Morgunblaðið - 04.02.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.02.1996, Blaðsíða 4
4 E SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1996 NEYTENDAMAL MORGUNBLAÐIÐ Umboðsmaður neytenda í öllum nágrannalöndum AÖLLUM Norðurlöndunum eru starfræktar sérstakar stofnanir sem sinna eingöngu neytendamálum. Mismunurinn á fjárframlögum til neytendamála hér á landi, þar sem opinber fram- lög nema um 40 krónum á íbúa, og á Norðurlöndunum, þar sem framlagið t.d. í Noregi er 140 kr. á íbúa, endurspeglar þann mun sem er á stöðu neytenda á íslandi miðað við það sem gerist í þeim nágrannalöndum, sem íslendingar vilja helst bera sig saman við, að sögn Sigríðar Amardóttur, lög- fræðings Neytendasamtakanna. Að auki er á öllum Norðurlöndun- um nema á íslandi, starfrækt sér- stakt embætti umboðsmanns neyt- enda sem hafa á eftirlit með við- skiptaháttum, gæta hagsmuna neytenda, upplýsa almenning um lagaleg réttindi og jafnvel bera mál fyrir dómstóla. Á Norðurlöndunum eru í gildi sérstök markaðslög, sem taka til mun fleiri þátta en íslensku sam- keppnislögin en samkvæmt þeim hefur neytendamáladeild Sam- keppnisstofnunar ákveðið eftirlits- hlutverk og er því sú stofnun hér á landi sem næst kemst því að hafa sambærilegt hlutverk og umboðsmaður neytenda. Sigríður Arnardóttir, lögfræð- ingur Neytendasamtakanna, seg- ir að skortur á mannafla komi í veg fyrir það að neýtendamála- deild Samkeppnisstofnunar gegni hlutverki sínu á jafnvirkan hátt og umboðsmenn neytenda í ná- grannalöndunum þótt deildin hafi komið þörfum máíurn á framfæri. Þar sem umboðsmaður neyt- enda starfar á Norðurlöndunum er hann skipaður af stjórnvöldum til nokkurra ára í senn og sendir frá sér álit og athugasemd verði hann var við brot á markaðslög- um. Hann gegnir einnig virku hlutverki við að upplýsa almenn- ing um lagaleg réttindi og hefur einnig því hlutverki að gegna að koma á samráði fulltrúa neytenda og aðila í viðskiptalífinu um að semja viðmiðunarreglur í við- skiptum. Umboðsmaður neýtenda sinnir hins vegar að jafnaði ekki einstök- um kvörtunum eftir ábendingum, eins og neytendamáladeild Sam- keppnisstofnunar, heldur einbeitir sér að málum sem hann telur að varði almannahag eða hagsmuni tiltekinna hópa fremur en einstakl- inga. í nágrannalöndunum geta borið ágreining út af einstökum viðskiptum á flestum sviðum undir óháða úrskurðaraðila. Umboðsmaður neytenda getur jafnframt tekið mál upp og borið undir dómstóla sem talsmaður neytenda telji hann málefnið sem í hlut á hafa almennt gildi. Sigríður Amardóttir segir að Neytendasamtökin telji að stofna beri embætti umboðsmanns neyt- enda hér á landi þar sem áherslur í neytendamálum og samkeppnis- málum fari ekki alltaf saman. Ályktun þess efnis var samþykkt á síðasta þingi samtakanna. 80 ár Endurgreiðslutími námslána miðað við upphæð lána og tekjur Forsendun Lánin bera ekki vexti á meðan á námstíma stendur en eftír hann er miðað við að þau beri 1 % raunvexti. Fyrsta greiðsla er tveimur árum eftir að námi lýkur og er þá 5% af tekjum fyrstu 5 árin. Eftir það hækka gneiðslumar 17% af tekjum. Lágmarksgreiðsla á ári er kr. 50.807. Upphæð námsiána 4 milljónir kr. 3 milljónir kr. 2 milljónir kr. 1 milljón kr. 500 þúsund kr. 0,8 1,0 1,2 1,4 1,6 1,8 2,0 2,2 2,4 2,6 2,8 3,0 3,2 3,4 m. kr. í árstekjur Árleg afborgun 51 51 60 70 80 90 100 110 120 130 140 150 160 170 þús. kr. fyrstu 5 árin 56 70 84 98 112 126 140 154 168 182 196 210 224 238 þús. kr. eftir það Talsvert hefur áunnist í neytendavernd síðustu ár ASÍÐUSTU árum hefur neyt- endavemd hér á landi aukist til muna. Sigríður Amardóttir lög- fræðingur Neytendasamtakanna segir að undanfarin ár hafi þess orðið greinilega vart að aukin áhersla sé lögð á neytendamál í viðskiptaráðuneytinu og á vegum þess sé nú unnið að undirbúningi löggjafar sem bæta muni réttar- stöðu neytenda á ýmsum sviðum. Sigríður nefnir sérstaklega að nefnd á vegum