Morgunblaðið - 14.10.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.10.1995, Blaðsíða 1
• Hin íslenska klassík/3 • Trójudætur í rústum Iðnós/6 • Nóbelsskáld í Krísuvík/12 MENNING LISTIR PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 1995 BLAÐ Luciano Pavarotti sextugur Reuter Sungið um Drakúla TÉKKNESKU leikararnir Dan Hulka, í hlutverki Drakúla greifa, og Magda Mala sem Loreanne syngja lokatriðið í nýjum söngleik um greifann ógnvænlega, sem var frumsýnd- ur í menningarhöllinni í Prag í gærkvöldi. Ætlar að láta skynsemina lönd og leið Reuter. ÍTALSKI tenórinn Luciano Pavar- otti kveðst ætla að láta skynsem- ina lönd og leið í tilefni þess að hann er nýskriðinn á sjötugsaldur- inn, og syngja í óperu Donizettis, „Dóttir herdeildarinnar" í, Metro- politan-óperunni í New York. Pa- varotti þreytti frumraun sína í sömu óperu í Covent Garden í London árið 1966. „Ég hlýt að vera genginn af göflunum," sagði Pavarotti á blaðamannafundi í vikunni, en í óper- unni þarf hann að fara níu sinnum upp á háa C-ið. Segist Pavarotti ætla að ná þeim öllum. „Ég nýt þess að taka áhættu og sex- tugsaldurinn virð- ist mér vera sá rétti til að láta til skarar skríða." Pavarotti, sem varð sextugur í gær, kveðst end- urnærður, nýkom- inn af heilsuhæli þar sem hann „yngdist um tíu ár“ og er einnig nokkrum kílóum léttari. Gat hann ekki á sér setið að ráðast á fjöl- miðla, sem hafa fullyrt að hann eigi í ástarsambandi við einkarit- ara sinn. Sagði hann blaðamenn hafa gert lí£ sitt að sápuóperu, en hann og eiginkona hans hafa þver- tekið fyrir að erfiðleikar séu í hjónabandinu. Það eina sem tenórir.n viður- kennir að hann eigi í „ástarsam- bandi“ við, að eiginkonunni og ít- alskri matargerð frátaldri, er áhætta. Segir hann það myndi vera leiðinlegt og of auðvelt að halda sig við vinsælustu óperurn- ar. Því hyggst hann fara með hlut- verk Óþellós í uppfærslu Covent Garden á næsta ári, en fá hlutverk eru eins krefjandi og það. Pava- rotti kveðst þó ekki ætla að hætta tónleikahaldi, innandyra sem utan, en það á ekki hvað sístan þátt í vinsældum hans. I tónleikahaldinu ber líklega hæst tónleikaferð hans, Placido Domingps og José Carre- ras, sem hefst um mitt næsta ár. Hyggjast tenórarnir syngja í fimm stórborgum, fyrir um 300.000 manns á hverjum stað. Hljóðbók- ináallra vörumí Frankfurt Frankfurt. Reuter. MESTI vaxtabroddurinn í útgáfu um þessar mundir er í hljóðbókum og á bókasýningunni, sem nú er haldin í Frankfurt í Þýskalandi, hefur þessi angi bókaútgáfu notið óskiptrar athygli. „Við erum í uppáhaldi í útgáfu- heiminum vegna þess að umsvif okkar vaxa jafnt og þétt um 10 til 20 af hundraði á ári,“ sagði Seth Gershel, fulltrúi bókaforlags- ins Simon and Schuster í New York. Margir kjósa nú að njóta bók- mennta með því að hlýða á þær, hvort sem þeir eru úti að skokka eða sitja fastir í umferðarteppu. Rithöfundar voru í upphafi efins um ágæti þessa miðils, en nú hafa þeir látið sannfærast. BBC hefur náð forystu Útgáfa hljóðbóka er mikil á Bretlandi og þar hefur breska út- varpið, BBC, náð forystu með því að nýta víðfemt safn sitt af hljóð- upptökum. Eigendur bókaverslana hafa verið seinir að taka við sér í dreif- ingu hljóðbóka, en ýmsir halda því fram að það muni fljótt breytast. Talsmaður Samtaka hins talaða orðs á Bretlandi viðurkennir að hljóðbókin veiti aðeins reykinn af réttunum. Allajafna er hljóðbók um þijár klukkustundir að lengd. Metsöluhöfundar á borð við njósnasagnahöfundinn John Le Carre geta búist við að 100 þús- und manns festi fé í lestri þeirra á hljóðbók. Árleg Menningarverðlaun The American-Scandinavian Foundation veitt í New York HELGI Tómasson, listrænn stjórnandi San Francisco dans- flokksins, tók í vikunni við Menningarverðlaunum The American-Scandinavian Fo- undation í New York. Verðlaun þessi eru veitt i því skyni að heiðra einstaklinga sem hafa með framlagi sínu til menningar og lista eflt veru- lega tengsl Norðurlandanna við Bandarikin. Helgi tók við verðlaununum úr hendi Alberts C. Bellas stjórnarformanns Bandaríska ballettskólans við hátíðlega at- höfn á Waldorf Astoria hót- elinu. Viðstödd athöfnina voru norsku konungshjónin Harald- ur og Sonja auk um níu hundr- uð annarra gesta. „Það er virkilega ánægjulegt að vera heiðraður af þessu fé- lagi,“ segir Helgi sem kveðst Helgi Tómasson heiðraður fyrst og fremst líta á þessi verð- laun sem viðurkenningu fyrir starf sitt sem ballettdansari, listrænn stjórnandi og danshöf- undur í Bandaríkjunum í lið- lega þrjátíu ár. I ár féllu verðlaunin jafn- framt sænsku sópransöngkon- unni Birgit Nilsson og danska listamanninum Bjorn Wiinblad í skaut. Helgi kveðst kunna vel við sig í þeim félagsskap enda eigi þessir rosknu listamenn glæstan feril að baki. Helgi lagði stund á dansnám á íslandi, í Danmörku og Banda- r ikjunum. Hann dansaði með Joffrey og Harkness dansflokk- unum áður en hann gekk til liðs við New York City dansflokkinn sem einn af aðaldönsurunum árið 1970. Helgi tók við list- rænni stjórnun San Francisco dansflokksins sumarið 1985 og undir hans stjórn hefur flokk- urinn öðlast viðurkenningu á alþjóðlegum vettvangi. Helgi hefur einnig getið sér gott orð sem danshöfundur í seinni tíð. Helgi hefur sem endranær í mörg horn að líta nú um stund- ir. í lok mánaðarins liggur leið hans á ný til New York en San Francisco dansflokkurinn mun efna þar til nokkurra sýninga. Flokkurinn verður í Los Ange- les í nóvember og á heimavelli í desember. Reutcr VERÐLAUNAHAFAR The American-Scandinavian Foundati- on: Helgi Tómasson ásamt Birgit Nilsson og Bjorn Wiinblad.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.