Morgunblaðið - 04.02.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.02.1996, Blaðsíða 2
2 E SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Ráðgjafastofa um fjármál heimilanna tekur til starfa á næstu vikum Ókeypis ráðgjöf og aðstoð við fólk í miklum greiðsluerfiðleikum ÁÐGJAFASTOFA um fjármál heimilanna þar sem fólki sem er í verulegum greiðsluerfiðleikum og komið í þrot með fjármál sín, verður veitt endurgjaldslaus ráð- gjöf verður opnuð á næstu vikum. Ráðgjafastofan mun starfa á ábyrgð og undir forystu félags- málaráðuneytisins en til hennar er stofnað í samstarfi ráðuneytisins og fjórtán annarra aðila. Að sögn Elínar Sigrúnar Jónsdóttur, lög- fræðings í félagsmálaráðuneytinu, sem verður forstöðumaður ráð- gjafastofunnar, er ráðgjafastofan hugsuð sem úrræði fyrir fólk sem ekki getur fengið úrlausn sinna mála annars staðar og er fyrst og fremst ætlað að aðstoða fólk við að fá heildarsýn yfir fjármál sín og velja tiltæk úrræði. Þeir aðilar sem að ráðgjafastof- unni standa eru félagsmálaráðu- neytið, Húsnæðisstofnun ríkisins, viðskiptabankarnir og Samband íslenskra sparisjóða, Samband ís- lenskra sveitarfélaga, Reykja- víkurborg, Bændasamtök íslands, Neytendasamtökin, Þjóðkirkjan, samtök lífeyrissjóðanna, stofnl- ánadeild landbúnaðarins, auk ASI og BSRB. Frjáls skuldaaðlögun Elín S. Jónsdóttir sagði að vinnu- og verklagsreglur Ráðgjafarstof- unnar væru ekki fullmótaðar en unnið væri að undirbúningi starf- seminnar. Tii greina kæmi að ráð- gjafastofan gerði tillögur til fijálsr- ar skuldaaðlögunar eða nauða- samninga, sem fælu það í sér að lánardrottnar féllust á ákveðna eft- irgjöf skuldar gegn því að fá ákveð- inn hluta greiddan. „Þeir aðilar sem eru verst stadd- ir hafa ekki ráð á að kaupa sér þjónustu lögmanns, viðskiptafræð- ings eða annars aðila til að aðstoða sig við að gera sér grein fyrir í hveiju vandinn er fólginn og til að leita lausna. Það er í mörgum til- fellum erfitt fyrir skuldsetta ein- staklinga að ieita til lánardrottna og biðja um skuldbreytingu eða niðurfellingu skulda. Þá vantar í mörgum tilvikum aðstoð við að draga upp mynd af eignum og skuldum. Við munum leitast við að aðstoða fólk sem er í þessum vanda,“ sagði Elín. Tilraunaverkefni Elín sagði að Ráðgjafarstofan kæmi ekki til með að veita lán eða aðra fyrirgreiðslu. Reksturinn verður tilraunaverkefni til 2 ára og Elín, sem hefur unnið að undir- búningi málsins, sagði að verkefnin yrðu þríþætt. í fyrsta Iagi endurgjaldslaus ráðgjöf til skuldsettra einstaklinga eins og fyrr var lýst, í öðru lagi forvarnarstarf með alhliða ráðgjöf um fjármál heimilanna og í þriðja lagi væri ætlunin að stofan yrði leiðandi á sviði fjármálaráðgjafar. Hluti af verkefnum Ráðgjafar- stofu um fjármál heimilanna felst í öflun upplýsinga til að byggja á markviSsar tillögur um betri úrræði í framtíðinni til að fyrirbyggja fjár- hagsörðugleika fólks. Elín sagði mikilvægt að skoða rækilega heild- stætt hvaða úrræði væru í boði og hvort þörf væri gagngerra breyt- inga eða hvort einstakar breytingar væru nægjanlegar. „Samstarf allra þessara aðila gefur okkur miklar vonir um áframhaldandi starf og að við megum fínna betri úrræði sem henta