Morgunblaðið - 10.11.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.11.1995, Blaðsíða 16
16 D FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ VERÐUR hægt að draga úr umferð einkabfla á höfuðborgarsvæðinu með markvissum aðgerðum til að bæta almenningssamgöngur? Áhrif bílaumferðar á skipulag og byggðaþróun í tengslum við aðalskipulag Reylg’avíkur til ársins 2010 sem nú stendur yfír er m.a. spurt hvort hægt sé að draga úr notkun einkabílsins. Jóhannes Tómasson lítur á nokkur atriði er varða bílaumferð og byggða- þróun en talið er að ná megi talsverðum spamaði ef dregið yrði úr umferð einkabfla. BÍLAR og umferðarmann- virki eru jafnan fyrir- ferðarmiklir þættir í skipulagi borga í nú- tímasamfélögum. Skipulagsyfír- völdum er gert að skapa almenn- ingi greiðfærar leiðir um borgir og er einkabíllinn víðast helsta tækið til þess. Tekur hann sífellt meira rými og krefst æ meiri kostnaðar í mannvirkjum og jafn- vel fóma þar sem umferðarslysin eru. Hinn kosturinn er að koma almenningssamgöngum í þannig farveg að sem flestir geti nýtt sér þær í daglejgum ferðum sínum um borgimar. I Reykjavík hefur á síð- ustu misserum æ meira borið á kvörtunum borgarbúa vegna há- vaða og mengunar frá bflaumferð og víst er umferðin víða orðin slík á höfuðborgarsvæðinu að gatna- kerfíð annar henni varla. Hér á eftir verður varpað fram vanga- veltum um hvað er til ráða í sam- búð bfla og fólks, hvemig huga þarf að byggðaþróun í samhengi við þróun umferðar. Þessi mál eru tekin ítarlega til umræðu í nýjasta tölublaði tíma- ritsins Arkitektúr-verktækni- skipulag. Einnig var rætt nokkuð um umferð af völdum einkabfla og skipulag á nýlegum fundi borgarskipulags og skipulags- nefndar Reykjavíkur um framtíð miðborgarinnar. Þrengt að einkabílnum Þegar umferðarþungi er orðinn óþolandi og ljóst að grípa þarf til aðgerða standa yfírvöld frammi fyrir tveimur kostum. Annar er sá að gera umferðina greiðari, bæta við akreinum, byggja brýr eða mislæg gatnamót, göng eða önnur mannvirki sem aukið geta afköstin. Skipulagsfræðingar em á þeirri skoðun að sé það gert líði ekki á löngu þar til sami vandinn verði uppi á teningnum á ný. Þeg- ar gatnakerfíð batni bjóði það uppá fleiri einkabíla og áður en menn hafa snúið sér við blasa sömu umferðarhnútamir og bið- raðimar við mönnum. Með öðrum orðum: Aukin tækifæri bjóða auk- inni eftirspum heim. Hinn kosturinn er sá að gera alls ekki neitt: Láta vandann óleystan og verða nánast óbæri- legan í þeirri von að ökumenn, aðallega þeir sem ijölmenna á einkabflum sínum gefíst hreinlega upp, velji aðrar leiðir, fækki ferð- um sínum í viðkomandi hverfi eða borgarhluta eða skilji bflinn eftir heima og noti almenningsvagna. Með því myndi vandinn leysast af sjálfu sér og um leið mætti draga smátt og smátt úr fjölda bílastæða sem þýddi að einkabílum yrði gert sífellt erfíðara um vik. Þessi síðari leið þykir kannski ekki góð latína fyrir þá sem kjósa og/eða verða að nota einkabflinn í daglegu starfí eða t.d. vegna fötlunar. En líta má á ýmsa kosti þess að draga úr umferð einka- bíla. Bjami Reynarsson aðstoðar- forstöðumaður Borgarskipulags segir í grein sinni í fyrmefndu tímariti að sparast myndi mikið fé ef tækist að draga úr umferð einkabíla, bæði fyrir íbúa á höfuð- borgarsvæðinu og þjóðarbúið í heild. Mengun myndi minnka, kostnaður heimilanna vegna einkabílsins minnka, gjaldeyrir myndi sparast vegna minni elds- neytiskaupa, kostnaður vegna umferðaróhappa myndi lækka, draga mætti úr framlögum til uppbyggingar nýrra umferðar- mannvirkja og minna landrými færi undir götur og bílastæði. Vilja borgarbúar draga úr notkun einkabílsins? Bjami Reynarsson segir að við endurskoðun á aðalskipulagi Reykjavíkur sem nú standi yfir hafí komið upp ýmsar spumingar: Er hægt að draga úr notkun einkabíls og takmarka þannig aukningu umferðar? Mætti þannig draga úr kostnað- arsömum framkvæmdum við stofnbrautakerfið? Em borgarbúar tilbúnir að draga úr notkun einkabílsins? Hvaða aðrir samgöngukostir standa til boða? Er hægt að