Morgunblaðið - 17.11.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.11.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ JÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1995 D 11 Skipting kostnadar vegna bilana vaxandi vandamál UNDIR margri gólfplötunni kunna að leynast brotnar og stiflaðar lagnir með tilheyrandi dýralífi. AÐ KOMA fleiri og fleiri til- felli af biluðum lögnum í hús- um, það er mjög eðlilegt, nánast öll hús hérlendis eru byggð á þess- ari öld og flest eftir miðja öldina. Þess vegna höfum við ekki haft svo mikið af úr sér gengnum lögn- um í húsum, en nú má búast við að þeim fjölgi óðfluga hvarvetna á landinu. Mikill meirihluti húsa inn- an Hringbrautar í Reykjavík, á Melum og í Skjólum og víðar er kominn á tíma. Sama má segja um önnur sveitarfélög, t.d. Kópavog, þó þar hafi nánast engin byggð verið fyrir fimmtíu árum, en þá voru hús þar byggð af vanefnum, lagnir éru víða komnar á síðasta snúning. Það verður því í talsverðu að snúast hjá húseigendum, lagna- mönnum og tryggingafélögum. Sé um einbýlishús að ræða eða hús- eign í eigu eins aðila er málið ekki svo fjárhagslega flókið. En annað er upp á teningnum í fjöleignarhúsum og eru nú mörg ágreiningsmál þegar komin upp þess vegna. Hvernig á að skipta kostnaði? Nýju lögin Fjöleignarhúsalögin eru til mik- illa bóta, en leysa ekki öll vanda- mál, segja ekki fyrir um allar lausn- ir frekar en önnur lög. Hérlendis er vandamálið einnig það að reynsl- una og hefðina vantar, litið hefur verið á hvert einstakt mál sem slíkt, en ekki almennt vandamál í fjöl- eignarhúsum. En þetta þarf að taka föstum tökum nú þegar vandamálunum fjölgar, móta hefðir og meginreglur og efalaust er skammt í það að fjöleignarhúsalögin verði tekin til endurskoðunar, það er hægt að gera þau fyllri og nákvæmari. Það er nauðsynlegt að fylgjast vel með öllum málum, sem upp koma vegna bilaðra lagna í fjöl- eignarhúsum og safna á einn stað allri þeirri reynslusögu sem þar fæst. Það gæti komið í veg fyrir ágreining síðar meir og losað dóm- stóla við þó nokkurt málaþras. Fyrirbyggjandi aðgerðir Starfandi er kærunefnd vegna ágreiningsmála, sem upp kunna að koma í fjöleignarhúsum, hvort sem það er vegna bilana á lögnum eða annars. Lítil reynsla er komin á starf kærunefndarinnar og efalaust er hún að finna sinn vinnumáta og feta sig inn í erfið mál. En það er ljóst að þó lögfræðin sé mikilvæg í þessum málum er tæknileg þekking ekki minna at- riði, þetta þarf að haldast í hendur þegar unnið er að lausn mála. Meðan fjöleignarhúsalögin eru enn í mótun er tvímælalaust happa- drýgst að húsfélög og fjöleignar- húseigendur geri með sér samning, flest slík sambýli hafa húsreglur, en hér er mælt með formlegum samningi. í samningi þessum verði fyrir- mælt hvernig brugðist skuli við ef vandi steðjar að, ekki láta það bíða þangað til hann er kominn upp. Það vill nefnilega brenna