Morgunblaðið - 14.10.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.10.1995, Blaðsíða 8
8 C LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Barna- og fjölskyldutónleikar Sinfóníuhljómsveitar Islands BARNA- og fjöl- skyldutónleikar Sin- fóníuhljómsveitar ís- lands, með þátttöku Bamakórs Biskups- tungna og Skólakórs Kársnesskóla, verða haldnir í Háskólabíói í dag kl. 14.30. Á efn- isskránni eru Síðasta blómið eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Ball- etttónlist úr Eldfugl- inum eftir Igor Stra- vinskíj, Sagan af litla fílnum Babar eftir Francic Poulenc í þýð- ingu Huldii Valtýs- dóttur og Úr söngva- seiði eftir Rodgers og Hammer- stejn. í kynningu segir: „Sinfóníu- hljómsveit Islands er hljómsveit allra landsmanna og allra aldurs- hópa. Til að staðfesta það heldur hljómsveitin meðal annars sérstaka Bama- og fjölskyldutónleika þar sem vonast er til að böm og að- standendur þeirra geti átt saman ánægjustund. Hljómsveitarstjórinn Bernharður Wilkinson á ættir sínar að rekja til Bretlands og Færeyja en er nú ís- lenskur ríkisborgari. Fyrir tuttugu áram réðst hann til Sinfóníuhljóm- sveitar íslands sem flautuleikari og hefur hann starfað þar síðan. Auk þess að starfa í S.í. hefur Bernharð- ur stundað kennslu, leikið kammer- músík, en hann er m.a. félagi í Blásarakvintett Reykjavíkur, stjómað ýmsum kóram og hljóm- sveitum, s.s. Módettukór Hallgríms- kirkju og Hljómeyki; Sinfóníuhljóm- Bernharður Wilkinson Orn Árnason sveit æskunnar, Kammersveit Reykjavíkur, Sinfóníuhljómsveit Færeyja auk Sinfóníuhljómsveitar íslands, sem hann hefur stjómað við ýmis tækifæri. Varla þarf að kynna leikarann, skemmtikraftinn og söngvarann Öm Árnason. Öm kynnir tónleik- ana auk þess að bregða sér í hlut- verk sögumanns í Sögunni af litla fílnum Babar. Kóramir sem syngja munu með hljómsveitinni era Skólakór Kárs- nesskóla í Kópavogi og Barnakór Biskupstungna. Sá fyrmefndi hefur oft sungið með hljómsveitinni við góðan orðstír en þeim síðamefnda kynntist hljómsveitin á ferðalagi sínu um Suðurland síðastliðið vor er hann söng með henni á tónleikum á Flúðum. Síðasta blómið samdi Þorkell Sig- urbjömsson árið 1983 að beiðni Stefáns Edelstein skólastjóra Tón- menntaskólans í Reykjavík. Það er samið við samnefnt ljóð eftir James Thurber í þýðingu Magnúsar Ás- geirssonar. Verkið var frumflutt árið, sem það var samið, af nem- endahljómsveit Tónmenntaskólans og Bamakór Garðabæjar. Það vill svo skemmtilega til að þeir sem á sínum tíma léku í nemendahljóm- sveit Tónmenntaskólans og frum- fluttu verkið era nú starfandi hljóð- færaleikarar í S.í. og flytja það nú öðra sinni. Tónlist, þar sem sögumaður fer með texta, er vinsælt efni á tónleik- um sem þessum. Ýmis tónskáld hafa sinnt þessu verkefni og má nefna verk eins og Pétur og Úlfur- inn, Tobbi Túba og Nautið Ferdin- and sem öll hafa verið flutt á tón- leikum S.