Morgunblaðið - 27.10.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.10.1995, Blaðsíða 16
16 D FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ YLEININGAR. Guðmundur Ósvaldsson framkvæmdastjóri og Dennis Jóhannesson arkitekt (t.v.). SORPBRENNSLAN á ísafirði er einnig byggð úr Yleiningum en húsið teiknaði Elísabet Gunnarsdóttir arkitekt. LÍMTRÉ hf. á Flúðum sem framleiðir burðarbita úr límtré tók nýlega yfir rekstur Yleiningar hf., sem framleitt hefur polyúreþan- einingar í byggingar. Hafa sölu- og markaðsmál verið endurskipu- lögð og segja forráðamenn fyrir- tækisins að nú sé hægt að bjóða húsbyggjendum heildariausnir, burðargrind úr límtré og veggi og þök úr Yleiningum. Guðmundur Ósvaldsson framkvæmdastjóri og Dennis Jóhannesson arkitekt sem starfar sem ráðgjafi hjá Límtré hf. segja að hægt sé að byggja hvers kyns hús með þessu bygg- ingarefni, íbúðarhús, stór sem lítil hús fyrir margs konar atvinnu- starfsemi og segja þeir að notkun- in takmarkist í raun aðeins við sköpunargleði og hugmyndaflug hönnuða og húsbyggjenda. Þeir félagar fræða hér á eftir um starf- semi Límtrés hf. Límtré hf. var stofnað árið 1982 og hefur framleitt burðarbita úr límtré til sölu innanlands en einnig hefur verið flutt nokkuð út, m.a. til Færeyja og Grænlands. Fyrir- tækið Yleining hf. var stofnað fyr- ir sex árum og var reist verk- smiðja að Reykholti í Biskups- tungum en að stofnun þessara fyrirtækja stóðu m.a. sveitarfélög á svæðinu, einstaklingar og fleiri aðilar. Þróunarkostnaður reyndist fyrirtækinu ofviða eins og oft vill verða og var óskað eftir því að Límtré hf. tæki við meirihlutaeign í fyrirtækinu. Yleiningar eru léttar polyúreþaneiningar með plötum úr stáli eða krossviði og gifsi. Þetta er alíslensk framleiðsla. Ein- ingamar eru framleiddar í mis- munandi þykktum eftir því hvort um er að ræða einingar í út- veggi, þök eða milliveggi. Sterkara fyrirtæki með heildarlausn „Með því að Límtré tekur yfir rekstur Yleiningar erum við komin með sterkara fyrirtæki sem getur boðið húsbyggjendum bæði burð- arbita og vegg- og þakeiningar. Við bjóðum með öðrum orðum heildarlausn fyrir húsbyggjendur og geta bæði þeir sem reisa íbúð- arhús og atvinnuhúsnæði notað þessi efni,“ segir Guðmundur Ós- valdsson framkvæmdastjóri. „Við höfum endurskipulagt sölu- og markaðsmálin og við munum einnig þreifa meira fyrir okkur með útflutning. Sú mikla vöruþró- un sem átti sér stað innan Ylein- ingar hf. mun nýtast okkur vel í framtíðinni." Guðmundur segir að ákveðið hafí verið að nota nafn Límtrés hf. en einingamar eru áfram kall- aðar Yleiningar. Heildarstarfs- mannafjöldi hjá Límtré hf. er nú nokkuð á fjórða tuginn. „Hér á söluskrifstofunni í Ár- múla erum við með sýnishom og allar upplýsingar um notkunar- möguleika þessa byggingarefnis Yleiningar og límtré gefa mikla möguleika Iimtré hf. á Flúðum sem framleiðir burðarbita úr límtré, tók fyrir nokkru yfir rekstur Yleiningar í Reykholti en þar eru framleiddar vegg- og þakeiningar. Jóhannes Tómasson ræddi við forráðamenn fyrirtækisins en sölu- og markaðsmálin hafa verið endurskipulögð. REIST hefur verið íbúðarhús í Laugarási í Biskupstungum úr Yleiningum og burðarbitum frá Lím- tré. Arkitekt hússins er Batteríið. og störfum við hér sjö að hönnun- ar-, sölu- og