við að þá hefjast oft deilur, jafnvei illvígar deilur; hver og einn reynir að koma sér undan ábyrgðinni og kostnaðin- um og koma þá stundum fram hin- ar furðulegustu röksemdir. Meginreglur Hvert það lagnakerfi, sem er sameiginlegt í fjöleign, á að vera í sameiginlegri ábyrgð allra eig- enda án tillits til þess hvar lekinn eða skemmdin kemur fram. Þetta er meginreglan og ef hún er sett fyrirfram og eftir henni farið, hlífir það öllum aðilum við óvissu, sundrungu og jafnvel óvild. Þetta gildir jafnt um hitakerfi, neysluvatnskerfi eða frárennslis- kerfi, hvort sem þau eru undir Lagnafréttir Hvert það lagnakerfi seníer sameiginlegt í fjöleign, á að vera í sam- eiginlegri ábyrgð allra eigenda án tillits til þess hvar lekinn eða skemmdin kemur fram, segir Sigurður Grétar Guðmundsson. Segir hann skiptingu kostnað- ar vegna bilana vera vaxandi vandamál og bendir eigendum fjöl- eignarhúsa á að gera samning um þessi mál. neðstu plötu eða stofnar innanhúss. Það sem hver og einn ber ábyrgð á eru tæki svo sem; salerni, bað- ker, vaskar, þvottavélar, blönd- unartæki o.s.frv. Tökum dæmi: Hitakerfi er eitt og sameiginlegt í sex hæða sambýl- ishúsi, einn mælir frá hitaveitu, hitakostnaði skipt eftir eignarhluta. Bilun verður á annarri hæð, allir viðurkenna sameiginlega ábyrgð og greiða viðgerðarkostnað eftir eignarhluta, því það er viðurkennt að lagnirnar þjóna fleirum en þeim sem á staðinn þar sem lekinn varð. En hvað með efstu hæðina? Hita- lagnirnar þar þjóna eingöngu eig- anda þeirrar hæðar. Það er ótrúlegt að í slíkum tilfell- um hafa aðrir eigendur reynt að fría sjálfa sig, en leki á þeim stað getur haft í för með sér skemmdir á öllum hæðum. Þess vegna er fyrrnefnd megin- regla hagstæðust fyrir alla án til- lits til þess hvar þeir búa í húsinu eða hvar eignarhluti þeirra er, lagn- ir á efstu hæð eiga ekki að vera undanskildar, það liggur í augum uppi. Tökum annað dæm: Leka verður vart á frárennslislögn í grunni á gömlu húsi, raki kemur fram í gólf- um og megn ólykt í íbúð á gólfhæð. Mjög líklegt er að hér sé um steinlögn að ræða og þó skemmdin komi upp í einu herbergi í einni íbúð er öruggt mál að það þarf að gera allt kerfið undir gólfplötu neðstu hæðar óvirkt. Það skiptir ekki máli hvar lögnin liggur, hvar hún kemur út úr húsi, hvar brunn- urinn er (ef hann er þá til), það skiptir ekki máli hvað mörg tæki tengjast hverri hliðarlögn, hvort það er stofn upp á efri hæðir eða einn vaskur í kjallara, þetta er ótví- rætt á sameiginlega ábyrgð allra í sömu fjöleign. Það óréttlátasta er þó það að oft er reynt að koma auknum kostnaði á þá sem búa við eða á skemmd- inni eða lekanum, á þá sem verða fyrir mestum óþægindum og raski. Það er tvímælalaust nauðsynlegt að lögfróðir og tæknifróðir einstakl- ingar taki nú þegar nýju fjöleignar- húsalögin til endurskoðunar og geri þau fyllri og meira afgerandi. Einbýlis- og radhús