Morgunblaðið - 04.02.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.02.1996, Blaðsíða 19
SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1996 E 19 ! I 1 J I ! i < < < < < < < < < ( < FJOLSKYLDUFJARMAL Um 44 vaxta Dúsund fengu bætur 1995 • TÆPLEGA 44 þúsund ein- staklingar fengu greiddar vaxtabætur á síðasta ári og námu greiðslur til þeirra alls röskum 3 milljörðum króna. Þetta svarar til þess að hver þessara einstaklinga hafi feng- ið tæpar 7.000 krónur endur- greiddar úr ríkissjóði, en auð- vitað eru margir talsvert hærri og aðrir lægri. í GÓDU EGLU BOKHALDI... ...STEMMI STÆRÐIN LlKA! R Ul Egla bréfabindin fást í 5 mismunandi stærðum. Þau stærstu taka 20% meira en áður, en verðið er það sama. Og lita- úrvalið eykur enn á fjölbreytnina! ROf> OG RECLA Múlalundur Vinnustofa SÍBS Neysla eða sparnaður? • Sé keypt ein gosflaska á dag fyrir 80 krónur í hvert skipti nema útgjöldin til goskaupanna 365 daga á ári 29.200 krónum. Til að eignast 29.200 krónur þarf að auka tekjur sínar um 50.300 krónur sé miðað við að greiddur sé 41,94% tekjuskattur af allri upphæðinni. Kostnaðurinn við að greiða 400 krónur vikulega fyrir leigu á myndbandsspólu er 21.000 krónur á ári. Það kallar á aukn- ar tekjur upp á kr. 36.100, mið- að við að skattur leggist á alla upphæðina, en án tillits til ann- arra hugsnlegra jaðarskatts- áhrifa. Ef keypt er 2 lítra flaska af gosi á 180 krónur einu sinni í viku og 200 króna poki af snakki með í hvert skipti er um að ræða 1.520 króna útgjöld á mán- uði eða meira en 18.000 krónur á ári. Til að eignast 18 þúsund krónur þarf að vinna sér inn 31 þúsund krónur, miðað við sömu forsendur og að ofan. 2 milljónir á 20 árum Samtals þarf því sá sem leyfir sér þau útgjöld sem eru talin upp að ofan að auka tekjur sin- arumll7.400 krónur til að standa undir þeim. Ef þær 68.200 krónur sem varið er til kaupanna í dæminu hér að ofan væru látnar standa óhreyfðar á 5% raunvöxtum í 20 ár ætti viðkomandi að þeim tíma loknum 141.780 krónur. Væri upphæð sem samsvarar þessum útgjöldum lögð fyrir í hveijum mánuði á 5% raunvxt- um væri inneignin eftir 20 ár komin yfir 2 milljónir króna. Hófdrykkja kallará 215 þús. kr. tekjur FJÖLSKYLDA sem kaupir eina kippu af bjór og eina flösku af léttvíni á viku og eina flösku af sterku áfengi í mánuði þarf að auka tekjur sinar um 215 þúsund krónur á ári til að fjármagna áfengiskaupin. Þetta kemur fram í dæmi sem tekið er í fjármálahandbók Bún- aðarbankans, Fjármál heimilis- ins. Dæmið er sett þannig upp að ein kippa af bjór kosti 1.000 krónur og þvi 52.000 á ári að kaupa eina kippu vikulega. Miðað við að keypt sé léttvín sem kostar 900 krónur kostar 47.000 krónur á ári að kaupa eina flöski á viku. Þá kostar 26.000 krónur að kaupa eina flösku í mánuði af áfengi sem kostar 2.200 krónur. Samtals eru útgjöld þessarar fjölskyldu vegna áfengiskaupa 125 þúsund krónur á ári. Slík útgjöld kalla á að tekjur séu auknar um 215 þúsund á ári og er þá aðeins miðað við 41,93% tekjuskatt en litið fram hjá frek- ari jaðarskattsáhrifum sem öflun viðbótarteknanna kunna að hafa í för með sér. Skilafrestur skattframtals rennur út 10. febrúar Þá er minnt á mikilvægi þess að varðveita launaseðla. Ef þörf krefur eru þeir sönnun fyrir því að staðgreiðsla hafi verið dregin af launum. Skattframtalinu á að skila til skattstjóra í viðkomandi umdæmi og mundu að taka afrit af framtalinu áður en því er skilað. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI Leiðbeiningabæklingur með skattframtali hefur að geyma nauðsynlegar upplýsingar varðandi framtalsgerðina. Kynntu þér bæklinginn vel - og útfylling framtalsins verður auðveldari en þig grunar. Rétt útfyllt skattframtal tryggir þér rétta skattlagningu. Eyðublöð liggja frammi hjá skattstjórum og umboðsmönnum þeirra, og í Reykjavík í bönkum, bankaútibúum og sparisjóðum. Skilaðu tímanlega og í orðastu álag!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.