Morgunblaðið - 14.10.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.10.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 1995 C 3 VONANDI fer þessi geislaplata sem víðast því hún er virkilega góð. Jón Leifs er klassík ykkar íslend- inga og þið getið verið stolt af þessari tónlist — Sögusinfónían er mikið verk. Frammistaða Sinfóníuhljómsveitar íslands er einnig til fyrirmyndar en það er afar mikilvægt fyrir hana að kynna íslenska tónlist með þessum hætti. Ef hún leikur hana ekki, hver gerir það þá?“ Það er Osmo Vánská aðalhljómsveitar- stjóri Sinfóníuhljómsveitar íslands sem talar en út er komin hjá BlS-útgáfunni geisla- plata þar sem sem hljómsveitin flytur Sögu- sinfóníuna eftir Jón Leifs. Jón Leifs var umdeilt tónskáld og að margra mati ekki metinn að verðleikum fyrr en eftir dauða sinn. Vánská segir að hluti skýringarinnar felist í því að íslenskir hljóð- færaleikarar hafi einfaldlega ekki haft burði til að flytja tónlist hans fyrr en á síðustu áratugum. „Ég skil örvæntingu og gremju Jóns mjög vel enda er það einungis á færi fremstu hljóðfæraleikara að leika þessi kraftmiklu hljómsveitarverk hans. Ef tónlist er ekki rétt leikin hljómar hún hræðilega. Verk Mozarts hljóma meira að segja hræðilega sé flutningurinn ekki nógu góður. Ábyrgð hljóðfæraleikaranna er því mikil.“ Jón hóf smíði Sinfóníu nr. 1 (Söguhetj- ur), sem jafnan er nefnd Sögusinfónían, í mars 1941 og lauk henni í júlí árið eftir. Hann hafði lengi dreymt um' að semja mikið tónverk sem lýsti mönnum úr Islendingasögunum — einni persónu í hveijum þætti, að því er fram kemur í grein sem Hjálmar H. Ragnarsson tón- skáld ritar í textabók sem fylgir plöt- unni. „Þann ásetning,“ segir Hjálmar, „má rekja til þeirra hughrifa sem Jón varð fyrir nýkominn til náms í Leipzig 1916 þegar hann heyrði í fyrsta skipti í sinfóníuhljómsveit. Á efnisskránni var Faust-sinfónían eftir Franz Liszt, en hin- ir þrír þættir verksins tengjast einmitt hver um sig einni persónu í hinni bók- menntalegu fyrirmynd. Fyrir Jón var þetta magnþrungin reynsla, hann mundi tónlistina í smáatriðum og lýsti því síðar að hann hefði getað kastað sér í gólfið og æpt af undrun." Lamið í veggi trékassa Sögusinfónían skiptist í fimm þætti: Skarphéðinn, Guðrún Ósvífrsdóttir, Björn að baki Kára, Glámr og Grettir og Þormóðr Kolbrúnarskáld. Verkið er skrifað fyrir hefðbundna stærð af hljómsveit nema að slagverkshópurinn er stærri en venjulega og í lok síðasta þáttar biður Jón um að Hin íslenska klassík * Ut er komin hjá BIS-útgáfunni geislaplata þar sem Sinfóníuhljómsveit íslands flytur Söffusinfóníuna eftir Jón Leifs. Orri Páll Ormarsson kom að máli við aðal- stjómanda hljómsveitarinnar, Osmo Vánská, en hann hélt um tónsprotann þegar verkið var hljóðrítað. „EF TÓNLIST er ekki rétt leikin hljómar hún hræðilega," segir Osmo Vanska aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar íslands. leikið sé á eftirgerðir af sex lúrum, sem eru málmblásturshljóðfæri frá tímum brons- aldar á Norðurlöndum. Af óvenjulegum ásláttarhljóðfærum má nefna steina af ýmsum stærðum og gerðum, járnsteðja, skildi úr járni, tré og leðri og tréhamra sem Jón vildi að yrði lamið í veggi einhvers konar holrúms. í þessari hljóðritun er lamið í veggi risastórra trékassa. Sögusinfónían var fyrst flutt á Norræn- um tónlistardögum í Helsinki árið 1950 en Sinfóníuhljómsveit íslands lék hana fyrst á Listahátíð í Reykjavík 22 árum