Vesturholt - Hfj. - NÝTT. Stórt og ákafl. sérstakt einb. sem sk. í stór- an kjallara m. innb. stórum bílskúr ásamt þvotth. og miklu aukarými. Á aðalhæð eru 3 svefnherb., stórt eldh., fallegt baðherb. og rúmg. borðstofa. Stórar suðursv. Á efstu hæð verður stofa, ekki fullfrágengin. Eign í sérfl. Áhv. 6,5 millj. Verð 14,5 mlllj. Stekkjarhvammur — Hf. — NÝTT. Mjög gott 183 fm raðh. á tveimur hæðum ásamt 24 fm bilsk. Fllsar, parket. Vandaðar innr. 4 góð svefnherb. Mikið nýtanl. aukarými I riel. Áhv. byggsj. 2 millj. Skiptl á minna. Keilufell. Gott 2ja hæða 120 fm ein- býli ásamt bflskúr. Hús í góðu ástandi. 4 rúmg. svefnh. Ræktaður garður. Eftirsótt eign. Verð 11,5 millj. Kvtstaland. Vel skipul. 195 fm einb. á einni hæð ásamt innb. bilsk. Parket. Fllsar. Sérsmiðaðar innr. Ákv. sala. Logafold. 2ja hæða 246 fm einb. m. innb. tvöf. bilsk. 4 góð svefnh. Parket. Flís- ar. Arinn. Tvennar svalir. Mikið útsýni. Langabrekka — NÝTT. Vandað og vel skipul. einbhús á tvelmur hæðum. Góðar innr. Arinn I stofu. Innb. bitsk. Góð staðs. Verð 11,9 mlllj. V. Elliðavatn. Til sölu reisulegt 240 fm hús við Elliðavatn. Húsið er nýl. endurb. Ris ófullg. 8500 fm lóð sem nær niður að vatninu fylgir. Góð lán. Ýmis skipti koma til greina. Verð 14,5 millj. Rauðalækur — parh. Mikiö andum. 131 fm parh. á tveimur hæð- um ásamt 33 fm bflsk. Nýtt rúmg. eldh. Parket, flísar. Áhv. ca 3,0 millj. Tungubakki. Gott paliab. 205 fm raðh. með innb. bílsk. á rólegum stað. Skipti á minni eign í Bökkunum. Áhv. 3,2 millj. Verð 11,9 millj. Háhæö. Glæsll. 160 fm raðh. ásamt innb. bílsk. 3-4 svefnh. Flísar. Sérsmlðaðar innr. Mikið áhv. Hagst. vorð. Skiptí á minna. Kögursel. Gott 195 fm einbhús ásamt bílsk. Sérsmiðaðar innr. Tvennar svalir. Stækkunarmögul. í risi. Verð 14,8 millj. 5 herb. og sérhæöir Tómasarhagi — 2 íbúðir. Mjög glæsil. og vel skipul. neðri sérh. 4 svefn- herb., parket, ný eldhúsinnr. Sérþvottah. Eign í sórfl. 42 fm bílskúr innr. sem íbúð. Fornhagi. Falleg og mjög vönduð 124 fm efri sérh. ásamt 28 fm bílsk. Parket. Gott bað og eldh. Tvennar svalir. Eitt vand- aðasta húsiö í götunni. Sólvallagata - NÝTT. Björt og mikiö ondurn. 155 fm „penthouso”- ftj. 3 svefnh., 2 stofur, arlnn. Stórar svalir. Mikið útsýni. Áhv. 4,5 millj. Verð 10.9 millj. (8) FJÁRFESTING 1= FASTEIGNASALA “ Sími 562-4250 Borgartúni 31 Opið mánud.-föstud. kl. 9-18, laugard. kl. 11-14. Hilmar Óskarsson, Sigurður Jónsson, Brynjólfur Jónsson. Lögfr.: Pétur Þ. Sigurðsson hdl. Brekkulækur. 115 fm efri hæð ásamt bílsk. 2 stórar stofur, 3 svefnherb. Þvhús á hæð. Ákv. sala. Verð 9,8 millj. Kirkjubraut — Seltj. Mikiö endum. 120 fm efri sórh. ásamt 30 fm bflskúr. Suö- ursv. Nýtt þs!;. Glæsil. útsýni. SkeiÖarvogur. Góð neöri sérh. ásamt 36 fm bflsk. 