Morgunblaðið - 17.11.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.11.1995, Blaðsíða 22
22 D FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNASALAN f r Ó n FINNBOGI KRISTJÁNSSON LÖGG. FASTEIGNASALI SIÐUyULI 1. SfMl 533 1313. Opið frá kl. 9-19 virka daga, lau. og sun. frá kl. 11-15 2ja herb. „Penthouse“-íbúð. Ein góð í miðbænum 70 fm. Útb. 1,5 millj. Afb. 20 þús. á mán. Þingholtin. Nýstandsett á 1. hæð. Ódýr. Útb. 1 millj. Afb. 14 þús. á mán. Vesturbær. Á 2. hæð nýinnr. íb. Útb. 1,2 millj. Afb. 18 þús. á mán. IÁttu 1 millj. kr. bíl uppí íbúð. j Þá er íbúðin hér. Afb. 17 þús. á mán. Krummahólar 4. 56 fm nýi. stand- sett. Afb. 17 þús. á mán. 2ja herb. Óskast í vesturbæ eða Þingholtum. Kaupandinn er hér. Fleiri eignir á skrá heldur en auglýstar eru. Leitaðu frekari jgflL upplýsinga og fáðu ráðgjöf hjá okkur á Fróni. Seilugrandi. snyrtii. 52 fm ib. Snýr í suður. Útb. 1,6 millj. Afb. 16 þús. á mán. 3ja herb. Grandar í fjórbýli + bíiskýii. útb. 2,5 millj. Afb. 26 þús. á mán. 3ja herb. óskast. Hiíðar, mið- bær eða vesturbær. Miðborgin. 2ja-3ja herb. Útb. 2,1 millj. Afb. 29 þús. á mán. Efra-Breiðholt. so fm íb. útb. 2,3 millj. Afb. 24 þús. á mán. Gamli bærinn - Hf. 70 fm á 1. hæð. Útb. 1,6 millj. Afb. 18 þús. á mán. Eiðistorg. 91 fm. Sólld“ íb. Sérstakl. vandaðar innr. Útb. 2,6 millj. Afb. 36 þús. á mán. 4ra herb. Vesturberg. 98 fm vönduð íb. Endur- gerð. Útb. 2,4 millj. Afb. 26 þús. á mán. 4ra herb. óskast. Þinghoit, Hiiðar eða vesturbæ. Hæðir Sérhæð Óskast í vesturbæ, Heim- um eða annars staðar. Raðhús Sæviðarsund. 184 fm á einni hæð. 2-3 stofur, 3-4 svefnherb. Arinn. Yfir- byggður Eden-garður. Skipti á minni eign. Afb. 30-40 þús. á mán. Flúðasel - endaraðhús. 200,1 fm + 33 fm bílskýlis. Skipti óskast í hverfinu á 3ja eða 4ra herb. íb. Afb. 30 þús. á mán. Gott verð. Einbýli Sunnuflöt - Gb. 150 fm hæð og 50 fm bílsk. Þú skiptir á.minni íb. Sérbýli óskast á Reykjavíkursvæð- inu, t.d. litlu einbýli eða raðhúsi. 11ÍÍ1 19711 LARUS Þ VALDIMARSSON, framkvæmdastjori UUL I luUuUL lu/U KRISTJAN KRISTJANSSON, loggiltur fasteignasau Ný á markaðinum m.a. eigna: Safamýri - suðurendi - stór bílskúr Glæsileg 5 herb. íb. um 120 fm á 1. hæð. Nýl. eldhús, nýtt bað, nýl. parket á gólfum. Tvennar svalir. Ágæt sameign. Rúmg. geymsla i kj. Góður bílskúr 42,8 fm. Úrvals staður. Eskihlíð - öll eins og ný Úrvalsíb. á 4. hæð, 102,5 fm. Parket, eldhús, bað, skápar o.fl. allt nýtt. I risi fylgir rúmgott herb. í risinu er snyrting. Ágæt sameign. Tilboð óskast. Sérhæð - mjög hagkvæm eignaskipti Sólrík neðri hæð um 125 fm við Álfheima. Nýtt gler og gluggar. Sér- þvottahús á hæð. Inng. og hiti sér. Góð lán. Skipti æskileg á 3ja herb. íb., helst í nágr. 2ja og 3ja herb. ódýrar íbúðir m.a. við: Njálsgötu, Hjallaveg, Rauðarárstíg, Vesturgötu, Barða- vog og víðar. Vinsamlegast leitið nánari uppl. Á söluskrá óskast 4ra-5 herb. íb. í Seljahverfi sem þarfn. stands. fyrir smið sem flytur til borgarinnar. Einbýlishús eða raðhús i Smáíbúðahverfi/nágrenni. Eignir - sérbýli og íbúðir miðsvæðis f borginni. Margskonar hagkvæm eignaskipti eða bein sala. Vinsamlegast leitið nánari upplýsinga. • • • Veitum ráðgjöf og traustar upplýsingar. Almenna