síðar. Jussi Jalas hélt í bæði skiptin um>tónsprotann. Hljóðritun af flutningi hljómsveitarinnar var gerð árið 1975 og kom Sögusinfónían út á hljómplötu ári síðar. Á þeirri plötu er verk- ið mikið stytt. Sögusinfónían var síðan ekki flutt á ný fyrr en 2. mars á þessu ári þegar Sinfóníu- hljómsveit íslands undir stjórn Osmo Vánská flutti hana í heild á tónleikum í Hallgrímskirkju. Hljóðritunin sem heyrist á geislaplötunni var gerð í framhaldi af þeim tónleikum. Vánská segir að ýmsar efasemdaraddir hafí heyrst í upphafi. Tónlist Jóns, ekki síst stóru hljómsveitarverkin, hafi löngum verið umdeild og sumum hljómsveitarmeð- limum hafi hrosið hugur við að flytja Sögu- sinfóníuna. „Þegar menn fóru að kynna sér tónlistina skynjuðu þeir hins vegar fljótt gæði hennar. Trúin á verkið jókst því eftir því sem æfingarnar urðu fleiri.“ Mikil áskorun Vánská segir að það hafi verið mikil áskorun fyrir Sinfóníuhljómsveit íslands að hljóðrita Sögusinfóníuna fyrir geisla- plötu. „Það fer jafnan mikil orka í upp- töku sem þessa og að þessu sinni þurftum við að nýta hveija einustu mínútu sem við höfðum í kirkjunni. Það er mikilvægt að nýta tímann vel því eftir á spyr eng- inn hversu margar æfingastundir liggi að baki, heldur einungis hvort útkoman sé góð eða slæm. Ég held að állir sem að þessari plötu standa séu á einu máli um að útkoman sé góð. Það er mikils virði því augnablikið á tónleikum kemur og fer en geislaplötur eru varanlegar." Hljómsveitarstjórinn segir að Hali- grímskirkja sé án efa besti staðurinn til hljóðritunar af þessu tagi hér á landi. „Tónlistarmenn spila alltaf betur þegar þeir finna að hljómburðurinn er góður. Bestu tónleikahallir heims eru þekktar fyrir frábæran hljómburð en ekki ytri umgjörð. Þá er alltaf betra að hlóðrita þar sem bergmál er of mikið en of lítið. Séu tónlistarmenn tilbúnir að læra að leika við slíkar aðstæður verður útkoman góð.“ Vánská hefur stjórnað hljómsveitum á 22 öðrum BlS-geislaplötum. Gerir hann góðan róm að útgáfunni og segir að þar á bæ sé valinn maður.í hveiju rúmi. Ennfremur segir hljómsveitarstjórinn að plötur frá BIS vekji einatt athygli víða um heim en dreifikerfi útgáfunnar sé mjög öflugt. Reiknar hann með að Sögusinfó- níunni verði dreift til allt að sextíu landa. „Ég held að íslendingar geri sér almennt ekki grein fyrir mætti BIS og markaðsstöðu en ég fullyrði að hljóðritanir sem Sinfóníu- hljómsveit íslands gerir fyrir þetta útgáfu- fyrirtæki eru í góðum höndum.“ Afrísk innrás í London MIKIL listahátíð, helguð afrískri list, stendur nú yfir í London. Þrátt fyrir að margir hafi orðið til að fagna því að listasöfn, leikhús og tónleikastaðir þar í borg líti út fyrir hinn hefðbundna vestræna listheim, hefur þessi hátíð, eins og svo margar aðrar, vakið deilur. Hugmyndin að hátíðinni, Afríku ’95, kviknaði fyrir fimm árum, en þá ákvað konunglega akademían að efna til stórrar sýningar á af- rískri list, frá fornmunum og fram til síðustu aldamóta. Hugmyndin vatt fljótlega upp á sig og varð að listahátíðinni sem hófst í ágúst og stendur fram til áramóta. Þetta er stærsta afríska listahátíðin sem haldin hefur verið, en myndlist, tónlist, leiklist, dans, kvikmyndir og bók- menntir verða kynntar. Einn af fyrstu liðum hátíðarinn- ar voru tónleikar þar sem helstu stjörnur afrískrar tónlistar komu fram; þeirra á meðal Youssou N’dor og Baaba Maal frá Seneg- al, Salif Keita frá Mali, Khaled frá Alsír