Morgunblaðið - 10.11.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.11.1995, Blaðsíða 1
• MARKAÐURIMN • SMIÐJAN • LAQNAFRÉTTIR • QRÓÐUR OQ QARÐAR • HÝBÝLI • FRÉTTIR • WtotgwMáltíb Blað D Herferð gegn fúski FELAG pípulagningameistara hefur ákveðið að fara í her- ferð gegn fuski við lagnir á snjóbræðslukerfum. I nýlegu fréttabréfi félagsins segir að oft séu þessar snjóbræðslu- lagnir lagðar af ófaglærðum smáverktökum. / 2 ? Tækjakaup- um NÆSTU 10 árin er gert ráð fyrir að verja 4,7 milljörðum króna til uppbyggingar á 19 flugvöllum landsmanna. Verði framkvæmdafé fiugmálaaætl- unar skorið niður verður ýms- um nauðsynlegum 1 ækjakaup- um frestað. / 24 ? T E Bílar og byggða- w þróun AHRIF bflaumferðar á byggðaþróun eru mikil og má segja að þau séu mjög ráðandi þáttur í öllu skipulagi borga. Vandi skipu- Iagsyfirvalda er sá hvort leyfa eigi Iftt takmarkaða aukningu umferðar sem þýðir að reisa þarf margvísleg um- ferðarmannvirki svo sem mis- læg gatnamót, stofnbrautir og annað eða sporna við þessari aukningu með því að þrengja svolítið að umferð einkabfla. Sé síðari kosturinn valinn þarf samt sem áður að skipu- leggja almenningssamgöngur þannig að sem flestir geti notast við þær í daglegum störfum og ferðum. Þurfa þá ferðirnar að vera tíðar, greiða þarf fyrir umferð vagna með ákveðnum for- gangi og leiðakerfið þarf að ná sem víðast um borgirnar. I tengslum við aðalskipu- lag Reykjavíkur 1990 til 2010 eru þessi mál mjög til athug- unar. Er m.a. kannað hyort' hægt verður að draga úr bfla- umferð í Reykjavík og bendir Bjarni Reynarsson skipulags- fræðingur á að séþað gert náist nokkur þjöðhagslegur sparnaður. Grundvallarspurn- ingin hlýtur því að vera sú hvort þeir sem nota í dag einkabfl sinn í erindum hvers- dags séu reiðubúnir að skilja bflinn eftir heima og nota SVR eða önnur sameiginleg samgöngutæki. / 16 ? Um 2% af 1.500 milljóna króna veltu í ráðgjafarverkf ræði til útflutnings FYRIRTÆKI í verkfræðiráðgjöf við mannvirkjagerð eru 30 talsins hérlendis en þau eru flest innan vé- banda Félags ráðgjafaverkfræð- inga, FRV. Alls starfa um 100 verk- fræðingar innan félagsins. Á síðasta ári var velta þessara fyrirtækja um 1.521 milljón króna en var 1.814 milljónir árið 1989. Þetta kom fram í máli Runólfs Maack vélaverkfræð- ings á mannvirkjaþingi nýlega. Nokkur samdráttur hefur verið hjá þessum fyrirtækjum síðustu árin. Var veltaþeirra 1.681 millj. kr. árið 1990, jókst aðeins árið eftir, var 1.535 milljónir árið 1992 og 1.513 milljónir árið 1993. Fjöldi starfs- manna hefur einnig farið minnkandi eða úr 405 árið 1989 í 375 í fyrra. Séu teknir með arkitektar og tækni- menn sem stunda svipaða starfsemi en standa utan FRV telur Runólfur að tvöfalda megi veltutölurnar, að veltan geti verið tæpir fjórir millj- arðar króna og fjöidi starfsmanna sé alls um eitt þúsund. Þá segir hann samkeppni einkageirans við hið op- inbera býsna erfiða. Stofnunum sé gert að selja hluta starfsemi sinnar til að afla tekna og oft sé þessi þjón- usta seld undir kostnaðarverði. Fram kom i máli Runólfs að fyr- irtækin hafa reynt að mæta sam- drætti hérlendis með því að flytja út verkfræðiráðgjöf en árangur hafi verið heldur rýr. Telur hann það m.a. stafa af því að fyrirtækin hafi ekki fjárhagslegt bolmagn til slíkrar markaðssetningar og að þekking á erlendum mörkuðum sé heldur ekki nægileg. Tekjur FRV fyrirtækja af erlendri starfsemi voru á síðasta ári 2% og eru hægt vaxandi. Félag ráðgjafarverkf ræðinga Afkoma FRV-fyrirtækja 1989-94 áveraiagi 1994 Velta allS (Milljónirkr.) Fjöldi starfsmanna s S 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1989 1990 1991 1992 1993 1994 Laun og launatengd gjöid á starfsmann (þús. *rj Hagnaður sem hlutfallafveltu 6,13 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1989 1990 1991 1992 1993 1994 Samvinna Vegagerðar, Flugmálastjórnar og Vita- og hafnamálastofnunar Safna gögnum um verktaka fyrir upplýsingabanka VEGAGERÐ ríkisins hefur á síð- ustu árum leitast við að leggja mat á verktaka og koma sér þannig upp upplýsingabanka um hæfni, reynslu og fjárhagslega stöðu þeirra. Er þetta m.a. gert til að Vegagerðin geti betur metið tilboð verktaka og valið hagstæðasta tilboðiö sem þarf ekki endilega að vera það lægsta. „Til þess aö afla sér fóðurs í slíkt mat hefur verið í útboðslýsingum krafist itarlegra upplýsinga um bjóðendur og stöðu þeirra og ekki samið við einstaka verktaka nema að tilteknum skilyrðum uppfylltum og eftir mat á því hvort verktakinn hafi möguleika á að ljúka verki á far- sælan hátt," sagði Rögnvaldur Jónsson tækniforstjóri Vegagerð- arinnar á mannvirkjaþingi. Vegagerðin skiptir verktökum niður í hvít, grá og svört s væði. Þeir sem eru á svarta svæðinu fá ekki verk þar sem þeir hafa staöið sig þannig að ekki þyki ástæða til að skipta við þá, á gráa svæðinu eru. nýir og reynslulitlir verktakar en þeir fá þó að spreyta sig á minni verkefni. Á hvíta svæðinu eru þeir sem treysta má til ýmissa verkefna. Vegagerðin mun eiga samvinnu við Vita- og hafnamálastofnun og Flug- málastjór við að reyna að koma á skráðum upplýsingabanka um verktaka. Hafa þessar stofnanir hannað eyðublað fyri mat eftirlits- manna á verktökum sem var notað sl. sumar og verður nú unnið úr þeim upplýsingum og vonast menn til að þar megi fá stofn í upplýsingabank- ann. Um nánari skilmála við val á verk- tökum sagði Rögnvaldur meðal ann- ars: „Ekki er samið við verktaka sem er í vanskilum með opinber gjöld, t.d. virðisaukaskatt, þunga- skatt og staðgreiðslu skatta.. Ekki er gerð krafa um, að gjöld þessi séu að fullu greidd heldur nægir yfirlýs- ing frá innheimtumanni ríkssjóðs um, að verktakinn hafi samið um- greiðslu skulda sinna."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.