3 svefnh. Nýl. innr. Parket, flfsar. GóÖur garóur. Áhv. 4,9 Hvassaleiti. Björt og góð 133 fm neðri sérh. ásamt 40 fm bílsk. Stórar stofur. Gott skipulag. Góð staös. Espigerði. Sérl. góð 136 fm íb. í góðu • fjölbhúsi. Tvennar svalir. Góð sameign. Stutt í þjón. Lyfta. Húsvörður. Hofteigur. Rúml. 100 fm efri sérh. ásamt 33 fm bflsk. Nýl. eldh. Gott rými í risi. Miklir mögul. Verð 9,5 millj. Kaplaskjólsvegur. Skemmtíl. útfærð 108 fm íbúð é eftirsóttum stað. 4 svefnherb. Nýjar flísar, gegnheilt parket. Sametgn nýstands. Áhv. 4,3 míllj. Verð 6,9 mffij. Kambsvegur. Góð 130 fm neðri sórh. ásamt bflsk. 5 svefnherb., 2 saml. stofur. Parket. Gott verð. 4ra herb. Engjasel. Miklð endurn. 100 fm ib. á 2. hæð ásamt stæði í bile- geymslu, Nýtt sérvalið eikarparket. Eldhúá mikið endurn. Nýtt beðherb. Áhv. 4,8 millj. hagst. verð. Hrafnhólar. Góð 4ra herb. ib. á 7. hæð ásamt 26 fm bílsk. Parket. Nýl. eidhinnr. Fráb. útsýni. Verð aöeins 7,5 millj. Þverholt. 106 fm Ib. á 2. hæð l nýl. húsi á góðum stað. ib. er öll ný- innr. Parket flfsar. mahogny. Áhv. 3.9 millj. Verð 8,5 millj. Engihjalli. 93 fm 4ra herb. ib. á 4. hæð í lyftublokk. Góðar innr. Suðursv. Mikið út- sýni. Skipti á mun dýrara. Hvassaleiti. Björt og snyrtil. íb. í fjölb. ásamt bflsk. Góð sameign, góð staðsetn. Verð 7,8 millj. Sigluvogur — tvser ib. Mjög góö mikið endurn. 107 fm hæð ásamt 60 fm sóríb. í kj. og 27 fm aukarýmis. Bflsk. Nýtt parket og innr. Gróinn garður, sólverönd og heitur pottur. Sjón er sögu ríkari. Marfubakki. Góð 4ra herb. ib. á 3. hæð. Parket Búr. Þvottah. inn af eldh. Suðursv. Samaign nýstands. Áhv. 3,5 mfly. Verð 6,9 m. Dalsel. 98 fm endaíb. á 1. hæð ásamt stæði í bflg. Eikarinnr. Parket. Þvhús/búr inn af eldh. Yfirbyggðar svalir. Gott verð. Eyjabakki. Falleg og björt enda- ib. á 3. hæð. Nýtt parket. Fráb. út- sýni. Samaign nýstandáett utan sem innan. Austurströnd. Vel meö farin ib. á 3. hæð ásamt stæði i bila- geymslu. Vandaðar eikarinnr. Parket á gðlfum. Rúmg. svefnherb. Stórar svallr. Mlklð útsýnl. Ahv. byggsj. 1,8 mlllj. Laus fljötl. Álfatún — Kóp. Vönduð 100 fm ib. ásamt 26 fm bilsk. Nýtt beykiparket. Nýtt eldh., 3 svefnherb., góð stofa. Stórar suð- ursv. Fráb. útsýni. Verö 10,5 millj. Frostafold. Björt og falleg íb. á jarð- hæð ásamt stæöi í bíigeymslu. Parket. Þvottah. í íb. Vandaður sólpallur. Áhv. 3,4 millj. byggsj. Verð 5,9 millj. Njálsgata. Talsvert endurn. 57 fm 2ja-3ja herb. kjíb. Parket. Ný rafmagns- tafla. Áhv. byggsj. 2,6 millj. Verð 4,5 millj. Krummahólar. Falleg 60 fm ib. á 5. hæð. Mjög stórar suðursv. Parket. Nýl. Innr. Gervihnattasjónv. Frystigeymsla. Áhv. 3 m. Fyrir eldri borgara Sléttuvegur. Ný mjög falleg 133 fm endaíb. á jarðh. Vandaðar innr. Góð sam- eign. Skipti á sérh. Skúlagata. Stórglæsil. rúml. 100 fm ib. ásamt góðu stæði í bílag. Sérl. fallegar innr. Parket. Gott útsýni. Góö sameign. Áhv. byggsj. 