fasteignasalan sf. var stofnað 14. júlí 1944. ALMENNA FASTEIGNASALAN UUEaVE6M8S. 552 1151-552 1371 Fasteignasalan vandaðri með stöðluðum vinnubrögðum , Morgunblaðið/Kristinn FELAG fasteignasala hefur aðsetur hjá Sveini Skúlasyni lög- manni að Hátúni 2 b. Með honum starfa á stofunni þær Guðrún Margrét Þrastardóttir fulltrúi (t.h.) og Erna Valsdóttir löggiltur fasteignasali sem einnig sinna málefnum félagsins eftir því sem þörf krefur. MEÐ tilkomu nýrra laga um fast- eigna- og skipasölu árið 1986 er komu í stað eldri laga frá 1938 og reglugerða um löggildingu- og tryggingaskyldu fasteigna- og skipasala, svo og reglugerðar um próf til að öðlast löggildingu til fast- eigna- og skipasölu varð nokkuð endurnýjaður þróttur í starfí Félags fasteignasala enda hefur félagið haft forgöngu um ýmsar umbætur við fasteignasölu sem komið hefur verið á síðustu árin og gert alla sölu- meðferð vandaðri, segir Sveinn Sljúiason hdl. sem er framkvæmda- stjóri félagsins en formaður þess er Jón -Guðmundsson fasteignasali. Skrifstofan er til húsa að Hátúni 2 b í Reykjavík þar sem Sveinn rekur lögfræðiþjónustu en sinnir sem verk- taki rekstri félagsins. Félag fasteignasala var stofnað árið 1983 og eru félagsmenn þess nú liðlega 50. Félagar geta orðið þeir einir sem hafa lögmæt réttindi til að kalla sig fasteignasala, hafa starfað við fasteignasölu hjá löggilt- um fasteignasala eða við sambærileg störf í að minnsta kosti þrjú ár, full- nægi tryggingaskyldu samkvæmt lögunum og hafa fasteignasölu að aðalstarfi. Sveinn segir að tala fé- lagsmanna hafi hreyfst örlítið upp og niður síðustu árin eftir því sem menn komi og fari í stéttina. Sveinn segir samt ekki sjálfgefið að menn séu teknir í félagið þótt skilyrðum sé fullnægt, það sé jafnan rætt á tveimur fundum áður en greidd séu atkvæði og umsóknir metnar vand- lega. En hverjir eru helstu þættirnir í starfi félagsins? Fjölbreytt þjónusta „Félagið veitir félagsmönnum margvíslega þjónustu og á vegum þess starfa margar nefndir. Við get- um nefnt sem dæmi laganefnd, nefnd um menntunarmál, fræðslu- nefnd, samskiptanefnd við dóms- málaráðuneytið og samskiptanefndir um nokkur ákveðin málasvið. Ein þeirra tekur að sér ágreiningsmál sem bæði viðskiptavinir og félags- menn vísa til okkar og hingað á skrifstofuna er mikið hringt og leitað eftir ráðgjöf," segir Sveinn en auk hans sinna tveir aðrir starfsmenn stofunnar málefnum félagsins, þær Guðrún Margrét Þrastardóttir full- trúi og Ema Valsdóttir löggiltur fasteignasali. „Þessi samskiptanefnd fær allmörg mál árlega til umfjöiiun- ar en í henni sitja þrír félagsmenn. Málum er vísað til hennar skriflega, leitað er eftir skriflegri greinargerð hjá þeim fasteignasala sem ágrein- ingur rís út af og ályktað um mála- lok. Við tökum aðeins fyrir mál sem varða félagsmenn eða viðskipti við þá en þeir sem eiga í ágreiningi vegna annarra sem starfa við fast- eignasölu verða að leita annað, jafn- vel dómstólaleiðina. Þá má nefna að félagið hefur nokkrum sinnum stað- ið fyrir námskeiðum fyrir sölumenn og annað starfsfólk félagsmanna." Sveinn segir alla þjónustu við selj- endur fasteigna hafa batnað mjög með tilkomu nýrra laga og hefur Félag