Morgunblaðið - 14.10.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 14.10.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 1995 C 9 Nýjar bækur Einkalíf plantna eftir David Attenborough í DAG laugardag kemur út á vegum bókaútgáfunnar Skjaldborg hf. bókin Einkalíf plantna eftir David Attenborough. í kynningu segir: „í bókinni sýn- ir David Attenborough okkur heim náttúrunnar svo ljóslega og af slík- um áhuga að fáir rithöfundar og kvikmyndagerðamenn hafa leikið það eftir. Bækur hans og sjónvarps- myndir eru í fremstu röð og hafa reynst einn mesti fróðleiksbrunnur á seinni hluta 20. aldar. Einkalíf plantna er þungamiðja í verkum hans, grunnur að öllu sem hann hefur rannsakað hingað til. Án plantna yrði enginn matur á jörðinni, engin dýr af nokkru tagi, ekkert líf. Plönturnar lifa þó lengst- um í sínum eigin heimi og við vitum sáralítið um hvað gerist þar. Ástæð- an er fyrst og fremst tímamunur. Plöntur mæla tímann á allt annan hátt en við. Enda þótt við sjáum það ekki með berum augum, eru þær á sífelldri hreyfingu. Þær ná þroska, lenda í átökum, veijast óboðnum gestum eða nágrönnum eða nýta sér þá, keppast um að ná í fæðu, stækka umráðasvæði sitt, fjölga sér og komast á sem bestan stað í sólinni. Við þurfum bara að læra að nota augun. I þessari bók og sjónvarpsþáttum sínum, notar David Attenborough svo sannarlega augun. Hann veitir okkur innsýn í líf plantna um allan heim. Það sést m.a. af kaflaheitun- um: 1 Fræ eru ferðalangar 2 Vöxtur og næring 3 Blómgun 4 Keppni um lífsgæði SVEPPAMYND úr bókinni. 5 Sambýli 6 Baráttan eilífa." Sjónvarpsþættir hafa verið gerð- ir eftir bókinni og verða þeir teknir til sýninga í ríkissjónvarpinu 20. nóvember nk. „Höfundurinn, David Attenboro- ugh, fékk áhuga á náttúrufærði þegar í bernsku. Hartn fylgdist með fuglum og safnaði steingervingum í sveitunum kringum Leicester, heimabæ sinn. Eftir nám í Cam- bridge og tveggja ára þjónustu í þreska flotanum vann hann um tíma hjá útgáfufyrirtæki í London, áður en hann gekk til liðs við breska sjónvarpið, sem þá sýndi á einni rás í svart-hvítu. Næstu ár gerði hann Zoo Quest myndirnar vinsælu og var framleið- andi þátta af öllu tagi, jafnt stjórn- málaútsendinga og ballettsýninga. Hann hætti 1965 til að taka loka- próf í mannfræði. En BBC krækti í hann á ný og hann varð yfirmað- ur Rásar 2 sem þá hafði starfað í tæpt ár. Hann stóð sig frábærlega, var frumkvöðull að litasjónvarpi í Bretlandi og framleiddi þætti eins og Civilisation og The World About Us. Árið 1969 stjórnaði hann báð- um rásum breska ríkissjónvarpsins. Hann hætti stjórnunarstörfum að fullu árið 1973 og sneri sér að því að skrifa og kvikmynda. Meðan hann vann að fyrsta verkefninu sökk hann upp að hné í leðurblöku- skít í helli á Borneó. „Það var betra en allt hitt,“ sagði hann. Upp frá því hafa bækur hans og sjónvarps- þættir farið sigurför um heiminn. Sir David er stjórnarmaður í Brit- ish Museum, heiðursfélagi í Clare College í Cambridge og félagi í Konunglega bregka vísindafélag- inu,“ segir ennfremur í kynningu. í tilefni af útkomu bókarinnar hefur Skjaldborg hf. boðið David Attenborough til landsins og mun hann árita bókina í Kringlunni mánudaginn 16. október, frá kl. 16 - 18 og í Bókalagernum, Ármúla 23, þriðjudaginn 17. október, frá kl. 10 - 12. Bókin Einkaiíf plantna er 320 bls. með 275 litmyndum. Óskar Ingimarsson sá um íslenska þýð- ingu. Umbrot og frágangur: Skjald- borg hf. Bókin er unnin hjá Bath Press í Skotlandi. Til áramóta verður bókin seld á kynningarverði, kr. 3.960 (4.950 frá áramóturn). BUBBI við eitt verka sinna. Bubbi sýnir