Morgunblaðið - 02.11.1995, Síða 12

Morgunblaðið - 02.11.1995, Síða 12
12 C FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Stöð 3 fer brátt í loftið Mikið úrval þátta S T Ö Ð ÚTSENDINGAR Stöðvar 3, sem verða að vera- leika innan skamms, munu hefjast á virkum dögum klukkan fímm með sjónvarpssápu. Að því búnu verða sendir út alís kyns framhalds- þættir, fréttaskýringar og bíómyndir og fastir liðir virka daga era spjallþáttur Davids Letterman og Simpson-flölskyldan. Um helgar verður meðal annars sýnt frá þýska boltanum, það helsta úr þeim spænska í þættinum „Football Mundial“, golf, og boðið upp á gamanþætti af ýmsu tagi auk þess sem áður er nefnt. „Hollyoaks“ Þessir þættir hófu göngu sína í Bretlandi fyrir rúmri viku og fengu framúrskarandi viðtökur. í þeim er fylgst með sjö ungmenn- um sem haldið hafa hópinn. Sum þeirra hafa farið í háskóla, önnur eru enn að hugsa sinn gang og tvö eru farin að vinna. Öll upplifa svip- aða hluti þegar kærustur, kærast- ar, tiska, tónlist, farsímar og tölv- ur eru annars vegar en bregðast ekki við á sama hátt. Breskir sjón- varpsgagnrýnendur hrósa þáttun- um í hástert og gera ráð fyrir að -i vinsældir þeirra komi til með að aukast, enda eru þættirnir að þeirra mati löngu tímabærir. „Extreme Close-Up“ Nokkrar helstu stjörnur heims í sýndar í nærmynd; Clint East- wood, Jodie Foster, Sylvester Stallone, Amold Schwarzenegger, Sharon Stone, Whoopi Goldberg, Cindy Crawford og Billy Crystal í persónulegum viðtölum um allt milli himins og jarðar, frægðina og einkalífið. „Jake’s Progress“ Það komast fáir með tæmar þar sem Alan Bleasdale er með hæl- ana, en þau Robert Lindsay og Julie Walters em í aðalhlutverkum í þessari nýju „tragíkómedíu" frá honum. Mamma Jakes litla er allt- af að vinna og hefur lítinn sem engan tíma til að leika við hann. Ekki skánar ástandið þegar Jake eignast systkini og þarf að deila athygli föður síns með þessum nýja fjölskyldumeðlimi. Eiginlega má segja að nútímafjölskyldan sé sýnd í grátbroslegu Ijósi í þáttun- um. „Tales from the Crypt“ Hefur þú kíkt undir rúmið þitt nýlega? Hér eru á ferðinni fram- úrskarandi vel gerðir „cult“ þætt- ir, en þeir byggja á vinsælum teiknimyndablöðum sem komu út á fimmta áratugnum í Bandaríkj- unum. I þáttunum eru stórstjörn- ur í hverju skúmaskoti, en meðal leikstjóra eru Tobe Hooper (Tex- as Chainsaw Massacre), Richard Donner (Superman) og William Friedkin (The Exorcist). Fyrir framan tökuvélarnar eru engir aðrir en Tom Hanks og Michael J. Fox og af öðrum stjórstjörnum sem fara með hlutverk í þáttunum má nefna Malcolm McDowell, Treat Williams, stórfyrirsætuna Kathy Ireland, Jon Lovits, Whoopi Goldberg, Christopher Reeve, Tim Curry, Joe Pesci og fleiri. „Hollywood One on One“ Þessir þættir hafa unnið til a.m.k. níu Emmy-verðlauna. Farið er að tjaldabaki í Hollywood og rætt við stærstu stjörnurnar og ekki má gleyma sjóðheitu slúðrinu. Spjallað er m.a. við Tom Cruise, Antonio Banderas, Madonnu, Glenn Close, Robin Williams, Ro- bert Redford, Michele Pfeiffer og þannig mætti lengi telja. „Madman of the People“ Jack Buckner er blaðamaður sem hefur skoðanir á velflestu og er ekki hræddur við að láta þær í (jós, hvort heldur á prenti eða í orði. Hann stofnaði blaðið „Your % Times“ á sínum tíma og er einn „Tales from the Crypt“ Benny Hill og félagar „Eurotrash" Simpson-fjölskyldan af fremstu dálkahöfundum þar. Til þessa hefur honum tekist að sporna gegn breytingum á blaðinu og innihaldi þess í krafti hæfileika sinna, en nú eru breyttir timar. Stjórn fyrirtækisins hefur ákveðið að gera breytingar og halda Jack „Hollyoaks" „Hollywood One on One“ innanborðs, þrátt fyrir þver- móðskuna í honumog þá er kjörið að ráða