Morgunblaðið - 10.11.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.11.1995, Blaðsíða 2
2 D FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Borð og stóll 33or'ð ÞAÐ ER skemmtilegt að geta smíðað og búið til sjálf ein- hveija þeirra muna og húsgagna sem við þurfum að nota heima hjá okkur, já, segja má að það sé meira en skemmtilegt því að það er mikið þarfaverk þjóðfélagslega séð. Oft kemur mér í hug hve mikið við gætum sparað okkur með því að búa til meira af því sem flutt er til landsins og keypt fyrir dýr- mætan gjaldeyri. í síðustu smiðju skrifaði ég leið- beiningu um smiði á einföldu rúmi. Þar ræddi ég um að margir væru að flytja að heiman á haustin, var ég þá einkum með skólafólk í huga sem er að hefja nám í framhalds- skóla. Pjárhagur þess fólks er stundum af skomum skammti en sjálfsbjargarhvötin næg. Hér kemur hugmynd að ein- földu litlu borði, sem nota má til þess að borða við eða til þess að skrifa á. Stærð borðplötunnar er 96x64 sm. en auðvitað má stækka borð- plötuna eitthvað, sé þess þörf. Eins og sjá má af teikningunni geri ég ráð fyrir svipaðri aðferð við að festa borðið saman eins og notuð var við rúmið. Listi yfir efnivið í borðið Hér er áformað að nota furu í borðið en auðvitað er fijálst að nota annan við eftir eigin vali og óskum. Efnið þarf að vera heflað á alla kanta og sem þurrast: Borðlappir 4 stk. 45x45 mm x 71 sm. Þverstykki 2 stk. 21x95 mm x 54 sm. og B/: 2 stk. 21x45 sm. Langstykki 2 stk. 21x95 mm x 94 sm. og B/: 2 stk. 21x 85,5 sm. Borðplatan 1 stk. 28 mmx 64 x 96 sm. Það er hægt að kaupa borðplöt- una tilsagaða, þá stærð sem óskað er. Efnisval plötunnar fer eftir fjárhag og smekk hvers og eins. Hægt er að kaupa samlímdan við eða plasthúðaðar eldhússborð- plötur. Einnig er hugsanlegt að sumir vilji smíða borðplötuna úr furugólfborðum. Það eru til gólf- borð 28 x 120 mm. Séu þau not- uð er hæfilegt að láta saga 6 borð sem eru 96 sm. löng. Eg vil þó benda á að áhættusamt er að Smiðjan Hér leiðbeinir Bjami Olafsson um smíði á borði og stókolli. Segir hann bæði skemmti- legt að smíða eigin húsgögn og þjóðhags- lega gagnlegt, ekki síst ef við getum með því sparað kaup á innflutt- um húsmunum. líma saman borðplötuna úr gólf- borðum. Hætt er við að borðin vindi sig til er þau þorna vel í stofuhitanum. Þá er betra að kaupa valinn borðvið í plötuna og láta hefla borðin, fyrst í afréttara og síðan í þykktarhefli. Þá þarf einnig að hefla borðkantana rétta og beina, síðan má raða þeim ofan á borðrammann og líma þau og skrúfa föst. Allt þarf að pússa vel og vandlega Allt efnið þarf að pússa vand- lega og rúnna brúnir og hom vel og vandvirknislega áður en tekið er til við að líma og skrúfa borðið saman. Ef notuð verður titrings pússvél við verkið er hæfilegt að nota sandpappír að grófleika nr. 90 tii 120. Sé þess ekki kostur að nota pússvél þá ráðlegg ég notkun á sandpappír nr. 80 til 100. Ekki má gleymast að rúnna brúnimar vel á endum lappanna, einkum neðri endana. Þegar þessari undir- búnings- vinnu er lokið er best að snúa sér að því að skrúfa og líma endaþverstykkin á lappimar. Fyrst skal taka þverstykkin sem em 54 sm. löng. Þau eiga að límast og skrúfast föst við efri enda lapp- anna, þannig að þau nemi slétt við brún lappanna. Bora þarf þijú 4 mm göt í hvorn enda á þver- stykkinu og snara úr fyrir skrúfu- hausunum. Áður en skrúfurnar Hjá okkur nýtur þú ávallt hagstæðs verðs og góðrar ráðgjafar í húsbréfaviðskiptum. Vettvangur húsbréfaviðskipta. L Landsbanki íslands Bankl aflra tandsmarma § LANDSBREF HF. Löggilt veröbréfafyrirtæki. Aöili aö Veröbréfaþingi íslands. 3£cÍílMjCL. 