í. Nú er komið að litla fílnum Babar eftir franska tón- skáldið Francis Poulenc. Textinn sem er eftir Jean de Branhoff verð- ur fluttur í þýðingu Huldu Valtýs- dóttur. Það má líkja framflutningi ball- ettsins Eldfluginn eftir rússneska tónskáldið Igor Stravinskíj og sam- landa hans ballettmeistarann Ser- gei Diaghilev í Paris árið 1910 við byltingu, svo mikla eftirtekt vakti verkið. Sumir heilluðust en flestir hneyksluðust, svo gjörólík var þessi list öllu þvi sem fólk hafði áður kynnst. Á tónleikunum verða fluttir þrír síðustu þættir ballettsins. Tónleikunum lýkur með þvi að kórar og hljómsveit sameinast í flutningi á lögum úr söngleiknum Söngvaseið eftir Bandarílq'amenn- ina Rodgers og Hammerstein en söngleikurinn var sýndur í Þjóðleik- húsinu fyrir nokkram áram við mikla hrifningu." Morgunblaðið/Sverrir DÚBI dú systur og Kór Langholtskirkju á æfingu. Orgelstyrktartónleikar í Langholtskirkju FJÓRÐU styrktartónleikar org- elsjóðs Langholtskirkju verða næstkomandi sunnudag kl. 20. „Eins og áður fáum við til liðs við okkur góða listamenn sem gefa vinnu sína til styrktar mál- efninu. Karlakór Reykjavikur, Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú) og Kór Langholtskirkju munu koma fram, en kynnir verður Bergþór Pálsson," segir í kynningu. Flutt verða verk eftir tón- skáld frá ýmsum timum. Má þar nefna Stevie Wonder, Gunnar Þórðarson, Mendelssohn, Grieg, Rossini og marga fleiri. Sóknar- nefnd Langholtskirkju hefur nú ákveðið að semja við fyrirtækið NOACK í Bandaríkjunum um orgelsmíðina. Þetta er annað af tveim orgelum sem væntanleg eru frá Noack til landsins. Það verður 33 raddir með þijú spila- borð og fótspil. Verð hljóðfæris- ins er 34 milljónir króna uppsett og frágengið auk virðisauka- skatts sem er 8,33 milljónir þann- ig að endanlegt verð er 42,33 milljónir. „Þeir sem til orgelsmíði þekkja eru sammála um að þetta hljóðfæri muni verða mikil lyfti- stöng tónlistarlífi landsins þar sem þetta verður einstakt hljóð- færi sem á ekki sinn líka hérlend- is,“ segir í kynningu. Þeir sem hafa borgað í sjóðinn frá því í september á síðasta ári eiga tvo miða á tónleikana sem haldnir verða 15. október. Mið- vikudaginn 18. október kl. 20 verður fólki úr söfnuðinum boðið að koma á tónleika í kirkjunni. Mansöngvar MADAMA Butterfly/Ást og harmur TONLIST Sígildir diskar ORFF Carl Orff: Carmina Burana (kamm- erútg.) Lena Nordin (S), Hans Dombusch (T), Peter Mattei (Bar); Roland Pöntinen og Love Derwin- ger, píanó; Kroumata slagverks- hópurinn; Almanna Sángen kórinn og barnakór Kórskóla Uppsala u, stj. Cecilia Rydlinger Alin. BIS-CD- 734. Upptaka: DDD, Uppsölum 6/1995. Lengd: 60:36. Verð: 1.490 kr. „KVÆÐIN frá Beuren“, klaustri Benediktsreglunnar í samnefndum bæverskum smábæ skammt frá Munchen, sem svo útleggjast af latneska titlinum á . tónverki Carls Orffs, komu í leitir 1803 eftir aldalanga gleymsku. Safnið geymir nokkur alvarleg helgikvæði, en er frægast - heit- trúaðir kaþólikkar myndu líklega kalla alræmdast - af gleði-, diykkju- og ástarvísum á latínu, fomfrönsku og miðháþýzku, ort- um af svonefndum goliördum, ónafngreindum flökkustúdentum og prestum sviptum kjóli og kalli; e.t.v. einnig leikurum og öðra ill- þýði sem þá þótti. í þokkabót era innan um kersknisvísur útfærðar sem skopstælingar á lítúrgíu og helgiljóðum, sem þá var alsiða meðal menntaðra almúgamanna, en sérstæðast má þó heita, að álíka stundlegt flím, mansöngvar og gamanmál skuli yfirleitt hafa varðveitzt frá 12.