skúlptúra í Gallerí Fold SÝNING á skúlptúrum eftir Bubba, Guðbjörn Gunnarsson, í Gallerí Fold við Rauðarár- stíg verður opnuð í dag kl. 15. Bubbi er fæddur 1948. Hann nam húsgagnasmíði við Iðnskólann í Reykjavík og lauk þaðan prófi 1970, en áður stundaði hann nám við Myndlistaskólann við Freyju- götu. Árið 1989 hóf hann nám við Myndlista- og handíðaskóla ísíands, en árið eftir fór hann til Bretlands og næstu árin nam hann við The Notting- ham Trent University og lauk þaðan prófi 1993. Á árinu 1994 fór hann í tvær náms- ferðir til Scottis Sculpture Workshop Lumsden í Skot- landi, meðal annars til að kynna sér bronssteypu. Á sýningunni í Gallerí Fold eru verk unnin með blandaðri tækni, úr bronsi, steini, gleri, járni og tré. Ennfremur eru skýringarmyndir sem sýna lauslega vinnsluferil við bronssteypu. Meginviðfangs- efni í verkum Bubba er hrika- leg en fögur náttúra íslands. Þetta er fjórða einkasýning Bubba, en hann hefur einnig tekið þátt í nokkrum samsýn- ingum. Sýningunni lýkur 29. októ- ber. Opið er daglega kl. 10-18 nema sunnudaga kl. 14-18. Pattstaða nýlistarimiar Þar sem svört nóttín er hvít MYNPLIST Nýlistasafnið BLÖNDUÐ TÆKNI OG MÁLVERK Samsýning Opið alla daga kl. 14-18 til 15. okt. Aðgangur ókeypis í SÖLUM Nýlistasafnsins stend- ur nú yfir sýning sjö austurrískra listamanna, sem eiga það sameigin- legt að vera á svipuðum aldri (um fertugt) og að vinna í þeim alþjóð- lega anda hugmyndalistanna, sem erlendir gestir Nýlistasafnsins tengjast einatt. Þessu til áréttingar má vísa til orða fréttatilkynningar um sýninguna um það sem þessir listamenn eru að fást við: „Þeir eiga allir sammerkt að tak- ast á við spurninguna um stöðu listamannsins og listaverksins nú í lok 20. aldarinnar. Svörin sem þau gefa í listsköpun sinni við þessum áleitnu spurningum eru afar mis- munandi, enda sprottin úr reynslu- heimi hvers og eins.“ Mjög samsvarandi ábendingar hafa heyrst oft áður, og væri ekki í frásögu færandi nema fyrir það að þær hljóta að eiga með einum eða öðrum hætti við alla hugsandi listamenn. Slíkir leitast þó ætíð við að færa í mynd eigin hugmyndir og vangaveltur á því formi, sem nær að skapa persónulegan stíl í verkum þeirra, og er oft byggður á þeim menningararfi, sem viðkom- andi hefur alist upp við á sinni heimaslóð. Verk þeirra Erwins Bohatsch, Wolfgangs Pavlik, Erichs Praschak, Ingeborgar Strobl, Josefs Trattner, Hans Weigand og Erwins Wurm á sýningunni hér bera hins vegar ekki með sér að heyra til þjóðlegri menn- ingu eins lands fremur en annars; það yfirbragð sem hér er mest áber- andi er fyrst og fremst endurtekning á því sem oft hefur sést áður á þeim alþjóðavettvangi, sem gjarna hefur verið kenndur við hinn nýja skóla- brag myndlistarinnar. Til að gefa sýningargestum örlít- ið betri innsýn í hvað liggur að baki verkum þeirra hefði listafólkið hæglega getað útbúið sýningarskrá til að fylgja framkvæmdinni. Þau kusu að gera það ekki, og er það miður. Hins vegar liggja frammi í setustofu ýmsar skrár frá sýningum þeirra flestra frá undangengnum árum, og þar má finna ýmsan fróð- leik um þá myndhugsun, sem býr að baki hverju sinni, hafi menn áhuga á. Hér er ekki ástæða til að rekja framlag hvers og eins, enda flest kunnuglegt. Helst ber að benda á myndverk Ingeborgar Strobl og myndbandaverk Erwins Wurm, sem hafa bæði til að bera nokkurn neista þeirrar kímni, sem nægir til að lyfta brúnum gesta; flest annað er hvoru tveggja í senn, alvara og leiðindi. Talvert er nú farið að bera á umræðum á alþjóðavettvangi list- anna sem hníga í þá átt að þær bylgjur nýlistanna, sem risu hvað hæst á áttunda