Morgunblaðið - 17.11.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.11.1995, Blaðsíða 2
2 D FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Rétt hlið með réttum rimlum ÞEGAR verið er að hanna íbúðir væri mjög heppilegt að gert væri í upphafi ráð fyrir barnheldum hlið- um við stigaop. Þetta verður að gera í samræmi við byggingareglu- gerð. Herdís Storgaard fulltrúi hjá Slysavamafélagi íslands sagði í samtali við blaðamann fasteigna- blaðsins að nefnd sem verið hefur að skoða byggingareglugerð með tilliti til öryggis bama hefði nýlega sent frá sér breytingartillögu við þá reglugerð sem í gildi er. „A veg- um evrópska staðlaráðsins var gerð könnun á stærðarhlutföllum bama. Þá kom í ljós að böm em oft og tíðum minni en gert er ráð fyrir í gildandi reglum. Breytingartillaga nefndarinnar er í samræmi við þetta, að minnkað verði bil á milli rimla úr 120 millimetrum niður í 90 millimetra," sagði Herdís. Reglugerðin sem í gildi er hljóðar svo: „Þannig skal gengið frá hand- riðum að ekki stafi hætta af, og má ekki vera lengra bil milli lóð- réttra rimla en 120 millimetrar. Séu handrið gerð með láréttum rimlum sem gefa möguleika á klifri bama skal klæða slík handrið klæðningu í að minnsta kosti 800 millimetra hæð. Hæð handriðsins á að vera 900 millimetrar. Mikilvægt er að þeir sem hanna og smíða handrið í stigaop gæti þess að ekki myndist klemmuhætta. Til að afstýra því verður að ganga þannig frá að þriggja sentimetra bil sé á milli veggsins og hliðsins Morgunblaðið/Þorkell ÞETTA hlið er með réttu bili milli rimla og er í réttri hæð. þegar lokað er. Til eru sérstakar hjarir sem henta til þessa og eru notaðar t.d. á leikskólum og annars staðar þar sem böm ganga mikið um,“ sagði Herdís að lokum. Flýtt fyrir afgreiðslu hjá byggingarfulltrúa BORGARSTJÓRN Reykjavíkur hefur rætt um að koma á breyting- um á starfsháttum bygginganefnd- ar og átti síðari umræða og lokaaf- greiðsla málsins að fara fram á borgarstjómarfundi síðdegis í gær. í breytingunni felst að byggingar- fulltrúi geti afgreitt ýmis verkefni í stað þess að þau komi alltaf fyr- ir byggingamefnd og er það gert til að flýta afgreiðslu þeirra. Þessi breyting er eitt af verkefn- um Reykjavíkurborgar sem reynslusveitarfélag og hefur Um- hverfisráðuneytið samþykkt hana. Hún þarf tvær umræður í borgar- stjóm og fór sú fyrri fram 2. nóvember sl. Verkefnin sem bygg- ingarfulltrúi getur nú afgreitt án þess að þau fari fyrir byggingar- nefnd eru: Teikningar vegna bmnamála, teikningar vegna minni háttar útlits- og innréttinga- breytinga, teikningar vegna minni háttar breytinga sem verða á mannvirki og við framkvæmd, umsóknir um uppsetningu girð- inga, umsóknir um tijáfellingar, útgáfa framkvæmdaleyfis, við- urkenning iðnmeistara og númera- breyting á lóðum. Fái umsækjandi synjun á máli sínu hjá byggingafulltrúa getur hann jafnframt áfrýjað því til byggingamefndar sem tekur það fyrir á næsta fundi. Þá verður eft- ir sem áður hægt að skjóta af- greiðslum þessara mála til úr- skurðar