markaðsmálum," segir Dennis Jóhannesson arki- tekt. „Yleiningarnar er hægt að nota sem burðarklæðningar í út- veggi og þök og þær má nota í minnstu íbúðarhús og allt upp í stórar íþróttahallir. Þá er einnig hægt að nota þær í frysti- og kæliklefa, milliveggi og loft í rækju- og fískvinnsluhúsum og annars staðar í matvælaiðnaði. Við höfum nú þegar allmörg dæmi um fjölbreytta notkun Yl- eininga, svo sem íshús á Dalvík, íþróttahús í Súðavík, vörugeymslu í Reykjavík og sorpbrennslu á ísafirði. Þá hafa verið byggð þrjú íbúðarhús á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi í síðasta mánuði þar sem einingamar eru notaðar." Stuttur byggingatími og fjölbreytni Hvað gerir byggingarefnið frá fyrirtækinu einkum eftirsóknar- vert? ÍSHÚS á Dalvík er líka dæmi um hús sem klætt er með Yleiningum. „Það er kannski helst hversu stuttur byggingatíminn verður sem þýðir lægri byggingakostn- að,“ segja þeir félagar, „og líka hitt að fjölbreytnin er mjög mikil enda höfum við orðað það svo að hún tákmarkast einungis við hug- myndaflug og sköpunargleði hönnuða og húsbyggjenda. Það þarf heldur ekki endilega að nota límtré því það er hægt að setja þessar einingar saman á marga vegu og nota þær með annars konar burðargrindum svo sem úr stáli eða steypu og það er auðvelt að nota þær í hvaða arkitekta- teiknað hús sem vera skal. Hag- kvæmni næst hins vegar með því að snemma á hönnunarferlinu er tekið mið af að einingamar séu notaðar." Ekki segja þeir félagar unnt að nefna ákveðin dæmi um lægri byggingakostnað en stað- hæfa að kostnaður við veggi og loft sé lægri með því að nota Ylein- ingar en hefðbundnar aðferðir. Hvað er stuttur byggingartími? „Hann er mældur í dögum en ekíri í mánuðum og er Plúsmark- aðurinn við Sporhamra í Reykja- vík gott dæmi um það.“ Evrópusamstarf Dennis segir að á Eureka-ráð- stefnu um hvemig lækka megi byggingarkostnað sem haldin var í Hollandi í sumar hafí notkun eininga sem byggingarefnis komið til umræðu og fram hafi komið ótti byggingamanna í Evrópu við að Japanir væm að búa sig undir að hasla sér völl í Evrópu með tilboðum um ódýr einingafram- leidd íbúðarhús. „Þetta var mjög rætt á þessari ráðstefnu og þrátt fyrir að í mörgum löndum Evrópu ríki ákveðin íhaldssemi í byggingaraðferðum sjá menn fyr- ir sér að Japanir gætu auðveldlega ratt sér leið inn á þennan markað ef þeir geta boðið ódýrari kosti,“ segir Dennis. „Þess vegna ræddu menn meðal annars hvemig hægt væri að snúa bökum saman og bregðast við þessari samkeppni og hyggjast aðilar í Hollandi safna saman margs konar upplýsingum um sem flesta og ódýra kosti í húsbyggingum. Þá gætu menn fengið þessar upplýsingar og rað- að saman þeim kostum sem þeim þykja álitjegir." Eiga íslenskir framleiðendur einhverja möguleika í þeirri sam- vinnu? „Það kæmi vissulega til greina og við sem sátum þessa ráðstefnu frá íslandi ræddum það lítillega - það er kannski helst þegar íslend- ingar hittast í útlöndum að þeir taka að ræða almennilega saman því 'hér "heima erum við í sam- keppni - en það er mikill áhugi fyrir því hér að skoða hvaða kosti við eigum því það er alls ekki útilokað að við getum aukið út- flutning okkar á þessu sviði og hér era ýmis fyrirtæki sem gætu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.