fasteignasala átt náið sam- starf við dómsmálaráðuneytið og gefið umsagnir um lagafrumvörp. „í gildistíð laganna frá 1938 gátu viðskiptafræðingar og lögfræðingar fengið löggildingu til þess að stunda fasteignasölu, en aðrir þurftu að standast sérstakt próf. í dag eru það eingöngu lögfræðingar sem hlotið hafa málflutningsréttindi, sem geta fengið löggildingu en aðrir verða að sitja námskeið og taka próf sem prófnefnd skipuleggur samkvæmt hinum nýju lögum. Starfsheitið er lögverndað og aðrir hafa ekki rétt til að kalla sig fasteignasala. Það er mjög mikilvægt að fólk sem stendur í fasteignaviðskiptum geri sér grein fyrir þessu og því auglýsa allir félagsmenn okkar undir merki félagsins þannig að enginn á að velkjast í vafa. Þetta er mikilvægt vegna þess að við fasteignasölu eru miklir fjármunir í húfi. Með tilkomu yngri laganna og reglugerðar nr. 520/1987 um tryggingaskyldu fast- eigna- og skipasala var fasteignasöl- um skylt að setja viðamiklar trygg- ingar sem ætlað var að bæta hugs- anleg tjón. Félag fasteignasala stofnaði þá sérstakan ábyrgðarsjóð sem allir félagsmenn áttu aðild að, en með tilkomu reglugerðar nr. 161/1994 er breytti ttyggingaskyld- unni hafa fasteignasalar lagt fram tryggingar sem nú eru eingöngu keyptar hjá tryggingafélögum." Skriflegar upplýsingar Fyrir forgöngu Félags fasteigna- sala voru útbúin nokkur eyuðublöð þar á meðal sérstakt eyðublað fyrir söluumboð frá eiganda eða Iöglegum umráðamanni fasteignar eða skips, þar sem fram koma atriði er varða sölumeðferð, hvort eign sé í einka- sölu eða almennri sölu, hver sé sölu- þóknun, hvernig og hve oft eign skuli auglýst og svo framvegis. Þetta eyðublað hefur verið staðfest af dómsmálaráðuneytinu. „Ennfremur er öllum félagsmönnum í Félagi fast- eignasala gert að nota sérstakt eyðu- blað, svonefnt söluyfirlit, þar sem tilgreindar eru allar tiltækar upplýs- ingar um fasteignir sem skipta máli fyrir væntanlega kaupendur. Á eyðublaðinu skal upplýsa um ástand eignar, þar á meðal galla er kunna að vera á henni, uppsett söluverð, áhvílandi veðskuldir, gjalddaga þeirra, stæcð eigna samkvæmt opin- berri skráningu, fasteigna- og brunabótamat svo og fleira. Þá lét Félag fasteignasala útbúa eyðublað með yfírlýsingu húsfélags. Þar er staðfest hversu há húsgjöld séu og samsetning þeirra, hvort og hvaða framkvæmdir séu fyrirhugað- ar og áætlaður kostnaður og hvort húsgjöld séu í skilum eða ekki. Skortur á þessum upplýsingum eða óljósar upplýsingar olli stundum óþarfa vandræðum og með þessum einfalda hætti hefur að mestu tekist að koma í veg fyrir slíkt.“ Félagsmenn 52 Félagsmenn eru 52 en mun fleiri starfa við fasteignasölu - er alltaf að fjölga þeim sem starfa við fast- eignasölu? „Þeim hefur fjölgað nokkuð ört á síðustu árum sem hafa þessi réttindi enda hafa þrír eða fjórir hópar 20 til 25 manna útskrifast með þessi lögmætu réttindi til að annast fast- eignasölu á síðustu sex árum eða svo, auk lögmannanna. Talsvert fleiri sækja námskeiðin en námið er erfitt og fallið nokkuð mikið. Þegar þessi réttindanámskeið komu til var full þörf á þeim en það má kannski segja að núna sé markmiðinu með réttindanáminu náð, það er að segja að veita þeim er störfuðu