2,2 millj. Nýjar i'búðir Flétturimi 4 glæsiib. — einkasala 3ja herb. Laugarnesvegur — botn- langi. Góö 3ja herb. efri hæð í þríb.húsi. Nýtt parket, nýl. eldhús- og baðinnrótting. Nýtt gler. Endurn. rafm. Suðursvalir. Bíl- skúrsróttur. Áhv. 3,3 millj. byggsj. Verð 6,4 millj. Marbakkabraut — Kóp. Góð 63 fm risíb. í þríb. Tvö góð svefnherb. Parket. Sérinng. íb. talsvert endurn. Húsið tekið í gegn utan. Áhv. 3 millj. Verð 5,4 millj. Álfhólsvegur. Góð 3ja herb.íb. á jarðh. á rólegasta stað v. götuna. Parket, flísar. Sórinng. Sórþvottah. Góður garður. Sameign öll nýstands. Áhv. 3,2 millj. Hraunbaer. Góð og vel umg. 80 fm íb. á 3. hæð. Björt íb. Sólríkar suðursv. Áhv. byggsj. 3,8 millj. Verð 6,4 millj. Asparfell. 90 fm vel skipul. íb. á 1. hæð í lyftubl. Sameign nýstands. Rólegur og góður staður. Engihjalli.Góð 90 fm íb. á 3. hæð. Stór herb. Tvennar svalir. Mikið útsýni. Verð 5,9 millj. Stórholt. 3ja herb. íb. á 2. hæð í nýl. húsi. Góðar innr. Suðursvalir. Góð staðs. Áhv. 3,0 millj. Verð 6,6 millj. Æsufell. Mikið endurn. 87 fm íb. á 3. hæð. Glæsil. sórsmíðaðar innr. Stórt og gott eldhús, nýjar flísar. Parket. Áhv. 2,8 millj. Hagst. verð. Betrl frágangur - sama verð. Til afhendingar strax. Fullbúnar glæsilegar ibúðir á góðu verði. 3ja herb., m/án stæðis í bílg., verð 7,6-8,5 m. 4ra herb. íb. m. stæði í bílg., verð 9,5 millj. Til sýnis virka daga kl. 17.30-18.30. Hafnarfjörður - v/höfnina. Við Fjarðargötu nýjar glæsil. 4ra herb. ibúð- ir. Vandaðar innr. Fráb. staðsetn. Mikið út- sýni yfir höfnina. Nánari uppl. á skrifst. Tjarnarmýri — Seltjn. Nýj- ar, glæsilegar 3ja og 4ra herb. fbúðlr með stæðl f bllageymslu (Innan- gangt). Vandaðar innr. Góð tæki. Fli- sat. baðherb. Vönduð samelgn. Frág. lóð. Ib. eru tilb. tíl afh. nú þegar. Vesturbær — sérhæðir. Góðar efri og neðri sérh. I tvibýli á góðum stað við Nesveginn. Ib. eru 110 og 125 fm. Sefj- ast tilb. u. trév. eða lengra komnar. Teikn. og nánari uppl. á skrifst. 2ja herb. Flúöasel. Mjög glæsil. 92 fm 2ja-3ja herb. ib. á 2 hæðum. íb. er nýstands. m. nýju parketi og nýjum sérsm. innr. Suöursv. Mikiö útsýni. Sameign Steni-klædd utan. Áhv. 4 mlllj. Vsrð 6,5 mlllj. Fálkagata. Fallag, mikið endurn. stúdlólb. á góðum stað nál. Háskólanum. Nýir gluggar, rafm., nýl. parket og innr. Góður sólpallur. Áhv. 2 millj. Verð 3,2 millj. Fallegar 4ra herb. ib. á þessum eftir- sótta stað. Sérsmíðaðar vandaðar tslenskar innréttingar, Mikíð útsýni. Til afh. fljóttega. Telkn. og nánari uppl. á skrifst. Gullengi. Glæsilegar og rúmg. 3ja og 4ra herb. íb. i 6-íb. húsi. Vandaöar innr., sérþvhús. Mögul. á bilsk. íb. tilb. til afh. fljótl. Sýningar íb. tilb. Teikn. og nánari uppl. á skrifst. Skerjabraut — Seltj. Góð 2ja-3ja herb. efri hæð i snyrtil. nýstandsettu húsi m. sérinng. Tvær saml. stofur og gott svefn- herb. Nýtt gler og gluggar. Góður garður, eignarlóð. Hagst. verð. Nesvegur. Glæsilegar 3ja herb. ibúðir á góðum stað. Ib. afh. tilb. undir tróv. eða lengra komnar. Teikn. og nánari uppl. á skrifst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.