Morgunblaðið - 04.02.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.02.1996, Blaðsíða 18
18 E SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1996 NEYTENDAMAL MORGUNBLAÐIÐ Neytendasamtökin hafa þrýst á að stofna slíkar urskurðar- nefndir á sem flestum sviðum. í Danmörku, Noregi og Svíþjóð eru sérstök embætti og stofnanir sem eru deildarskiptar þar sem hægt er að fá úrlausn á öllum þeim ágreiningi sem hugsanlega getur komið upp, hvort sem um er að ræða bankamál, tryggingamál, ferðamál, kaup á bílum, fasteign- um, rafmagnstækjum, skóm, text- ílvöru svo dæmi sé nefnt,“ segir Sigríður Arnardóttir, lögfræðing- ur Neytendasamtakanna. „Á síð- ustu árum hafa verið stofnaðar tvær mjög mikilvægar nefndir hér; úrskurðarnefnd í trygginga- málum og úrskurðarnefnd um við- skipti fjármálafyrirtækja,“ segir Sigríður. Úrskurðarnefndir eru jafnan settar á fót í samkomulagi neyt- endasamtaka, aðila í viðskiptalífi og stjórnvalda og er ætlað að vera farvegur til að leiða deilumál til lykta á skjótan hátt án þess að nauðsynlegt sé að bera þau undir dómstóla enda eru mál sem varða viðskipti fyrir lægri upphæðir alla jafna ekki borin undir dómstóla og nefndirnar því einatt eini vett- vangurinn sem unnt er að leita réttar síns í slíkum málum. Nefnd- irnar koma hins vegar ekki í stað dómstólanna eðli málsins sam- kvæmt. „Hjá úrskurðarnefnd greiða menn lítinn kostnað, 3.700- 5.000 krónur, og leggja fram greinargerð og gögn og fá rök- stutt álit. Menn ákveða hvort þeir sætta sig við niðurstöðuna eða bera málin undir dómstóla en reynslan hefur verið sú að flestir fara að niðurstöðunni enda eru menn að leita þessarar leiðar til þess að komast hjá því að fara með málin fyrir dómstóla," segir Sigríður. Ný nefnd úrskurðar um viðskipti einstaklinga við fjármálafyrirtæki Úrskurðarnefnd um viðskipti Hvar standa neytendur í deilumáium við fyrirtæki? Úrskurðarnefndir um ágreining við trygg- ingafélög og banka í ágreiningsmálum neytenda við fyrirtæki og stofnanir er brýnt að þeir hafí aðgang að úrlausnaraðilum sem geta úrskurðað um málin á skjótan og ódýran hátt en jafnframt fjallað um þau á vandaðan hátt. Hér á landi starfa tvær sérstakar úrskurð argnefndir, önnur úrskurðar um ágreining neytenda og tryggingafélaga varðandi bótaskyldu, sök og sakarskiptingu í tryggingamálum, hin fjallar um kvartanir sem snúast um réttar- ágreining neytenda og fjármálafyrirtækja. við fjármálafyrirtæki var stofnuð í október 1995 með samkomulagi viðskiptaráðuneytis, Neytenda- samtaka, Sambands íslenskra við- skiptabanka og Sambands ís- lenskra sparisjóða. Nefndinni er ætlað að fjalla um kvartanir sem snúast um réttarágreining sem varðar íslensk fjármálafyrirtæki. Aðild að þessu samstarfi við Neyt- endasamtökin eiga allir íslenskir sparisjóðir, bankar og dótturfyrir- tæki þeirra, þar með talin greiðslukortafyrirtæki. Ekki er komin veruleg reynsla á starfsemi nefndarinnar en sam- kvæmt samkomulagi aðilanna skuldbinda fjármálastofnanirnar sig til að fylgja ákvörðun nefndar- innar og greiða hugsanlegar bæt- ur nema úrskurðir hafi í för með sér veruleg útgjöld eða fordæmis- & ÆVITRYGGING / Avöxtun á heimsmœlikvarba. Sveigjanleiki og spennandi valkostir. Frábœr kostur fyrir sjálfstœtt starfandi fólk! LOGGILT VATRYGGINGAMIÐLUN HAGALL, Árni Reynisson Ivtm, Túngata 5, Simi 55 11 110 gildi. Við slíkar aðstæður er heim- ilt að vísa málum til dóms. Formaður nefndarinnar er hér- aðsdómari en einnig skipa hana tveir fulltrúar neytenda og tveir fulltrúar banka og sparisjóða en fjármálafyrirtækin greiða kostn- aðinn við nefndarstarfið. 