viðskiptaráðuneytis- ins, með aðild fulltrúa Neytenda- samtakanna, vinnur nú að samn- ingu lagafrumvarps um þjónustu iðnaðarmanna og allt sem við kem- ur iðnaðarstarfsemi, en engin slík löggjöf hefur verið til hérlendis. Sigríður segir að nú orðið geti Neyt- endasamtökin gengið að því vísu að eiga annaðhvort kost á að taka þátt í undirbúningi lagasetningar sem varði málefni neytenda eða að fá fmmvörp sem varða málefni neytenda til umsagnar. Sigríður segir að fýrir 10 ámm hafí það verið nánast tilviljun háð hvort leit- að var eftir sjónarmiðum neytenda við undirbúning lagasetninga sem þá varðaði. Þeirri umfangsmiklu __ lagasetn- ingu sem fylgdi aðild íslands að Evrópska efnahagssvæðinu fylgdi að ýmis fmmvörp sem fela í sér réttarbót fyrir neytendur öðluðust lagagildi hér á landi. „EES-samningurinn hefur verið neytendavemd hér mjög til góða og það er hægt að nefna fjölmörg dæmi um lög sem við höfum tekið upp á síðustu áram út af EES- samningnum," segir Sigríður. Enn er þó talsvert í land að réttarstaða neytenda hér sé sam- bærileg við það sem gerist í þeim löndum sem íslendingar kjósa að bera_ sig saman við. „Á Norðurlöndum em til sérstak- ir lagabálkar um kaup á neytenda- vöm sem ekki em til hér og þar em meðal annars reglur um ábyrgðartíma vegna galla á vöm, sem oft reynir á. I Danmörku, Noregi og Svíþjóð er ábyrgðartími á gallaðri vöm 2 ár og getur verið upp í 13 ár í Noregi. Hér emm við með kaupalög frá 1922, sem við höfum lagt ríka áherslu á að verði endurskoðuð, sérstaklega með tilliti til ábyrgðartímans og fleiri atriða,“ segir Sigríður. Annað brýnasta úrlausnarefnið í neytendamálum hérlendis telur hún vera að í lögum verði að fínnasömu úrræði og á Norðurlöndum er mælt fyrir um í löggjöf um skuldaaðlög- un. Slík löggjöf er til á öllum öðmm Norðurlöndum. „í þeim lögum er að finna heimildir til að fella niður að öllu leyti eða að hluta skuldir einstaklinga sem eiga í veralegum greiðsluerfíðleikum. Það er gert að uppfylltum mjög ströngum skilyrð- um til þess að reyna að aðstoða fólk, sem að öðmm kosti hefði orð- ið gjaldþrota með tilheyrandi afleið- ingum, að koma undir sig fótum á ný.“ „Það er mjög mikilvægt að við fáum einhver slík úrræði og það er verið að vinna að því á vegum félagsmálaráðuneytisins,“ segir Sigríður. Hún segir að nátengt þessu sé að koma á fót aðgangi neytenda að ókeypis eða ódýrri fjárhagsráð- gjöf sem sé gmndvöllur greiðsluað- lögunar. „Ég tel að það skipti heim- ilin í landinu vemlegu máli að fólk fái aðgang að óháðum aðila, sem ekki er starfandi í lánastofnun, sem aðstoðar fólk við að fínna leiðir út úr fjárhagsvanda, helst áður en komið er í algjört óefni. Á Norður- löndum sinna sveitarfélög þessari þjónustu og ýmsar ráðgjafarstofur, en hér hefur lítið verið um þetta. Ég veit þó að Reykjavíkurborg sinnt þessu fyrir skjólstæðinga Félagsmálastofnunar og bankarnir hafa verið með slíka þjónustu sem hluta af bankakerfínu, en það hef- ur skort hlutlausan aðila sem stendur utan við kerfið, er ekki tengdur vandamálinu, og veitir góða ráðgjöf án endurgjalds,“ seg- ir Sigríður. Fáðu þér spariskírteini ríkissjóðs með gullnum kaupbæti: Átta góðar ástœður til að SJÓÐUR 5 HJÁ VÍB agoóar a fjárfesta + c* • * \ • r t Sjooi 5 C. 10% A. Spariskírteini ríkissjóbs + B. Overótryggó ríkisveróbréf C. Húsbréf 25%> A. 65%> Sjó&ur 5 hjó VÍB 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. Alltaf innleysanleg - enginn fastur gjalddagi. Stöðug ávöxtun - 7,0% raunávöxtun sl. 5 ár. Auðvelt að íylgjast með verðmæti bréfanna. Engin fyrirhöfn - ekkert umstang. Hægt að kaupa fyrir hvaða íjárhæð sem er. Sérfræðingar sjá um ávöxtun. Eignarskattsfrjáls. 100% ábyrgð ríkissjóðs. FORYSTA í FJÁRMÁLUM! VtB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ISLANDSBANKA HF. • Aðili að Verðbréfaþingi Islands • Kirkjusandi, 155 Reykjavík. Sími 560-8900.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.