umhverfísráðherra. Þá er áskilið að afgreiðslur byggingar- fulltrúa skuli lagðar fram á næsta reglulega fundi byggingamefndar. Tjón af vatnslás- um 50 til 100 millj- ónir króna árlega „ÞAÐ getur vart talist eðlilegt að á 10 ára fresti þurfí að bijóta sér leið í gegnum dýrar flísar til þess að komast að vatnslás undir bað- keri svo að hægt sé að endumýja í honum þéttihringi. Ég fullyrði að vatnstjón bara af völdum inn- múraðra vatnslása kosti þjóðfélagið einhvers staðar á milli 50 og 100 milljónir á ári,“ sagði Daníel Haf- steinsson rekstrartæknifræðingur hjá Sambandi ísl. tryggingafélaga á ráðstefnu Lagnafélagsins og Samtaka iðnaðarins nýverið. Umræðuefni Daníels Hafsteins- sonar var áhrif úttekta á iðgjöld tryggingafélaga og sagði hann fylli- lega tímabært að koma á einhvers konar lokaúttektum lagnakerfa. „Ef lokaúttektir væm framkvæmd- ar á nýju húsnæði þá mundi maður ætla að kannað yrði hvort þétting milli baðkers og veggjar og þétting með lögnum frá blöndunartækjum in í vegg væm skoðaðar, en oft hreinlega gleymist að þétta með lögnunum þar sem þær fara inn í vegginn vegna þess að þegar rósett- an er komin fyrir þá virðist allt vera í fínasta lagi,“ sagði Daníel ennfremur í erindi sínu. Daníel taldi að stóran hluta vatnstjóna mætti rekja til þessara leiða þar sem vatnið gæti haft greiða leið inn í einangrun húsanna og gæti ámm saman grafíð um sig og komið fram í ýmsum myndum. Þá sagði hann iðgjöld vatnstjóns- trygginga hafa þar til nýlega verið svipuð á nýjum húsum og gömlum og taldi hann það allra hag að reynt yrði að hafa mun á iðgjöldum þeirra sem hafa mál sín í lagi og hinna sem alltaf eru í tjónum því tjóna- tíðni og umfang tjóna ráða mestu um iðgjöldin. Lykillinn er innra eftirlit og gæðavitund hönnuða og framkvæmdaaðila og bæta innra eftirlit ætti að vera hægt að bæta ástandið en það væri ekki sjálfgefið hvemig unnt væri að breyta núverandi starfs- háttum. Sagði hann neytendur eiga þá kröfu á hendur stjórnvöldum að þau settu skýrar reglur. EKKI er ætlunin að þróa eftirlits- iðnað sem valdi ómældum kostnaði og auki kostnað við nýframkvæmd- ir og viðhald. Reynslan erlendis sýnir að lykillinn að bættum gæðum fæst með innra eftirliti og gæðavit- und, sagði Hafsteinn Pálsson bygg- ingaverkfræðingur á ráðstefnu um samræmt byggingaeftirlit. Hafsteinn ræddi um samræm- ingu og úrbætur við eftirlit og sagði að með því að auka gæðavitund Vatnstjón hjá hverri fjölskyldu á 15 ára f resti? HVER fjölskylda getur búist við að lenda í vatnstjóni 15. hvert ár. Talið er að fjöldi vatnstjóna hér- lendis sé 5.700 á ári hveiju og að heildarkostnaður við hvert tjón sé nálægt 180.000 krónum. Samkvæmt upplýsingum Sam- bands ísl. tryggingafélaga er beinn kostnaður við meðalstórt vatnstjón kringum 120.000 krónur. Ofan á það má bæta ýmsum óbeinum kostnaði sem hækkar meðaltals- tjónið í um 180.000 krónur. Talið er að heildarkostnaður af öllum vatnstjónum sé á ári kringum einn milljarður króna sem þýðir að um 5.700 heimili verða fyrir því ár- lega. Sé miðað við