Morgunblaðið - 04.02.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 04.02.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SKATTFRAMTALIÐ SUNNUDAGUR 4. F'EBRÚAR 1996 E 9 Færri leita sér aðstoðar en áður MARGIR veigra sér við því að fylla út skattframtal sitt sjálfir og leita sér þess í stað að- stoðar hjá endurskoðanda. Nokkuð virðist hafa dregið úr ásókn ein- staklinga í þessa þjónustu á undan- fömum árum að sögn þeirra endur- skoðenda sem Morgunblaðið ræddi við, meðal annars vegna þess hve leiðbeiningar Ríkisskattstjóra með framtalinu hafa batnað. Hins veg- ar er alltaf spurning hvenær sé þörf á því að leita sér aðstoðar og hvenær ekki. Verð á þessari þjónustu veltur yfirleitt á því hversu mikið umfang framtalsins er. Þær tölur sem nefndar hafa verið í því sambandi eru á bilinu 9-20 þúsund fyrir að- stoð við einstaklinga. Skattframtalið mun einfaldara í dag Þorsteinn Haraldsson, endur- skoðandi, segir að þegar stað- greiðsla skatta hafi verið tekin upp, hafi framtal einstaklinga ein- faldast verulega. Frádráttarliðum hafí fækkað töluvert og sömuleiðis hafí á undanförnum árum verið unnið að því að bæta verulega leið- beiningar með framtalinu, þannig að þar sé nú að fínna nokkuð að- gengilegar upplýsingar um þá frá- dráttarmöguleika sem einstakling- ar geti nýtt sér. „Ef við lítum á möguleika á borð við lækkun vegna framfærslu barna, þá er þetta atriði sem fæstir vissu af fyrir svona þremur árum,“ segir Þorsteinn. Hann segir að sér sýnist sem einstaklingar sæki því ekki jafn mikið í þessa þjónustu og áður hafí verið. „Framtöl langflestra einstaklinga sem ekki eru í neinum rekstri eru ekki svo ýkja flókin. Meðan lífíð er í sínum venjulega Húsaleigubætur 3.000 fengu bætur í fyrra • 32 sveitarfélög í landinu greiða í ár leigjendum húsa- leigubætur. Um 3.000 einstakl- ingar og fjölskyldur nýttu sér rétt til húsaleigubóta í fyrra. Meðaltal greiddra bóta var 10.241 kr. í Reykjavík þar sem % hlutar bótaþeganna voru bú- settir. • Húseigendur sem leigja út íbúðir geta haft allt að 300 þús- und krónur í skattfrjálsar leigu- tekjur. Forsenda réttar til húsa- leigubóta er að löglegur samn- ingur sé gerður milli leigjand- ans og leigusalans. • Húsaleigubætur geta ekki orðið hærri en 50% af leigufjár- hæð, og hæsta fjárhæð húsa- leigubóta er 21 þúsund krónur á mánuði. • Hámarksbætur eru t.d. greiddar fjölskyldu þar sem um er að ræða hjón með 3 börn yngri en 18 ára, sem greiða 45 þúsund krónur eða meira í leigu á mánuði og hafa lægri tekjur en 125 þúsund krónur á mánuði. • Húsaleigubætur eru þannig ákvarðaðar að grunnstofn til útreiknings bótanna á mánuði skal vera 7.000 krónur fyrir hvetja íbúð. Við bætast 4.500 krónur fyrir fyrsta barn, 3.500 krónur fyrir annað barn og 3.000 krónur fyrir þriðja barn. Til viðbótar koma 12% þess hluta leigufjárhæðar sem liggur milli 20 og 45 þúsund króna á mánuði. • Bæturnar eru skertar óháð fjölskyldustærð um 2% af tekj- um sem eru umfram 1,5 milljón króna á ári. • Greiddur er staðgreiðslu- skattur af húsaleigubótum. farvegi og fólk tekur við launa- greiðslum vinnuveitanda, borga af húsnæðislánum og stendur ekki í neinum húsbyggingum, þá er framtalið til þess að gera einfalt." Þorsteinn segir hins vegar að mjög margir geti einfaldlega ekki hugsað sér að vinna framtalið sjálfir og fínnist meira öryggi vera fólgið í því að leita sér aðstoðar og það geti verið ágæt leið. Þor- steinn bendir á að einstaklingar standi ekki í framkvæmdum í sama mæli og áður. Nú sé til dæmis orðið mun algengara að fólk kaupi húsnæði fullbúið, eða því sem næst, í stað þess að standa sjálft í húsbyggingum. Því sé skattfram- talið orðið mun einfaldara í með- förum. Guðmundur Frímannsson, endurskoðandi, tekur undir þessi sjónarmið. Hann bendir þó á að þrátt fyrir að leiðbeiningarnar séu orðnar nokkuð aðgengilegri nú, séu þær jafnframt orðnar mun ít- arlegri og þá um leið lengri. Því fari talsverður tími í að fara yfir þær svo vel sé og þar af leiðandi geti verið gott fyrir einstaklinga að leita sér aðstoðar þegar málin fari að flækjast eitthvað. Gott að leita sér aðstoðar við óvenjulegar aðstæður Þeir Þorsteinn og Guðmundur segja að þeir sem leiti sér einna helst aðstoðar standi yfírleitt í ein- hvers konar rekstri. Þá sé það heldur engin spurning að aðstoð geti gagnast þeim vel. Eins sé það sjálfsagt fyrir einstaklinga að leita sér aðstoðar þegar um er að ræða einhveija óvenjulega hluti, til dæmis þegar um kaup eða sölu eigna, söluhagnað, húsbyggingar eða skylda hluti er að ræða. Þetta geti skipt umtalsverðu máli fyrir fólk upp á að vaxtabætur séu rétt útreiknaðar. E I N I N G U t V.'í' <, K 25 ára lögfræðingur Ég hefmínar ástæður fyrir að velja Lifeyrissjóðinn Einingu: mitt framlag er mín séreign sem erfist - framúrskarandi ávöxtun - traust fjárfestingarstefna - Kaupþing hf er eista og stærsta verðbréfafyrirtæki landsins Veldn Lífeyrissjóöinn Einin&t Frelsi fylgir ábyrgð Treystu ekki hverjum sem er fyrir þinni framtíð. Lífeyrissjóðurinn Eining er séreignarsjóður í vörslu Kaupþings hf. Þeir sem ekki eru skyldugirtil þess að greiða í ákveðinn lífeyrissjóð geta greitt iðgjöld sín í Lífeyrissjóðinn Einingu. Eignir sjóðsins eru ávaxtaðar á öruggan hátt, að mestu leyti í ríkisverðbréfum. Hafðu samband við ráðgjafa okkar í síma 515 1500 KAUPÞING HF í eigu Búnaðarbankans og sparisjóðanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.