einstaklingum í greiðslu- erfiðleikum og fyrirbyggjandi úr- ræði,“ sagði Elín. Ráðgjafastofan verður til húsa í Lækjargötu 4 og tekur væntanlega til starfa 23. febrúar með 7 starfs- mönnum, þar af fimm sem munu sinna ráðgjafastörfum. Þeir aðilar sem standa að rekstrinum munu skipta með sér kostnaðinum í um- sömdum hlutföllum. Elín sagði að rekstur Ráðgjafa- stofu um fjármál heimilanna tengd- ist ekki með beinum hætti samn- ingu frumvarps um skuldaaðlögun fyrir einstaklinga sem unnið hefur verið að í félagsmálaráðuneytinu. Sú vinna væri enn í gangi. Fjármálaráðuneytið er ekki aðili að ráðgjafastofunni en Elín sagði að hugmyndir um heimildir til eft- irgjöf hluta krafna vegna meðlags- skulda og opinberra gjalda væru til skoðunar í tengslum við frum- varp um skuldaaðlögun. Fyrir þá sem ekki fá úrlausn annars staðar Hún sagðist ekki vilja giska á hve stór sá hópur væri sem gera mætti ráð fyrir að mundi nýta sér þjónustu ráðgjafastofunnar. Tölur um gjaldþrot sýndu þó að fjöldi fólks yrði árlega gjaldþrota. Ráð- gjöfin stæði þó aðeins til boða þeim sem ekki fengju úrlausn sinna mála í þeirri ráðgjöf sem þegar er veitt á vegum Húsnæðisstofnunar, banka og sparisjóða. Þar væri til dæmis um að ræða fólk sem væri með skuldir í það mörgum bönkum og lánastofnunum að einn aðili fengi ekki yfirsýn yfir vandann. „Ætlun okkar er þá að hjálpa fólki að ná tökum á fjármálum sín- um til að koma í veg fyrir að þess- ir aðilar þurfí að fara í gjaldþrot," en Elín segir tölur frá Héraðsdómi sýna að 99% gjaldþrota einstakl- inga skili engum greiðslum til kröfuhafa, auk þess sem ríkissjóður greiði stórar ijárhæðir til að greiða skiptakostnað í þrotabúum. Nú er unnið að hönnun aðgengi- legra umsóknareyðublaða sem ætl- ast er til að umsækjendur um þjón- ustu ráðgjafastofunnar útfylli. „Við munum hjálpa fólki til sjálfhjálpar og miða við að fólk komi undirbúið til okkar og vinni sjálft í að draga upp skuldamyndina, neyslukostnað og rekstrarkostnað heimilisins," sagði Elín. Umsækjendur gefa starfsfólki ráðgjafastofunnar, sem verður bundið þagnarskyldu, yfírlýsingu um að því sé heimilt sé að afla upplýsinga um skuldir umsækj- anda. Auk ráðgjafastarfa er ráðgjafar- stofunni ætlað að hvetja til ráð- deildar og fyrirbyggjandi aðgerða í fjármálum með miðlun upplýsinga í fjölmiðlum og með öðrum hætti, þ.e að veita nokkurs konar neyt- endafræðslu. Sjómannaafsláttur skerðist vegna verkfalls SJÓMANNAAFSLÁTTUR vegna framtalsársins 1995 verður skertur vegna sjómannaverk- fallsins síðastliðið vor. Þetta ger- ist þar sem sá tími sem sjómaður er í verkfalli telst ekki til ráðn- ingartíma hans. Sem kunnugt er stóð verkfallið I 3 vikur og því dregst 21 dagur frá þeim daga- fjölda sem mögulegt er að nýta til skattaafsláttar. Samkvæmt upplýsingum frá Ríkisskatt- stjóra er hér ekki um neina nýj- ung að ræða heldur sé þetta í samræmi við túlkanir dómstóla. Þar er nefnt sem dæmi mál sem kennari í barnsburðarleyfi höfð- aði á síðasta ári til þess að fá greitt fæðingarorlof fyrir þann tíma sem verkfall kennara stóð yfir. Félagsdómur úrskurðaði að konan ætti ekki rétt á þessum greiðslum þar sem verkfalls- tíminn teldist ekki til ráðningar- tíma