við fast- eignasölu og höfðu ekki réttindi tækifæri til að ljúka námi og fá rétt- indi þó svo að þeir væru ekki há- skólamenntaðir." Siðanefnd starfar á vegum Félags fasteignasala en siðareglur félagsins eru nokkuð hliðstæðar siðareglum fasteignasala á Norðurlöndum. Þær eru nú í endurskoðun en bijóti fé- lagsmenn reglurnar er hægt að víkja þeim úr félaginu og verði félags- menn varir við brot annarra félags- manna geta þeir átt kæru yfir höfði sér. Þá hefur nefnd’á vegum félags- ins unnið ásamt stjórn þess og full- trúum Húsnæðisstofnunar ríkisins að því að endurhanna tilboðs- og kaupsamningsform og er því senn lokið og verða þá eyðublöðin kynnt félagsmönnum. Umræður hafa og farið fram um frekari endurhönnun þessara eyðublaða þar sem ljóst er að þau stöðluðu samningsákvæði sem er að finna í eyðublöðunum eru langt frá því að vera fullnægjandi til þess að taka á fjölda atriða sem nauðsynlegt er að komi fram í samn- ingum um fasteignakaup. Lögin í endurskoðun Að lokum nefnir Sveinn Skúlason að á undanförnum mánuðum hafi Félag fasteignasala unnið með dómsmálaráðuneytinu að samningu tillagna um breytingar á gildandi lögum um fasteigna- og skipasölu: „Helstu nýmælin eru þau meðal annars að firmasala verði felld und- ir ákvæði laganna, þannig að fram- vegis séu gerðar sömu kröfur til þeirra er heimild hafa til þess að stunda þá starfsemi og þeirra sem annast sölu fasteigna og skipa. Hef- ur lengi verið brýnt að gera sömu kröfur um fagleg vinnubrögð við sölu firmu og skemmst að minnast lagareglna er skyldar þá sem stunda bílasölu til að gangast undir hæfnis- próf og fá útgefna löggildingu er heimili þeim þá starfsemi Með nýmælum þessum er ætlunin að tryggja það að neytendur þjón- ustunnar, þ.e. seljandi eða kaup- andi, eigi möguleika á ef mistök eiga sér stað af hálfu þess er viðskiptin annast og tjón hlýst af, að hann fái tjón sitt bætt á sama hátt og nú tíðkast í fasteignaviðskiptum. Þá má nefna að oftar en ekki tengist sala firmu sölu á fasteignum sem tilheyra firma og því er nauðsynlegt að sömu faglegu vinnubrögðunum sé beitt og í annarri fasteignasölu. Ennfremur má nefna tillögu þess efnis að við sölu fasteigna sé það skilyrði að skjalagerð í fasteignavið- skiptum sé unnin af löggiltum fast- eignasala þó svo 'eigandi fasteignar finni sjálfur kaupandann. Er þessi tillaga til þess að tryggja að yfir- burðaaðstaða seljenda, til dæmis byggingameistara, sem sjálfir hafa samið söluskilmálana séu ekki ósanngjarnir gagnvart kaupendum. Verður það skilyrði fyrir þinglýsingu skjala er viðskiptin varða nái þessar tillögur fram að ganga á Alþingi. Lagt er til að felld verði úr lögun- um ýmis ákvæði sem orðin eru úr- elt. I drögunum er gert ráð fyrir því að fasteignasalar hafi heimild til þess að reka útibú. Tillagan er gerð vegna skorts á þjónustu löggiltra fasteignasala á landsbyggðinni. Eins og málum er nú háttað hefur ekki verið grundvöllur fyrir sjálfstætt starfandi fasteignasala víða um land. Ýmsar aðrar tillögur um breyt- ingar eru gerðar á lögunum og lúta að breyttum aðstæðum í þjóðfélag- inu einkum á sviði samkeppnisrétt- ar,“ segir Sveinn Skúlason að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.