nýjan yfirmann sem gefur Jack ekkert eftir í því að hafa skoðanir á hlutunum, nefnilega hans eigin dóttur! „The Byrds of Paradise“ Hér eru á ferðinni vandaðir og dramatiskir fjölskylduþættir sem Steven Bochco framleiðir. Hand- ritshöfundar eru Emmy-verð- launahafarnir Charles Eglee (Mo- onlighting) og Channing Gibson (St. Elsewhere) og eiga þeir hug- myndina að þáttunum. Timothy Busfield (Thirtysomething) leikur ungan fjölskylduföður, Sam Byrd, sem ákveður að flytja til Hawaii ásamt þremur börnum sínum. Hann hefur verið ráðinn sem skólastjóri en búferlaskiptin reyn- ast fjölskyldunni ekki auðveld „Bugs“ „Madman of the People“ „Extreme Close-up“ „Byrds of Paradise" David Letterman fyrst í stað því eyjaskeggjar eru ekkert alltof hrifnir. Smám saman taka hlutirnir að breytast og ekk- illinn er tekinn í sátt ásamt börn- unum sínum. Útisenur í þáttunum voru kvikmyndaðir á eyjunni Oahu og innisenur í Diamond Head Studios á Honolulu, en þetta kvik- myndaver er einna frægast fyrir það að þarna voru allir „Hawaii Five-0“ þættirnir teknir í gamla daga. „Bugs“ Nýir breskir spennuþættir með þeim Craig McLachlan, Jesse Birdsall og Jay Griffiths í hlut- verki þríeykis sem berst gegn glæpum með tækni, því byssur eiga ekki beinlínis upp á pallborð- ið hjá þeim. Einn þeirra er þyrlu- flugmaður og alger ofurhugi, ann- ar er með snjallari ökuföntum og sá þriðji er á stundum ótrúlega laginn við að koma þeim í kland- ur. Tölvur eru þeim daglegt brauð og þeir vinna fyrir hvern þann sem er réttu megin við lögin. Það er óhætt að fullyrða að þetta eru breskir spennuþættir af bestu gerð. „Murphy Brown“ og Simpson-fjölskyldan Stöð 3 hefur fest kaup á nýrri seríu í gamanmyndaflokknum um fréttakonuna Murphy Brown sem leikin er af Candice Bergen, en þættirnir hafa notið mikilla vin- sælda bæði hér heima og vestan hafs. Þá mun Stöð 3 einnig sýna gamanmyndaflokkinn „Married... With Children" og það eru vafalít- ið margir sem muna eftir hjóna- komunum A1 og Peg Bundy og ótrúlega fyndnu heimilishaldi hjá þeim. Varla þarf að kynna Simp- son-fjölskylduna fyrir íslenskum sjónvarpsáhorfendum, en Stöð 3 mun sýna þessa vinsælu þætti frá upphafi. Þá má einnig geta þess að um helgar mun Stöð 3 sýna 30 mínútna gamanþætti með grínist- anum óborganlega Benny Hill. „Eurotrash“ Þessir þættir hófu göngu sína á Channel 4 í Bretlandi fyrir um tveimur árum og hafa vakið verð- skuldaða athygli fyrir óvenjuleg efnistök og fersk og nýstárleg umfjöllunarefni. Þetta em þættir fyrir þá sem hafa gaman af því að sjá og heyra um „hina hliðina" á málunum, en umsjónarmenn þáttanna era engir aðrir en Ant- oine de Caunes og tískumógúllinn Jean Paul Gaultier. Spjallþáttur Davids Letterman Af öðram þáttum sem eru vænt- anlegir á dagskrá Stöðvar 3 má nefna spjallþáttinn vinsæla með David Letterman, spennuþættina „Land’s End“ með Fred Dryer, eða Hunter gamla, eins og við senni- lega þekkjum hann best, breska gamanmyndaflokkinn „Dressing for Breakfast", sakamálamynda- flokkinn „One West Waikiki" með kvennagullinu Richard Burgi, spennuþættina „Off Duty“ með hjartaknúsaranum Don Johnson, „Models Inc.“ með Dallas-stjörn- unni Lindu Grey, spennumynda- flokkinn „The Marshall“ með Jeff Fahey og áströlsku sápuóperuna „Shortland Street" en hún er frá framleiðendum Nágranna og hef- ur fengið frábærar viðtökur í heimalandi sínu og Bretlandi. Síð- astur en fráleitt sístur er svo saka- málamyndaflokkurinn JAG. Ung- ur lögfræðingur hefur þann starfa að rannsaka glæpi, slys, hryðju- verk og njósnir innan bandaríska flug- og sjóhersins í þessum vönd- uðu þáttum sem sumir banda- rískra gagnrýnenda hafa Hkt við Top Gun.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.