hennar. Sömu rök munu gilda fyrir sjómannaafsláttinn. Almennt gildir um sjómanna- afslátt að þeir dagar sem skylt er að Iögskrá menn, auk þeirra daga sem sjómaður á rétt á veik- indalaunum samkvæmt kjara- samningum veita rétt til sjó- mannaafsláttar. Við framtal skrá- ir sjómaður því úthaldsdaga sína auk greiddra veikindadaga og daga sem hann hefur unnið við beitingu. Hver dagur sem nýta má til afsláttar er síðan margfald- aður með stuðlinum 1,49. Sjómenn geta þó aldrei fengið sjómaunaaf- slátt fyrir fleiri daga en þeir eru ráðnir hjá útgerð til sjómanns- starfa. Að lokum þarf framtelj- andi að draga fjölda verkfallsdaga frá ráðningartíma sínum, líkt og sýnt er á meðfylgjandi mynd. ■ Skattamál/6 - 9 Kvörtunarnefnd um viðskipti við Póst og síma? NEYTENDASAMTÖKIN hafa óformlega farið þess á leit við Póst og síma að sett verði á stofn kvörtunar- eða úrskurðar- nefnd til að fjalla um og úr- skurða um ágreining sem upp kemur milli stofnunarinnar og neytenda. „Við höfum hitt forráðamenn Pósts og síma og komið því á framfæri að við teljum mikla þörf á að koma slíkri nefnd á laggirnar. Þeir hafa þetta til skoðunar," segir Sigríður Arnardóttir, lögfræðingur Neytendasamtakanna. Sigríður segir nokkuð um að Neytendasamtökunum berist kvartanir frá neytendum vegna viðskipta við Póst og síma. „Staða neytandans er mjög erf- ið í þessum málum af því að hann hefur ekki yfir neinni FÉLAGAR í Neytendasamtök- unum eru nú um 19.500 og hef- ur fækkað úr 23.000 á undan- förnum misserum. Jóhannes Gunnarsson, formaður samtak- anna, segir versnandi fjárhags- stöðu heimilanna helstu skýr- inguna á úrsögnum félags- manna. „Við spyrjum þá sem segja sig úr samtökunum um ástæð- una og í 95% tilvika fáum við þá skýringu að heimilið sé að spara,“ segir Jóhannes. Hann segir að á þeim tímum 3.500 félaga fækkun í Neytenda- samtökunum sem mest herði að heimilum í landinu hafi Neytendasamtökin einmitt mestu hlutverki að gegna og þörfin fyrir starf þeirra aukist. Hins vegar sé ekki við öðru að búast en að tækniþekkingu að ráða og er háður því að fá mann hjá Pósti og síma til að tegja hvort kerf- ið sé í lagi eða ekki,“ segir hún. Sigríður segir að nú standi yfir endurskoðun á reglugerð um símatorgsþjónustu og í tengslum við þá endurskoðun hafi m.a. verið rætt um að í reglugerðinni verði að finna heimild til að koma á sérstakri úrskurðarnefnd. Urskurðarnefnd um rétt neytenda í viðskiptum við póst og símafyrirtæki er m.a. að finna í Noregi og Svíþjóð. Sig- ríður segir Neytendasamtökin leggja höfuðáherslu á að nefnd af þessu tagi skipi jafnmargir fulltrúar neytenda og Pósts og síma, auk sérstaklega tilnefnds oddamanns. fólk skeri fyrst niður þau út- gjöld sem ekki eru nauðsynleg til að tryggja framfærslu heim- ilismanna og því sé fólk fljótt að segja sig úr félögum og segja upp hlutum á borð við tímaritsá- skriftir þegar að kreppi. Þar sem opinber framlög til neytendamála hér á landi séu langtum minni en á nágranna- löndunum komi fækkun félags- manna sér illa fyrir samtökin á sama tíma og verkefnum fjölgi. ■ Neytendamál/4,18 - 20 C i i i i I i > > I [ I B I í ! I i f f i I i I l

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.