsnæði og porti samtals um 420 fm. Einnig 2. og 3. hæð hússins, hver hæð um 257 fm. Götuhæð er fullbúin en 2. og 3. hæð tilb. u. tréverk með nýju gleri, ofnum og rafmagni. Hagstætt verð og greiös- lukjör. Eignin er laus nú þegar. 5276 Lagerhúsnæði við Faxafen til sölu r. Æíst.,,:-. ... - ; ' í TÍ sölu um 820 fm úrvals húsnæðl (I kjallara) með vönduðum frágangi, mikilli lofthæð og góðri aðkeyrslu. Hentar vel sem lager og fyrir léttan iðnað. Plássið er laust nú þegar. Góð greiðslukjör. 5275. \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.