64 ol 42 I 2é S/.Vi. '95 TEIKNING af borðinu séð frá þremur hliðum. to CO TEIKNING af kolli séðum á tvo vegu. eru skrúfaðar inn í lappimar þarf að bora fyrir skrúfunum í lappirn- ar með 2,5 mm bor. Einnig þarf að bera lím undir endana á þver- stykkjunum. Næst skal skrúfa og líma þverstykki B innan á hin þverstykkin, á milli lappanna. Það mun gera borðið mun sterkara. Einkum eru þessi stykki ætluð til þess að stífa lappirnar, svo að þær skekkist síður. Langstykkin eru fest á sama hátt á lappimar en ég vil vekja athygli á að hægara er að skrúfa og líma langstykki B innan á lengri langstykkin áður en þau verða fest við lappirnar. Það er gert til þess að hæfilega langt sé á milli lappanna. þrýsta þarf löppunum þétt að endum á langstykkjum B. Stólkollar og efnis- listi fyrir þá Hægur vandi er að smíða stól- kolla á sama hátt og borðsmíðinni er lýst hér að framan. Efnislisti í stól: Lappir, 4 stk. 34x 45 mm x 42 sm. Þverstykki, 2 stk. 21x70 mm x 40 sm. og B/: 2 stk. 21x70 mm x 30,6 sm. Þverstykki, 2 stk. 21x70 mm x 28,8 sm. og B/: 2 stk. 21x70 mm x 22 sm. Setan, 5 stk. 21x70 mm x 42 sm. Skrúfur, 24 stk. 4,5x40 mm und- irsinkaðar, í lappirnar. Skrúfur, 34 stk. 4 x 35 mm undirs- inkaðar, í setu og innan á þverstk. Kollurinn settur saman og pússaður Kollurinn er settur saman eins og borðið. Einnig þarf að pússa Endurnýjud hæð við Tjarnargotu ENDURNÝJUÐ sérhæð við Tjam- argötu í Reykjavík er nú til sölu hjá fasteignasölunni Óðali. Er hún 108 fermetrar og hefur öll venð endumýjuð. Verðhugmynd er 8,6 milljónir króna og er ekkert áhvfl- andi. Um er að ræða Tjarnargötu 39 sem er á homi Skotshúsvegar og snýr garðurinn út að Tjörninni og er útsýni gott til norðurs og aust- urs út yfir Tjömina. Er þetta þrí- býlishús, tvær hæðir og ris og er efri hæðin til sölu. Allt innan stokks var rifið út og hefur verið endumýjað. Nýtt gler er í nýjum gluggum og skipt hefur verið um pípulögn að hluta og raflögn og útveggir voru einangraðir að nýju. Á hæðinni eru tvær rúmgóðar samliggjandi stofur, þijú svefn- herbergi, eldhús, bað, þvottahús Morgunblaðið/Ásdts EFRI hæðin í þessu húsi við Tjarnargötu er til sölu. og ágætar svalir. Búið er að mála íbúðina en að öðra leyti er hún tilbúin til innréttingar og verður seld þannig. Húsið er steinhús, byggt árið 1939. Herférð gegn fúski í snjóbræðslulögnum Landsbréf hf. eru viðskiptavaki húsbréfa skv. sérstökum samningi við Húsnæðisstofnun ríkisins. STJÓRN Félags pípulagninga- meistara hefur sent Hitaveitu Reykjavíkur erindi þar sem óskað er samvinnu um að engir aðrir en löggiltir pípulagningameistarar leggi snjóbræðslukerfi. Hefur fé- lagið ákveðið að skera upp herör gegn fúski ófaglærðra eins og það er nefnt í nýlegu fréttabréfi félags- ins; í fréttabréfinu kemur fram að ekki eru nema um 20 ár frá því snjóbræðslulagnir hófust fyrir al- vöru hérlendis og þyki þær sjálf- vandlega allt efnið í kollinn, rúnna brúnir og endabrúnirnar á löppun- um. t Styttri þverstykkin skal skrúfa fyrst á lappimar og gæta ber að því að skrúfa og líma þau á mjóu hlið lappanna. Síðan skal líma og skrúfa með þremur 35 mm. skrúf- um stuttu þverstykkin, merkt B, innan á milli lappanna. Að því loknu skal skrúfa og líma lengri þverstykkin utan á breiðari hlið lappanna og svo að því loknu þverstykkin tvö , sem merkt era B á listanum. Nota skal 40 mm. langar skrúfur í lappirnar en 35 mm. Iangar skrúfur til þess að festa innri þverstykkin á þau ytri. Sömu stærð af skrúfum skal nota til þess að festa setufjalimar ofan á kollinn. Lökkun eða málun fer síðast fram, ef fólk vill nota slík efni. sagðar við hvert hús á hitaveitu- svæðum. „Sú óheillaþróun hefur orðið að stór hluti af þessum lögn- um, einkum snjóbræðslulögnum við einbýlishús, eru lagðar af ófaglærðum smáverktökum og höfum við látið þetta viðgangast, þó ekki aðeins réttur okkar sé ótvíræður samkvæmt iðnlöggjöf heldur er það skylda okkar að stöðva þetta og sjá til þess að þessi kerfi séu rétt lögð, þau teiknuð og lögnin tilkynnt við- komandi veitukerfi." Fasteigna- sölur í blabinu í dag Agnar Gústafsson bls. 7 Almenna fasteignasalan bis. 16 Ásbyrgi bls. 24 Ás bls. 10 Berg bls. 28 Bifröst bls. 21 Borgareign bls. 27 Borgir bls. 10 Eignamiðlun bls. 4 og 5 Eignasalan bls. 26 Fasteignamarkaður bls. 18 Fasteignamiðlun bls. 7 Fasteignamiðstöðin bls. 26 Fjárfesting bls. 7 Fold bls. 14 og 15 Framtíðin bls. 9 Frón bls- 17 Garður bls. 1 5 Gimli bls. 6 Hóll bls. 12 Húsakaup bis. 22 Húsvangur bls. 8 Hraunhamar bls. 23 Kjöreign bls 11 Laufás bls. 2lf8PP Óðal bls. 13 Skeifan bls. 19 Stakfell bls. 28 Valhöll bls. 3 Þingholt bls. 20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.