Morgunblaðið - 27.10.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.10.1995, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ 2 D FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1995 EINN mælikvarðinn á gæði borga er hversu miklum tíma fólk eyðir þar. I Kaupmannahöfn hefur fjölgað mjög möguleikum á því að setjast á veitingastaði utan dyra. BÍLAUMFERÐ í miðborg Kaupmannahafnar hefur ekki aukist í aldarfjórð- ung, sagði Jan Gehl á málþinginu og segir það m.a. vegna þess að yfir- völd hafi smám saman þrengt þannig að bílum og bætt almenningssamgöng- ur að menn fari síður á einkabílum í erindi sín í miðborgina. NOTA má þrjá mælikvarða á hvort borg er góð eða slæm á sama hátt og meta má hvort veisla er skemmtileg eða ekki: M ferð aðeins þangað ef þú átt þangað brýnt erindi, þú yfirgefur hana eins fljótt og hægt er, þú dvelur þar mun lengur en þú ráðgerðir. Þannig skil- greindi danski arkitektinn Jan Gehl gæði borga en hann var einn fyrirles- ara á málþingi um framtíðarsýn miðborgar Reykjavíkur sem haldið var á vegum Skipulagsnefndar Reykjavíkur og Borgarskipulags. Hátt í 100 manns sátu málþingið en tilgangur þess var að hvetja til umræðu um framtíð miðborgarinnar og sóknarfæri. Jan Gehl var aðalfyrirlesari mál- þingsins og var erindi hans nefnt að skapa lifandi miðbæ. Hann hefur auk kennslustarfa lagt sig sérstak- lega eftir miðborgarskipulagi og sýndi með fyrirlestri sínum fjölmarg- ar mjmdir frá borgum víða um heim. Hann skiptir erindum borgarbúa í þrennt: Nauðsynlega starfsemi, svo sem skóla, aðra opinbera þjónustu, versl- anir; þá sókn í margvíslega valkosti þar sem menn notfæra sér ýmsar aðstæður sem borg hefur að bjóða og í þriðja lagi eftirspurn eftir fé- lagslegri starfsemi og samskiptum við aðra borgarbúa. Nóg af fólki? Skilin milli góðrar og slæmrar miðborgar segir hann mega meta eftir því hvort margir eða fáir dvelja þar af fúsum og frjálsum vilja. Sagð- ist hann nýlega hafa verið á ráð- Ef fólk sækir í miðbæinn þá er hann góður stefnu í Bretlandi þar sem aðal- áhyggjuefni manna var hversu fátt fólk væri á ferli í miðborgum að loknum vinnudegi en honum skildist að hér væri þessu öfugt farið - hér hefðu menn áhyggjur af fóiksfjölda í miðborginni á kvöldin og um helg- ar. Jan Gehl tók sem dæmi að í mörg- um stórborgum Bandaríkjanna hafa yfirvöld alveg gleymt að gæta þess að bjóða þann valkost að fólk geti gengið um miðborgina, bílar hafí í raun úthýst fólkinu. Sýndi hann all- margar myndir þar sem sjá mátti hvemig byggð hafa verið stór bíla- geymsluhús og þau tengd með brúm og tengibyggingum við nálægar verslunarmiðstöðvar þannig að menn þyrftu aldrei að fara um venju- legar gangstéttir - enda væru þar kannski aðallega blökkumenn og fátæklingar sem þeir ríkari væm kannski að forðast - og lítið væri orðið um eiginlegar verslunargötur, allt væri komið í stórar yfirbyggðar einingar. Sagði hann þetta slæma þróun. Því fleiri verslunarmiðstöðvar sem væru byggðar þýddi sama fá- tæklega yfirbragðið í öllum borgum og menn týndu niður þróun og sköp- unargleði sem þýddi að allar borgir lentu í sarna fari og allt yrði líflaust og staðlað. Sýndi hann m.a. myndir frá allmörgum verslunarmiðstöðvum úr nær öllum heimsálfum sem allar gætu verið í einni og sömu borginni. Heppni yfír Kaupmannahöfn Þá lýsti Jan Gehl hvernig heppni hefði verið yfír Kaupmannahöfn því hún hefði lifað af ýmsar ógnanir, styijaldir og ýmsar hugmyndir skipulagsfræðinga og yfírvalda sem ekki hefðu komist í framkvæmd af því að þær hefðu verið ræddar svo ítarlega að þegar menn hafí komist að niðurstöðu hefði verið ljóst að best væri að breyta engu. Árið 1962 var Strikinu, nokkrum götum í miðborg Kaupmannahafnar, lokað fyrir bílum og sagði Jan Gehl að menn hefðu ekki verið sammála um þá aðgerð. Reynslan sýndi hins vegar fljótt að þá jókst mjög umferð gangandi fólks á þessum slóðum og kaupmenn lýstu ánægju sinni. Smám saman voru fleiri götur rýmd- ar, tekin lítil skref, en göngugötum fjölgað og torg, þar sem fólk gat staldrað við, stækkuð og gerð aðlað- andi. Nú væru slík svæði um 100 -þúsund fermetrar en voru fyrst í stað um 13 þúsund fermetrar. Ef spoma ætti við bílaumferð í mið- borgum til að gera gangandi fólki auðveldara um vik mætti ekki taka stór