að 95 þúsund íbúð- ir séu í landinu þýðir þetta að hver fjölskylda getur búist við að lenda í vatnstjóni 15. hvert ár. Takist að ná niður fjölda tjóna um 30-40% myndi draga mjög úr tjónatíðni. Hver fjölskylda myndi þá verða fyrir tjóni á aðeins 21. árs fresti í stað 15 ára. Þessar tölur komu fram í erindi Freygarðs Þorsteinssonar á ráð- stefnu Lagnafélagsins og Sam- taka iðnaðarins í síðustu viku. Sagði hann jafnframt að hægt væri að koma í veg fyrir um 36% vatnstjóna með betra eftirliti við hönnun og framkvæmd sam- kvæmt úttekt Rannsóknastofnun- ar byggingariðnaðarins sem gerð var á 101 tjóni. ENDARAÐHÚS við Frostaskjól í Reykjavík er til sölu hjá Val- höll og á að kosta 18,8 milljónir króna. Vandað endarað- hús í vesturbænum TIL SÖLU er hjá Valhöll enda- raðhús í Frostaskjóli 95 í Reykja- vík, um 290 fermetrar að stærð. Að sögn Bárðar H. Tryggvasonar hjá Valhöll er þetta mjög glæsilegt Fasteignalán Landsbréfa til allt að 25 ára Vextir af lánunum eru á bilinu 7,0 tii 8,25%. Lánin henta td. þeim sem vilja skuldbreyta eldri lánum, kaupa stærri eignir eða vilja taka lán til framkvæmda. 10 Ráðgjafar Landsbréfa hf. veita allar frekari upplýsingar , LANDSBRÉF HF. SUÐURLANOSBRAUT 24, 1 0 8 REYKJAViK, SIMI 5 8 8 92 00, BREFASIMI 58 8 8 598 hús. „Þetta er fullbúið hús og mjög vandað að allri gerð,“ sagði Bárð- ur. „Því tilheyrir 12 fermetra garð- stofa út af stofu. í stofunni er ar- inn. í eldhúsinu er vönduð Alno- innrétting, það er mjög rúmgott eins og fólk vill hafa það í dag. Fjölskyldan er að færast inn í eld- húsið aftur. Þetta sést þegar verk arkitekta nútímans eru skoðuð. Húsið er á tveimur hæðum ásamt kjallara. Á efri hæðinni eru þrjú rúmgóð svefnherbergi, stórt og glæsilegt flísalegt baðherbergi og gott þvottahús með skápum. Inn- felld ljós eru í loftum. A aðalhæð er flísalögð forstofa, gestasnyrting, stofa og borðstofa og svo fyrmefnd garðstofa. í kjallara eru tvö rúm- góð svefnherbergi og góð geymsia sem teiknuð er sem gufubað. Möguleiki væri að hafa sér íbúð í kjallara með því að setja sér inn- gang á gaflinn. Fullbúinn, inn- byggður bílskúr fylgir eigninni. Garðurinn er hannaður af Stan- islaw Bohic og er mjög glæsilegur. Hann er ekki mjög stór en öllu þar vel fyrir komið og mjög auðveldur í allri umhirðu. Verð hússins er 18.8 millj. kr. Áhvílandi eru um 1.8 millj. króna. Fasteigna- sölur í blabinu í dag Agnar Gústafsson bls. 5 Almenna fasteignasalan bis. 22 Árni G. Finnsson bls. 25 Ásbyrgi bls. 23 Ás bis. 24 Berg bls. 24 Bifröst bis. 28 Borgir bls. 7 Brú bls. 17 Eignamiðlun bte. 18 Eignasalan bls. 19 Fasteignamarkaður bls. 9 Fasteignamiðlun bis. 17 oo 23 Fasteignamiðstöðin bls. 25 Fjárfesting bls. 1 1 Fold bls. 13 Framtlðin bls. 4 Frón bls 22 Garður bls. 25 Gimli bls. 12 Hátún bls. 19 Hóll bls. 14 og 15 Húsakaup bls. 27 Húsvangur bls. 3 Hraunhamar bls. 8 Kjörbýli bls. 15 Kjöreign bls. 20 Laufás bls. 7 Óðal bls. 6 Skeifan bls. 5 Valhús bls. 28 Valhöll bls. 10 Þingholt bls. 21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.