Morgunblaðið - 17.11.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.11.1995, Blaðsíða 26
26 D FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Ertu að hugsa um að kaupa íbúð, byggja eða endurbæta? . - > Fyrsta skrefið er ávallt GREIÐSLUMAT # Greiðslumatið faerðu unnið hjá bönkum sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. CmHÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS II - vinnur að velfcrð í þágu þjóðar Fasteignalán til allt að 25 ára. Hafðu samband! Einkahús á 60 lUýjar íbúðir á einum besta stað í Reykjavík Nú stendur yfir sala íbúða í þessu fallega og nýstárlega fjölbýlishúsi í nýja Kirkjutúnshverfinu.* Um er að ræða afar vandaðar íbúðir í vel skipulögðu hverfi miðsvæðis í borginni. Stutt er í helstu verslanir og skóla og íþróttasvæðið í Laugardal er á næsta leiti. Húsið er átta hæða með fjórum íbúðum á hæð og er lyftu og stigagangi komið fyrir í miðju þess með opnu og björtu rými milli hæða. Það verður einangrað að utan, klætt með innbrenndu lituðu áli og gfuggar álklæddir að utan þannig að viðhald verður í lágmarki. Svalir eru á öllum íbúðum. íbúðirnar eru 2ja til 4ra herbergja og verða seldar fullbúnar án gólfefna en baðherbergi verða með flísalögðu gólfi. Allar innréttingar verða íslenskar og mjög vandaðar. fbúðirnar verða afhentar næsta haust og kostar þriggja herbergja meðalíbúð um 8,8 milljónir króna. Kynnið ykkur spennandi húsnæði á frábærum stað! SSGikjutún ÍSTAK ÁLFTÁRÓS Sími 562 2700 Sími 564 1340 *Kirkjutúnshverfiö markast af Sigtúni í suðri, Nóatúni í vestri, Kringlumýrarbraut í austri og Borgartúni í noröri. -fiármáleru okkarfag! SflMVINNUBRÉF LANDSBANKflNS — VERÐBRÉFAMIÐLUN — SUÐURLANDSBRAUT 18 • 108 REYKJAVlK SÍMI 560 6580 • FAX 568 8915 ÁSGARÐUR 141 er til sölu hjá Húsvangi og kostar 8,9 millj. kr. Raðhús við Ásgarð HJÁ fastéignasölunni Húsvangi er til sölu raðhús við Ásgarð 141 í Reykjavík. Samkvæmt upplýsing- um Finnboga Hilmarssonar er um að ræða 110 fermetra hús á tveim- ur hæðum. Auk þess er í kjallara þvottahús og geymsla. „Það er búið að endurnýja þetta hús mjög mikið, m.a. er hefur hús- ið verið lagfært að utan og sett nýtt gler í glugga,“ sagði Finn- bogi. „Að innan er búið að end- urnýja rafmagn og töflu. Allt er nýtt í eldhúsi, innréttingar, tæki og gólfefni. Parket er á nánast öll- um gólfum í húsinu nema á baðher- bergi, þar eru flísar. Gengið er úr stofu út í fallegan lítinn garð með góðum suðursólpalli. Öll þjónusta og skólar eru þarna í göngufæri. Verð hússins er 8,9 millj. kr. Áhvíl- andi eru húsbréf að upphæð 1,9 millj. kr. og lán frá byggingarsjóði að upphæð 3,7 millj. kr. Greiðslu- byrði af þessum lánum er 31 þús-. und á mánuði." milljónir punda London. Telegraph. FYRRVERANDI klúbbur íhalds- manna í hjarta Lundúna er til sölu fyrir 60 milljónir punda og mun jafn- dýrt einkahúsnæði aldrei hafa komið á markað í Bretlandi. Húsið er nr. 74 við St. James’s Street, 150 ára gamalt og á sex hæðum. Það hefur staðið autt í tvö ár. Kostnaður við endurbætur á hús- inu er innifalinn í verðinu og að þeim loknum verða þar 16 gesta- íbúðir, sundlaug, leikfimisalur, bíó- salur, gróðurhús með hitabeltis- gróðri o.fl. Tilboð í bygginguna hafa þegar borizt frá Miðausturlöndum og búizt er við að gengið verði frá samningum innan sex mánaða að sögn Wiggins Group, sem hefur komið fram fyrir hönd skiptastjóra síðan fyrrverandi eigandi, Mountleigh, varð gjald- þrota. „Sennilega geta aðeins 10 til 12 menn í heiminum gert sér vonir um að eignast þessa bygg- ingu,“ sagði aðalframkvæmda- stjóri Wiggins, Oliver Iny. Meðal hugsanlegra kaupenda eru Maktoum-fjölskyldan fræga, Waleed prins í Saudi- Arabíu og fólk úr fjölskyldu soldánsins í Brunei. Kostnaðurinn við að reisa bygginguna var 29.000 pund á sínum tíma, 1845. Hún var eitt sinn aðsetur Bath-klúbbs and- ófsmanna í Ihaldsflokknum, sem kunnu illa við við sig í Carlton-klúbbnum. Uppi á byggingunni er í ráði að koma fyrir fjölskylduíbúð og verður svefnherbergið undir hvolfþaki. Úr íbúðinni verður gott útsýni yfir Green Park og nálæga bústaði Rothermeres og Rothschilds. Fyrrverandi skrif- stofur forseta lávarðadeildar- innar eru í byggingunni. í kjallaran- um verða vistarverur starfsfólks og bílageymslur. Áður en umrædd bygging var auglýst til sölu var Playboy-klúbbur- inn fyrrverandi í Park Lane dýrasta hús, sem komið hafði á markað í London. Yngri bróðir soldánsins í Brunei, Jefri prins, keypti það hús fyrir rúmlega 50 milljónir punda 1990. HÚSIÐ að innan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.