256 úrskurðir um tryggingamál Úrskurðarnefnd í vátrygginga- málum tók til starfa í október 1994 og starfar samkvæmt sam- komulagi heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytisins, Neyt- endasamtakanna og Sambands íslenskra tryggingafélaga. í henni sitja þrír lögfræðingar, einn til- nefndur af heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra, einn frá Neyt- endasamtökunum og einn frá Sambandi íslenskra tryggingafé- laga. Nefndinni er ætlað að fjalla um ágreining um bótaskyldu, þar með talda sök og sakarskiptingu milli neytenda og tryggingafélags og kveða upp úrskurði innan fjögurra vikna frá því að mál telst úrskurð- arhæft. Nefndin úrskurðar ekki um bótafjárhæðir nema að fengnu samþykki aðila málsins. Að sögn Sigríðar Arnardóttur hefur úrskurðarnefndin þegar sannað gildi sitt og úrskurðaði í 256 málum á síðasta ári. Flest voru vegna árekstra í umferðinni þar sem deilt var um sakarskipt- ingu. „Við teljum að við þurfum að fjölga þessum nefndum hér. Ef þær eru ekki fyrir hendi er mjög mikil hætta á að neytandinn gef- ist upp þar sem hann telur að það borgi sig ekki að fara með málin fyrir dómstóla. Við vitum um fjöldamörg dæmi um slíkt. Okkur vantar ágreiningsnefnd sem getur fjallað um viðskipti vegna bif- reiða, fasteigna og ýmsa opinbera þjónustu. Auk þess að bæta stöðu neytenda veita slíkar nefndir við- skiptalífinu mikið aðhald og stuðla að bættum vinnubrögð- um,“ segir Sigríður. Fjórar kvörtunar- nefndir Að auki starfa á vegum Neyt- endasamtakanna fjórar kvörtun- arnefndir. Ein úrskurðar í málum vegna ferða sem skipulagðar eru af ferðaskrifstofum í Félagi ís- lenskra ferðaskrifstofa. Önnur í málum vegna þjónustu efnalauga. Sú þriðja, sem rekin er í sam- starfi við Húseigendafélagið og Samtök iðnaðarins, fjallar um mál vegna kaupa á vörum og þjónustu frá aðilum í byggingariðnaði, hvort sem um er að ræða mál vegna nýbygginga, viðhalds eða endurbóta. Fjórða kvörtunar- nefndin er nefnd Samtaka sam- vinnuverslana, Kaupmannasam- takanna og Neytendasamtakanna og úrskurðar um ágreining vegna kaupa á vörum í verslunum sem eiga aðild að Samtökum sam- vinnuverslana og Kaupmanna- samtökunum. Kvörtunarnefndirnar fjórar starfa á skrifstofu neytendasam- takanna og annast samtökin rekstur þeirra. Neytendur greiða 1.000-10.000 krónur fyrir að vísa málum til þeirra. Að auki má nefna að á vegum félagsmálaráðuneytis starfar úr- skurðarnefnd varðandi deilum í fjöleignarhúsum. Þá veitir FÍB félagsmönum þjónustu varðandi ágreiningsmál við bílaviðskipti. LÆGSTA VERÐIÐ A ISLANDI OGÞÓTT VÍÐAR VÆRI LEITAÐ Þeim fjölgar sífellt sem hafa komist upp ó lag með að skipta við bensínstöðvar Orkunnar og spara þannig upphæðir sem flestum finnst að muni um. Og það er athyglisvert að bera saman verð á þessari orku á íslandi og á hinum Norðurlöndunum. Bensín- og díselolíuverð á Norðurlöndum í janúar 1996 ( Meðalverð í hverju landi) ISLAND: Dumnörk Finnland Noregur Svíhjóð Meðalverð Orkan Bensín, 95 okt. blýlaust 71,60 80,00 83,90 76,80 70,10 65,20 Bensín, 98 okt. blýlaust 73,20 81,40 87,00 80,70 72,50 68,40 Díselolía ^37V80^ ^75JK^ (K^ 25,40 ^^90^ Byggl á samanburði í Morgunblaðinu 28. janúar 1996. Þ A Ð M U N A R U M M I N N A I Pakki á dag kallará 336.000 kr tekjurá hjón HJÓN sem reykja einn pakka af sígarettum hvort á dag þurfa að auka tekjur sinar um að minnsta kosti 336 þúsund krónur á ári til að fjármagna reykingarnar. Miðað er við að einn pakki af sígarettum kosti 267 krónur. Útgjöld heimilis sem kaupir 2 pakka af sígarettum á dag eru því 195 þúsund krónur á ári. Það segir hins vegar ekki alla söguna því ef tekið er tillit til skatta kemur í ljós að til þess að hafa handbærar 195 þúsund krónur þarf að auka tekjur sínar um 336 þúsund krónur á ári. Þá er aðeins miðað við 41,93% skatt- greiðslu og ekki tekið tillit til frekari jaðarskattáhrifa, svo sem skerðingar á bótagreiðslum við það að heildartekjur fara yfir viðmiðunarmörk. Ef hjónin legðu um það bil 16 þúsund krónur á mánuði i sparn- að og upphæðin bæri 5% raun- ávöxtun í 20 ár ættu þau 6,4 milljónir króna að þeim tíma liðn-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.