og Suður-Afríkumaðurinn Lucky Dube. Tónleikarnir þóttu heppnast vel og flestir hinna 5.000 tónleikagesta gátu ekki á sér setið að stíga nokkur dansspor, að því er segir í International Herald Tribune. Tónleikarnir vöktu engu að síð- ur upp spurningar um tónlistina, hvort að hún væri „ekta“ afrísk ef hún sækti áhrif sín annað, t.d. þeirrar tónlistar sem væri undir afrískum áhrifum, s.s. rokks og reggís. Þá hefur einnig verið deilt um myndlistina. Hvernig ber að líta á afrískt handverk, sem list eða nytjalist? Þrátt fyrir að listamenn á borð við Pic- asso og Braque hafi ver- ið undir sterkum áhrif- um frá afrískri grímu- gerð, voru grímumar ekki hugsaðar sem list, heldur voru þær trúarlegs eðlis. Ennfrem- ur hafa menn spurt sjálfa sig, hvort að nútíma afrísk list geti slitið tengslin við fortíðina og samt verið afrísk. Nokkrir afrískir listamenn hafa gengið svo langt að halda því fram að hátíðina hefði alls ekki átt að halda á Bretlandi heldur í Afríku. Sokari Douglas-Camp, nígerískur listamaður, heldur því fram að Gjörólíkar myndir af álfunni TEPPI frá Malí á texílsýningu í Barbican-listamið- rtöðinni. N’Dour á tónleikum í Royal Albert Hall. hátíðin í London sé úr öllu sam- hengi vegna þess að hún er haldin í Evrópu og Kendell Greers, hvítur Suður-Afríkumaður, líkir því, að Evrópubúar haldi slíka hátíð, við nýlendustefnu þeirra í Afríku. Chika Obeke, nígerískur mynd- listarmaður, er hins vegar á öðru máli. „Ég kem hingað með list mína til að kynna hana fyrir bresk- um almenningi, sem veit ákaflega lítið um Afríku. Nú stendur fólk skyndilega frammi fyrir þessum verkum, sem er ágætt.“ Og Rosa Issa, sem skipulagði sýningu á afrískri skrautskrift, segir að hvaða tilefni sem gefíst til að halda sýningu sé af hinu góða. Sjónlistamenn hafa ekki enn stigið á stokk, það verður síðar á árinu. Tónlist, leiklist og dans eru þær listgreinar afrískar sem helst hafa sést á Vesturlönd- um. Vegur bókarinnar hefur einn- ig aukist, ekki síst eftir að Wole Soyinka, rithöfundur frá Nígeríu, hlaut Nóbelsverðlaunin. Á afrísku listahátíðinni verður flutt leikrit eftir Soyinka, svo og eftir landa hans Biyi Bandeie-Thomas. Skáld- um frá Suður-Afríku verða gerð skil, frönskumælandi Afríkumönn- um og kvenrithöfundunum einnig. Líklega er það þó aðalsýn- ing hátíðinnar sem mesta athygli hefur vakið, og gagnrýni. Á sýningunni. „Afríka: List heimsálfu" eru eins og áður segir list- munir frá fomöld og allt fram til síðustu aldamóta og þykir mörgum það miður að listaverk frá þessari öld hafi verið útilokuð frá sýn- ingunni. Til að vega upp á móti þessu hefur verið efnt til nokkurra sýninga á af- rískri nútímalist, t.d. „Sjö sögur um nútímalist í Afr- íku“ í Whitechapel-lista- safninu. Þá má nefna sýn- ingu á afrískum málverk- um, ljósmyndum og högg- myndum í Serpentine- galleríinu, en á meðal þeirra sem eiga verk þar era Georges Adeagbo frá Benín og Frederick Bruly Bouabre frá Fíla- beinsströndinni, en sagt hefur verið um þá að þeir tali hið alþjóðlega tungumál menningar án þess að glata af- ríska hreimnum. Kostirnir við afrísku listahátíð- ina í London eru líklega fyrst og fremst þeir hversu fjölbreytt hún er og hversu mikið umtal hún hefur vakið. Hún þykir draga upp margar og gjörólíkar myndir af álfunni og kalla á sífellda tog- streitu nútíma og fortíðar. Niður- staðan sé suðupottur tilrauna og spuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.