-13. öld, þegar kirkjan nánast einokaði alla ritlist. Það var því fundinn fengur hjá hinum fertuga Orff að verða fýrst- ur til að tónsetja úrval af þessum foma kveðskap. Raunar era í handritunum upphafleg lög við sum kvæðin með fomfálegri ne- umu- nótnaskrift, en þau notaði hann hins vegar hvergi; allt var af hans hálfu framsamið í sér- stæðum stíl, sem hann ríghélt í æ síðan, stíl, er sumir hafa kallað „naíviskan“, mótuðum af sáraein- földu díatónísku tónalíteti, þrá- stefjum, stöku sinnum af lagræn- um ítölskum bel canto (t.d. „In tratina", sem minnir ’sterklega á Puccini) og oftar en ekki af nærri því barnslegri hrynfestu, enda ásláttarhljóðfæri áberandi í or- kestraninni. Halda sumir reyndar því fram, að hrynrænu tilþrifin séu eini framlegi þátturinn, þótt þau séu framstæð hjá hrynheimi tónskálda á við Stravinskíj. En hættutaflið við hið „banala" gekk upp. Innblásturinn og fram- krafturinn dugði leiksviðskantötu Orffs til að slá í gegn 1937, og ferskleiki verksins hefur dugað vel fram á þennan dag, því Carm- ina Burana er enn flutt linnulaust um allan heim. Vera kann, að sá ferskleiki sé á vissan hátt sam- bærilegur við frumkraftinn í tón- verkum Jóns Leifs, sem fyrst nú fær notið sín í viðunandi flutningi. Að sögn kunnugra er um þess- ar mundir víða verið að færa upp verkið í kammerútgáfu fyrir 2 píanó og 6 slagverk, m.a. hér á landi, og hafa aðstandendur ytra fyrir satt, að sú sé upphaflega gerðin, þ.e. að orkestranin hafí komið til síðar (en þó fyrir fram- flutniriginn 1937). Um það hefur undirritaður hins vegar engin gögn handbær á prenti, en margt bendir þó til þess, að hérumrædd BlS-hljóðritun frá í sumar geti verið sú fyrsta af fyrrgreindri gerð sem birtist á geisladiski, hvað svo sem leggja má upp úr plötubæklingi, sem lætur nægja að geta þess, að „Klavierauszug" (píanóúrdráttur) sé eftir Wilhelm nokkurn Killmayer. Höfundarréttarmál teygja anga sína víðar en á okkar fjörar, því Robert von Bahr, prímus mótor hjá BIS, útskýrir í bæklingi, og er grenilega nokkuð niðri fyrir, að skýhátt höfundargjald hafi úti- lokað birtingu á söngtextum, með því að Orff teljist „höfundur“ að téðum fornljóðum fyrir það eitt að hafa valið úr og raðað niður. Er það óneitanlega skaði, því að miðaldavísur goliardanna er hin skemmtilegasta lesning. Er varið í niðurskoming fyrir 2 píanó og slagverk, ef maður hefur á annað borð heyrt Carmina Burana fyrir fullum hljómsveitar- útblæstri? Svarið er: furðumikið. Undirritaður, sem hafði hina „lög- giltu“ versjón í bakhöfðinu, DG- upptöku frá byijun 8. áratugar undir stjóm Eugens Jochums með Gondulu Janowitz og Fischer-Die- skau, „áritaða" af höfundi, fannst allnokkuð til flutnings Svíanna