stökk heldur gera það smám saman, t.d. fækka bílastæðum um 2% árlega. Engin aukning umferðar í aldarfjórðung Það hefði verið gert í Kaupmanna- höfn og yfírvöld hefðu Iengi vel grip- ið til ýmissa ráðstafana til að draga úr umferð bíla í miðborginni. Sagði hann að engin aukning einkabíla hefði orðið í miðborginni á síðustu 25 árum og ekki væru mörg dæmi slíks. Þá sagði hann að kaupmenn hefðu víða lagt fé í framkvæmdir við að gera götur og torg aðlaðandi fyrir gangandi. Nýjasta dæmið væri 11 milljóna króna (d.kr.) fram- kvæmd á Axeltorgi við Scala versl- unarhúsið við Vesterbrogade sem þeir hefðu kostað. Þá sagði hann að nú væru sæti fyrir um 5 þúsund manns úti á stéttum og torgum við kaffíhús borgarinnar og hefði þeim fjölga um tvö þúsund á stuttum tíma. Nú væri svo komið að hinn almenni vegfarandi í miðborg Kaupmanna- hafnar eyddi þar nærri fjórfalt meiri tíma en hann gerði fyrir tiltölulega fáum árum. Hluta skýringarinnar sagði hann líka vera breyttan lífsstíl fólks. Frá málþingi um miðborg Reykjavíkur Fasteigna- sölur í blabinu í dag Agnar Gústafsson bls 5 Almenna fasteignasalan t*. 22 Ásbyrgi bls. 20 Berg bls. 28 Bifröst bls. 7 Borgareign bls. 5 Borgir bls. 27 Brú bls. 11 Eignamiðlun bls. 10,11 Eignamiðlun O0 17 Eignasalan bis 26 Fasteignamarkaður bls. 3 Fasteignamiðlun bls. 28 Fasteignamiðstöðin bls. 26 Finnbogi Kristjánss. bls- 27 Fjárfesting bls. 19 Fold bls. 8 Framtíðin bls. 13 Garður bls. 22« Gimli bls. 12 Hóll bls. 18 oo 19 Húsið bls 24 Húsakaup II 21 Húsvangur bls. 6 Hraunhamar bls. 25 Kjöreign bls. 23 Laufás bls. 20 Óðal bls. 9 Skeifan bls. 4 Stakfell bls. 22 Valhús bls. 13 Valhðli bls. 15 Þingholt bls. 14 Húsbréfaviðskipti Hjá okkur nýtur þú ávallt hagstæðs verðs og góðrar ráðgjafar í húsbréfaviðskiptum. Vettvangur húsbréfaviðskipta. L Landsbanki íslands Bankl allra landsmanna m LANDSBRÉF HF. Löggílt veröbrófafyrirtœki. Aöili aö Veröbréfaþingi íslands. Mannflöldi í miðborg ekki vandamál MENNINGARBORG, Iíf í miðborginni og sóknar- færi í atvinnulífí voru umræðuefni Guðrúnar Pétursdóttur, Dags Eggertssonar, Sigþrúð- ar Gunnarsdóttur og Baldvins Jónssonar. Þá ræddi Þórður S. Óskars- son um gildi þess að hafa framtíðarsýn. Baldvin varpaði því fram að á sama hátt og haldin væri októberhá- tíð í Munchen og kjöt- kveðjuhátíð í Ríó þá gæti Reykjavík boðið til sælkerahátíðar, hér Morgunblaðið/Júlíus UNGLINGAFJÖLD í miðborg Reykjavíkur er ekki vandamál heldur merki um líflega borg og lagði Guðrún Pétursdóttir til að gamla Sig- tún við Austurvöll yrði aftur gert að skemmti- stað og þá helst ætlaðan unglingum. Landsbréf hf. eru viðskiptavaki húsbréfa skv. sérstökum samningi við Húsnæðisstofnun ríkisins. væru öll skilyrði til að kynna lífrænt ísland. Baldvin minnti á að Svíar stefndu að því að hafa hreinasta landbúnað heimsins árið 2000 og á sama tíma ætluðu Danir að hafa 20% matvælafram- leiðslu sinnar lífræna og spurði Hann hvað íslendingar vildu í þessum efnum. Með því að bjóða fram lífrænt ísland væri til dæmis hægt að skapa margvís- leg sóknarfæri í sérhæfðri ferðaþjónustu sem væri eftir- sóknarverð í augum margra. Guðrún Pétursdóttir furðaði sig á því sem fram hefði komið í umræðum á liðnum vikum að mannfjöldi í miðborg Reykja- víkur um helgar væri vanda- mál, þar væru menn að rugla saman óhóflegri drykkju eða firringu unglinga. Lagði hún til að gamla Sigtún eða Sjálfstæð- ishúsið sem nú væri mötuneyti fyrir Póst og síma væri fært í fyrra horf og opna þyrfti stað fyrir ungl- inga. Þá taldi hún frá- leitt að hækka forræðis- aldur því ef foreldrar réðu ekki við unglinga undir 16 ára aldri hvern- ig dytti þá mönnum í hug að þeir réðu við þá milli 16 og 18 ára. ''Útibíó I miðborginni? Guðrún lagði til að efnt væri til þemaviku í miðborginni, t.d. um Uóð, hengja mætti ljóð upphérogþarogfá menn til að lesa ljóð á götum úti og birta þau á sem flestum stöðum og skreyta göt- ur og stræti. Á sama hátt mætti hafa dagskrá og uppákomur með tónlist og myndlist, fá lista- menn eða Ijósmyndara til að sýna verk sín á húsgöflum og koma upp útibíói - og ef menn óttuðust að ekki væp hægt að sýna langar myndir vegna kulda og vetrarríkis yrði bara að bjóða uppá stuttmyndir eða örmyndir!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.