og níunda áratugn- um, undir samheiti hugmyndalista, naumhyggju og póst-módernisma af öðru tagi séu sem óðast að fjara út; þar sé ekki lengur neitt nýtt að finna - menn bíði nú einfaldlega þess að sjá hvað muni taka við. Þessi pattstaða nýlistarinnar verður vel ljós af þessari sýningu frá Austurríki. Hér eru eigingjarnar vangaveltur (þ.e. um stöðu lista- mannsins og listaverksins í nú- tímanum) útfærðar með ópersónu- legum hætti á alþjóðlega vísu, en ekkert snert við þeim spurningum sem hljóta að skipta öllu meira máli: hvert er listaverkið - og hef- ur það enn eitthvert gildi fyrir sam- félagið í lok 20. aldar? Eiríkur Þorláksson BÓKMENNTIR Ljóð LITABÓK eftir Þorstein J. Eigin útgáfa - hand- skrifuð, Reylqavik, 1995. ÞAÐ er í sjálfu sér rómantísk hugmynd og bernskt afturhvarf til fortíðar á tímum margmiðlunar að láta sér detta það í hug að handskrifa ljóðabók í hundrað eintökum og gefa út. Ef til vill er þetta aðferð til að andæfa tæknihyggju, firringu og afmáun pers- ónulegra drátta í fjölda- framleiðsluheimi nútím- ans. Þó er þetta engan veginn boðskapur eða hneigð Litabókar Þor- steins J. Vilhjálmssonar. Það er miklu fremur að andófið felist í athöfn- inni - og raunar hefur Þorsteinn áður farið óvenjulegar leiðir í út- gáfu verka sinna. Þar er skemmst að minnast snældunnar Stopp- mynda sem út kom fyrir nokkrum árum. Efni bókarinnar er reyndar bundið róman- tískum og bernskum reynsluheimi. Öll ljóðin, 23 að tölu, fjalla um tilveruna séða með aug- um ungs drengs sem er á vissan hátt umvafinn birtu engla og ætt- ingja en sér einnig inn í myrkraver- öld hinna fullorðnu þar sem breyskleikinn og þjáningin eru ávallt nærri. Vegferðin um reynsluheim bamsins er því jafn- framt tilvistarleg könnun. Styrkur Þorsteins J. er ekki síst fólginn í einfaldleika. Ljóð hans eru byggð upp sem ljóðmyndir. Þær draga upp myndbrot eða leift- ur af veruleika barnsins og skapa í heild sinni sterka og tvíræða heild. Þótt sumar myndirnar minni dálítið á biblíumyndir æskunnar myndast einnig spenna milli til- beiðslukennds trúnaðartrausts barnsins og innsýnar inn í harðan veruleikann. Sú spenna er þó gefin til kynna með hófstilltri og naumri frásögn þar sem meira er gefið í skyn en sagt berum orðum. Við skynjum fremur en skiljum að bibl- íumyndaráferðin á veruleika drengsins eru viðbrögð hans við harðneskju heimsins, draumsýn um betra líf eins og móðir hans óskar honum í einu kvæðanna: Eg fmn þegar þú leggur lófann fast yfir vangann á mér, og hvíslar, Hér áttu ekki framar heima. Sofnaðu nú og vaknaðu þar sem svört nóttin er hvít. Já mamma hugsa ég, því ég á ekki lengur tár til að segja nokkurn skapaðan hlut. Og þótt ég hringdi þama uppi hjá þér guð, svaraðir þú trúlega ekki bjöllunni. Tvenns konar stílbrögð ein- kenna ljóðheim Þor- steins. Hann grípur stundum til ýkjustíls eða ofhvarfa til að ná fram ákveðnum hughrifum. í einu kvæði segir að í herberginu hans afa innst inni í ganginum sé „svo mikið ljós að það kæmist ekki fyrir / í mörgum mörgum dög- um“. Og markviss notk- un litaorða gegnir svip- uðu hlutverki: „Mikið er himinninn / dæmalaust blár / í kvöld. / Svona ljós / þarna uppyfir fjall- inu / og alveg svartur / útyfir sjónum." Þor- steinn hefur gott vald á þessum stílbrögðum og þau hæfa efninu vel enda væri bókin varla trúverð- ug litabók drengs án slíkra miðla. Þorsteini hefur hér tekist allvel að draga upp eftirminnilega mynd af veruleikanum séða í gegnum augu barns. En umfram allt er Litabók hans hjartahlý bók og full með væntumþykju. Skafti Þ. Halldórsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.