koma. Lena Nordin nær að vísu ekki telpulegu sakleysi Janowitz í „Stetit puella" og „In tratina", en syngur ágætlega, og safarík barítonsrödd Peters Matteis er varla síðri en Dieskau upp á sitt bezta. Stjórnandinn leyfir sér að vísu fullmikið í tempóbreytingum, en sumt er til bóta. Kórarnir eru glæsilegir, nema hvað staki kvennakórinn og bamakórinn era fremur máttlitlir, og textaframburður er yfir línuna of linur. En píanóleikurinn er fág- aður og nákvæmur, og slagverkið algert dúndur, þó það yfirgnæfi stundum slaghörpumar og sé iðu- lega of framarlega í upptökunni, einkum sneriltromman. Af þess- um sökum er upptakan tæplega meðal beztu BlS-hljóðritana, en slagar þó í meðallag. PUCCINI Giacomo Puccini: Madama Butt- erfly. Miriam Gauci, Yordy Ram- iro, Georg Tichy o.fl. Tékkosló- vakíska útvarpssinfóníuh(jóm- sveitin og Slóvakíski fílharmóníu- kórinn u. stj. Alexanders Rahbar- is. Naxos 8.660015-16. Upptaka: DDD, Bratislava 5/1991. Lengd: 2.20:37. Verð: 1.690 kr. SAGAN um litlu japönsku geisjuna Cho-Cho-San, ást hennar og harm, hefur heillað óperuunn- endur allt frá frumsýningarárinu 1904 (nema á frumsýningunni sjálfri, þar sem stykkið var pípt niður af atvinnuandstæðingum tónskáldsins). Og vinsældimar era ekki síður af tónrænum toga. Hinar hrífandi, langteygðu laglín- ur Puccinis blómstra hér ekki síð- ur en í Tosca og La Bohéme, og fágun hans í hljómsveitarmeðferð er hér krydduð impressjónískt lit- aðri austhyggju (samstígum hljómum, fimmtónastigum o.fl.), auk hóflegrar Wagner-leiðistefja- tækni, sem ásamt ósviknu næmi fyrir þörfum leiksviðsins og skiln- ingi á nauðsyn einfaldleika og beinnar tilhöfðunar hefur gert Madama Butterfly að sígildu meistaraverki. Hljómplötuútgáfan Naxos, sem gæti haft að kjörorði „Fágun fyr- ir fjöldann", hefur undanfarið ver- ið að feta sig á óperasviðinu. Uppskriftin að velgengninni er sem fyrr fólgin í því að tefla fram minna þekktum sinfóníuhljóm- sveitum og söngvuram, gjarnan frá Austur-Evrópu, og hefur út- gáfunni þannig smám saman tek- izt að bijóta skarð í lárviðarmúr hefðbundnu keppinautanna, sem gera út á heimsfrægar stórstjöm- ur. Madama Butterfly, sem kom út fyrir fáeinum áram, er gott dæmi um þennan athygliverða árangur. Án þess að hafa þá við- miðun sem einungis harðsvíraðir óperageggjarar geta haft, fær undirritaður samt ekki heyrt ann- að en að Naxos hafi hér hitt beint í mark, því hljómsveit, kór og ein- söngvarar eru meira en fullsam- boðin þessum gimsteini Puccinis. Hljómsveitin Ieikur af miklum sveigjanleika undir stjórn hins persneskfædda Alexanders Rah- baris, og hefur Naxos auðheyr- anlega tryggt sér þar gullhænu, því frammistaðan jaðrar við hreina snilld. Kórinn er frábær, og einsöngvararnir, með Möltubú- ann Miriam Gauci í fararbroddi, era ómenguð unun á að hlýða. Þegar við bætist hljómmikil en skýr upptaka er ljóst, að þessi Madama getur ekki talizt annað en kostaboð, jafnvel þótt á fullu verði væri. Bravissimo! Ríkarður Ö. Pálsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.