greiða svo mikið fyrir almenningssamgöngum og bæta þjónustu þeirra þannig að þær verði raunhæfur valkostur? Má nota hlutfall af vegafé til þjóðvega í þéttbýli til að bæta rekstur almenningsvagna? Þannig mætti eflaust spyija áfram en hver em svörin við þess- um spumingum? Er líklegt að borgarbúar séu líklegir til að nota annan samgöngumáta þegar þeir era vanir að fara 90% ferða sinna í einkabflnum? Aðeins 7% fara í dag með almenningsvögnum. Til samanburðar nefnir Bjarni að í þýskum borgum fari menn um 46% ferða sinna í einkabfl en 17% með almenningsfarartækjum. Meðalhlutfall íbúa sem nota al- menningssamgöngur í evrópskum borgum er um 24% en 64% í Asíu- löndum. Þessar spumingar em til um- ræðu eins og fyrr segir varðandi aðalskipulag sem nú er unnið að. í samantekt á gögnum vegna kynningar á umferðarþætti aðal- skipulagsins 1990 til 2010 sem Bjami Reynarsson tók saman em sett fram eftirfarandi markmið í umferðarmálum: 1. Greitt verði fyrir umferð á stofn- brautum. 2. Fækkað umferðarslysum. 3. Minnkaður verði gegnumakstur um íbúðahverfí. 4. Minnkuð loft- og hávaðameng- Un. 5. Fullnægt verði eftirspum eftir bílastæðum. 6. Bætt almenningsvagnaþjón- ustu. 7. Bætt aðstaða fyrir gangandi og hjólandi. Markmiðum eitt til fjögur á að ná með átaki í uppbyggingu á stofnbrautum í borginni og til að tryggja sem best að ná markmið- um tvö til fjögur verður haldið áfram að leggja hraðahindranir og loka götum svo dæmi séu nefnd. Þá er gert ráð fyrir að til að draga úr slysum verði einnig reynt að setja upp fleiri umferðarljós, lagfæra gatnamót og fækka teng- ingum við stofnbrautir og að auka umferðarfræðslu. Vegatollur í miðborginni? En hvaða raunhæfir möguleikar em líklegir til að draga úr umferð einkabflsins ef við gefum okkur að það sé nauðsynlegt á höfuð- borgarsvæðinu? Nokkrar hug- myndir em enn sóttar í samantekt Bjarna Reynarssonar: Að safna saman erindum vik- unnar á tvo til þijá daga og að nágrannar og vinnufélagar sam- nýti bílana. Gera ráð fyrir bílastæðum við aðalstrætisvagnastöðvar og hafa þaðan hraðferðir í miðborgina. Taka upp vegatolia á aðkomu- leiðum innsta * hluta borgarinnar og nota þá til að bæta almennings- vagnaþjónustu. Auka atvinnumöguleika og 552 1150-552 1370 LARÚS p VALDIMARSS0N, fBAMKVftMOASUORi KRISTJÁN KRISIJANSS0N, lOGGUlUR fASlfiGUASAti Til sýnis og sölu meðal annarra eigna: Hlíðar - eign í sérflokki Glæsileg neðri hæð, rúmir 160 fm. Alft sér. Sérþvotta- og vinnuherb. í kj. með rúmgóðri sérgeymslu. Bílskur. Trjágarður. Útvals staður. Nán- ari upplýsingar aðeins á skrifst. Góð eign - lækkað verð Endurnýjað einbhús við Digranesveg, Kóp. Húsið er hæð með mjög rúmgóðri 3ja herb. ibúð. I kj. eru 2 herb., þvottahús og bað. Stór ræktuð lóð með háum trjám. Eignaskipti möguleg. Við Bogahlíð - nágrenni óskast góð 3ja herb. íbúð í Nýja miðbænum. Skipti möguleg á 4ra herb. úrvalsíbúð með sérþvhúsi og góðum bílskúr. Rétt við Sæviðarsund Sólrík vel með farin 3ja herb. íbúð á 1. hæð. Parket. Tvennar svalir. Góð geymsla í kj. Laus fljótlega. Vinsæll staður. Gott verð. Glæsilegt einbýlishús Steinhús, ein hæð, 153 fm með 6-7 herb. íbúð. Góður bílskúr rúmir 40 fm. Stór ræktuð lóð á frábærum stað i Noröurbænum í Hafnarfirði. Álfheimar - nágrenni Ertu að hugsa um að kaupa íbúð, byggja eða endurbæta? í i I i í Lertum að góðri 3ja herb. íbúð í skiptum fyrir góða 5 herb. neðri hæð meö öllu sér á frábæru verði. Óskum þjóðinni til hamingju með stækkun álversins sem skapar atvinnu, aukna orku- sölu, gjaldeyristekjur og jafnvægi á fasteignamarkaðnum þegar fram líða stundir. Þökkum iönaðarráðhenra og starfsliði hans frábæran dugnað og framsýni. • • • Opiðá laugardaginn Almenna^asteignasalan sf. FASTEiGNASALAN var stofnuð 14. júlf 1944. UB6IVE6IIIS. 552 115S-552 1371 ALMENNA # y Fyrsta skrefið er ávallt GREIDSLUMAT Greiðslumatið færðu unnið hjá bönkum sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. húsnæðisstofnun ríkisins Í3 vinnur að vélferð íþágu þjóðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.